Morgunblaðið - 24.06.2001, Side 50

Morgunblaðið - 24.06.2001, Side 50
FÓLK Í FRÉTTUM 50 SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR NOKKUÐ brösóttabyrjun, ungæðislega frum-raun sem hét Good Feeling og skartaði kæruleysislegum lögum í Oasis-anda, sem þá var mál málanna, fór boltinn að rúlla hjá þessari geð- þekku Glasgow-sveit með annarri plötunni The Man Who. En jafnvel eftir útgáfu þeirrar mögnuðu plötu blés ekkert byrlega fyrir okkar mönnum – ekki til að byrja með. Fólk var alveg ótrúlega seint að átta sig á því hvers konar kostagripur var þar á ferð en með tíð og tíma kom það til, þannig að nú þegar þriðja breiðskífan lítur dagsins ljós er sveitin komin í hóp þeirra stóru. Ég var á sínum tíma í tiltölulega fá- mennum hópi þeirra sem tóku The Man Who opnum örmum um leið og hún leit dagsins ljós. Ég man hversu ótrúlegt framfaraskref mér þótti hún frá frumburðinum og skildi ekki hvers vegna menn kveiktu ekki á snilldinni. Það var því með verulegri eftirvæntingu sem ég renndi Ósýni- legu sveitinni í gegn í fyrsta sinn. Það sem sló mig fyrst var blábyrjunun, fyrstu tónar plötunnar. Ég hélt nefni- lega að ég væri eitthvað að ruglast í ríminu því hún hljómar næstum ná- kvæmlega eins og upphaf The Man Who. Vonandi vísvitandi ... þeirra vegna og sem betur fer var þetta eng- inn vísir á það sem á eftir fylgdi. Það fyrsta sem merkja má er að Travis hefur fullorðnast. Æskuárin að baki og alvara lífsins tekin við hjá full- þroska hljómsveit sem, eftir talsverð- ar þreifingar, getur orðið státað af eigin hljómi. Nokkuð sem hlýtur að teljast öfundsvert á þessum síðustu og verstu þegar mestallt gítarpopp virðist af sömu plötunni komið. Lagasmiður sveitarinnar, Fran Healy, hefur sjálfur lýst því yfir að hann sé enginn sérstakur tónlistar- unnandi og fylgist alls ekki með hvað sé að gerast. Það skilar sér greinilega í tónlist og lagasmíðum hans. Ólíkt fyrri tveimur skífum sveitarinnar er ekki lengur hægt að bera tónlistina á The Invisible Band við neitt sem á sér stað í samtímanum. Ef greina má ein- hver áhrif þá verður að rekja þau aft- ur í tímann, til gamalla neðanjarðar- guða á borði við The Smiths og jafnvel enn lengra aftur til The Band en sú fyrrverandi undirleikssveit Bobs Dyl- ans ku vera í miklu eftirlæti hjá liðs- mönnum Travis. Hljómurinn á plötunni er reyndar mjög í anda mjúkrokks áttunda ára- tugarins, loðinn og dempaður en al- veg sérdeilis þægilegur. Því fer þó víðsfjarri að um einhver nostalgíu- leiðindi sé að ræða, heldur er hljóm- urinn, eins og fyrr segir, alfarið Trav- is. Maður veltir meira að segja fyrir sér hvar nýja hljóðfærið þeirra, banjóið, hafi verið fram að þessu. Það sannast og í þessari þriðju til- raun Healys og félaga að hann er orð- inn alveg flugfær lagahöfundur. Það sem heillar sérstaklega við hand- bragð hans er að hann virðist kæra sig kollóttan um hverskonar „trend“ og tísku heldur fylgir miklu fremur hjartanu, er heiðarlegur. Kemur það hvað best í ljós í alveg einstaklega léttleikandi og ljúfu sumarlagi – „Flowers In The Window“ – lag sem er svo yfirmáta innilegt að það jaðrar við að vera lummó. En verður það samt aldrei og Healy kemst algjör- lega upp með þetta því hann er svo greinilega að meina það sem hann gerir og er fullur sjálfstrausts. Þrátt fyrir ofangreinda kosti þykir mér þó fyrir því að þurfa að horfast í augu við að hér vantar eitthvað uppá til þess að platan standi The Man Who jafnfætis. Kannski bara það að þegar maður er fullþroska er ábyrgð- arkenndin orðin svo mikil að maður leggur ekki í eins miklar áhættur, heldur sækist fremur eftir stöðug- leika og öryggiskennd. The Invisible Band er þannig alveg einstaklega þroskuð og fagmannlega úr garði gerð en skortir samt ein- hvern neista, einhverja ævintýra- mennsku, til að ganga fullkomlega upp. En hvað sem því líður verður Travis síður en svo ósýnileg sveit á komandi mánuðum og ári. ERLENDAR P L Ö T U R Skarphéðinn Guðmundsson fjallar um The Invisible Band – þriðju breiðskífu skosku hljómsveitarinnar Travis.  Travis hefur fullorðnast Ljósmynd/Tom Sheehan Hljómsveitin Travis kærir sig kollótta um trend og tísku. Fjögur á feigðarflani (4 Dogs Playing Poker) S p e n n u m y n d  Leikstjórn Raul Rachman. Aðal- hlutverk Balthazar Getty, Stacy Edwards. (93 mín.) Bandaríkin 1999. Góðar stundir. Bönnuð innan 16 ára. FIMM fornmunaþjófar ræna verð- mætri styttu í Argentínu og senda hana með skipi þar sem viðtakandinn bíður þeirra með fúlgu fjár fyrir við- vikið. Eitthvað fer hinsvegar úrskeið- is og þau fá veður af að styttan sé alls ekkert á leiðinni. Þegar viðskotaillur viðtakandi stytt- unnar kemst að því verður hann ösku- illur og krefst þess að þau greiði sér eina milljón dollara eður hljóti verra af. Þegar foringinn í hópnum finnst síðan myrtur og hrottalega útleikinn þá átta fjór- menningarnir sem eftir eru sig á al- vöru málsins og hversu nauðsynlegt er að afla milljónarinnar. Eina leiðin til þess telja þau að eitt þeirra fórni sér og hinir noti líftrygginguna til þess að bjarga sér fyrir horn. Vand- inn er bara hver og hvernig fórnin skal framkvæmd. Þá fyrst reynir á vinskapin sem ekki reynist eins traustur og í fyrstu sýndist. Það eru fullmargir lausir endar í þessum annars ágætlega fléttaða spennutrylli sem sver sig æði sterk- lega í ætt við Shallow Grave. Kannski um of. Leikurinn er hinsvegar fínn og endalokin viðunandi óvænt. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND (Ó)vinir í raun TREGI er mörgum hugleikinn sem tilfinning, ekki síst listamönnum. Veigamiklar tónlistarstefnur hafa tregann að leiðarljósi, allt frá blús í upphafi aldarinnar fram í tilfinninga- þrungið popp og fjölmargir sækja í tregann sín helstu verk; sjá til að mynda Scott Walker og Nick Cave. Með þeim hljómsveitum sem þræða þessa braut nú um stundir er breska sveitin Tindersticks. Tindersticks er sprottin úr Nott- ingham-hljómsveitinni Asphalt Rib- bons sem lagði upp laupana 1991. Þrír liðsmanna Asphalt Ribbons, þeir Stuart Staples söngvari, Dave Boulter hljómborðsleikari og Dickon Hinchcliffe fiðluleikari, kölluðu til liðs við sig þá Neil Fraser gítarleik- ara, Mark Cornwill bassaleikara og trommuleikarann Al McCaulay. Fyrstu æfingarnar hjá Tinder- sticks voru sumarið 1992 og fyrsta smáskífan, Milky Teeth, kom út það haust. Næsta smáskífa, Marbles, sem var 10", kom út stuttu síðar og vakti á sveitinni verulega athygli, en meðal annars var hún valin smáskífa vikunnar af bresku popppressunni. Þrátt fyrir það bar ekki mikið á hljómsveitarmeðlimum sjálfum, því þeir voru lítið fyrir það gefnir að láta mynda sig og veittu helst ekki viðtöl; nokkuð sem þeir hafa haldið að mestu fram á þennan dag. Tindersticks og Tindersticks Tindersticks gerði útgáfusamning við smáfyrirtækið This Way Up 1993 og sendi frá sér fyrstu breiðskífuna í framhaldi af því. Sú kom út í október það ár og hét einfaldlega Tinder- sticks. Ekki var henni síður tekið en smáskífunum og meðal annars valdi Melody Maker hana plötu ársins. Næsta ár fór í tónleikahald, en sveit- in gaf sér þó tíma til að gefa út eina tónleikaplötu, Amsterdam, sem að- eins var fáanleg í póstsölu, og eina smáskífu. Liðsmenn tóku sér líka tíma í lagasmíðar, því þegar í janúar 1995 kom út smáskífa með nýrri tón- list, önnur í júní og loks breiðskífa númer tvö sem hét einnig einfaldlega Tindersticks. Á fyrstu plötunni þurftu þeir félagar 77 mínútur til að koma öllu frá sér, en nú dugðu 70 mínútur. Enn sendi sveitin frá sér tónleika- plötu, The Bloomsbury Theatre 12.3.95, sem kom út í október 1995, en á henni fara liðsmenn á kostum með 24 manna hljómsveit. Svo vel þóttu tónleikarnir takast reyndar að 24 manna sveitin var með í Evrópu- ferð Tindersticks sem kostaði eðli- lega mikið fé, en að sögn þeirra félaga var það vel þess virði. „Við höfum þörf fyrir það að setja okkur fyrir hið ómögulega,“ sagði Staples í tilefni af ferðinni og bætti við: „Þeg- ar við göngum inn á svið með 25 fiðluleikurum höfum við ekki hug- mynd um hvað á eftir að gerast og fyrir vikið hlökkum við til hverra tónleika.“ Eftir að kynningu á Tindersticks II var lokið tók sveitin sér frí frá tón- leikahaldi og lagðist í að semja tón- list fyrir kvikmyndina Nanette et Boni, en þegar sú skífa kom út í októ- ber 1996 settu liðsmenn upp tón- leikaröð í Lundúnum og hverja tón- leika með sínu sérstaka stefi; fyrst voru órafmagnaðir tónleikar, þá strengjakvöld, þynnkukvöld, afsak- aðu-gærkvöldið kvöld og svo má telja en sagan segir að á tónleikun- um hafi sveitin flutt nánast öll lög sem hún hafði samið fram að þessu og grúa laga eftir aðra. Skammt í botnlausan trega Þriðja platan, Curtains, kom út 1997 og enn var hún styttri en platan á undan, nú um klukkutími. Sú skífa var venju fremur fjölbreytt, en ekki síðri að mati gagnrýnenda og eins og alltaf var skammt í botnlausan trega. Eftir Curtains tóku liðsmenn sé loks frí frá tónlist um hríð, en sendu frá sér safnskífuna Donkeys 92-97 rétt til að halda mönnum við efnið, en á henni er ýmislegt óútgefið og sjald- heyrt efni, þar á meðal eftirminnileg útgáfa af I’ve Been Loving You too Long, sem Otis Redding gerði frægt á sínum tíma. Haustið 1998 hófst vinna við nýja breiðskífu og að þessu sinni beittu Tindersticks-menn nýjum vinnu- brögðum, því platan var tekin upp að segja beint í hljóðverinu í október 1998. Í viðtali um það leyti sem sveit- in var að taka plötuna upp sagði Stuart Staples að Curtains, sem kom út 1997 eins og áður er getið, hafi verið hápunktur á fimm ára þróun og eftir að húnkom út hafi mönnum þótt sem ekkert væri eftir. Eftir að hafa tekið sér frí hafi þeir aftur á móti komist að því að þeir áttu mikið eftir ósagt og síðustu fimm mánuðina áð- ur en haldið var í hljóðver var þróun- in mikil og ör. „Þetta verður fyrsta platan þar sem við látum hjartað ráða ferðinni og felum ekki tilfinn- ingar okkar á bak við skraut og íburð.“ Afraksturinn kom svo út snemma árs 1999, kallaðist Simple Pleasure og var 45 mínútur að lengd. Nýr kafli í sögu Tindersticks Segja má að nýr kafli hafi hafist í sögu Tindersticks með Simple Pleas- ure, því ekki er bara að tónlistin tók nýja stefnu, heldur var útgáfusamn- ingur sveitarinnar við Universal/Is- land útrunninn. Ekki var áhugi fyrir því hjá sveitinni að vera áfram hjá Island og liðsmenn tóku sér hlé til að hugsa málið. Sú umhugsun varð til þess að þeir skiptu um umboðsmann og sömdu í kjölfarið við Beggars Banquet, aukinheldur sem þeir tóku að sér að gera tónlistina við kvik- myndina Trouble Every Day. Í framhaldi af þessum umskiptum segjast þeir félagar hafa náð betur saman en nokkru sinni og telji sig loks færa um að gera þá plötu sem þeir stefndu að þegar Simple Pleas- ure var tekin upp á sínum tíma. Í því hefur sitt að segja að allir leggja sitt af mörkum við lagasmíðar, en Stapl- es segir að þeir hafi líka gætt þess að eyða ekki of miklum tíma í að vinna hvert lag og þess að vera aldrei leng- ur en tvo til þrjá tíma á dag í hljóð- veri. Fimmta hljóðversskífa Tinder- sticks, Can Our Love..., kom svo út fyrir stuttu og þykir afbragð, líkt og fyrri verk. Stuart Staples hefur og ekki farið leynt með ánægju sína yfir skífunni og segir að Tindersticks hafi glatað frelsinu í tónlistinni og lagt of hart að sér á fyrri skífum. „Can Our Love... er heilsteyptasta verk okkar hingað til, plata sem er stolt af sjálfri sér og óttast það ekki að standa aug- liti til auglitis við hvern sem er.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Botnlaus tregi Tónlist er til margs brúkleg, það má nota hana til að fagna og fíflast, til að leggja líkn með þraut og stilla ólgandi tilfinningar. Árni Matthíasson segir frá bresku hljómsveitinni Tindersticks sem sér- hæfir sig í trega. Can our love...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.