Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 25 Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Nissan Patrol slx diesel 07.2000 Ek. 25 þ. km. Grænn, V. 3.750.000. Áhv. 3.100.000. Range Rover 2.5 diesel Ek. 102 þ. km. Grænn, 5 gíra, álfelgur o.fl. V. 2.850.000. Ath. skipti. Toyota Landcruiser vx 08.1995 Ek. 133 þ. km. Vínrauður, 5 gíra, 35“ dekk o.fl. V. 3.150.000. Ford Transit ltd 150 diesel, nýr bíll Hvítur, 5 gíra. V. 2.150.000. Áhv. lán 1.500.000. Land Rover Freelander xei 04.1999 Ek. 40 þ. km. Drapplitur, 5 gíra. V. 1.990.000. Áhv. lán 1.200.000. Ford Focus H/Series 03.1999 Ek. 30 þ. km. Blár, 5 gíra, álfelgur o.fl. V. 1.350.000 Ath. skipti. Nissan Almera 1.6 slx 05.2000 Ek. 4 þ. km. Rauður, Sjálfsk., 5 dyra, álfelgur V. 1.370.000. Áhv. lán 800.000. Subaru Legacy 2.0 stw 06.2000 Ek. 22 þ. km. Hvítur, sjálfsk, álfelgur o.fl. V 2.200.000. Ath. skipti. Mazda 626 stw 04.1999 Ek. 18 þ. km. Gullsans, sjálfskiptur, álfelgur o.fl. V. 1.980.000. Ath. skipti. Volkswagen Passat 1.6 comfort árg. 1998 Ek. 52 þ. km. Grænn, 5 gíra. V. 1.250.000. Ath. skipti. Mikil sala - vantar bíla á staðinn JÓHANNES Páll II. páfi heim- sótti í gær Babí Jar-gilið í Úkr- aínu en þar myrtu nasistar rúm- lega 30.000 gyðinga á aðeins tveimur dögum árið 1941. Stað- urinn hefur með tímanum orðið eitt af táknum helfarar gyðinga. Páfi baðst þögull fyrir við stórt minnismerki úr steinsteypu og eir, síðan sneri hann sér að rabb- ínanum Jakov Dov Bleikh og sagði: „Guð blessi þig.“ Alls munu um 100.000 manns hafa týnt lífi við Babí Jar árin tvö sem herir Þjóðverja réðu ríkjum á svæðinu, 1941–1943. Fimm daga heimsókn páfa til Úkraínu hófst á laugardag. Hann hélt síðdegis í gær áleiðis til borgarinnar Lvív sem er í vest- urhluta landsins en þar eru kaþ- ólskir í meirihluta. Fyrr um dag- inn stýrði hann annarri útimessu sinni í ferðinni í Kíev og voru um 50.000 manns viðstaddir. Hann hvatti til einingar allra kristinna manna. Á sunnudag söng hann fyrstu messuna fyrir grísk-kaþ- ólska Úkraínumenn í höfuðborg- inni Kíev. Þeir fylgja kirkjusið- um austrænu kirkjunnar en lúta samt yfirvaldi páfa. Eru þeir um fimm milljónir í landinu. Liðs- menn úkraínsku rétttrúnaðar- kirkjunnar eru skiptir í tvær deildir og var önnur þeirra hlynnt heimsókn páfans en hin á móti. Hefur hún náin tengsl við trúsystkin í Rússlandi. Harðar deilur eru milli harð- línu-rétttrúnaðarmanna og grísk-kaþólskra í Úkraínu en hinir síðarnefndu krefjast þess að fá aftur eignir sem kommún- istar tóku eignarnámi í stjórnar- tíð sinni. Rétttrúnaðarmennirnir hafa andmælt heimsókn páfa og saka fulltrúa Páfagarðs um að reyna að snúa rétttrúnaðarfólki. Hafa leiðtogar deildarinnar neit- að að hitta páfa að máli. Ákafir liðsmenn Moskvusinn- uðu deildarinnar reyndu á sunnudag að trufla útimessu páfa. Skipuleggjendur höfðu von- ast til að allt að 350.000 manns tækju þátt í athöfninni en tals- menn páfa sögðu að þeir hefðu verið um 150.000. Óháðir sjónar- vottar giskuðu á helmingi lægri tölu. Mikil rigning var í Kíev á sunnudag en gott veður var í gær. Fréttaskýrendur segja að margir borgarbúar hafi áhyggjur af deilunum milli kirkjudeild- anna og hafi því haldið sig heima. Páfi hvetur til einingar kristinna í Úkraínu Færri við messu en vænst hafði verið Kíev. AP, AFP, The Daily Telegraph. Reuters Jóhannes Páll páfi ásamt Lúbomír Húsar, kardínála grísk- kaþólskra í Úkraínu, við útimessuna í Kíev í gær. VLADIMIRO Montesinos, fyrr- verandi yfirmaður leyniþjónust- unnar í Perú, var fluttur frá Vene- súela í perúskri lögregluflugvél snemma í gærmorgun eftir að hafa verið framseldur og á yfir höfði sér ákærur í Perú fyrir að hafa stjórnað dauðasveitum og auðgast stórkostlega á spillingu. Var komið með Montesinos til Perú skömmu fyrir hádegi í gær að íslenskum tíma. Montesinos var handtekinn í Venesúela sl. laugardag, en hann hafði verið eftirlýstur um allan heim í átta mánuði. Höfðu yfirvöld í Perú sett fimm milljónir dollara til höfuðs Montesinos, sem var valdur að stjórnarkreppunni í landinu í fyrra þegar Alberto Fuji- mori hraktist úr forsetaembætti. Fujimori er nú í útlegð í Japan. Montesinos er sagður hafa veitt peningum til perúska þingsins, dómskerfisins, hersins og fjöl- miðla, í skiptum fyrir vinargreiða í stjórnartíð Fujimoris. Er Monte- sinos sakaður um glæpi á borð við spillingu, fíkniefnasölu og skipu- lagningu á dauðasveitum. Í frétt The New York Times af handtökunni segir að venesúelskir leyniþjónustumenn hafi fundið Montesinos með aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, þar sem hann hafi verið í felum í Caracas, höfuðborg Venesúela, á laugar- dagskvöld. Hugo Chávez, forseti Venesúela, tilkynnti um handtök- una á sunnudag. Chávez hafði löngum verið tal- inn leynilega vinveittur Monte- sinos, og höfðu ráðamenn í Perú þrýst á forsetann að láta handtaka hann. Hafði Chávez lengi haldið því fram, þrátt fyrir sífellt fleiri vísbendingar um hið gagnstæða, að Montesinos væri ekki í Vene- súela undir verndarvæng stjórn- valda. Í leit að lýtalækni The New York Times segir að sjónarvottar hafi greint frá því að Montesinos hafi verið í Venesúela í desember sl. að reyna að komast að hjá lýtalæknum. Barst fjöldi fregna um að hann væri í felum á búgarði í eigu venesúelsks auðjöf- urs sem hafði tengsl við innanrík- isráðherra landsins. Hefðu um 100 verðir gætt hans. Montesinos flúði upphaflega frá Perú í september í fyrra og fór þá til Panama þar sem hann falaðist eftir pólitísku hæli. Þegar honum var synjað kom hann aftur til Perú. Í lok október laumaðist hann úr landi á ný um borð í snekkjunni Karisma, sem sigldi til Galapagos- eyja og þaðan til Kosta Ríka. Nokkru síðar komst Montesinos til Venesúela með falsað venesúelskt vegabréf. Haft er eftir bandarískum emb- ættismanni að FBI hefði veitt að- stoð við leitina að Montesinos. Við rannsókn á peningaþvættisslóð hans hefði FBI handtekið þrjá menn í Miami á Flórída á laug- ardag, þeirra á meðal mann frá Venesúela sem hefði sagst vita hvar Montesinos væri í felum, að því er The New York Times hafði eftir embættismanninum. Hefðu perúskir embættismenn strax verið látnir vita og hefðu yf- irvöld í Perú síðan krafist þess að stjórnvöld í Venesúela léti til skar- ar skríða. Segja bandarískir emb- ættismenn að í ljósi allra þeirra vísbendinga sem fyrir hafi legið hafi Chávez ekki átt annars úr- kosti en skipa fyrir um handtök- una. Innanríkisráðherra Perú, Anton- io Ketin Vidal, viðurkenndi að FBI hefði átt drjúgan þátt í að Monte- sinos var handtekinn, en Chávez sagði að perúskir leyniþjónustu- menn hefðu átt heiðurinn að hand- tökunni. Sagði hann ennfremur að „vissir aðilar“ í Venesúela hefðu skotið skjólshúsi yfir flóttamann- inn, en sjálfur sagðist Chávez aldrei hafa hitt Montesinos. Montesinos framseldur til Perú Caracas, Valencia. AP, Reuters. Montesinos á fréttamannafundi í Lima í ágúst í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.