Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÚlfar setti vallarmet og sigraði eftir fimm ára hlé / B12 Valur sigraði KR í sex marka leik / B2 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu síðdegis í gær verð á bensíni um 3 krónur lítrann í kjölfar verð- lækkunar á heimsmarkaði. Eftir breytinguna kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 104,90 krón- ur og af 98 oktana bensíni 109,6 krónur. Verð á dísilolíu er óbreytt. Hjá Bensínorkunni kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 103,3 krónur og 108,6 af 98 oktana bensíni. Hjá ÓB stöðvum Ol- ís er lítrinn af 95 oktana bensíni á 100,5 krónur. Í viðtali við Davíð Oddsson forsætisráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag kom fram gagn- rýni á olíufélögin fyrir að hafa ekki brugðist við lækkun á heimsmarkaði. „Hinir ágætu stjórn- endur olíufélaganna virðast hins vegar ekki telja þetta til merkra tíðinda – þeir segjast ekki einu sinni byrjaðir að ræða hvort þessi mikla lækkun hafi áhrif á verð innanlands. Þetta er ekki traustvekjandi,“ sagði Davíð. Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, segir að Davíð hafi ekki heldur talið það traust- vekjandi þegar Esso hækkaði verð á bensíni í maí þegar gengið féll. „Þá endaði dollarinn í 105 krónum, en við vorum að selja bensín mest allan mánuðinn miðað við gengið 96,70. Þá var það talin taugaveiklun af sama manni. Ég vil ekki vera að hnýta í hann fyrir að berjast fyrir því sem hann er að gera, að ná niður verðbólgunni og stjórna efnahagsmálum. En ef hann þarf að hnýta í okkur þarf það að vera byggt á rökréttum forsendum,“ segir Geir. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, seg- ir ofmælt, sem hann lét eftir sér hafa fyrir helgi, að olíufélögin væru ekki farin að skoða mögulega lækkun. Hann segir að erfitt hafi verið fyrir olíufélögin að bregðast við mikilli lækkun eldsneytis á heimsmarkaði vegna gengisfalls íslensku krónunnar. Öll olíufélögin séu með mörg hundruð milljóna króna geng- istap frá áramótum og gengisfall krónunnar vegi upp á móti lækkun á heimsmarkaðsverði. Kristinn vildi ekki taka afstöðu til þess hvort gagnrýni Davíðs væri ósanngjörn, en í gagn- rýni sinni minntist Davíð ekkert á gengisfallið og áhrif þess. Thomas Möller, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Olís, sagði að þar á bæ hefðu menn verið að undirbúa verðlækkun þegar fréttir bárust af lækkun Skeljungs, en fyrirtækið varð fyrst til að lækka. Thomas tekur undir að gengisfallið hafi komið illa við olíufélögin. „Við hljótum alltaf að vega og meta möguleika til lækkunar og svo verðum við einnig að hugsa um hag hluthafanna, sem eru meðal annars líf- eyrissjóðirnir í landinu, þeir þola ekki tap- rekstur,“ segir Thomas. Verð lækkað í kjölfar gagnrýni forsætisráðherra Kristinn segir að lækkunin sem tók gildi í gær hafi m.a. komið í kjölfar gagnrýni Davíðs og segir Thomas að olíufélögin hlusti á forystu- mann þjóðarinnar þegar hann segi svona hluti. „Við erum öll á sama báti með að halda niðri verðbólgunni. Það er hagur allra,“ segir Thom- as. Hann segir það undarlegt hversu fáir nýti sér sjálfsafgreiðslustöðvar sem bjóða bensín- lítrann fjórum krónum ódýrari, en markaðs- hlutdeild slíkra stöðva á höfuðborgarsvæðinu er um 10-20%. Neytendur krefjast verðlækkunar Fleiri hafa gagnrýnt olíufélögin fyrir að vera sein til að lækka verð í takt við heimsmark- aðsverð. Í grein á vefsíðu Neytendasamtak- anna segir formaður samtakanna, Jóhannes Gunnarsson, að neytendur krefjist tafarlausr- ar verðlækkunar á bensíni og olíu. „Fram til þessa hefur ekki staðið á viðbrögð- um forráðamanna olíufélaganna um yfirvof- andi hækkanir þegar heimsmarkaðsverð hefur hækkað,“ segir Jóhannes í greininni. En þegar heimsmarkaðsverð lækki komi annað hljóð í strokkinn. „Þá bregður svo við að sömu menn hugleiða ekki einu sinni hvaða þýðingu lækk- unin hefur og enn síður bregðast þeir við með lækkunum. Á meðan lækkar bensínið hjá ná- grannaþjóðum okkar,“ sagði Jóhannes. Thomas segir að þetta sé órökstudd gagn- rýni, „þetta er bara þetta eilífðarjafnvægi milli þess að gæta hags eigenda og neytenda,“ segir hann. Geir tekur í sama streng. „Það er ekki bara hægt að senda okkur tóninn þegar verðið lækkar, en þegja þunnu hljóði úti í horni þegar heimsmarkaðsverð hækkar og við hækkum ekki fyrr en mörgum dögum seinna,“ sagði Geir. Lækkun á heimsmarkaðsverði kemur ekki að fullu til hér vegna gengisfalls krónu Bensínið lækkar um þrjár krónur GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir að sjávarútvegsráðherra reyni að koma í veg fyrir að efnisleg um- fjöllun um kæru ASÍ vegna laga á verkfall sjómanna, fari fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir að það veki furðu að sjáv- arútvegsráðherra byggi frávísun- arkröfu, sem lögð hefur verið fyrir dóminn, á því að ASÍ hafi ekki um- boð til að verja réttindi sjómanna. Hann segir að það sé ekki fallið til þess að greiða fyrir samskiptum stjórnvalda og verkalýðsforystunn- ar meðan ekki sé skýrt frá því hvers vegna gripið sé til þessa ráðs. „Krafan um frávísun byggist nær alfarið á því að Alþýðusam- bandið hafi ekki umboð til að fara með forræði í málinu. Þetta kemur okkur gjörsamlega í opna skjöldu. Slíkt umboð hefur ekki verið vé- fengt í gegnum tíðina og fyrir því er áratuga hefð. Eftir því sem við best þekkjum frá nágrannalönd- unum, þekkja félagar okkar þar ekki þessi viðhorf til heildarsam- takanna. Við höfnum þessu alfarið en það er auðvitað íhugunarefni hvað mönnum gengur til. Við hefð- um frekar átt von á því að reynt yrði að finna forsendur fyrir frá- vísunarkröfu í ágreiningsmálinu sjálfu. Við teljum reyndar að ekki verði hlustað á þetta, svo fráleitt sem það er,“ segir Grétar. Hann segir að hvaða meðferð sem frávísunarkrafan fær þá sé ljóst að hún muni valda töf á með- ferð málsins fyrir héraðsdómi. „Maður spyr sig auðvitað hvað gangi ráðherra til. Við lýsum eftir skýringum á þessu. Verkalýðs- hreyfingin og stjórnvöld hafa frek- ar talið skynsamlegt að hafa til- tölulega gott „stjórnmálasamband“ en þarna fáum við kaldar kveðjur. Meðan ekki liggur fyrir hvers vegna gripið er til þessa vopns greiðir þetta ekki fyrir samskipt- unum. Ég sé ekki að það þýði mik- ið fyrir stjórnvöld að ræða við verkalýðsforystuna ef hún er um- boðslaus,“ segir Grétar. ASÍ um frávísunarkröfu á kæruna vegna laga á verkfall sjómanna Greiðir ekki fyr- ir samskiptunum við stjórnvöld FLUGVÉL af gerðinni Stinson Reli- ant sem keypt var hingað til lands árið 1993 og er samskonar vél og fyrsta vél Loftleiða sem var árgerð 1936 og sökk við síldarleit á Mikla- vatni í Fljótum árið 1944, sést hér búin undir flutning til Akureyrar. Þar mun Flugsafnið á Akureyri standa fyrir flughelgi um næstu helgi. Verður boðið upp á útsýn- isflug í einkavélum og sýningu á svifflugi og fallhlífarstökki, auk Ís- landsmóts í listflugi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stinson Reliant flugvélin var tekin sundur í gær fyrir flutninginn til Akureyrar. Flughelgi á Akureyri FUNDUR Stéttarfélags sálfræð- inga með félagsmönnum sem starfa hjá ríki og Reykjavíkurborg, hafnaði í gær tilboði ríkisins sem hljóðaði upp á 6,9% hækkun við undirskrift og 3% á ári út samningstímann. Kröfur sálfræðinga hjá ríki og Reykjavíkurborg hljóða upp á tæpra 30% hækkun lægstu launa sem og greiðslu kostnaðar vegna þjálfunar og viðhalds þekkingar í starfi. Kjarasamningar þessara aðila hafa verið lausir síðan 31. október sl. Halldór Hauksson, formaður Stétt- arfélags sálfræðinga, segir að laun sálfræðinga hafi hækkað um 3% síð- an í febrúar 1997. Ekkert launaskrið hafi átt sér stað á stofnunum ríkis og borgar og mikill launamunur sé orð- inn staðreynd sálfræðinga hjá þess- um stofnunum og starfsbræðra þeirra hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Í ályktun fundarins segir að tilboði ríkis og borgar sé hafnað og fund- urinn styður samninganefndina til áframhaldandi viðræðna. „Jafnframt telja félagsmenn nauðsyn á að efna til stigvaxandi aðgerða til að þrýsta á um raunverulegar kjarabætur. Fundurinn samþykkir einnig að stjórn félagsins standi fyrir at- kvæðagreiðslu meðal félagsmanna um boðun verkfalls þegar stjórnin telur það tímabært,“ segir í álykt- uninni. Stéttarfélag sálfræðinga á Íslandi Tilboði ríkis og borgar hafnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.