Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 24. JÚNÍ 2001 141. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Associated Press Ben Bradlee er goðsögn í blaðamannaheiminum. Hann starfaði hjá News- week í París og síðar í Washington áður en hann fór til The Washington Post. Hann ar m.a. aðalritstjóri blaðsins þegar blaðamenn ess hófu rannsókn á Watergate-málinu. óhannes Kr. Kristjánsson hitti Bradlee að máli. /2 Goðsögn í heimi fjölmiðla Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 24. júní 2001 B Ástæður margar, flóknar og samverkandi 22 20 10 Þrír dagar í Þernuvík Engar pataðgerðir SÉRFRÆÐINGANEFND Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) hefur úrskurðað að bandarísk lög um skattafrádrætti útflutnings- fyrirtækja brjóti í bága við viðskiptareglur stofnunarinnar, að sögn embættismanna í Brus- sel og Washington. Verði úrskurðurinn stað- festur getur hann orðið til þess að Evrópusam- bandið grípi til refsiaðgerða gegn bandarískum útflutningsfyrirtækjum og að Bandaríkjastjórn svari í sömu mynt. Evrópusambandið segir að stór útflutnings- fyrirtæki í Bandaríkjunum, svo sem Boeing og Microsoft, fái margra milljarða dala skattaaf- slætti á grundvelli laganna. Sérfræðinganefndin komst að þeirri niðurstöðu að afslættirnir væru ólöglegir útflutningsstyrkir og brytu í bága við nokkra viðskiptasamninga, að sögn heimildar- mannanna. „Þetta er mikill ósigur fyrir Banda- ríkin,“ sagði einn þeirra. Nefndin lagði til að Heimsviðskiptastofnunin mæltist til þess að bandarísk stjórnvöld af- næmu styrki sem hún teldi brjóta í bága við al- þjóðlega viðskiptasamninga. ESB hótar refsiaðgerðum Úrskurðurinn var sendur Bandaríkjastjórn og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem eiga að leggja fram athugasemdir áður en hann verður birtur 13. ágúst. Engum bráðabirgðaúr- skurði WTO hefur verið breytt verulega í stuttri sögu stofnunarinnar. Bandaríkjastjórn hefur rétt til að áfrýja úr- skurðinum eftir birtingu hans og Evrópusam- bandið getur því ekki gripið til refsiaðgerða fyrr en í byrjun næsta árs. Evrópusambandið hefur óskað eftir heimild Heimsviðskiptastofnunarinnar til að grípa til harðra refsiaðgerða vegna deilunnar. Robert Zoellick, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, lét þau orð falla nýlega að ef gripið yrði til slíkra aðgerða mætti lýsa þeim sem „kjarnorkuárás“ á heimsviðskiptakerfið. Sérfræðinganefnd WTO úrskurðar í deilu um bandaríska útflutningsstyrki Sagðir brjóta í bága við viðskiptasamninga Brussel, Washington. Reuters. RÍKISSAKSÓKNARI Bret- lands rannsakaði í gær hvort dagblað í Manchester hefði brotið lögbann með því að birta upplýsingar um dvalarstaði tveggja átján ára unglinga, sem myrtu tveggja ára dreng, James Bulger, þegar þeir voru tíu ára. Daginn áður hafði bresk náð- unarnefnd ákveðið að leysa ung- lingana úr haldi. Bannað hefur verið að birta upplýsingar um ný nöfn þeirra eða dvalarstaði til að draga úr líkum á að þeir verði ofsóttir. Breski ríkissaksóknarinn kvaðst í gær vera að íhuga ákæru á hendur dagblaðinu Manchester Evening News fyr- ir að brjóta þetta bann með því að birta vísbendingar um dval- arstaði unglinganna. Verði blað- ið lögsótt á það yfir höfði sér sektardóm og hugsanlegt er að ritstjórinn verði dæmdur í fang- elsi. „Við höfum aldrei brotið lög- bann af ásettu ráði og höfum haft samband við ríkissaksókn- arann,“ sagði í yfirlýsingu frá dagblaðinu. Fréttin var tekin af vefsíðu blaðsins á Netinu. Bulger-morðið Rannsakað hvort blað hafi brotið lögbann London. Reuters, AFP. BANDARÍKJASTJÓRN skipaði í gær bandaríska sjóhernum á Persaflóasvæðinu að vera í við- bragðsstöðu vegna hugsanlegra hermdarverka öfgamanna. Banda- rískir ferðamenn erlendis voru einnig varaðir við því að þeir kynnu að vera í hættu. Embættismenn í Washington sögðu að bandarísk herskip í Bar- ein hefðu fengið fyrirmæli um að leggja úr höfn og að æfingum bandarískra sjóliða í Jórdaníu hefði verið aflýst. Embættismennirnir sögðu að Bandaríkjastjórn hefði fengið trú- verðugar upplýsingar um að hætta væri á hermdarverkum öfgamanna sem tengdust Sádi-Arabanum Osama bin Laden sem er talinn hafa staðið fyrir mannskæðum hermdarverkum. Persaflói Bandaríski flotinn í viðbragðs- stöðu Washington. Reuters, AP. JÓHANNES Páll II páfi fór í umdeilda heimsókn til Úkraínu í gær og hóf hana með því að biðja úkraínsku rétttrúnaðarkirkjuna fyrirgefningar á misgerðum kaþ- ólsku kirkjunnar fyrr á tímum. Hann fullvisaði einnig gestgjafa sína um að markmiðið með ferðinni væri ekki að fá Úkraínumenn til að snúast til kaþólskrar trúar. Þetta er fyrsta heimsókn páfa til Úkraínu og hún á að standa í fimm daga. Þúsundir manna, undir forystu rétttrúnaðarpresta, hafa mótmælt heimsókninni í Kiev síðustu daga, sakað kaþólsku kirkjuna um að hafa stol- ið eigum rétttrúnaðarkirkjunnar og tælt um sex millj- ónir Úkraínumanna til að taka kaþólska trú. Búist er við að hundruð manna sæki bænafundi um helgina til að biðja fyrir því að páfi fari ekki á helga staði rétt- trúnaðarkirkjunnar í Úkraínu. Páfi og Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, eru hér umkringdir börnum á flugvellinum í Kiev þegar páfi kom þangað í gær. Reuters Páfi í umdeildri heimsókn í Úkraínu BRESKA stjórnin hyggst breyta stefnu sinni í deilunni um hvalveiðar og styðja tillögu um að heimila tak- markaðar hvalveiðar í atvinnuskyni, að sögn breska dagblaðsins The In- dependent. Bretar beittu sér fyrir banni við hvalveiðum en eru nú sagðir hlynntir því að hrefnu- og hnúfubaksveiðar verði heimilaðar að nýju. The Independent segir að breska stjórnin hyggist tilkynna þessa stefnubreytingu á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í London í næsta mánuði. Sagðir styðja hvalveiðar BRESK kona, sem hélt rang- lega að ástmaður hennar hefði farið til Tyrklands til að kvæn- ast annarri konu, hefndi sín með því að kasta skjalatösku hans ofan í skipaskurð en í henni var andvirði tæpra 13 milljóna króna. Konan var ákærð fyrir þjófn- að eftir að ástmaðurinn sneri aftur til Bretlands. Hún kvaðst hafa vitað að peningar væru í skjalatöskunni en ekki hversu miklir. Köfurum lögreglunnar tókst ekki að finna töskuna. Dómarinn í málinu dæmdi konuna í skilorðsbundið fang- elsi. Fleygði 13 milljónum London. The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.