Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 11
augl‡sing 3. tbl. 1. árg. 2001 Austurland á nýrri öld www.athygli.is Óperustúdíó Austurlands frumsýnir sunnudaginn 10. júní, Brúðkaup Fígarós og markar það upphaf þriðja starfsárs stúdíósins sem hefur aðsetur á Eiðum. Áður hafa óper- urnar Töfraflautan og Rakarinn frá Sevilla verið settar upp þar. Í aðal- hlutverkum verða þau Diddú, Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson og japanska söngkonan Xu Wen auk ungra og upprennandi söngvara frá Austur- landi og Reykjavík. „Þetta er góð blanda af reyndum söngvurum og óreyndum og ómetanlegt tækifæri fyrir hina yngri að taka þátt upp- setningu af þessu tagi,“ segir Keith Reed en hann er bæði leik- og hljómsveitarstjóri og hvatamaður að stofnun Óperustúdíós Austur- lands. „Undirbúningnum má líkja við meðgöngu. Við komum fyrst saman í haust til æfinga en það er fyrst nú, viku fyrir frumsýningu, sem öll hljómsveitin æfir með okkur. Þetta er stór hópur og fólk kemur víðs vegar að af landinu,“ segir Keith. Um 90 manns taka þátt í uppsetn- ingunni en um 60 manns koma fram í sýningunni sjálfri að hljóð- færaleikurum meðtöldum. Keith segir Óperustúdíóið hafa fengið góðar viðtökur og segir engan vafa á að óperuunnendur líti á starfsemina á Austurlandi sem kærkomna viðbót við íslenskt menningarlíf. Sýningar verða sem fyrr segir að Eiðum. Alls verða þær 6 talsins, þann 10., 11., 12., 14., 15. og 16. júní. Þá ber þess að geta að sérstakir tónleikar verða haldnir í Eskifjarðarkirkju, 13. júní, þar sem ýmsir hljóðfæraleikarar munu leika einleik auk þess sem Diddú mun syngja einsöng. Brúðkaup Fígarós á Eiðum Full- komnustu samfélög veraldar! Gunnar Vignisson, verkefnastjóri hjá Þróunarstofu Austurlands fullyrðir að litlu samfélögin á Austurlandi séu fullkomnustu smásamfélög í veröldinni. Þetta eru býsna stór orð í hugum þeirra sem ekki búa þar, en Gunnar er ekki í nokkrum vand- ræðum með að rökstyðja mál sitt. Hann segist hafa verið þessar- ar skoðunar lengi, „enda vita þeir sem hafa heimsótt samfélög af svipaðri stærð erlendis að þjón- ustustigið þar er mun lægra en hér fyrir austan. Samfélögin hér voru einangruð þegar þau voru að byggjast upp. Fyrir vikið þurfti alla helstu þjónustu á hverjum stað. Því er allt innan seilingar; heilsugæslan, leikskól- inn, skólinn og elliheimilið svo fátt eitt sé nefnt. Þessi góða þjónusta er áfram fyrir hendi á hverjum stað, þótt samgöngur hafi batnað og svæðið sé að verða að einni heild.“ Gunnar segir að þessir kostir smásamfélaganna á Austurlandi verði enn sýnilegri og eftirsókn- arverðari í framtíðinni. „Skilin milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar eru að verða skýrari. Reykjavík er að breytast úr lítilli notanlegri borg í stór- borg með þeim göllum sem því fylgir. Andstæðan, kyrrlát nú- tímaleg smásamfélög verða því eftirsóknarverur kostur fyrir þá sem ekki vilja borgarlífið.“ Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson eru í aðalhlutverkum í sýningum Óperstúdíós Austurlands. Skýrsla um mat á umhverfisáhrif- um vegna fyrirhugaðs álvers við Reyðarfjörð er komin út og er meg- inniðurstaða hennar að umhverfisá- hrif álversins verði ekki þess eðlis að þau mæli gegn fyrirhugaðri framkvæmd. Austfirðingar geta kynnt sér efni og innihald skýrslunnar í Opnu húsi í Félagslundi á Reyðarfirði í næstu viku, nánar tiltekið miðvikudaginn 13. júní. Húsið opnar strax kl. 16:00 og þá geta menn kynnt sér vegg- spjöld þar sem helstu niðurstöður skýrslunnar eru kynntar en fyrir- lestrar um einstaka þætti matsvinn- unnar hefjast svo kl 17:15 og standa í um þrjá stundarfjórðunga. Eftir það hafa fundargestir klukkustund til að kynna sér frekar efni vegg- spjaldanna og krefja sérfræðinga skýringa áður en fyrirlestrar verða endurteknir kl. 19:00 fyrir þá sem ekki eiga heimangengt fyrr. Þeim gefst einnig kostur á að kynna sér efni veggspjaldanna því ráðgert er að Opna húsið í Félagslundi standi til kl. 20:30 og eitthvað lengur ef þurfa þykir. Skýrsla hafnarsjóðs Fjarðarbyggðar um mat á umhverf- isáhrifum hafnar við álverið verður einnig til kynningar í Opnu húsi í Félagslundi á miðvikudaginn kemur. Mat á umhverfisáhrifum álvers- ins miðast við að það rísi í tveimur áföngum með allt að 280 þúsund tonna framleiðslugetu á ári í 1. áfanga og aukningu í allt að 420 þúsund tonna framleiðslugetu á ári í 2. áfanga. Starfsemin mun byggj- ast á hámarkssjálfvirkni og full- komnasta tæknibúnaði sem völ er á. Skýrslan er aðgengileg almenn- ingi á heimasíðu Reyðaráls hf., www.reydaral.is. Þar er einnig að finna viðaukaskýrslur um einstaka þætti matsvinnunnar. Skýrslu um mat á umhverfisáhrifum hafnarinn- ar er að finna á heimasíðu Hönnun- ar hf., www.honnun.is. Báðar skýrslurnar verða til almennrar kynningar til 6. júlí nk. og búast má við úrskurði Skipulagsstofnunar í ágústbyrjun. Fullkomnasta álver í heimi: Kynning á umhverfisáhrifum Björn Ármann Ólafsson, hjá Skinn- ey-Þinganesi hf. á Reyðarfirði segist ekki geta fullyrt að fiskurinn frá honum sé á borinn á borð fyrir El- ísabetu Englandsdrottningu, Karl son hennar og aðra fjölskyldumeð- limi, en segist ábyrgjast að margt hefðarfólk í ríki hennar borði reglu- lega bæði ýsu og þorsk frá Reyðar- firði. Þótt Skinney-Þinganes sé ungt fyrirtæki undir þessu nafni ná ræt- urnar nokkuð langt aftur og þá var fiskvinnslan rekin undir nafni Kaupfélags Héraðsbúa, fyrir sam- einingu við Skinney á Höfn. „Hér höfum við pakkað fiski í neytenda- umbúðir fyrir enskar verslunarkeðj- ur frá árinu 1988 og vorum eitt af fyrstu íslensku fyrirtækjunum sem gerðu það,“ segir Björn Ármann. „Um er að ræða bæði ýsu og þorsk sem við pökkum fyrir Marks & Spencer og Tesco. Báðar þessar verslunarkeðjur eru mjög virtar, Tesco er ein af stærstu matvæla- keðjum Breta og viðskipta- mannahópurinn er úr efri millistétt og yfirstétt. Marks & Spencer hafa ávallt verið þekktir fyrir gæði, enda ábyrgist keðjan vöruna. Sé eitthvað að henni fær viðskiptavinurinn undantekningarlaust nýja vöru eða endur- greiðslu. Fyrir vikið gera þeir afar miklar kröf- ur til birgja sinna og heimsækja okkur til að mynda tvisvar sinnum á ári, til að skoða húsnæði, hreinlæti og að sjálfsögðu gæðin.“ Björn Ármann segir Tesco gera sömu gæðakröfur og komi eitthvað upp á, þurfa viðskiptavinir keðj- anna að gefa skýrslu sem við fáum síðan senda. En sem betur fer hef ég lítið sem ekkert þurft að lesa þessum skýrslum því þær sjást varla á borðum okkar.“ Og þar er vænt- anlega komin ástæðan fyrir áralöngum við- skiptum við Marks & Spencer, því Björn Ár- mann og félagar hafa pakkað fiski í neyt- endaumbúðir fyrir keðjuna í 13 ár, „sem þykir mjög langur tími í þessu umhverfi. Enda leggjum við okkur fram og bjóðum einungis úr- vals hráefni, það besta sem fæst hverju sinni.“ En fer öll þeirra framleiðsla á diska sælkera ytra? „Nei,“ segir Björn Ármann. „Við höfum aðeins verið að selja ýsubita í Fjarðarkaup- um í Hafnarfirði. En það voru kannski mistök hjá okkur, því eftir- spurnin hefur verið þvílík að við náum vart að anna henni!“ Á döfinni... 8. - 10. júní – Sjómannadagur Skemmtiatriði, dansleikir og fjör um allt Austurland. 10. - 16. júní – Eiðar Brúðkaup Fígarós. 13. júní – Eskifjörður Mozartveisla kl. 20.00. 15. júní –14. ágúst Skriðuklaustur Austfirsku meistararnir. Frá Listasfni Íslands koma verk eftir Austfirðingana Kjarval, Ríkharð og Finn Jónssyni, Tryggva Ólafsson o.fl. 16. júní – Seyðisfjörður Skaftfell, menningarmiðstöð. Opnun listahátíðar og sýning listamannanna Pamelu Brandt, Philip von Knorring og Paul Osipow frá Finnlandi. 18. júlí – Seyðisfjörður Bláa kirkjan kl. 20.30. Niels Henrik Jessen, orgelleikari frá Danmörku. 19. júní – Hornafjörður Jöklasýning, fyrirlestur Bryn- dísar Brandsdóttur frá H.Í. Nánari upplýsingar: Markaðsráð Suðausturlands sími 478 1500 og Markaðsstofa Austurlands sími 471 2320, www.east.is. Hefðarfólk borðar ýsu að austan Eskifjörður, fullkomið samfélag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.