Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elín Finnboga-dóttir var fædd í Reykjavík 12. janúar 1937. Hún lést á gjör- gæzludeild Landspít- alans að kvöldi 17. júní 2001. Foreldrar Elínar voru Finnbogi Rútur Valdemarsson, f. 24. september 1906 að Fremri-Arnardal við Skutulsfjörð, d. 19.marz 1989, alþing- ismaður og banka- stjóri og Hulda Dóra Jakobsdóttir, f. í Reykjavík 21. október 1911, bæj- arstjóri í Kópavogi. Elín var elst fimm systkina, þau eru 1) Gunnar, f. 15. júní 1938, d. 22. febrúar 1993. 2) Guðrún, f. 21. september 1940. 3) Sigrún, f. 22. apríl 1943, gift Styrmi Gunnars- syni. 4) Hulda, f. 13. marz 1948, gift Smára Sigurðsyni. Finnbogi Rútur átti eina dóttur fyrir hjónaband, Auði, f. 12. marz 1928. Árið 1957 giftist Elín Erni Er- lendsyni, framkvæmdastjóra, f. 6. janúar 1935, og áttu þau soninn Finnboga Rút, f. 6.nóvember 1957, sendiráðunaut. Hans kona er Þórunn Hreggviðsdóttir og eiga þau tvo syni, Finnboga Rút og Grímúlf. Þau Elín skildu. Annar eiginmaður Elínar var Guðmundur Sveinn verkfræðing- ur, f. 14. september 1926, d. 17. maí 1969. 27. nóvember 1970 giftist Elín eft- irlifandi eiginmanni sínum, Sveini Hauki Valdimarssyni hæstaréttarlög- manni, f. 14.október 1928. Börn Sveins Hauks eru 1) Valdi- mar, f. 23. okt 1948. Hann er kvæntur Svönu Símonardótt- ur. 2) Herdís, f. 18. febrúar 1960. 3) Lúðvíg Árni, f. 7. júní 1961, d. 27. des 1999. Hann var kvæntur Írenu Sveinsson, þau skildu. 4) Sveinn Andri, f. 12. ágúst 1963. Hann er kvæntur Erlu Árnadóttur. Elín tók landspróf frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar en þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist hún þaðan árið 1956. Hún lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla Íslands 1957. Hún kenndi í Kársnesskóla frá stofnun hans 1957 þar til hún lét af störfum árið 1992 vegna heilsu- brests. Útför Elínar Finnbogadóttur fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ella Finn, vinkona okkar, er látin, og fyrsta skarðið er höggvið í saumaklúbbinn. Við útskrifuðumst frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1956 og höfum haldið hópinn allt frá því. Við stofnuðum sauma- klúbb, sem nefndur var „Frá getn- aði til grafar“ eftir að við höfðum valið okkur störf, sem spönnuðu vel- ferð fólks á öllum aldri. Sauma- klúbbar hafa þá náttúru að binda vinkonur sterkum böndum ævilangt. Samheldni hefur verið okkar aðals- merki, og þáttur Ellu var mikill. Ella var einstaklega örlát, trygg og trú, traustur og góður vinur. Þótt hún virtist mjög opin og hress, var hún þó dul um eigin hagi og lítið gjörn á að bera hugsanir sínar á torg. Hún var skemmtileg og hafði til að bera útgeislun, sem gerði það að verkum, að hún var með afbrigð- um vinsæl. Hjá Ellu fór auk þessa saman glæsileiki og greind, sem hún átti ekki langt að sækja, dóttir þeirra Huldu Jakobsdóttur og Finn- boga Rúts Valdimarssonar. Eftir stúdentspróf útskrifaðist Ella sem kennari og kenndi síðan við Kársnesskóla meðan heilsan leyfði. Þar valdi hún sér rétta hillu í lífinu, hún elskaði börn og öll börn hændust að henni. Barnaskólabörn- in hennar heimsóttu hana árum saman, löngu eftir að þau voru farin úr skólanum, og hún var óþreytandi að taka börn í fóstur um tíma, ef þannig stóð á hjá fjölskyldu og vin- um. Ella giftist ung Erni Erlendssyni og settust þau að á Marbakka í ná- býli við fjölskyldu hennar og eign- uðust soninn Finnboga Rút. Þau Örn slitu samvistir og Ella bjó áfram á Marbakka með Rút yngri. Hún hafði þá fengið lóð undir ein- býlishús að Skjólbraut 22, og dag nokkurn var henni tilkynnt, að lóð- inni yrði úthlutað öðrum, ef ekki yrði byggt á henni innan mjög skamms tíma. Fyrr en varði sýndi Ella okkur líkan að einbýlishúsi. Hún lagði líkanið fram og sagðist vera reiðubúin til að hefjast handa. Margir voru vantrúaðir á framkvæmdirnar, en Ella var ákveðin og hélt sínu striki. Hún var ekki aðeins ákveðin, hún var líka dugnaðarforkur, sem kunni ekki að hlífa sér, og hún fór að byggja það hús, sem varð heimili hennar til hinzta dags. Tæplega þrítug giftist Ella öðlingsmanninum Guðmundi Sveini Jónssyni. En forlögin eru óvægin, og það var mikið áfall fyrir Ellu, þegar Guðmundur lézt eftir aðeins rúmlega tveggja ára hjóna- band. Skömmu seinna kom Sveinn Haukur inn í líf Ellu, og hún tók aft- ur gleði sína. Við vinkonurnar vor- um áhyggjufullar og efins um, að hún væri tilbúin að binda sig á ný. En Ella vissi hvað hún söng, þekkti sinn mann og byrjaði nýtt líf með Sveini Hauki. Saman luku þau við hús og garð, ferðuðust utanlands og innan, héldu dýrlegar veislur og saman ólu þau upp drengina sína tvo, Rút, einkason Ellu, og Svein Andra, yngsta son Hauks af fyrra hjónabandi. Auk þess voru eldri börn Hauks og barnabörn þeirra beggja meira og minna viðloðandi hjá þeim. Það dafnaði allt vel í návist Ellu, börn, blóm og dýr. Rútur, sonur Ellu, starfar í utan- ríkisþjónustunni og hefur dvalist langdvölum erlendis ásamt konu sinni Þórunni og sonunum Finnboga Rúti og Grímúlfi. Ella saknaði þess alla tíð að geta ekki fylgst nánar með uppvexti sonarsonanna, sem voru hennar augasteinar, en Ellu og Hauki gáfust tækifæri til að heim- sækja þau víðsvegar um heiminn. Það er sárt, þegar góðir vinir kveðja, og við hefðum viljað hafa Ellu Finn lengur með okkur. Að leiðarlokum þökkum við henni allt sem hún var okkur. Við sendum Sveini Hauki, Finn- boga Rúti og öllum ástvinum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn. Það var erfitt þegar fregnir af andláti móðursystur minnar Elínar Finnbogadóttur, Ellu frænku, bár- ust fjölskyldu minni til Spánar þann 17. júní síðastliðinn. Þjóðhátíðardag- urinn hefur í mínum huga alltaf ver- ið nátengdur Ellu frænku og hennar heimili, því þann dag hittist fjöl- skyldan alltaf á Skjólbrautinni að loknum hátíðarhöldum á Rútstúni. Þó Ella hafi átt við langvarandi og erfið veikindi að etja finnst manni, líklega af tómri sjálfselsku, kallið hafa komið allt of snemma. Ella var yndisleg og örlát manneskja. Reyndar ekki allra og gat verið hvöss á stundum, enda líf hennar ekki alltaf dans á rósum. En þeir sem henni þótti vænt um áttu hjarta hennar óskipt. Samband okkar Ellu frænku var alla tíð sérstakt. Ég var skírð eftir henni og Ella og Guðmundur heitinn voru guðforeldrar mínir. Ég vissi framan af ekki hvað það þýddi en Ella frænka sagði mér að ef for- eldrar féllu frá tækju guðforeldrar við hlutverki þeirra og að hún væri í raun bæði guðfaðir minn og móðir, fyrst Guðmundur væri látinn. Og hlutverk sitt tók hún mjög alvar- lega. Í gegn um tíðina vorum við reyndar oft frekar eins og mæðgur en nokkuð annað. Hún lét sér mjög annt um mig og mína fjölskyldu og fylgdist grannt með öllum fram- gangi mála. Við merkari áfanga var hún stolt og ánægð, gaf gjafir og var þá stórtæk. Ella var alla tíð frá því á mennta- skólaárunum í samhentum og góð- um vinkvennahópi, saumaklúbbn- um. Þær hittust við ýmis tækifæri, meðal annars héldu þær reglulega svokölluð „Ágústínuboð“ þar sem þær hittust með dætrum sínum. Og ég fór með Ellu. Það var afskaplega skemmtilegt að fá að kynnast vin- konum Ellu og henni sjálfri í sínum vinahópi. Ég er þakklát og ánægð með að hafa átt hana Ellu frænku að. Og þó að sorgin sé sár og missirinn mikill þakka ég samfylgdina og allt sem Ella gaf mér og mínum. Við Hjalti, Hrafnhildur Arna og Hjalti Þór sendum Rúti, Tótu og strákunum, Hauki, hans börnum, tengdabörnum og barnabörnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíldu í friði Ella mín. Elín Smáradóttir. Vinur / vinkona – vinátta. Ég get ekki stillt mig um að koma á blað hugarbrotum um þessi orð. Þetta eru nefnilega þau orð sem mér fljúga í hug þegar ég minnist Ellu. Þetta eru stór orð. Orð sem við notum hversdagslega um þá sem eru okkur kærir. Í vægri kvenrembu hallast ég að því að vinkona sé ívið meira en vin- ur. Trúlega einmitt af því sem ég hef lært af vináttu mömmu og Ellu og hinna vinkvennanna sem eru hlekkir í hinni órjúfanlegu kærleikskeðju Saumaklúbbsins. Ella var besta vinkona mömmu. Þær kynntust, ungar og áhyggju- lausar menntaskólapíur. Óaðskiljan- legar frá fyrstu fundum og úr varð fyrirbæri sem ýmist gekk undir nafninu „Ellognína“ eða „Níno- gella.“ Þær fylgdust að í gegnum það sem lífið bauð þeim, gleði og þraut. Styrkari fyrir vináttu hvor annarar, vináttu sem nær langt út yfir endimörk þessa heims. Ella var sannur vinur vina sinna. Hún var kát og skemmtileg. Hún var sterk, sjálfstæð og með eindæm- um örlát. Framar öllu var hún þó trygg þeim sem henni voru kærir. Ávallt tilbúin til að stíga fram þeim til varnar og virti vináttu og vænt- umþykju lögum ofar. Hún var glæsileg, hvort sem menn kjósa að horfa á skelina eða það sem fyrir innan er. Þegar ég kom til sögunnar var vinátta mömmu og Ellu bjargföst og fyrir mér því ætíð ein af staðreynd- um lífsins. Mér fannst að þetta væri sjálf- sagt. Allir ættu góða vini. Seinna fór mér þó að skiljast að það væri alls ekki sjálfgefið að eiga góða vini. Ég ímyndaði mér að maður þyrfti að vera sérstakur til að eiga svona vin- konu og fannst að mamma mín hlyti að vera alveg frábær. Það finnst mér enn. Nú er mér ljóst að ég sá ekki að- alatriðið. Málið snýst ekki um það eitt að eiga svona vini, heldur það að vera svona vinur. Vinátta þeirra er mér fyrirmynd. Svona vinur vil ég vera. Ég ber lotningu fyrir vináttu. Vin- átta er allt annað en sjálfsögð. Ég kveð þig kæra vinkona, með söknuði. Helga Liv. Kær bekkjarsystir í tíu ár og sveitungi í 60 ár er látin. Við Elín urðum bekkjarsystur 10 ára gamlar. Það var í „græna skóla,“ litlu húsi með grænu þaki sem stóð vestast við Digranesveg, nálægt Hafnar- fjarðarvegi. Sjálf var ég ný í skól- anum, hafði ekki verið í „svarta skóla“ við Hlíðarveg árið áður eins og Elín og flestir hinna krakkanna í ELÍN FINNBOGADÓTTIR $            98  >A5> 8 9& /)E    (       9        +! !)8!--! 5  :) $ # ))% 0 /  01  #  #   (        98      8       ), 3  % &  0(         ! % ,$9& )%$ # ))%  ( % )$9& )%$ # ))%  !" 5%F  $9& )%$ &$ 5 9  %$ # ))% &"'/ $%$0 2 15> 2 8 " *!! !%*!! (%  )G %"% +%   : &     ,! ! +$6 %$'/  % + # ))%  +$6 % + !!  # ))%  %  ) &$ ( % ) ,$!!  # ))%  / !%" 2!" + &$ !" !!  &$ <%! %!!6.H#!!  # ))%   $ !"  %$  % &$ % +  % # ))%  % $9& '/ / !%" # ))%  %!1 % * %+ $ # ))%  . ! * %+ $ # ))% 0 1       22        .      )+! ! "            %     '-! !))!'-! 21    1       )%$  / $ &$ +! 0 )%$  # ))%  <!#% 0 )%$  &$ )" $0 )%$  &$0 6         5212 25I  " -, " ) J* + -& $%   (   )8!  ! "   (    4        '-!  ),!  $  $ &$ + + ( # ))%   !% $ &$ !$ % + # ))%  %  $ # ))%  <%!- ! . !! + &$ % +  $ &$ !  $# ))%  % +  $ # ))%  % + 5 %$ &$ ' $'/ $&' $' $'/ $0 3               98<2A> 2 > 8 %3 ) % " ( & $ %   %)   % &  (       ,!   ! 21    1  (  ! +$# # ))% 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.