Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEDWIG FRUMSÝNDUR Í JÚNÍ Hádegisleikhús kl. 12 RÚM FYRIR EINN fös 15/6 örfá sæti laus fim 21/6 nokkur sæti laus FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 fim 14/6 nokkur sæti laus fös 15/6 örfá sæti laus sun 24/6 nokkur sæti laus mið 27/4 UPPSELT Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:            =    6A.    ! )A.   " *+A.    *BA.     *.A.   "#"$ %! &'( ) * + " " *A.     3A.     +A.   " 6A. ) * + "  )A.  ! ,-.  // 0   12  ,"       *,A.   "  *3A.    A.  ! ! #3! """4 #3! 5 """  * #! 6' %7#""  ""  )""! ,%"""  *!89 ! #! 6:;6< %!;! #! 6:8&'! MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 22. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 23. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 30. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í KVÖLD: Fös 8. júní kl. 20 - UPPSELT Lau 9. júní kl. 19 - UPPSELT Lau 9. júní kl. 22 - UPPSELT Sun 10. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Fim 14. júní kl. 20 - UPPSELT Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI Þri 19. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífspistla- höfundur, erindi tengt Píkusögum. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst. SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR. Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið 3. hæðin MGM-kvikmyndaverið hefur nú ákveðið að hætta við gerð fyrir- hugaðrar framhaldsmyndar af kvikmyndinni Basic Instinct. Leikkonan Sharon Stone, sem bú- in var að samþykkja að bregða sér aftur í líki háskakvendisins Cat- herine Tramell, hefur í kjölfarið höfðað mál gegn framleiðendun- um. Hún sakar þá um að svíkja samning og fer fram á að greidd verði þau laun sem henni höfðu verið lofuð, einn og hálfur millj- arður íslenskra króna. Ákvörðun aðstandenda mynd- arinnar var kynnt á blaðamanna- fundi í gær en Alex Yemenidjian, stjórnarformaður MGM, vildi ekki gefa upp ástæður hennar. Sama dag og ákvörðunin var kynnt lagði Stone fram kæruna, sem byggir á munnlegu sam- komulagi sem hún kveðst hafa gert við framleiðendur myndar- innar, þá Andy Vanja og Mario Kassar, um að hún fengi greidda áðurnefna upphæð fyrir að taka að sér aðalhlutverk myndarinnar, óháð því hvort af gerð hennar yrði eður ei. Framleiðendurnir vilja hins vegar ekkert kannast við að hafa gert samning við Stone. Hætt við gerð Basic Instinct 2 Reuters Sharon Stone fær ekki að sveifla ísnálinni frægu. Sharon Stone með sárt ennið NÝLEGA var haldið heimsmeistara- mót kaffibarþjóna 2001 í Miami í Bandaríkjunum. Þar keppti fyrir Ís- lands hönd Íslandsmeistarinn, Lilja Pétursdóttir, Kaffitári í Kringlunni. Keppnin var á milli kaffibarþjóna frá 16 löndum. Keppt var í gerð þriggja drykkja, líkt og á Íslandsmeistaramótinu, espressó, cappuccino og svo var einn frjáls drykkur. Keppendur fengu 15 mínútur til að útbúa drykkina og útbjuggu fjóra bolla af hverjum drykk fyrir fjóra dómara. Dómararnir voru sextán talsins, frá öllum keppnislöndum, en aðeins fjórir dæmdu í einu. Fyrir Ís- land dæmdu Aðalheiður Héðinsdótt- ir, Kaffitári, og Sonja Grant, Kaffi- tári. Lilja tók með sér íslenskt hráefni; G-mjólk frá MS og Expressó-kaffi, sem er brennt í Kaffitári í Njarðvík. Undirbúningur Lilju byggðist upp á löngum og ströngum æfingum, sem skiluðu henni í sex kaffibarþjóna úr- slit. Sex bestu kaffibarþjónar heimsins 2001 eru: Martin Hildebrandt frá Danmörk, Tim Wendelhoe frá Nor- egi, Roberto DeúAquilla frá Svíþjóð, Lilja Pétursdóttir frá Íslandi, Andr- ea Gherardi frá Ítalíu og Corinne Tweedale frá Ástralíu. Lilja stolt við Expressó-vélina. Lilja í fjórða sæti Í KVÖLD mun Skjáreinn standa, í samvinnu við unglinga- deild SÁÁ, fyrir landsöfnun til styrktar deildinni. Söfnunin fer fram í skemmtiþætti sem fengið hefur nafnið Popp- frelsi og sjónvarpað verður beint frá Iðnó. Fjöldi tónlist- armanna og skemmtikrafta koma fram en einnig verða umræður og viðtöl við aðila tengda fíkniefnavand- anum. Vandinn skoðaður frá öllum hliðum Þáttastjórnendur eru þau Kjartan Már Vilhjálmsson fréttamaður og Elín María Björnsdóttir, umsjón- armaður brúðkaupsþáttarins Já. Þau hafa undanfarna daga tekið viðtöl við lækna, lögreglumenn, eiturlyfjaneyt- endur, eiturlyfjasala og fólk sem komið er úr meðferð og reynt verður að skoða fíkniefnavandann út frá öllum hliðum. „Það var leitað til okkar og auðvitað var meira en lítið sjálfsagt að styrkja svo gott málefni,“ sagði Kjart- an Már aðspurður um þátttöku Skjáseins í söfnuninni. Meðan á þættinum stendur fer fram símasala á geisladiskinum Poppfrelsi sem inniheldur lög helstu popphljómsveita landsins. Eins og fyrr segir verður þátturinn sýndur í beinni útsendingu frá Iðnó og hefst útsendingin klukkan 21. Poppfrelsi í beinni útsendingu á SkjáEinum í kvöld Landsöfnun fyrir unglingadeild SÁÁ Morgunblaðið/Billi Elín María Björns- dóttir og Kjartan Már Vilhjálmsson. BRESKI næturklúbburinn Cream teygir nú anga sína hingað til lands á tveggja vikna fresti. Þetta gera aðstandendur klúbbsins í samstarfi við út- varpsstöðina FM 957 og Thomsen, þar sem dans- veislurnar fara fram, fram eftir nóttu á föstu- dögum. Næturklúbbamenningin svokallaða hefur aldrei náð að festa hér rætur en nú verð- ur vonandi breyting á. Í kvöld ætlar Ibiza-plötusnúðurinn Hernan Cattaneo að framkalla sömu sólarstranda- stemmningu og þekkist þar syðra fyrir dans- óða Íslendinga. Hann er í fullu starfi á Ibiza á sumrin en þess á milli þeytir hann skífum víðs vegar um heim. Cattaneo er frá Argentínu og hefur fimm- tán ára reynslu að baki sem plötusnúður og þykir bera sérlega gott skynbragð á þá hópa sem hann leikur fyrir hverju sinni. Hann hittir oftast á dansvæn- ustu tónana og er fullfær um að framkalla svitarakt andrúmsloft á stærstu stöðum. Sést hefur til hans í plötusnúðaklefanum við hlið ekki ómerkari manna en Paul Oakenfold, Sasha, John Digweed, Justin Robert- son, Darren Emerson, BT, Danny Rampling, Seb Fo- Cream-kvöld á Thomsen Hernan Cattaneo þeytir rjóma Hernan Catt-aneo að fram-kalla svitaský. taine, Dave Seaman, David Morales, Green Velvet, Deep Dish og fleirum og fleirum. Hann ætti því að kunna sitt fag drengurinn. Húsið er opnað kl. 23 og miðaverð er 750 kr. Það borgar sig að mæta snemma því eftir kl. 2 fer verð- bólgudraugurinn á kreik og rífur verðið upp í 1.500 kr. LEIKKONAN Jennifer Aniston hefur nú staðfest þann orðróm um að hún eigi von á barni með eig- inmanni sínum, Brad Pitt. Þetta er fyrsta barn Aniston en hún er 32ja ára. Handritshöfunda Friends-sjón- varpsþáttanna bíður nú það verk- efni að breyta handriti næstu þátta- raðar þannig, að persóna Aniston, Rachel, verði einnig barnshafandi. Aniston vill sjálf fá Pitt í hlutverk barnsföðursins en ráðamenn þátt- arins eru ekki eins spenntir, þar sem launataxti hans er talsvert hærri en þeir eiga að venjast. Líklegt þykir að hinum samkyn- hneigða föður Chandlers verði eign- að barnið. Aniston og Pitt fjölga mannkyninu Reuters Brad Pitt og Jennifer Aniston. mbl.is VIÐSKIPTI Heimsmeistaramót kaffibarþjóna í Miami
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.