Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 29 STURLA Böðvarsson sam- gönguráðherra hefur opinberlega sagt, m.a. í bréfi sínu til Alþjóða- flugmálastofnunarinnar (ICAO), að það mikilvægasta í kjölfar flug- slyssins í Skerjafirði sé að end- urvekja tiltrú almennings á flug- málayfirvöldum og á að þau sinni öryggismálum í flugi eins og til er ætlast. Hingað til hefur honum ekki tekist það ætlunarverk sitt og reyndar hafa viðbrögð bæði Flug- málastjórnar (FMS) og rannsókn- arnefndar flugslysa (RNF) við fram kominni gagnrýni ekki orðið til að létta undir með honum í því verki. Gagnrýnin Sú rökstudda gagnrýni sem fram hefur komið á störf FMS annars vegar og RNF hins vegar hefur í örstuttu máli verið eftirfarandi: FMS gaumgæfði ekki þá pappíra sem fylgdu umræddri flugvél Leiguflugs Ísleifs Ottesen (LÍO) og veitti henni leyfi sem ekki hefði átt að veita. Eftirlit með LÍO var ófullnægjandi sem og eftirlit og stjórn vegna flugumferðar í tengslum við þjóðhátíðina í Vest- mannaeyjum. Gagnrýni á RNF hefur beinst að ýmsum ófullnægjandi þáttum í rannsókn hennar á slysinu og því hvernig áfangaskýrsla breyttist í veigamiklum atriðum eftir að máls- aðilar, þeir sem grunaðir eru um að hafa ekki staðið sig í stykkinu, fengu að fara um hana höndum. Þessi gagnrýni hefur verið mál- efnaleg og það vel rökstudd að henni hefur ekki verið hrundið. Hún snertir almennt flugöryggi í landinu og er ekki bundin ein- göngu við umrætt flugslys, stefnir að því að bæta það og er því al- menningi til góðs. Þetta hefur ekki farið fram hjá fólkinu í landinu. Ætla mætti að yfirvöld, sem bera ábyrgð á flugsamgöngum og flug- öryggi, kynnu málshefjendum, þ.e. aðstandendum fórnarlamba flug- slyssins og öðrum þeim sem bent hafa á misbresti í þessum mála- flokki, hinar bestu þakkir fyrir. Viðbrögðin Því miður hafa viðbrögð bæði FMS og RNF ekki einungis valdið vonbrigðum heldur og ugg með þjóðinni. Hún hefur fylgst með hvernig þessir aðilar hafa fyrst og fremst snúist til varnar sjálfum sér og sínum verkum. Þrátt fyrir rök- studda gagnrýni um annað hafa þeir ítrekað að pappírar hafi verið í lagi, eftirlit hafi verið í lagi, rann- sóknin hafi verið í lagi. Ég er hræddur um að fæstum hafi fund- ist málflutningur þeirra trúverð- ugur. Þessu til viðbótar hafa óvandaðir menn síðan legið á því lúalagi að ýja að annarlegum til- gangi þeirra sem hafa gagnrýnt umrædd vinnubrögð FMS og RNF, pólitík eða peningar eiga að stjórna gerðum þeirra, þeir séu í tilfinningalegu uppnámi og loks klifað á því að nú sé nóg komið af þessari umræðu. „Það er að bera í bakkafullan lækinn að tala aftur um Skerjafjarðarslysið ....“ og fleira miður smekklegt í sama dúr. Þessu hefur fólkið í landinu líka tekið eftir. Svo virðist sem samgönguráð- herra hafi átt í nokkrum vandræð- um með að ákveða hvernig taka skuli á máli þessu. Það má kannski virða það honum til vorkunnar í því sambandi að helstu ráðgjafar hans varðandi flugmál og flug- öryggismál eru starfsmenn FMS og að undir eðlilegum kringum- stæðum er nauðsynlegt að virða sjálfstæði RNF, þ.e. meðan ekki kemur fram rökstudd gagnrýni um að hún sinni ekki starfi sínu með eðlilegum hætti. En ráðherra ætti jafnframt að vera ljóst að fólkinu í landinu eru þessi tengsl ráðuneytis og FMS vel kunn, sem og að innan RNF eru starfandi fyrrverandi starfsmenn FMS til margra ára. Burtséð frá því hvort þessum aðilum hafi orðið á í messunni hefði hann, sem yfirmaður flugmála og sá sem endanlega er ábyrgur fyrir þeim, því átt að átta sig á mik- ilvægi þess að fá óháða sérfræð- inga til að rannsaka málið. Ef hon- um er umhugað um að endurnýja traust almennings á öryggismálum í flugsamgöngum innanlands hefði mátt búast við að hann gerði sjálf- ur kröfu til þess að slík rannsókn færi fram. Það er öllum ljóst að það gengur ekki að grunaðir menn stýri rannsókn á sjálfum sér. Enda er vandséð hvað þessir menn hafa yfirleitt á móti óháðri rannsókn, væntanlega trúa þeir því að nið- urstöður hennar yrðu þeim í hag. Því miður ákvað ráðherra að hlíta ráðum RNF um að fá ICAO til að líta á málið. Við fyrstu sýn gæti svo virst að hér væri verið að koma á móts við kröfur um óháða ut- anaðkomandi rann- sókn og virðist sem að til þess hafi leik- urinn verið gerður. Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að ICAO, sem framkvæmdi al- menna skoðun á starfsemi FMS í september sl., er beðin um að fram- kvæma nýja skoðun á þeim sama grund- velli. Óháð vilja og getu ICAO til að framkvæma gagnrýna skoðun virð- ist því blasa við almenningi að það er öðrum þræði verið að biðja ICAO um að gera skoðun á eigin úttekt og þar sem þá blasir við augljós hagsmunaárekstur getur ráðherra varla verið fyllilega ánægður með þessa ráðstöfun. Ekki ef markmiðið er að sannfæra almenning um að raunverulega sé verið að kanna hvort hlutirnir hafi verið og séu í lagi. Ekki eykur á trúverðugleika þessarar fram- kvæmdar að frá ráðuneytisins hendi voru ICAO-mennirnir sendir heim með aðeins hluta þeirra gagna sem virðast skipta sköpum ef þeim væri ætlað að gera sér heildstæða mynd af því ferli sem valdið hefur trúnaðarbresti milli al- mennings og flugmálayfirvalda. Ábyrgðin Samgönguráðherra ber endan- lega ábyrgð í krafti embættis síns, og á að endurnýja það traust sem hann hefur sjálfur viðurkennt að er brostið milli flugmálayf- irvalda og almennings. Sem ábyrgur maður gerir hann sér grein fyrir að aldrei verður of miklu til kostað til að svo megi verða. Ég er því viss um að hann muni sjá til þess að samgönguráðuneytið taki upp rannsóknar- beiðni aðstandenda fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði um að framkvæmd verði óháð og ítarleg rannsókn færustu sér- fræðinga á slysinu, forsögu þess og eftirmálum. Annars stendur hann frammi fyrir því að aðstandendur hinna látnu þurfi sjálfir að greiða úr eigin vasa kostnaðinn af því að Íslendingar geti á ný treyst flug- málayfirvöldum í landinu fyrir lífi sínu og limum. Nokkuð sem hann, sem samgönguráðherra, ber fyllstu ábyrgð á. Ljóst er að sómatilfinning lands- manna mun ekki leyfa slíkt og að hrint verði af stað söfnun aðstand- endum til styrktar – ætli ráðherra ekki að axla sína ábyrgð. Ekki þarf að minna landsmenn á 10 milljón króna „gjöf“ ríkisins til LÍO. Að lokum vil ég minna Sturlu frænda minn á hið fornkveðna – „vandi fylgir vegsemd hverri“. Að endurreisa traust í flugmálum Páll H. Hannesson Flug Hrint verður af stað söfnun aðstandendum til styrktar, segir Páll H. Hannesson, axli ráð- herra ekki ábyrgð. Höfundur er félagsfræðingur og sjálfstætt starfandi blaðamaður. Á VEGUM Landverndar hefur undirritaður lesið og rýnt í skýrslu Nýsis hf. um samfélagsáhrif virkj- unar og álvers á Austurlandi. Meðal annarra atriða benti ég á í rýni minni að gölluð aðferðafræði sé notuð í skýrslunni til að meta mannaflaþró- un á Austurlandi vegna starfrækslu álvers. Ég benti einnig á að þessari gölluðu aðferð er í skýrslu Nýsis beitt með þeim hætti að líkur eru á verulegu ofmati á áhrifum álvers á mannfjölda á Austurlandi. Ég hef nefnt að með eðlilegri beitingu á for- sendum í líkani Nýsis megi auðveld- lega fá þá þverstæðukenndu niður- stöðu að störfum muni fækka en ekki fjölga á Austurlandi með tilkomu ál- vers. Ég tel því að aðferðafræði Nýs- is hf. sé gagnslaus. Hrafnkell A. Jónsson hefur haft pata af gagnrýni minni en ekki gætt að því að leita frumheimilda. Því verða honum á þau leiðu mistök að skrifa í Morg- unblaðið sl. laugardag að ég telji að álver muni fækka Austfirðingum. Þennan misskilning hefði Hrafnkell getað fengið leiðréttan með einu símtali og þar með sparað Morgun- blaðinu nokkra prentsvertu. Þá hefði ég getað sagt honum að ég telji að arðsemi og samfélagsáhrif virkjana og álversframkvæmda á Austurlandi séu vanreifuð í þeim plöggum sem framkvæmdaaðilar hafa sýnt al- menningi til þessa. Ég vona að Hrafnkell sé mér sammála um að betra sé að nota gagnlegar aðferðir en gagnslausar til að greina áhrif starfrækslu álvers á þróun á vinnu- markaði á Austurlandi. Af gagni og gagnsleysi Höfundur er dósent í hagfræði við HÍ. Þórólfur Matthíasson Í FRÉTTABRÉFI Samtaka atvinnulífsins þann 7. júní sl. mót- mæltu samtökin gjald- töku Ríkisútvarpsins á útvarpstækjum í fyrir- tækjabifreiðum enda væri skýr lagaheimild til slíkrar gjaldtöku á fyrirtækjabíla ekki fyr- ir hendi. Nokkur fyrir- tæki innan SA hefðu orðið fyrir ónæði frá ný- lega ráðnum tækjaleit- armönnum sem hafa þann starfa að leita að útvörpum hjá fyrir- tækjum. Í grein í Morgunblaðinu þann 12. júní fullyrðir tækjaleitarmaðurinn Bjarni P. Magnússon að lagaheimild- in fyrir sérstakri gjaldtöku á fyrir- tækjabíla sé „kristalskýr“. Við lestur greinar hans verður lesendum hins vegar fljótlega ljóst að hann rökstyð- ur ekki þessa sérstöku gjaldtöku á fyrirtækjabíla með vísan til lagatext- ans sjálfs, þ.e. 12. gr. laga nr. 122/ 2000. Þess í stað vitnar hann til reglu- gerðar og rúmlega þrjátíu ára gam- allar þingræðu sem hann virðist misskilja. Kjarni þessa ágreinings er sá að í 12. gr. laga 122/2000 er hvergi talað um sérstaka gjaldtöku vegna útvarpa í fyrirtækjabílum umfram einkabíla. Texti laganna vísar fyrst og fremst til gjaldtöku vegna viðtækja sem stað- sett eru í fasteignum, þ.e. á sama stað. Í 18. gr. reglugerðar um útvarp nr. 357/1986 hefur hins vegar verið ákveðið að „af viðtækj- um í öðrum bifreiðum og vélknúnum tækjum skal greiða fullt gjald“. Í sömu reglugerð er hins vegar ákveðið að viðtæki í einkabifreið- um teljist heimilisvið- tæki notenda. Fjöl- skyldubíllinn telst þannig samkvæmt reglugerðinni vera hluti af heimili notenda en fyrirtækjabíllinn ekki hluti af hús- næði fyrirtækisins. Í reglugerðinni, en ekki í lagatextanum, er þannig ákveðin mismunandi gjaldtaka vegna viðtækja í einkabifreiðum annars vegar og fyrirtækjabílum hins vegar. Ef texti reglugerðarinnar væri tekinn bókstaflega ætti þannig leigubílstjóri að greiða sérstakt gjald af útvarpi í atvinnutæki sínu. Þessi mismunun í reglugerð á sér enga stoð í 12. gr. laga nr. 122/2000. Stenst ekki stjórnarskrá Afnotagjöld til RÚV eru skattur því skylt er að greiða þau án tillits til þess hvort hlustað er á rásir RÚV. Samkvæmt stjórnarskrá má engan skatt leggja á nema samkvæmt skýrri lagaheimild. Á undanförnum árum hafa verið auknar kröfur til þess hvernig skattheimtuákvæði laga eru úr garði gerð. Nauðsynlegt er að upphæð skatts og undanþágur komi skýrt fram í lögunum sjálfum. 12. gr. laga nr. 122/2000 fullnægir ekki þess- um kröfum. SA fær hvorki séð að lagaheimild sé til mismunandi opin- berra gjalda eftir því hver eigandi bif- reiðarinnar er, né að slík mismunun fengi staðist samkvæmt jafnréttis- ákvæði stjórnarskrár. Gjaldtaka RÚV vegna viðtækja í fyrirtækjabílum Jón Rúnar Pálsson Höfundur er lögmaður hjá Sam- tökum atvinnulífsins. Lög Hvergi, segir Jón Rúnar Pálsson, er talað um sérstaka gjaldtöku vegna útvarpa í fyrirtækjabílum um- fram einkabíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.