Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri ✝ María Jónsdóttirfæddist 2. ágúst 1915 á Bjarnarstöð- um í Bárðardal og átti þar heima alla ævi. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 9. júní síðastliðinn. Foreldrar: Jón Marteinsson, f. 11. jan. 1867, d. 4. jan 1961, og kona hans, Vigdís Jónsdóttir, f. 30. apríl 1873, d. 6. mars 1953. Jón og Vigdís gengu í hjóna- band 18. júní 1897 en þá hafði Jón um skeið staðið fyrir búi móður sinnar á Bjarnarstöðum, en faðir hans var látinn. Jón og Vigdís tóku við búsforráðum og bjuggu óslitið til 1945 en þá af- hentu þau 4 ógiftum börnum sín- um jörð sína og bústofn, en þau höfðu fram að því unnið með þeim að búskapnum. Á móti kom að gömlu hjónin yrðu áfram heima í skjóli þeirra til síðasta dags sem og varð. Áður hafði Gústaf sonur þeirra hafið sérbúskap á hluta jarðarinnar. Jón Marteinsson var blindur síðustu 20 ár ævi sinnar. Systkini: 1) Drengur, f. 3. júlí 1898, d. 8. sama mán. 2) Jón, f. 4. október 1899, d. 27. apríl 1993. Ókvæntur, barnlaus. Bóndi á Bjarnarstöðum. 3) Þorsteinn, f. 1. maí 1901, d. 21. október 1989.Ókvæntur og barnlaus. Bóndi á Bjarnarstöðum. Fósturbörn hans og Þuríðar syst- ur hans. Hulda Guðný og Guð- mundur Þór Ásmundarbörn. Þau komu í Bjarnarstaði 1959. 4) Friðrika Guðrún, f. 5. sept. 1902, d. 16. júlí 1989. Ógift og barnlaus. Bústýra á Bjarnar- stöðum. Fósturdótt- ir. Hjördís Kristjáns- dóttir f. 28. febr. 1930. Kom í Bjarnar- staði 1931. 5) Mar- teinn, f. 3. febr. 1904, d. 11. janúar 1935. Ókvæntur og barn- laus. Bóndi og bif- reiðarstjóri á Bjarn- arstöðum. 6) Kristín, f. 16. mars 1908. Hún er nú ein á lífi af systkinunum. Giftist 1932 Jóni Tryggvasyni frá Arndísarstöðum, f. 22. júlí 1895, d. 12. des 1984. Þau bjuggu á Einbúa í Bárðardal og síðar á Möðruvöll- um í Eyjafjarðarsveit en síðast á Akureyri. Eignuðust 9 börn sem öll eru á lífi. 7) Gústaf, f. 20. ágúst 1910, d. 28. júlí 1969. Kvæntist 1940 Jónínu Guðrúnu Egilsdóttur frá Reykjahjáleigu í Ölfusi f. 8. nóvember 1920, d. 19. maí 2000. Þau eignuðust 6 börn sem öll eru á lífi. Bóndi á Bjarnarstöðum og síð- an byggðu þau hjón upp nýbýlið Rauðafell. Flutt var í íbúðarhúsið 1959. 8) Þuríður f. 2. ágúst 1915, tvíburi við Maríu. D. 5. febr. 1999. Bústýra á Bjarnarstöðum. Ógift og barnlaus. Fósturbörn hennar og Þorsteins bróður hennar: Fósturbróðir: Yngvi Marinó Gunnarsson, f. 23. júní 1915, d. 9. júlí 1996. Hann kom í Bjarnarstaði 1926. Jarðarför Maríu fer fram í Lundarbrekkukirkju föstudaginn 22. júní kl. 14. Jarðsett verður í heimagrafreit á Bjarnarstöðum. Nú hefur síðasti íbúi gamla hússins á Bjarnarstöðum kvatt okkur og er horfinn yfir móðuna miklu. Allt frá því að flutt var í þetta hús nýtt og ófullgert 1924 hefur það hýst fjölda fólks, ungt og gamalt sjúkt og heil- brigt, það hefur hýst gleði og sorg- ,fæðingar og dauða. María Jónsdótt- ir, sem við kveðjum nú í dag, flutti í þetta hús 13 ára gömul, með foreldr- um og systkinum, hér var heimili hennar alltaf og héðan gekk hún út 10. maí sl. til þess að heyja síðustu baráttuna, sterk og óbuguð. „Blessað gamla húsið mitt,“ sagði hún þegar hún var að fara í síðasta sinn eftir að hafa fengið að dvelja heima í 4 eða 5 daga vegna þess að Hulda gat komið og verið hjá henni. Blessuð vertu fyr- ir það, Hulda mín. María ólst upp í nánum tengslum við tvíburasystur sína, Þuríði. Þær voru eins klæddar, fengu eins gjafir, voru saman í farskólanum í Bárðar- dal, fóru saman vetrartíma á Þing- hússkólann á Skútustöðum og saman fóru þær á Kvennaskólann á Laugum haustið 1934. Þær saumuðu sér þar báðar íslenska upphlutsbúninga, ná- kvæmlega eins. Þær komu heim með mikið af fallegri handavinnu og enn var margt eins eða svipað. Þær voru afar samrýndar og máttu vart hvor af annarri sjá enda svo líkar í sjón lengi vel að ókunnugir þekktu þær ekki í sundur. Væri nafn annarrar nefnt kom hitt í sömu andrá. „Mæja og Þura.“ Samt voru þær ekki að öllu leyti líkar og alls ekki alltaf sammála. Mæja var snemma mjög gefin fyrir alls konar handavinnu meðan Þura kaus heldur bakstur og matartilbún- ing. María fór til Reykjavíkur haustið 1935. Hún byrjaði í „vist í fínu húsi“ og fékk að kynnast því hvernig komið var fram við vinnukonuna eins og gólftusku. Hún átti góða frænku í Reykjavík sem var matráðskona við Laugarnesspítalann. Hún bjargaði henni og réð hana í eldhúsið hjá sér. Hún kom heim um vorið í fallegri kápu með loðkraga og hafði látið klippa af sér flétturnar. Hún var orð- in falleg tískudama. Þannig voru unglingauppreisnir þess tíma. Í upphlutinn fór hún ekki síðan. Heimilið hafði orðið fyrir ýmsum áföllum. En horft var fram til bjartari tíma. Mæja fór á mis við þá og bestu ævi- árin jafnframt. Næstu misserin fékk hún slæmt fingurmein, þá mislinga, loks botnlangabólgu og var skorin upp, en batinn lét á sér standa. Að lokum greindist hún með berkla í baki. Berklalyfin sem síðar komu til sögunnar voru ekki þekkt þá og eina lækningaraðferðin var að leggja sjúklinginn í gifs. Hún var lögð inn á sjúkrahúsið á Akureyri og þar dvaldi hún sex löng ár, mestan partinn liggj- andi flöt út af með gifsstokk um bak- ið. Alla veturna vann Þuríður systir hennar í eldhúsinu á Kristneshæli og heimsótti Maríu hvern einasta frídag sinn. Sum sumurin var hún heima en einhver sumur var hún líka þar innra. Æðruleysi Mæju í þessum veikind- um var slíkt að undrun og aðdáun vakti. Að eðlisfari var hún örlynd, næm- geðja og hjartahlý en oft stutt í mikl- ar geðsveiflur. Nú var það hún sem var stillt og hugrökk, taldi kjark í fólkið sitt og bað það að hafa ekki áhyggjur af sér. Auðvitað hafði það áhyggjur. En samheldnin og hjartahlýjan hjálpaði mikið. Póstferðir voru hálfsmánaðar- lega. Alltaf var séð til þess að einhver skrifaði Mæju með hverjum pósti. Og hún sendi bréf með hverjum pósti. Svo prjónaði hún stöðugt, rósavett- linga, útprjónaðar peysur og agn- arsmáa rósavettlinga til að hengja í barm. Hún prjónaði og heklaði dúka og þetta var allt svo yfirnáttúrlega fallegt. Hún las líka mikið og gegnum þetta allt öðlaðist hún mikinn trúar- styrk. Loks kom að því að hún út- skrifaðist í mars 1946. Þá kom hún heim á heimili sitt á Bjarnarstöðum. Þótt hún væri varanlegur öryrki var gleðin mikil. Það tók tíma að þjálfa aftur líkama sem svo lengi hafði legið kyrr. Endurhæfinguna varð hún að sjá um sjálf. En hún lá ekki á liði sínu og með þrautseigju og þolinmæði tókst henni að verða þess megnug að veita öldruðum foreldrum ómetan- lega hjálp og gleði og styðja systkini sín við ýmis störf. Um árabil sá hún um saumaskap og viðgerðir á fatnaði heimilisins og tók þátt í daglegum þrifum. Hún naut þess að hengja út og taka inn fallegan þvott af snúrum og fara út með hrífu á sumardögum. Er eldri systkinin urðu gömul og las- burða hlynntu þær tvíburasysturnar að þeim meðan tök voru á. Börn fæddust og uxu úr grasi hjá Gústaf bróður þeirra þar heima og Kristínu systur þeirra. Vandalaus og skyld börn voru í lengri og skemmri dvöl á Bjarnarstöðum auk fósturbarnanna allra. Þótt þessi 5 systkini er þarna bjuggu saman ættu sjálf ekki börn snerist líf þeirra sífellt um börn, forsjá þeirra, framfarir og velferð. Þau vonuðu að eitthvert þessara barna tæki við búskapnum af þeim er tímar liðu og héldu áfram uppbygg- ingu þar sem þau hættu. En þau máttu bíða lengi. Árið 1979 bauð Friðrika á Bjarnarstöðum nöfnu sinni, Friðriku Sigurgeirsdóttur á Lundarbrekku, og manni hennar, MARÍA JÓNSDÓTTIR                                                 ! " " # $% &%% ''( " # )**"  +' " # $%  % !  $% ,%"-.  "%-. % )**"  '')  ! )**"  - %-. % $ - %- %-. %                                              ! " #  $         %   %     !    !   '(   !$     ! )!     # $    !   #  #      !" #  $%  !" & ' ()* +  !,% ( -)  !,%  , .*  .  .*  .  .  .*  " .  .  .  .* /                                    !!" #       $   $      %   &   '(  )   &&    &    !"##  $ ! !&  &"'& ()!( "&"##  *)&# !&   &#' +&# &"##     !"##  , -  .&  /0 1 "( $ &"##  " "  &#&&   2     3                                                !"" #      $       %  & %%  '     !    "  "# $  %& ' ( ) *  +# , +  $ -  -. /                  ! "#                    !      " #    $ "    "   %& '        $ %!! &  %!! &  '!     (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.