Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 08.06.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 65 DAGBÓK AMERÍSKIR LÚXUS NUDDPOTTAR Glæsilegir nuddpottar í sedrus viðargrind. Innifalið í verði: Vatnsnudd og loftnudd. Einangrunarlok, ozone bakteríuvörn, höfuðpúðar, ljós, vetraryfirbreiðsla, trappa o.fl. Engar leiðslur, nema rafm. 16 amp. Verð frá aðeins kr. 490 þús. stgr. Tilbúnir til afhendingar. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi. Símar 554 6171 og 898 4154. Nýbýlavegi 12, Kópavogi, s. 554 4433. Kvartbuxur Vinsælu kvartbuxurnar með uppábrotinu eru komnar. Kr. 1.990. Pantanir óskast sóttar 20% afsláttur af peysum, skyrtum, blússum og pilsum föstudag og laugardag Opið laugardag kl. 11—16 TILBOÐ TILBOÐ Hverfisgötu 78, sími 552 8980 HINDRUNARSAGNIR bera nafn með rentu – þær taka rými af mótherjunum og koma oft í veg fyrir að þeir geti lýst spilum sínum af nákvæmi. En stundum heldur makker á öllum spilunum og þá beinist hindrunin óviljandi að hon- um. Það gerðist í þessu spili frá æfingu landsliðs- ins um síðustu helgi: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á107654 ♥ -- ♦ 642 ♣ 10965 Vestur Austur ♠ 98 ♠ DG2 ♥ 8765 ♥ G4 ♦ 95 ♦ Á1083 ♣ ÁG873 ♣ KD42 Suður ♠ K3 ♥ ÁKD10932 ♦ KDG7 ♣ -- Matthías Þorvaldsson og Þorlákur Jónsson voru í NS gegn Sigurbirni Har- aldssyni og Bjarna Einars- syni: Vestur Norður Austur Suður Bjarni Matthías Sigurbjörn Þorlákur -- 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Opnun Matthíasar er veik með sexlit í spaða. Matthías er á hættu gegn utan hættu og í því ljósi keyrði Þorlákur í slemmu, þótt hann hefði svo sem enga fullvissu fyrir því að makker ætti ás í spaða eða tígli. Bjarni lagði niður laufás og Þorláki var létt þegar hann sá spaðaásinn birtast í borði. Það þýddi að spilið var ekki vonlaust, en hins vegar þurfti legan að vera hagstæð – hjarta- gosinn varð að falla og tíg- ullinn helst 3-3. Þó var sá aukamöguleiki fyrir hendi að sami mótherji héldi á lengd í tígli og spaða. Og sú var raunin hér. Þorlákur trompaði lauf- ásinn, tók fjórum sinnum hjarta og spilaði tígulkóng. Sigurbjörn drap strax með ás og spilaði laufi. Þorlák- ur stakk og tók síðasta trompið. Það var of mikil pressa fyrir austur, sem gat ekki valdað bæði tígul og spaða, svo slemman vannst. Eftir á að hyggja virðist ekki fráleitt að nota „Vo- idwood“ í þessari stöðu, en það er ásaspurning á fimmta þrepi, sem útilokar einn lit – eyðulitinn. Það mætti hugsa sér að stökk beint í fimm lauf við tveim- ur spöðum væri slík spurn- ing (og þá með spaða sem tromplit til að byrja með), en Matthías og Þorlákur höfðu ekki komið sér sam- an um þessa aðferð og Þor- lákur hafði ekki áhuga á að spila fimm lauf á eyðuna. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT Á SPRENGISANDI Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn, rennur sól á bak við Arnarfell. Hér á reiki er margur óhreinn andinn, úr því fer að skyggja á jökulsvell. Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti áfanginn. Þei, þei! þei, þei! þaut í holti tófa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm. Útilegumenn í Ódáðahraun eru kannske að smala fé á laun. Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, rökkrið er að síga á Herðubreið. Álfadrottning er að beizla gandinn, ekki er gott að verða á hennar leið. Vænsta klárinn vildi ég gefa til að vera kominn ofan í Kiðagil. Grímur Thomsen Árnað heilla 70ÁRA afmæli. Á morg-un laugardaginn 9. júní verður sjötug Ragna Kristín Árnadóttir frá Hafnarhólmi í Stranda- sýslu, Ystaseli 21, Reykja- vík. Hún tekur á móti ætt- ingjum og vinum í Þjónustumiðstöðinni Skóg- arbæ, Árskógum 4, milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 10. júní verð- ur Guðni Ingólfsson, Eyjum 1, Kjós, fimmtugur. Í tilefni dagsins tekur hann á móti gestum laugardaginn 9. júní í Félagsgarði í Kjós milli kl. 19 og 24. Rútuferðir verða farnar frá Meðalfellsvatni. Í ESSEN í Þýskalandi hef- ur sl. tvö ár verið haldin skákhátíð til minningar um Julius Borowski. Sá ágæti maður lagði án efa töluverð- an skerf til skákmenningar Þýskalands, en burtséð frá því eru minningarmót hans skemmtileg. Staðan kom upp í efsta flokknum á milli stórmeistar- anna Christopher Lutz (2.614) og Oleg Romanishin (2.559), svart. 37. ...Be3! 38. Rf3 Biskupinn var friðhelgur sökum 38. fxe3 Hxf1+ og svartur vinnur. 38. ...Hxf3! Hvítur á sér ekki viðreisnar von eftir þetta, til þess er kóngstaða hans of veik. Framhaldið varð: 39. gxf3 Dg5+ 40. Kh1Hxf3 41. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. fxe3 Hxh3+ 42. Dh2 Hxh2+ 43. Kxh2 dxe3 og hvítur gafst upp. Lokastaða móts- ins varð þessi: 1. Rustam Kasimdzhanov (2.693) 6½ vinning af 9 mögulegum. 2.-3. Christopher Lutz (2.614) og Emil Sutovsky (2.604) 6 v. 4.-5. Oleg Rom- anishin (2.559) og Rustem Dautov (2.631) 6. Artur Jussupov (2.645) 4½ 7. Mikhail Gurevich (2.688) 8. Klaus Bischoff (2.533) 9. Friso Nijboer (2.580) 3 v. 10. Sergey Smagin (2.613) 1½ v. COSPER Mamma, pabbi er að troða á kúlunum okkar.            KIRKJUSTARF Í KVÖLD kl. 20:00 verður dansað í kringum jólatré í safnaðarheimili Landakirkju. Þetta jólaball er mara- þon Æskulýðsfélags Landakirkju og eru unglingar nú að safna áheitum fyrir ballinu, en það mun standa yfir í 12 tíma. Jólasveinninn mun kíkja við um nóttina og gefa nammi. Ástæðan fyrir þessu uppátæki er sú að síðar í þessum mánuði mun þessi hópur unglinga fara til Noregs og Danmerkur á norrænt mót KFUM & K, ferðin er dýr og er þetta hluti af söfnun. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir að dansa í kring- um jólatréð, og auðvitað mætum við öll í okkar fínasta pússi, rétt eins og þegar við förum á jólaball að vetri. Eins og áður segir eru unglingarnir að safna áheitum, en viljir þú gefa áheit ertu velkomin í safnaðarheim- ilið í kvöld – eða nótt og gefa áheit, og kannski syngja með okkur ,,göng- um við í kring um Með kveðju og von um góðan stuðning. Ólafur Jóhann Borgþórsson, Æskulýðsfulltrúi Landakirkju. Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Mömmumorgna- konur hittast kl. 10 í Grasagarðinum í Laugardal. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11– 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laugar- dögum. Létt hressing eftir samkom- una. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21. Styrkur unga fólks- ins. Dans, drama, rapp, prédikun og mikið fjör. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl 10:00 Guðsþjónusta kl 11:00 Ræðumaður: Harald Wollan. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10, guðsþjónusta kl 11. Ræðumaður: Gavin Anthony. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10, guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Frá Maranatha. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10,guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Frá Maranatha. Maranatha er hóp- ur fólks sem ferðast um heiminn og vinnur endurgjaldslaust í þágu þeirra safnaða sem þau heimsækja. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta kl. 11, biblíu- fræðsla kl. 12. Ræðumaður: Styrmir Ólafsson. Landakirkja, kl. 20–08 Maraþon- dansleikur utanfara í æskulýðsstarfi Landakirkju og KFUM&K. Ung- lingarnir safna áheitum fyrir utan- ferð. Landakirkja verður opin virka daga í sumar á milli kl. 11 og 12. KEFAS: Breyttur samkomutími, samkoma kl 19.30 í kvöld. Ræðumað- ur: Helga R. Ármannsdóttir. Mikill söngur og Guðsblessun. Allir hjart- anlega velkomnir. Jólaball á sumriSTJÖRNUSPÁef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert ljúfur og úrræðagóð- ur og hefur næmt nef fyrir því sem forvitnilegt er og skemmtilegt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú mátt ekki verða svo upp- tekinn af smáatriðunum að þú sjáir ekki skóginn fyrir trjám. Sinntu vinum þínum, sem alltaf standa með þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi þótt þér séu settir úrslitakostir. Stattu á þínu og þá sýnir sig að andstæðing- urinn hefur engin tromp á hendi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Mundu að þú hefur sjálfur mikið um það að segja hvern- ig mynd aðrir fá af þér. Sýndu sjálfsöryggi og þá munu aðrir sjá þig í jákvæðu ljósi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það ríður á að þú lokir ekki augunum fyrir sumum þeirra möguleika sem fyrir hendi eru. Láttu óskhyggjuna ekki ráða því hvernig þú sérð hlut- ina. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Réttlætið sigrar að lokum. Þar kemur að á þig verður hlustað og málstaður þinn borinn fram til sigurs. Sýndu þolimæði þar til þetta gerist. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að virkja ímyndunar- aflið og sköpunargáfuna. Það myndi bjarga deginum ef þér tækist að skapa þér skemmti- legt verkefni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt í vændum endurfund með gömlum vini. Þá gefst þér loks tækifæri til að spyrja spurninganna sem hafa lengi brunnið á þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú mátt ekki vera svo skelk- aður að þú leyfir þér aldrei að njóta neins. Losaðu um og þú munt sjá, að lífið er þess virði að taka einhverja áhættu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er spurning, hvort þú átt að eyða tíma og fyrirhöfn í þá sem aldrei sjá neitt jákvætt við nokkurn hlut. Þeir brenna bara upp þinni orku. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki er allt gull sem glóir. Farðu þér hægt í fjármálum, kannaðu alla möguleika vand- lega og mundu umfram allt að hafa öryggið í fyrirrúmi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu ekki að þröngva fram málum sem þú hefur í raun engin tök á að fylgja eftir. Kannaðu fyrst hvaða mögu- leikar felast í stöðunni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu nú til þín taka bæði heima fyrir og á vinnustað. Það bíða þín verkefni á báð- um stöðum sem þú getur hreint ekki skorast lengur undan. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.