Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 43 Ert þú með smá appelsínuhúð eða kannski bara mikla? Það skiptir ekki máli. Silhouette er alltaf lausnin! Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland www.karinherzog.com Nú er vor í lofti ...ferskir vindar í umhirðu húðar Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Mílanó þann 13. júlí, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar mest spennandi borgar Evrópu á frábærum kjörum. Frá Mílanó liggja þér allar leiðir opnar um Evrópu og hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela. Verð kr. 15.207 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 30.414.- / 2 = 15.207. Skattar kr. 2.495, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald kr. 1.800. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Tveir fyrir einn til Mílanó 13. júlí frá kr. 15.207 Aðeins 31 sæti í boði ÞAÐ var óskaplega dapurlegt að heyra hvað Davíð Oddsson forsætis- ráðherra talaði kæruleysislega um ástandið í efnahagsmálum í hátíð- aræðu sinni 17. júní. Fólk fær á til- finninguna að með þessu sé hann að reyna að slá ryki í augu fólks og láta sem ekkert sé, þegar allir vita að stefnir í voða varðandi efnahagsmál þjóðarinnar. Verðbólgan rýkur upp og þeir sem minnst hafa og þeir sem eru skuldsettir fórna höndum og fyll- ast skelfingu því þeir finna sannar- lega fyrir ástandinu. Það þýðir ekki að tala við það fólk um stöðugleika og góðæri. Í ræðu sinni líkti forsætisráðherra verkföllum á Íslandi við íþróttagrein eins og það væri keppikefli heilu stéttanna að vera sem lengst í verk- föllum. Það gerir það enginn að gamni sínu að fara í verkfall og löng verkföll koma illa við pyngju þeirra sem í þeim eru. Ríkisvaldið á sjálft stóran þátt í því hvernig verkfallsmál hafa þróast hér á landi. Afskipti ríkisvaldsins af verkföllum sjómanna hafa t.d. orðið til þess að samskipti sjómanna og út- gerðarmanna eru komin í óleysan- legan rembihnút og grær seint eða aldrei um heilt þar á milli. Mikil ólæti urðu í miðbæ Reykja- víkur bæði aðfaranótt 17. júní og á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Hér áður fyrr var fólk óhult í miðbænum, jafn- vel þótt það væri á ferð síðla nætur. Nú er fólk ekki öruggt í miðbænum um hábjartan dag, hvað þá að nóttu til. Undanfarin ár hafa verslanir vik- ið fyrir krám og súludansstöðum og það hefur spillt bæjarbragnum. Síð- astliðið sumar kom ég á sólbjörtum degi um helgi niður í miðbæ og þar var ekki verandi fyrir útúrdrukkn- um skríl. Þessu verður að breyta með stórbættri löggæslu og auknu fjármagni til þessa málaflokks. Ástandið í miðbænum hefur versnað mjög í tíð núverandi borgarstjórnar. SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR, rithöfundur, Hraunbæ 38, Reykjavík. Neikvæður bragur á þjóðhátíðardegi Frá Sigrúnu Ármanns Reynisdóttur: ÞANN 7. maí síðastliðinn var minnst hálfrar aldar veru erlends herliðs hér á landi. Þann dag fyrir 50 árum steig hér á land bandarískt herlið samkvæmt tvíhliða samningi ríkisstjórna Íslands og Bandaríkj- anna, sem undirritaður var tveimur dögum áður, þann 5. maí. Skammt var þá liðið síðan Ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalag- inu, en sú aðild var samþykkt á Al- þingi þann 30. mars árið 1949. Þeg- ar Bjarni Benediktsson utanrík- isráðherra skrifaði undir samninginn hafði Alþingi ekki fjallað um hann. Var það skýrt brot á stjórnarskránni, enda staðfesti ríkisstjórnin það með því að leggja samninginn síðar fyrir þingið. Aldrei her á friðartímum Það er alveg ljóst að lykilatriði í því að tryggja stuðning við aðild að Atlantshafsbandalaginu árið 1949 var loforðið um það að hér yrði aldrei her á friðartímum. Einhverj- um kann að finnast þetta gömul tugga, en þetta er lykilatriði í um- ræðum um Nató og herinn. Tveim- ur árum eftir inngönguna í Nató, við viðræður um þann samning sem við minnumst hér í dag, var jafn rík áhersla lögð á þetta ákvæði. Hér skyldi aldrei vera her á friðartím- um. Nægir að vitna til yfirlýsingar þeirrar sem ríkisstjórnin sendi frá sér vegna samningsgerðarinnar: „Vegna sérstöðu Íslendinga var það hins vegar viðurkennt, að Ís- land hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her og að ekki kæmi til mála að erlendur her eða herstöðv- ar yrðu á Íslandi á friðartímum.“ Á þessari yfirlýsingu má sjá að ein af grundvallarforsendunum fyrir því að Íslendingar skrifuðu undir samn- inginn var sú að hér yrði aldrei her á friðartímum. En öll hugtök eru skilgreiningum háð, eins og fljót- lega kom í ljós. Með tilvísun í átökin á Kóreuskaga og ástand mála í Austur-Evrópu var kveðið upp úr með það að ekki ríktu friðartímar og því nauðsynlegt öryggi landsins að hér yrði herstöð. Hversu mikill fyrirsláttur þetta var sést best á því að síðan hefur herinn setið sem fastast. Herlið eða varnarlið Og ef einhver hefur haldið að kind væri kind, sullur sullur og her her, þá hefur sá hinn sami rangt fyrir sér. Samkvæmt einhverjum fræðum skiptir höfuðmáli hvort um er að ræða herlið eða varnarlið. At- burðir í Júgóslavíu fyrir tveimur ár- um sýndu þó svo ekki var um að villast að lítill munur er á þessu tvennu. Fólkið þar sem varð fyrir kúlum og sprengjum hermanna Nató lét sig litlu varða hvort þar var á ferð varnarlið eða herlið. Ís- lendingar urðu árið 1998 beinir að- ilar að árás á aðra þjóð og áttu þá í stríði við aðra þjóð í fyrsta skipti í 1125 ára sögu landsins. Og það var ekki gert með hálfum huga líkt og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, benti nýlega á: „Það er Íslendingum til sóma að þeir voru á meðal staðföstustu stuðningsmanna loftárásanna í Kos- ovo og hjálpuðu til við að herða ásetning annarra bandamanna.“ Sér er nú hver sóminn. Forsendur brostnar Kjarni málsins er þessi. Þau rök sem voru fyrir gerð samningsins við Bandaríkin árið 1951, hvort sem mönnum finnast þau fáránleg eða haldmikil, eru fallin. Ráðamenn Ís- lands geta sofið rólegir, óhræddir við ógnir kommúnismans. Þannig eru forsendur fyrir veru hersins hér á landi brostnar. Til að gera samn- inginn þurfti að brjóta gegn stjórn- arskrá, en það var réttlætt með sér- stökum aðstæðum. Þær aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi en engu að síður veigra stjórnvöld sér ekki við að fara með þjóðina enn lengra inn á braut hermennskunnar án þess að hún hafi nokkurn tímann verið spurð. Fylgjendur herstöðv- arinnar eru í sífelldum vandræðum með að finna ástæður fyrir því að halda henni hér. Heimsmynd kalda stríðsins er hrunin og leifar þess ógnarjafnvægis sem þá ríkti ættu að hverfa með henni. Herstöðin á Miðnesheiði er ein þeirra. Ísland var peð í valdatafli stórvelda, hluti hernaðarkerfis Bandaríkjanna sem beint var gegn Sovétríkjunum. Við breytta og friðvænlegri heimsmynd leita stjórnvöld logandi ljósi að nýj- um óvin til að réttlæta veru hersins hér á landi. Nægir að vísa til orða Kristjáns Pálssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi í nýlegu blaðaviðtali þar sem hann spáði því að næst stæði ógnin að Ís- landi úr suðri. Næsta land í hásuður frá flestum stöðum á Íslandi mun vera Antarktíka, þó Kanaríeyjar stingi sér sums staðar á milli. Boðberi friðar Ef sagan kennir okkur eitthvað þá er það sú staðreynd að menn verða að nýta tækifærin þegar þau bjóðast. Nú er lag að losa sig við herinn úr landi. Rödd Íslands á ekki að heyrast úr klappliði þeirra sem vilja útkljá deilur með blóðsúthell- ingum heldur hinna sem hvetja til friðar og bættra samskipta þjóða í millum. KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ Blönduhlíð 6, Reykjavík. Herseta í hálfa öld Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé: SÍÐLA dags um daginn sat ég á úti- kaffihúsi í blíðunni við Austurvöll og skoðaði mannlífið. Margir flatmög- uðu á vellinum og svo margir voru þar fullir að unun var á að horfa. Á hverjum bekk og hverjum grasfleti voru kunnugleg, þrútin, skítug, glas- eygð andlit og einnig ungmenni með húðflúr og bjór. Sumir skiptust á há- værum skoðunum um landsins gagn og nauðsynjar en gáfu sér þó tíma til að brosa í myndavélar erlendra ferðamanna. Lögreglan og kaup- menn hafa kvartað undan ónæði á morgnana af gestum næturlífsins á skemmtistöðum sem opnir eru lengi og notað það sem rök fyrir því að takmarka afgreiðslutíma. Hvað um það fólk sem fyllti Austurvöll þetta síðdegi? Af hvaða skemmtistað var það að koma? Er þetta kannski ný kynslóð skemmtanafíkla sem mæta ekki fyrr en undir morgun og ráfa svo sauðdrukknir út um kaffileytið? Það hlýtur að vera hægt að hefta eitthvað til að leysa þetta. Til dæmis loka bakaríum og pylsuvögnum, banna strætó og leigubíla (ferða- máta fulla fólksins), fjarlægja bekki og torg, girða miðbæinn af ... Er ekki kominn tími til að hætta að moka? Flestir vita að sökum þess að einok- unarsali landsins á áfengi verðlegg- ur það úr hófi, fara gestir iðulega seinna á veitingahús og skemmti- staði en þeir annars myndu. Það mætti kannski taka örlítið til í þeim ranni, nú þegar skynsamlegt horf er komið á afgreiðslutíma skemmti- staðanna. Varla er vilji til að endurvekja útihátíð ríkisins með tilheyrandi ótta við múgæsingu og skemmdarverk. Löngu er kominn tími til að frelsa skemmtanamenningu þjóðarinnar undan áratugalangri áþján af völd- um þeirra sem vitið hafa. Ég segi því: Hættum að moka! SIGURGEIR ORRI SIGURGEIRSSON, Garðastræti 17, Reykjavík. Hættum að moka Frá Sigurgeiri Orra Sigurgeirssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.