Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.06.2001, Qupperneq 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GNOÐARVOGUR — BÍLSKÚR Vel skipulögð og góð 131 fm sérhæð ásamt 26 fm bílskúr. 4 svefnherbergi 2 samliggjandi stofur. Góðar suðursvalir. Hús í mjög góðu ástandi. Góð staðsetning. Verð 16,9 millj. (1318} Í NÝÚTKOMINNI skýrslu Landsvirkjun- ar vegna mats á um- hverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar er fjallað um helstu um- hverfisbreytingar sem verða á áhrifasvæði virkjunarinnar, sem nær frá Brúarjökli og til sjávar við Héraðs- flóa. Helstu breytingar á láglendi Margir hafa lýst ótta við stórfelldar breyt- ingar á vatnafari og líf- ríki Fljótsdalshéraðs vegna virkjunarinnar, en samkvæmt skýrslunni er spáð minni umhverf- isröskun á Fljótsdalshéraði en búast mátti við vegna flutnings Jöklu úr eigin farvegi yfir í Lagarfljót. Vissu- lega mun meðalrennsli Lagarfljóts aukast um 90 rúmmetra á sekúndu og tvöfaldast þannig við Egilsstaði, en miðlun vatnsins jafnar rennslið og dregur úr flóðtoppum, einkum eftir að Jökulsá í Fljótsdal hefur verið stífluð og rennsli hennar miðlað um Hálslón. Hækkuð grunnvatnsstaða er talin hafa tiltölulega lítil áhrif en taka verður því með nokkrum fyr- irvara, því að áhrifasvæði vatns- borðshækkunar í Lagarfljóti nær 500 metra út fyrir fljótsbakkana. Kæling Lagarfljóts verður óveruleg. Svifaur mun fjór- til fimmfaldast í Lagarfljóti og litur þess breytast. Skilyrði fyrir vatnalíf þar versna. Mikil umhverfis- röskun á hálendi Umhverfisröskun á hálendinu verður gífur- leg og enn meiri en mátt hefði vænta. Langalvarlegustu áhrifin verða vegna stíflunar Jöklu með Kárahnjúkastíflu, Sauðárdalsstíflu og Desjarárdalsstíflu. Við það myndast hið víð- áttumikla og djúpa Hálslón sunnan stíflnanna þriggja en hin 190 metra háa Kárahnjúkas- tífla mun gnæfa yfir suðurenda Dimmugljúfra og þagga niður í söng gljúfranna. Mesta flatarmál Háls- lóns verður 57 ferkílómetrar eða svipað og Blöndulón en vatnsmagnið verður margfalt meira í Hálslóni. Mesti hæðarmunur á vatnsyfirborði Hálslóns getur orðið 75 metrar, sem þýðir að jarðvegsflákar huldir jökul- leir koma upp úr vatninu. Svo miklar verða vatnsborðssveiflurnar í Háls- lóni, að það jafngildir því, að Hval- fjörður væri tæmdur innan Hval- fjarðarganga, eins og Ómar Ragnarsson fréttamaður hefur bent á. Allt að 36 ferkílómetrar af flatar- máli Hálslóns geta staðið á þurru í meðalári. Þarna getur orðið gífur- legur uppblástur á meðan lónið er að fyllast á sumrin og óttast sumir að hin grónu Vesturöræfi milli Jöklu og Snæfells geti breyst í eyðimörk. 32 ferkílómetrar gróins lands fara und- ir Hálslón og tegundaríkasta bú- svæði Vesturöræfa, svonefnd gilja- móavist, mun skerðast verulega. Giljamóavistin er einmitt mikilvæg undirstaða tegunda í beitilandi hreindýra og heiðagæsa en þessar dýrategundir verða fyrir hvað mestri truflun vegna lands sem fer undir vatn. Varpsvæði heiðagæsa fara undir vatn og mikilvæg burðar- og beitisvæði hreindýra skerðast í Kringilsárrana, en svo nefnist svæð- ið milli Kringilsár og Jöklu inn að Brúarjökli. Í Kringilsárrana munu merkar jarðmyndanir skerðast, en það eru Töðuhraukar, sem mynduð- ust við framhlaup Brúarjökuls árið 1890 og eru fágætir á heimsvísu. Hinn fagri og áhrifamikli Töfrafoss eða Kringilsárfoss mun smám saman breytast og síðan hverfa. Sethjallar við Jöklu, sem hafa mikið verndar- gildi, hverfa undir Hálslón. Stuðla- berg við Jöklu og flykruberg í gljúfri hennar mun einnig hverfa ásamt jarðhitasvæðum við Lindur og Sauð- árfoss. Langmest áhrif vegna virkjunar Jöklu Virkjun Jöklu og flutningur á rennsli hennar yfir í Fljótsdal er langáhrifamesta aðgerð Kára- hnjúkavirkjunar, enda skilar hún 3.760 gígawattstunda orkufram- leiðslu eða 76,9% af heildarorku- framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar, sem er 4.890 gígawattstundir. Vatn- inu úr Jöklu verður veitt úr Hálslóni um 40 km löng göng austur yfir Fljótsdalsheiði og síðan norður að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar undir Teigsbjargi við mynni Norð- urdals. Ofan Teigsbjargs verður Bessastaðaá veitt í aðrennslisgöng virkjunarinnar, en það bætir aðeins 40 gígawattstundum eða 0,8% við orkuframleiðsluna. Með virkjun Jöklu og Bessastaðaár lýkur fyrri áfanga Kárahnjúkavirkjunar. Í síðari áfanga Kárahnjúkavirkj- unar felst, auk virkjunar Jökulsár í Fljótsdal, virkjun fjögurra berg- vatnsáa norðan Snæfells (Laugar- fellsveita og Hafursárveita) og virkj- un sex bergvatnsáa austan Eyjabakkasvæðisins (Hraunaveita). Síðari áfangi Kárahnjúkavirkjunar skilar 1.090 gígawattstunda orku- framleiðslu eða 22,3% af heildar- orkuframleiðslu virkjunarinnar. Umhverfisáhrifum síðari áfanga Kárahnjúkavirkjunar verða ekki gerð skil hér, enda efni í aðra grein. Of mikil umhverfisröskun Skylt er að minna á þann mikla ávinning sem felst í tiltölulega lítilli umhverfisröskun vegna stíflunar Jökulsár í Fljótsdal miðað við allar fyrri áætlanir í þeim efnum. Vegna miðlunar Jökulsár í Fljótsdal um Hálslón er komist hjá gerð stórrar stíflu við Eyjabakkafoss og myndun- ar 45 ferkílómetra uppistöðulóns á Eyjabökkum. Myndun Eyjabakka- lóns hefði leitt til sáralítils ávinnings í raforkuöflun umfram núverandi virkjanaáform og hefði orðið ljótur minnisvarði um niðurgreidd nátt- úruspjöll í þágu pólitískra hags- muna. Án sigurs Umhverfisvina og annarra velunnara íslenskrar nátt- úru í átökunum um Fljótsdalsvirkj- un veturinn 1999–2000 hefði Eyja- bökkum verið sökkt og brautin verið rudd fyrir Kárahnjúkavirkjun og risaálver á Reyðarfirði. Það var ekki ætlunin að nema staðar við Fljóts- dalsvirkjun og lítið álver á Reyðar- firði, þó að því hafi stundum verið haldið fram í blekkingarskyni. Núverandi áform um virkjanir norðan Vatnajökuls vegna fyrirhug- aðs risaálvers á Reyðarfirði eru mun skynsamlegri en fyrri áform. Það er engu að síður skoðun mín, að fyr- irhuguð Kárahnjúkavirkjun valdi of mikilli umhverfisröskun til að hægt sé að réttlæta hana. Gífurleg umhverfisröskun vegna Kárahnjúkavirkjunar Ólafur F. Magnússon Virkjanir Fyrirhuguð Kára- hnjúkavirkjun, segir Ólafur F. Magnússon, veldur of mikilli umhverfisröskun til að hægt sé að réttlæta hana. Höfundur er læknir og borg- arfulltrúi í Reykjavík. Hann er stofnandi og forsvarsmaður Umhverfisvina. IÐJUÞJÁLFUN á íslenskum hjúkrunar- heimilum á sér ekki langa sögu. Þegar þessi orð eru rituð er undir- rituð eini starfandi iðju- þjálfinn á hjúkrunar- heimili hér á landi. Á næstu mánuðum munu þó að minnsta kosti þrír aðrir iðjuþjálfar koma til slíkra starfa. Hingað til hefur hefðin á hjúkr- unarheimilum verið sú að ráða færar hann- yrðakonur eða föndur- leiðbeinendur til að sjá um afþreyingu fyrir heimilisfólk og er það vel. Verkefni iðjuþjálfa eru aftur á móti önnur. Viðfangsefnið „iðjuþjálfun á hjúkr- unarheimili“ er dálítið ólíkt því sem iðjuþjálfar fást við að öllu jöfnu. Þeir vinna oft að endurhæfingu skjólstæð- inga. Á hjúkrunarheimili er tak- markið ekki það að fólk útskrifist heldur að viðhalda andlegri og líkam- legri færni þess og gera síðustu ár, mánuði eða vikur ævinnar eins rík af lífsgæðum og mögulegt er. Þessi markmið nálgast iðjuþjálfar með ýmsum hætti. Dagleg iðja fólks Iðjuþjálfun byggist á hugmyndum og vísindum er varða iðju. Í iðjuþjálf- un er horft á lífshlaup einstaklingsins og áhugasvið hans haft að leiðarljósi. Í náinni samvinnu við skjólstæðing- inn, er tekið mið af því vanamynstri sem hann hefur tamið sér í gegnum tíðina. Eins skipa þau hlutverk sem sá hinn sami hefur haft í lífinu stóran sess við skipulagningu íhlutunar. „Iðja er allt“ er setning sem iðju- þjálfar nota gjarnan, þegar lýsa þarf því í hverju iðjuþjálfun felst. Með iðju er átt við öll þau verk og athafnir sem fólk tekur þátt í til að annast sig og sína, njóta lífsins og vera nýtir þjóð- félagsþegnar. Iðjuþjálfar nota öll þau verk sem fólk innir af hendi í daglegu lífi sem þjálfun. Í þessu samhengi er oft talað um „athafnir daglegs lífs“ og er þá skammstöfunin ADL gjarnan notuð. Í athöfnum daglegs lífs felst m.a. að klæða sig, borða, snyrta og baða en einnig að komast um, kaupa inn, stunda tómstundaiðju og svo mætti lengi telja. Heimilisfólk á hjúkr- unarheimilum hefur flestallt sökum sjúk- dóma eða slysa misst færni til að sinna grunnþörfum sínum af eigin rammleik. Það hefur skerta því ADL- færni. Þótt inn á hjúkr- unarheimili sé komið er engu að síður lykilatriði að heimilisfólk viðhaldi daglegri færni sinni eins lengi og kostur er, því virkni einstaklingsins er alltaf jafnmikilvæg. Nauðsynlegt er að fólk hætti ekki að taka ákvarð- anir um eigið líf og eigi kost á að sinna innihaldsríkri iðju. Iðjuþjálfi metur þær iðjuraskanir sem einstaklingurinn glímir við og tekur mið af hreyfifærni og vitrænni getu heimilisfólks. Í náinni samvinnu við heimilismanninn er íhlutun skipu- lögð og viðeigandi hjálpartæki útveg- uð ef þörf er á. Iðjuþjálfar reyna ávallt að vinna skjólstæðingsmiðað þannig að þarfir einstaklingsins séu í fyrirrúmi og hann nýti sjálfsákvörð- unarrétt sinn. Í raun og veru skipu- leggur einstaklingurinn sjálfur sína íhlutun, auðvitað innan þess ramma sem við getum boðið upp á. Mikilvægi iðjuþjálfunar Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að fjalla um lífsgæði. Stefnt er að því að viðhalda lífsgæðum aldr- aðra eins lengi og kostur er og hluti af því er að gera umhverfi hjúkrunar- heimila heimilislegt og hlýlegt. Engu að síður er sú ákvörðun að flytjast á hjúkrunarheimili líklega ein sú stærsta sem tekin er í lífinu því margir líta svo á að um leið sé verið að afsala sér hluta af eigin frelsi. Vissulega er hjúkrunarheimili síð- asti viðkomustaður okkar í lífinu og einstaklingurinn er kominn í sambýli með fólki sem hann þekkir lítið sem ekkert. Sambýlingar eru í misjöfnu ástandi, andlegu sem líkamlegu. Ennfremur eru aðrir farnir að taka ákvarðanir fyrir þann aldraða, til dæmis um matmáls- og baðtíma. Þegar fólk hættir að taka ákvarðanir tengdar eigin lífi og fer algerlega að reiða sig á hjálp starfsfólks er hætt við að það missi þá litlu færni sem það hafði. Þar geta iðjuþjálfar komið við sögu og aðstoðað heimilisfólk og leiðbeint starfsmönnum þannig að efla megi færni heimilisfólks til að sinna daglegum athöfnum og við- halda þar með því vanamynstri og þeim hlutverkum sem einstaklingn- um er eðlilegt. Ég hvet stjórnendur hjúkrunar- heimila til að taka Hjúkrunarheimilið Skógarbæ og Hjúkrunarheimili aldr- aðra í Víðinesi sér til fyrirmyndar og ráða til sín iðjuþjálfa. Ljóst er að þörfin fyrir iðjuþjálfun á húkrunar- heimili er ekki minni en á hefðbundn- um endurhæfingarstöðvum. Í vor munu 15 iðjuþjálfar útskrif- ast frá háskólanum á Akureyri og eru það fyrstu iðjuþjálfarnir sem hafa ís- lenska menntun. Hingað til hafa iðju- þjálfar þurft að mennta sig erlendis. Iðjuþjálfun í Skógarbæ hefur verið vinsæll verknámsstaður fyrir nem- endur á iðjuþjálfunarbraut Háskól- ans á Akureyri og hafa færri komist að en vildu. Iðjuþjálfun á hjúkrunar- heimili verður vonandi starfsvett- vangur margra iðjuþjálfa á komandi árum. Sjálf á ég mér þá draumsýn að iðjuþjálfar verði starfandi á öllum ís- lenskum hjúkrunarheimilum í fram- tíðinni, líkt og tíðkast erlendis. Iðjuþjálfun á hjúkrunarheimili Kristín Einarsdóttir Iðjuþjálfun Í iðjuþjálfun er horft á lífshlaup einstaklings- ins, segir Kristín Ein- arsdóttir, og áhugasvið hans haft að leiðarljósi. Höfundur er yfiriðjuþjálfi á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ og Hjúkr- unarheimili aldraðra í Víðinesi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.