Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 22
Af nið- urstöðum rannsókna má sjá að ákveðnir þættir auka líkur á sjálfs- vígsatferli og sjálfsvígum, bæði hjá einstaklingum og samfélagshópum. En hverjar sem orsakirnar eru þá er hvati sjálfsvíga oft óbærilegur andlegur sársauki. Hildur Einarsdóttir fjallar hér um helstu áhættuþætti og það sem vitað er um orsakir sjálfsvíga. M annvænlegur ungur maður sviptir sig lífi, eftir sitja ætt- ingjar og vinir með minning- arnar og sárs- aukann og velta því fyrir sér hvað hafi valdið þessari afdrifaríku ákvörðun. Sjálfsvíg er athöfn sem í raun lítið er vitað um. Hverjar svo sem kringumstæðurnar eru þá vaknar alltaf sú spurning, hvers vegna við- komandi hafi ákveðið að grípa til þessa ör- þrifaráðs að taka eigið líf. Að sögn dr. Sigurðar Páls Pálssonar, geð- læknis á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, eru orsakir sjálfsvíga flóknar og í raun fæst sjaldn- ast full vitneskja um það hvers vegna einstak- lingur fremur sjálfsvíg. Þó sé ljóst að hvati sjálfsvíga er oft óbærilegur andlegur sársauki. Það kemur fram hjá Sigurði að greina megi ákveðið sjálfsvígsferli: Fyrst kemur vanlíðan, seinna hugsanir um tilgangsleysi, svo vonleysi, bölsýni og lífsleiði. Síðast koma dauðahugsanir og að lokum áætlanir um að stytta sér aldur. „Innri líðan fólks í þessu ástandi einkennist af því að að það er tvístígandi,“ segir hann. Sigurður tekur fram að til að skilja sjálfsvíg verði að þekkja þau vandamál sem sjálfsvígið eigi að leysa. „Hvert sjálfsvíg er rökrétt fyrir þann sem það fremur út frá viðmiðum hans, aðstæðum og sjúklega þröngu sjónarhorni á þeim stundum sem sjálfsvígshugsunin er til staðar. Skert aðlögunarhæfni liggur oft að baki sjálfsvígum en fólk verður að trúa að það geti lært og náð bata fái það leiðsögn, stuðning og aðhald.“ Orsakirnar oftast margar og samverkandi Af niðurstöðum rannsókna má sjá að ákveðnir þættir auka líkur á sjálfsvígsatferli og sjálfsvígum, bæði hjá einstaklingum og samfélagshópum. Þannig kemur í ljós að geð- raskanir, skapgerð og lífeðlisfræðilegir þættir geta haft áhrif á sjálfsvígslíkur. Fleiri þættir hafa afgerandi áhrif eins og tilfinningaleg vandamál, slæm eða lítil tengsl ungs fólks við foreldra sína og jafnaldra, ættarsaga um sjálfsvíg, fyrri sjálfsvígstilraunir, einsemd og samkynhneigð. Þjóðfélagsbreytingar, breyt- ingar á stöðu kynjanna og atvinnubreytingar eins og atvinnuleysi virðast einnig tengjast sjálfsvígum. Svo eru þeir sem telja að rekja megi sjálfs- víg til tilvistarheimspeki nítjándu og tuttug- ustu aldar þar sem lögð er áhersla á frelsi og ábyrgð einstaklingsins til að falla alls gáður fyrir eigin hendi þegar sköpunarkraftur og lífsgleði eru horfin. Óttar Guðmundsson geð- læknir skrifaði ritstjórnargrein í Læknablaðið á þessu ári þar sem hann mótmælir áhrifum þessarar speki og segir: „Mín skoðun er sú að vaxandi tíðni sjálfsvíga í Vesturheimi stafi ekki af neinni tilvistarlegri sjálfstæðisyfirlýsingu heilbrigðra einstaklinga heldur sé verknaður- inn framinn í örvinglun og uppgjöf stundarinn- ar. Sá sem fremur sjálfsvíg snýr baki við lífinu, afneitar því og lætur sig hverfa. Hvort heldur verknaðurinn er skyndilegur eða skipulagður, framinn út úr neyð eða fylgir í kjölfar lang- vinns þunglyndis, í stundaræði eða ekki; hann verður til við aðstæðum þar sem einstakling- urinn með réttu eða röngu sér enga leið út úr.“ Eins og áður segir eru orsakir sjálfsvíga flóknar og engin einföld skýring er til á þeim. Þegar verið er að tala um orsakir sjálfsvíga er mikilvægt að hafa í huga að í flestum rann- sóknanna er verið að lýsa áhrifavöldum við sjálfsvíg þar sem sýnt hefur verið fram á töl- fræðilegt samband milli áhrifaþátta og sjálfs- vígsins en um raunverulega orsakaþætti er miklu minna vitað vegna þess að yfirleitt eru ekki til öruggar upplýsingar um einstaklinginn löngu áður en sjálfsvíg á sér stað, eins og Sig- urður Páll benti á. Þunglyndi ofmetið sem orsök? Rannsóknir á sjálfsvígum hafa sýnt að flest- ir sem fremja sjálfsvíg hafa greinst með ein- hverja geðröskun og er lyndisröskun algeng- ust. Geðröskunum er skipt annars vegar í geð- lægð þar sem þunglyndi, áhugaleysi, vonleysi, erfiðleikar með einbeitingu og sú tilfinning að vera einskis verður eru ríkjandi. Svo eru það geðhvörf þar sem skiptist á geðlægð og ör- lyndi. „Depurðin er eins og lítill sýkill sem hefur búið um sig innra með mér svo lengi sem ég man eftir,“ skrifaði rithöfundurinn Graham Greene. „Og stundum byrjar hann að iða.“ Þegar depurðin varð óbærileg, greip Green fyrst til hnífsins, síðan eitursins og loks byss- unnar. Sjúkleg örvænting varð snemma hlut- skipti hans á ævinni og oft meðan hann lifði en hann var haldinn geðhvarfasýki sem ásamt áfengisneyslu leiddi til örvæntingafullra sjálfs- vígshugsana og að lokum fyrirfór hann sér. Þunglyndi er sá geðræni kvilli sem helst er talinn hafa áhrif á sjálfsvígslíkur. Flestir sem fremja sjálfsvíg sýna sterk einkenni þunglynd- is. Þó er talið að þessi þáttur hafi verið ofmet- inn í gegnum tíðina sem orsakavaldur sjálfs- víga, en áhættan er mismunandi eftir því hvaða tegundir þunglyndis er um að ræða. Talið er að 3–5% manna hafi á hverjum tíma þunglyndi. Áhættan á að verða þunglyndur einhvern tíma á liífsleiðinni er um 25% hjá konum og 12–15% hjá körlum. Hins vegar ber að geta þess að þunglyndi virðist aukast með aldrinum og á það einnig við um mjög aldrað fólk. Rannsóknir í Gautaborg hafa sýnt að við 85 ára aldur hafa um 45% kvenna þjáðst af þunglyndi á lífsleiðinni og 22% karla. Aðaleinkenni þunglyndis, að sögn Sigurðar Páls, er lækkun í geðslagi, það er að segja fólk verður dauft í dálkinn í marga daga, vikur eða mánuði. Við sjúkdóminn missir einstaklingur- inn lífskraftinn og venjulega viðurkennir hann andlega vanlíðan. Vart verður breytinga á per- sónuleikanum hvað varðar hugsun og hegðun og sést það venjulega á hreyfingum fólksins. Spenna og kvíði fylgja ætíð þunglyndi svo og sektarkennd, vanmáttarkennd, vonleysi, sjálfsásakanir, sektarkennd, mikil þyngsli og framtaksleysi, örvænting og að einstaklingn- um finnst hann lítils virði og sjálfstraust er því nánast ekkert. Hugsunin takmörkuð og ósveigjanleg Taugasálfræðingar og geðlæknar hafa fund- ið út að fólk sem þjáist af þunglyndi hugsar hægar, á erfiðara með að einbeita sér, þreytist fyrr við andlega iðju og minnið er verra. Þeir muna fremur eftir neikvæðum atvikum og mistökum en því sem jákvætt er og veita frek- ar neikvæðum þáttum í lífinu athygli. Þung- lyndir eru líklegri til að vanmeta ánægjuna af því að hafa lokið góðu verki. Þeir eiga erfiðara með að koma með mögulega lausn þegar sett er fyrir þá verkefni sem krefst úrlausnar. Hugsun þeirra er takmarkaðri og síður sveigj- anleg en hjá heilbrigðum og lausnirnar sem þeir sjá fyrir sér bera þess stundum vitni. Dauðinn getur virst vera eina útgönguleiðin og leiðir til stuðnings og hjálpar koma ekki upp í hugann. Í sumum tilfellum er dauðinn einnig séður í rómantísku ljósi. Ofangreind lýsing á afleiðingum þunglyndis er að finna í bók eftir Kay Redfield Jamison sem er prófessor í sál- arfræði við læknadeild John Hopkins-háskól- ans í Bandaríkjunum, bókin heitir Night Falls Fast. Jamison er viðurkenndur fræðimaður á alþjóðavísu á sínu sviði. Sjálf er hún haldin geðhvarfasýki og hefur lýst reynslu sinni af sjúkdómnum í bókinni An Unquiet Mind: A memoir of Moods and Madness. Þunglyndiseinkenni mismunandi eftir aldri og kyni Í bókinni Suicide: An unnecessary death, sem er safn greina um þennan málaflokk í rit- stjórn dr. Danutu Wasserman, sem er prófess- or við læknadeild Karolínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir hún að þunglyndiseinkennin séu mismunandi eftir aldri og kyni. Eldra fólk sem haldið er þunglyndi segir hún að sé oft eirðarlaust, það eigi erfitt með að sitja kyrrt og hafi meiri líkamleg einkenni. Líkamlegir sjúkdómar og lyfjataka geti dregið úr þung- lyndiseinkennum hjá þessum aldurshópi. Sig- urður Páll segir að það sé deilt um það hvort aldraðir hafi í raun önnur einkenni en yngri aldurshópar en á hinn bóginn virðist eldra fólk leyna einkennum eða það kvartar ekki um þau. Sumir telja að aldraðir átti sig ekki á að um að þunglyndi er að ræða og telja líðan sína hluta Ástæðurnar margar, fló Morgunblaðið/Golli „Hvert sjálfsvíg er rökrétt fyrir þann sem það fremur út frá viðmiðum hans, aðstæðum og sjúklega þröngu sjónarhorni á þeim stundum sem sjálfsvígshugsunin er til staðar.“ Sjálfsvíg 22 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.