Morgunblaðið - 24.06.2001, Side 8

Morgunblaðið - 24.06.2001, Side 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ný vímuefnarannsókn á unglingum Hættan meiri en haldið var Í nýútkomnu Lækna-blaði er getið um greinsem birtist í Nordic Journal of Psychiathry (vol. 55 no. 1 árið 2001). Grein þessi er eftir læknana Helgu Hannesdóttur, Þór- arin Tyrfingsson og Jorma Piha og fjallar um rann- sóknir þeirra á tengslum geðsjúkdóma og fíkniefna hjá unglingum. „Síðustu rannsóknir í læknisfræði benda til þess að aðrar geðraskanir komi í kjölfar áfengis- og fíkni- efnaneyslu,“ segir Helga Hannesdóttir. „Með öðrum orðum áttu flestir þessara samsjúkdóma sér ekki stað áður en áfengis- eða fíkni- efnaneyslan hófst. Vegna þessara rannsókna hefur hafist mikil herferð gegn áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga víða um heim og herferðin hefur m.a. beinst að því að upplýsa foreldra um áhættuhegðun unglinga. Er- lendar rannsóknir hafa sýnt fram á að unglingur sem notar áfengi í samfellt sex mánuði eða lengur þróar með sér áfengissýki sem síð- ar getur leitt til geðraskana en full- orðnir sem neyta reglubundið áfengis eftir tuttugu ára aldur geta hins vegar neytt áfengis í fimmtán til tuttugu ár áður en þeir verða áfengissjúklingar.“ – Það er sem sagt ekki rétt að fólk fari drekka vegna þunglyndis? „Stundum drekka unglingar vegna kvíða og félagsfælni en síður vegna þunglyndis. Vitað er að áfengi og fíkniefni hafa sljóvgandi áhrif á miðtaugakerfi á unglings- aldri. Þess vegna er mikilvægt að stoppa neysluna strax og einblína á meðferðarúrræði til að koma í veg fyrir frekari samsjúkdóma. Áfeng- isneysla í óhófi á unglingsaldri framkallar hömluleysi og stuðlar að greindarskerðingu.“ – Á hverju byggist þessi rann- sókn sem þið gerðuð? „Hún byggist á notkun á sjálf- svarandi spurningalistum. Þessir spurningalistar heita á ensku Youth Self Report og eru mest not- aðir spurningalista í heiminum í dag í rannsóknum sem beinast að unglingum. Fyrst voru þessir spurningalistar lagðir fyrir úrtak unglinga hvaðanæva að úr þjóð- félaginu og síðan voru þeir lagðir fyrir 103 unglinga sem voru vist- aðir á sjúkrahúsinu Vogi á aldrin- um 12 til 18 ára. Þetta var gert í lok innlagnar eftir tíu daga meðferð á Vogi. Síðan var gerður samanburð- ur á heildarvandamálatíðni hjá um- ræddum hópum. Í ljós kom að heildarvandamálatíðni var 2,5 sinnum algengari hjá þeim ung- lingum sem voru vistaðir á sjúkra- húsinu Vogi en samanburðarhópi.“ – Hvers konar vandamál voru þetta? „Hjá 78% innlagðra unglinga voru samsjúkdómar. Algengustu vandamálin voru hegðunarröskun, sem var í 44% tilvika, þunglyndi, sem var í 28% tilvika og síðan áfallaröskun í 11% til- vika og kvíðaröskun í 6% tilvika, loks aðrar rask- anir, svo sem nauðganir og persónuleikaraskanir í 4% tilvika og ofvirkni í 3% tilvika. Rannsókn þessi sýnir fram á að tíðni samsjúk- dóma hjá unglingum er lægri en hjá fullorðnum áfengissjúkling- um.“ – Hvernig ríma þessar niður- stöður við erlendar rannsóknir? „Við samanburðarrannsóknir í Bandaríkjunum virðast samsjúk- dómar vera í 40–70% unglinga sem koma til meðferðar vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu.“ – Er þetta efnafræðilegt? „Það eru mjög miklar líkur á því. Hugsanlega eiga sér stað einhver efnafræðileg áhrif í heilanum sem afleiðing af neyslu þessara efna. Fram kom í nýlegri rannsókn á fullorðnum áfengissjúklingum að 77% þeirra sem voru í meðferð reyndust vera með geðlæknis- fræðilega samsjúkdóma.“ – Getur þetta gengið til baka? „Það er ekki vitað til fulls. Áfengis- og fíkniefnavandi er vax- andi vandi meðal unglinga á Ís- landi og tíðnin á þessum vanda- málum hefur verið talin 5 til 10% meðal unglinga en er algengari hjá drengjum en stúlkum og er meiri en haldið var. Þess vegna eru allar forvarnir og fyrirbyggjandi að- gerðir mjög mikilvægar. Meðferð þarf að beinast bæði að einkennum unglings og líðan.“ – Er algengt að unglingar fyr- irfari sér í þunglyndi í kjölfar áfengis- og vímuefnaneyslu? „Algengt að þeir unglingar sem reyna að fyrirfara sér séu undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Það er afar mikilvægt að foreldrar fái að vita um slíkar tilraunir og haft sé þegar í stað samband við þá af starfsfólki á neyðarþjónustu og upplýsa síðan unglinginn um að það verði alltaf haft samband við for- eldra eða forráðamenn ef hann hefur gert eitthvað sem gæti skaðað heilsu- far hans eða reynst lífs- hættulegt. Auka þarf alla fræðslu um áhættuhegðun unglinga. Benda má á vefsíðu landlæknisembættisins, persona.is, vefsíðu SÁÁ, sem er sa- a.is og loks vefsíðu fræðslumið- stöðvar í fíknivörnum, sem er for- varnir.is. Einnig má fá mikla fræðslu á bandarísku vefsíðunni www.nih.nida.gov.“ Helga Hannesdóttir  Helga Hannesdóttir fæddist í Reykjavík 1942. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og cand.med.- prófi frá læknadeild Háskóla Ís- lands 1969. Hún stundaði sér- fræðinám við Rochester-háskól- ann í New York á árunum 1971 til 1974. Hún varð sérfræðingur í barna- og unglingageðlækning- um 1980 og í fullorðinsgeðlækn- ingum 1998, hún er nú í doktors- námi í barna- og unglingageð- lækningum við háskólann í Turku í Finnlandi. Helga hefur starfað við sín sérgrein á barna- og ung- lingadeild Landspítalans frá 1974 til 1995 og einnig rekið stofu í Reykjavík. Nú er hún starfandi sérfræðingur á geðdeild Land- spítalans í Fossvogi. Helga er gift Jóni G. Stefánssyni geðlækni og eiga þau fjögur uppkomin börn. í kjölfar áfengis- og vímuefna- neyslu Menn standa og gapa í forundran yfir snilldarlegu kreppu-trixi „holumokaranna“. BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, fögnuðu í fyrradag, ásamt fjölmörgum öðrum gestum, þeim tímamótum sálfræðiskorar Háskóla Íslands að 30 ár eru nú lið- in frá því kennsla hófst til BA-prófs í sálfræði í skólanum. Fyrstu tólf nemendurnir með cand.psych.- gráðu voru brautskráðir í gær frá Háskólanum. Flutt voru ávörp við þetta tæki- færi og sagði deildarforseti félags- vísindadeilar, Jón Torfi Jónasson prófessor, það m.a. vera sérstakt ánægjuefni að taka þátt í hátíð- arsamkomunni. „Sá fjöldi nemenda sem hefur sótt námið sýnir svo ekki verði um villst að það var tímabært að setja það á laggirnar hér á landi,“ sagði hann. „Framtíð sál- fræðinnar á Íslandi er björt. Ungt fólk sýnir greininni mikinn áhuga og hátt á annað hundrað nýnemar ætla að kanna hvort sálfræðin höfði til þeirra næsta haust auk 14 nýrra nemenda sem hafa fengið inngöngu í cand.psych-nám. Sálfræðingar eru alltaf að hasla sér völl á nýjum sviðum og störf þeirra eru mikils metin. Einhverjir gætu óttast að brátt sé komið nóg en ég veit að þvert á móti verður spurnin eftir vinnu sálfræðinga meiri eftir því sem þeir standa sig betur. Störf- unum og viðfangsefnunum fjölgar.“ Jörgen Pind prófessor stiklaði á stóru í sögu sálfræðikennslu á Ís- landi og sagði m.a. athyglisvert að ekki hafi verið ætlunin á sínum tíma að fullmennta sálfræðinga hérlendis. Nú sé öldin hins vegar önnur með tilkomu kandídatsgráð- unnar og þar með mikilvægum áfanga náð. Kennslan í sálfræði fór í fyrstu fram á vegum heim- spekideildar en fluttist árið 1976 í hina nýstofnuðu félagsvísindadeild en alls hafa 596 stúdentar lokið BA- prófi með sálfræði sem aðalgrein. Mikla kátínu viðstaddra vakti glæra sem byggð var á tölulegum upplýsingum úr gulu síðunum í símaskránni sem sýndi fjölda sál- fræðinga hér á landi síðastliðinn aldarfjórðung. Þar kom fram að lengi vel voru sálfræðingar ein- ungis tveir, þá fækkaði þeim í einn um tíma en upp úr 1983 fjölgaði þeim og í nýjustu símaskránni eru þeir samtals 91 að tölu. „Starfandi sálfræðingar eru hins vegar tvöfalt fleiri og ljóst er að greinin hefur vaxið mjög á undanförnum áratug- um og hefur menntun sálfræðinga við Háskóla Íslands hér skipt sköp- um.“ Sjö af hverjum 10 sem útskrifast eru konur Formaður sálfræðiskorar, Sig- urður J. Grétarsson prófessor, sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar kennsla til BA-prófs í sál- fræði hófst árið 1971 hafi verið fullt út að dyrum, áhuginn hafi verið það mikill. „Mjög margir útskrifuðust fyrstu árin en svo fækkaði þeim upp úr 1980 en fór aftur að fjölga upp úr 1990,“ segir hann. Að- spurður hvað megi þakka aukinni vinsæld sálfræðinnar segir Sig- urður að svona sé þetta um allan heim. „Fólk er að átta sig á því að sálfræði gefst vel við harla margt. BA-námið er blanda af raunvís- indum og húmanískri þjálfun og það standa ótal leiðir opnar að loknu námi. Margir sálfræðinemar fara í stjórnun sem og fjölmiðlun, einnig er nokkuð um að þeir fari í tónlistarnám eða verði talkenn- arar.“ Inntur eftir þeirri breytingu sem átt hefur sér stað á þessum þrjátíu árum segir Sigurður að þeim sem skipulögðu námið í upphafi hafi tekist mjög vel til þannig að í meg- inatriðum sé skipulag BA-námsins furðulíkt því sem var. „Reyndar voru kennarar of fáir í byrjun og má segja að þeir hafi lyft grett- istaki. Þess má geta að Sigurjón Björnsson prófessor var fyrsti fast- ráðni kennarinn í sálfræði hér á landi en kennsla hófst þann 1. októ- ber árið 1971. Sjö fastráðnir kenn- arar eru nú í sálfræði,“ segir Sig- urður en bætir við að svo breytist auðvitað tímarnir og inn komi ný námskeið, þá sé minna val í dag en var. Þá komi auðvitað nýjar kröfur með nýjum tímum. Hvað varðar framtíðina segir Sigurður að engar stórbreytingar séu fram undan nema það séu auð- vitað merk tímamót að útskrifa fyrstu kandídatana sem hafa lært til starfsréttinda og það sé allmikil breyting og framfaraspor fyrir sál- fræði hér á landi. Aðspurður um kynjaskiptingu sálfræðinema segir hann að hún sé konum mjög í hag sem eru 7 af hverjum 10 sem útskrifast. Hátt í 600 manns hafa lokið BA-prófi í sálfræði sem aðalgrein Morgunblaðið/Billi Formaður sálfræðiskorar, Sig- urður J. Grétarsson prófessor, sagði það merk tímamót að út- skrifa fyrstu kandidata sem lært hafa sálfræði til starfsréttinda. Þrjátíu ár frá því kennsla til BA-prófs í sálfræði hófst við Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.