Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 2
RANNSÓKN á vinnuslysinu sem varð vegna sprengingar í kerskála 3 hjá álverinu í Straumsvík á föstudagsmorgun er í fullum gangi en henni sinna rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði, Vinnu- eftirlit ríkisins, Löggildingarstofa ásamt Íslenska álfélaginu í Straumsvík. Tveir starfsmenn verktakafyrir- tækisins Kerfóðrunar hf. voru lagðir inn á gjörgæsludeild eftir að hafa brennst alvarlega og í gær, laugardag, var von á gervihúð ásamt sérfræðingi frá Bandaríkj- unum. Yngri maðurinn, sem er 21 árs gamall, brenndist á 35% líkamans og er á góðri leið með að komast úr lífshættu segir Halldór Hall- dórsson, öryggisfulltrúi ÍSAL. „Hann sýnir eðlilega framþróun miðað við aðstæður og reiknað er með að hann verði kominn úr gjör- gæslu á mánudaginn.“ Að sögn Halldórs er líðan eldri mannsins, sem er 43 ára gamall, og er brunninn á 80% líkamans, óbreytt og er hann enn í lífshættu. „Það kemur með flugi frá Banda- ríkjunum seinni partinn í dag [í gær] sérfræðingur ásamt gervihúð og vonirnar eru þær að þessi húð geti hjálpað honum. Það skýrist betur þegar hann kemur til lands- ins.“ Vinnuslysið í álverinu í Straumsvík Hjálp möguleg með gervihúð Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Golli Alls útskrifuðust 585 kandídatar frá Háskóla Íslands í gær auk 63 sem luku viðbótar- eða diplómanámi. BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Ís- lands fór fram í Laugardalshöll í gær. Alls útskrif- uðust 585 kandídatar, auk 53 sem luku árs viðbót- arnámi og 10 sem luku diplómanámi. Af kandídötunum luku 52 meistarnámi og er það 33% aukning miðað við útskrift í júní 2000. Af 52 meist- arakandídötum eru 12 sem ljúka prófi í sálfræði og eru það þeir fyrstu sem útskrifast með hana frá HÍ. Páll Skúlason háskólarektor sagði m.a. að skólinn væri stoltur af kandídötum sínum og að þeir væru ávöxturinn sem réttlæti tilvist hans. „Háskóli Ís- lands fagnar 90 ára afmæli sínu á þessu ári. Hann var stofnaður þann 17. júní árið 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, sjálfstæðishetju okkar Íslend- inga. Jón taldi þrjú efni vera mikilvægust fyrir efl- ingu íslensku þjóðarinnar. Hann nefndi þau alþing- ismálið, skólamálið og verslunarmálið.“ Þessi þrjú úrlausnarefni sem Jón Sigurðsson taldi mestu skipta fyrir velferð okkar eru að sögn Páls enn í fullu gildi. „Ástæðan er sú að þau eru órofa tengd því hvernig við mannfólkið skipuleggjum í megin- dráttum samlíf okkar og samskipti.“ Páll sagði einnig í ræðu sinni að á síðustu 10 árum hefðu Ís- lendingar upplifað meira góðæri í efnahagsmálum en dæmi eru um í þjóðarsögunni, ef undan er skilið stutt skeið í síðari heimsstyrjöld þegar erlent fé flæddi skyndilega inn í landið. „Hugsun okkar Ís- lendinga og gildismat hefur fyrst og fremst beinst að þeim lífsgæðum sem veraldarauðurinn færir. Þau gæði skyldi enginn vanmeta. Veraldarauður og öflugt viðskipta- og framleiðslulíf eru sannarlega forsenda velmegunar okkar sem einstaklinga og þjóðfélagsþegna. En þau eru ekki eina forsendan, því fleira þarf til að tryggja hamingju okkar. Takist okkur ekki að skapa einnig uppbyggileg samskipti í stjórnmálum og menningu getur svo farið að hin efnahagslega velsæld leiði íslenskt þjóðlíf í ógöng- ur. Ógöngurnar yrðu fólgnar í því að líta svo á og starfa í þeim anda að öll okkar samskipti eigi að vera af viðskiptalegum toga og að stjórnmálalíf og menningarlíf lúti í reynd lögmálum viðskiptalífs- ins.“ Veraldarauður- inn er ekki nóg Um þriðjungi fleiri kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands nú en fyrir ári FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRIR Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hefur sagt starfi sínu lausu og ráðið sig til starfa á lögfræðisviði Íslenskr- ar erfðagreining- ar. Hann hefur fengið lausn frá störfum frá næstu mánaða- mótum. Þórir sagði að nokkrir dagar væru síðan þetta hefði komið til en hann hefði tekið sér stuttan um- hugsunarfrest og ákveðið að þiggja starfið. Þetta væri spennandi vett- vangur og hann langaði til að nýta menntun sína og reynsluna úr ráðu- neytinu. Hann sagði að hann hefði hugsað sitt ráð þegar ráðherraskiptin hefðu orðið fyrir skömmu en þegar honum hefði verið boðið starfið áfram hefði hann samþykkt það. Hann hefði einnig unnið mikið að almannatrygg- ingamálum síðasta hálft annað árið og þeirri vinnu væri að ljúka með gildistöku nýrra laga nú 1. júlí. Aðstoðar- maður heil- brigðisráð- herra til ÍE Þórir Haraldsson Forstjóri Nýherja um viðræður við Skýrr Væntum þess að samið yrði við Nýherja ÞÓRÐUR Sverrisson, forstjóri Ný- herja, segir að þeir hafi vænst þess að samið yrði við fyrirtækið um kaup á nýju fjárhags- og starfs- mannakerfi fyrir ríkið en frá því var skýrt í gær að gengið hefði verið til viðræðna við Skýrr hf. um verk- efnið. Þórður sagði að tugir ríkisstarfs- manna hefðu komið að því að meta verkefnið og í því mati hefði SAP- kerfið sem Nýherji byði upp á kom- ið mun betur út en það kerfi sem það hefði átt í samkeppni við. Í birtu mati hefði þannig SAP-kerfið dúxað og fengið hæstu einkunn í 20 matsl- iðum af 22. Þá hefði kerfi Nýherja verið sett upp víða í einkafyrirtækjum, þannig að búið væri að aðlaga það íslensk- um aðstæðum. „Þess vegna töldum við það mun betri kost og það er líka mat þeirra ríkisstarfsmanna sem að þessu komu, þannig að ég held að það hljóti að vera vonbrigði fyrir rík- isstarfsmenn að fá ekki besta kerfið og þess í stað hafi ráðuneytið valið ódýrari kostinn,“ sagði Þórður. Tilboð Nýherja hljóðaði upp á tæpar 1.800 milljónir króna en til- boð Skýrr upp á rúmar 1.100 millj- ónir, en þetta eru framreiknaðar til- boðsupphæðir í tíu ár að sögn Þórðar. Átti von á að vandaðasta kerfið yrði valið Hann bætti því við að kostnaður í þessum efnum væri afstæður að verulegu leyti og munurinn á fjár- festingu aðeins fáir tugir milljóna á ári sem ekki væri há fjárhæð í þessu samhengi. Það væri mjög flókið að meta svona kerfi og bera saman. Fjárfestingin væri meiri í kerfi Ný- herja enda væri þar um að ræða meiri hugbúnað og meira í það lagt en í hitt kerfið. Hann benti á að rík- ið væri að fjárfesta í einu mikilvæg- asta stjórntæki sínu og þess vegna hefðu þeir átt von á því að vand- aðasta kerfið yrði fyrir valinu. ATVINNUMÁLANEFND Akra- ness og Iðntæknistofnun hafa sett fram stefnumótun í atvinnumálum fram til ársins 2007. Atvinnuleysi í bænum er nær ekkert og ástand at- vinnumála hefur ekki verið jafngott í 13 ár en bærinn vill vera búinn undir lægð í efnahagslífinu, að sögn Guðna Tryggvasonar formanns atvinnu- málanefndar. „Lögð var áhersla á þrjá flokka, atvinnumál, samfélagsmál og síðan ferðamál, verslun og þjónustu en þessum flokkum þótti rétt að gera sérstök skil þar sem því hefur verið haldið fram að eftir opnun Hvalfjarð- arganga eigi þeir undir högg að sækja.“ Hann segir að ekki hafi verið sýnt fram á það en vissulega hafi munstrið breyst. „Ég tel ekki að göngin hafi haft neikvæð áhrif á verslun en samkeppnisaðstaðan er breytt. Svipað má segja um ferða- málin, við fáum annars konar ferða- fólk hingað, áður kom mikið af gang- andi vegfarendum með Akraborg- inni en núna kemur fleira fólk á bílum.“ Hann segir að fólk hafi verið óánægt með almenningssamgöngur til Reykjavíkur eftir að göngin komu en í stefnumótuninni er hvatt til þess að þær verði skoðaðar og samstarf við SVR verði kannað. Álverið á Grundartanga verði stækkað Hann segir atvinnumálin vera í góðu ástandi en þó sé alltaf ástæða til að kanna hvort hægt sé að gera betur. „Við hvetjum m.a. til nánari samvinnu skóla og fyrirtækja og til meiri vöruþróunar og nýsköpunar. Við hvetjum einnig til frekari stór- iðju á svæðinu, að Álverið á Grund- artanga verði stækkað. Þá viljum við kanna leiðir að samkeppnishæfara raforkuverði til sementsframleiðslu og að takmörkunum vegna afhend- ingar raforku verði breytt,“ segir Guðni. Stefna í atvinnumálum Akranes- bæjar mótuð til ársins 2007 Aðstæður breytt- ar eftir tilkomu Hvalfjarðarganga Í útskriftar- ferð á Norð- urströndum MEÐAL þeirra sem útskrifuðust frá Há- skóla Íslands í gær var Sigurvin Elíasson, fyrrverandi sóknarprestur á Skinnastað í Öxarfirði. Útskrifaðist hann með BA-próf í sagnfræði, áttatíu og þriggja ára að aldri. Sigurvin var ekki viðstaddur útskrift- arathöfnina og þegar blaðamaður reyndi að ná tali af honum á Akureyri, þar sem hann er búsettur, fengust þær fregnir að hann væri á Norðurströndum í gönguferðalagi með Ferðafélagi Íslands. „Við fjölskyldan segjum að hann sé í útskriftarferðalagi. Það er von á honum til Reykjavíkur á þriðjudagskvöld og hingað til Akureyrar seinni hluta miðvikudags,“ segir Steinunn Þórhallsdóttir, stjúpdóttir Sigurvins. Aðspurð hvort hún viti hvers vegna hann hafi tekið upp á því á efri árum að fara í sagnfræði í Háskólanum segir hún að hann sé mikill grúskari og hafi einfaldlega verið að finna sér eitthvað til dundurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.