Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 42
HESTAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI Íslandsmót barna og unglinga á Sörlavöllum Hafnarfirði Börn-fjórgangur 1. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Val frá Ólafsvík, 6,43/6,54 2. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 6,10/6,50 3. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson, Gusti, á Tinna frá Tungu, 6,10/6,19 4. Vigdís Matthíasdóttir, Fák, á Gyðju frá Syðra-Felli, 5,90/6,12 5. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Söndru frá Skriðulandi, 5,73/6,08 6. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, á Fróða frá Miðsitju, 5,93/4,73 7. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Díönu frá Enni, 5,83/5,99 8. Hekla K. Kristinsdóttir, Geysi, á Töru frá Lækjarbotnum, 5,90/ 5,90 9. Hreiðar Hauksson, Herði, á Fróða frá Hnjúki, 5,80/5,87 10. Valdimar Bergstað, Fáki, á Sóloni frá Sauðárkróki, 5,83 Tölt 1. Hekla K. Kristinsdóttir, Geysi, á Töru frá Lækjarbotnum, 6,23/ 6,54 2. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 6,10/6,48 3. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson, Gusti, á Tinna frá Tungu, 6,07/6,39 4. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Val frá Ólafsvík, 6,10/6,31 5. Vigdís Matthíasdóttir, Fáki, á Gyðju frá Syðra-Felli, 6,10/6,29 6. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, á Fróða frá Miðsitju, 5,77/6,13/ 6,20 7. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Díönu frá Enni, 5,97/6,09 8. Þórhallur D. Pétursson, Herði, á Breka frá Syðra-Skörðugili, 6,03/ 5,95 9. Jóhanna Jónsdóttir, Herði, á Söndru frá Skriðulandi, 5,33/5,53 10. Þorvaldur A. Hauksson, Herði, á Kulda frá Grímsstöðum, 5,23/ 5,41 Fimi 1. Camilla P. Sigurðardóttir, Mána, á Hauki frá Akureyri 2. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Hróki frá Enni 3. Margrét F. Sigurðardóttir, Sörla, á Ómi frá Hrólfsstöðum 4. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Derra frá Þykkvabæ 5. Hreiðar Hauksson, Herði, á Fróða frá Hnjúki Unglingar-fjórgangur 1. Ragnhildur Haraldsdóttir, Herði, á Sörla frá Dalbæ, 6,10/6,48 2. Auður S. Ólafsdóttir, Mána, á Sóllilju frá Feti, 6,13/6,47 3. Freyja A. Gísladóttir, Sleipni, á Muggi frá Stangarholti, 6,17/6,45 4. Rut Skúladóttir, Mána, á Klerki frá Laufási, 6,03/6,45 5. Róbert Þ. Guðnason, Mána, á Viðju frá Brekkukoti, 5,57/6,32 6. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Stiku frá Kirkjubæ, 5,90/6,22 7. Sigurþór Sigurðsson, Fáki, á Rökkva frá Vestra-Fíflholti, 5,87/6,24 8. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði, á Snót frá Akureyri, 5,43/6,11 9. Hrönn Gauksdóttir, Andvara, á Sikli frá Stóra-Hofi, 5,47/5,94 10. Anna F. Bianchi, Andvara, á Víkingi frá Þverá, 5,60/4,63 Fimmgangur 1. Elín H. Sigurðardóttir, Geysi, á Esjari frá Holtsmúla I, 5,27/6,01 2. Þórunn Hannesdóttir, Andvara, á Gáska frá Reykjavík, 5,13/5,73 3. Bjarnleifur Smári Bjarnleifsson, Gusti, á Pjakki frá Miðey, 5,13/ 5,66 4. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Tý frá Hafsteinsstöðum, 5,13/5,50 5. Þórir Hannesson, Andvara, á Fáfni frá Skarði, 4,13/5,45/5,34 6. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði, á Hlátri frá Þórseyri, 4,70/5,19 7. Katla Gísladóttir, Geysi, á Pjakki frá Varmalæk, 4,03/5,40 8. Þóra Matthíasdóttir, Fáki, á Gosa frá Auðholtshjáleigu, 4,63/4,64 9. Sigurþór Sigurðsson, Fáki, á Hrafni frá Reykjavík, 4,07/4,01 10. Ragnhildur Haraldsdóttir, Herði, á Gípu frá Hvítárholti, 4,63/3,74 Tölt 1. Kristján Magnússon, Herði, á Glóð frá Hömluholti, 6,87/6,93 2. Freyja A. Gísladóttir, Sleipni, á Muggi frá Stangarholti, 6,37/6,54 3. Auður S. Ólafsdóttir, Mána, á Sóllilju frá Feti, 6,20/6,52 4. Róbert Þ. Guðnason, Mána, á Viðju frá Brekkukoti, 5,87/6,26/6,41 5. Rut Skúladóttir, Mána, á Klerki frá Laufási, 6,13/6,37 6. Sigurþór Sigurðsson, Fáki, á Rökkva frá Vestra-Fíflholti, 5,90/6,34 7. Hrönn Gauksdóttir, Andvara, á Sikli frá Stóra-Hofi, 5,87/6,25 8. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Tý frá Hafsteinsstöðum, 5,37/6,05 9. Þórir Hannesson, Andvara, á Hrímni frá Búðarhóli, 5,33/5,78 10. Elka Halldórsdóttir, Gusti, á Ábóta frá Bólstað, 5,37/5,53 Fimi 1. Hrönn Gauksdóttir, Andvara, á Hnotu frá Garðabæ 2. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, á Stiku frá Kirkjubæ 3. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, á Árvakri frá Sandhól 4. Kristján Magnússon, Herði, á Hlökk frá Reykjavík 5. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði, á Grána frá Gröf BIO GROOM tölt, haldið á Sörlavöllum í Hafnarfirði Áhugamenn 1. Kristján Breiðfjörð, Herði, á Íris frá Lækjarskógi, 6,10/6,13 2. Hulda G. Geirsdóttir, Gusti, á Felix frá Stóra-Sandfellli, 5,87/5,84 3. Einar Einarsson, á Ási frá Feti, 5,40/5,01 4. Theodór Ómarsson, Sörla, á Strák frá Bólstað, 5,63/5,00 5. Kristín Ó. Þórðardóttir, á Síak frá Þúfu, 5,90/4,19 Opinn flokkur 1. Barbara Meyer, Herði, á Streng frá Hrafnkelsstöðum, 6,47/6,67 2. Sigríður Pjetursdóttir, Sörla, á Gormi frá Brennigerði, 6,47/6,43 3. Friðdóra Friðriksdóttir, Herði, á Fljóð frá Brún, 6,27/6,43 4. Snorri D. Sveinsson, Sörla, á Marbrá frá Langholtsparti, 6,27/6,34 5. Arna Rúnarsdóttir, Fáki, á Nánös frá Jaðri, 6,37/6,31 Úrslit Ekki verður annað sagt en gróska ríki í mótahaldi um þessar mundir í Hafnarfirði. Sörlamenn afgreiddu Íslandsmót- ið um helgina með glæsibrag, svo hafa þeir haldið hin hefðbundnu félagsmót og í vikunni var haldið BIO GROOM töltmót á miðvikudag og birtast úrslitin hér á síðunni. Og ekki láta þeir deigan síga því á mið- vikudagskvöldið verða þeir með lítið skeiðmót þar sem hrossin verða ræst með bíl sem ekur á undan hrossun- um og gefur síðan í á ákveðnum punkti og tímataka hefst. Er þarna um athygliverða tilraun að ræða en keppt veður í 150 og 200 metra vegalengdum. Skráning verður á staðnum og hefst hún klukkan 18:00. Mótagleði í Hafnarfirði TILRAUNIN fólst í því að nú er í fyrsta skipti haldið sérstakt Ís- landsmót fyrir tvo yngstu aldurs- flokkana og verður ekki betur séð en hún hafi tekist mjög vel. Ekki er annað að heyra en ánægja sé með þetta fyrirkomulag. Sigurður Emil Ævarsson, mótsstjóri, sagði að tví- mælalaust ætti að hafa ungmenna- flokkinn með í þessum pakka en með því hefðu skeiðgreinar komið inn í dæmið. Einnig hefði mótið orðið stærra í sniðum og meiri við- burður ef sá háttur hefði verið hafð- ur á. Eins og vænta mátti var hesta- kostur unga fólksins afar góður og líklega heldur betri en ef um sam- einað mót hefði verið að ræða. Í nokkrum tilfellum voru krakkar á keppnishestum hinna fullorðnu sem hefðu ekki staðið þeim til boða ef hinir eldri hefðu verið að keppa á sama móti. Stúlkur í miklum meirihluta Keppnin var afar spennandi og voru stúlkurnar mjög atkvæðamikl- ar enda þær í miklum meirihluta. Alls voru 42 stúlkur skráðar til leiks meðan strákarnir voru aðeins 16 talsins sem er 27,5%. Meira að segja í fimmgangi unglinga voru stúlkurnar í góðum meirihluta, 11 á móti fimm strákum. Þetta sýnir vel að þróunin er svipuð og víða erlend- is þar sem hestamennska er fyrst og fremst kvennaíþrótt. Eins sjá má á úrslitum mótsins urðu nokkrar sviptingar í sumum greinum og sannaðist enn einu sinni að ekki er unnin sigur þótt vel gangi í forkeppni. Lánshestarnir dugðu vel En það voru margir góðir hestar á ferðinni í Hafnarfirði og má þar nefna stóðhestinn Esjar frá Holts- múla I sem Elín Sigurðardóttir fékk lánaðan hjá föður sínum, Sig- urði Sæmundssyni landsliðeinvaldi. Unnu þau góðan sigur í fimmgangi. Annað gott lánshross var þarna einnig á ferðinni en Sævar Haralds- son léði Kristjáni Magnússyni tölt- hryssu sína Glóð frá Hömluholti og sigruðu þau í tölti unglinga með glæsibrag. Þá var sigurvegarinn í fjórgangi unglinga Ragnhildur Har- aldsdóttir einnig á lánshestinum Sörla frá Dalbæ. Það er greinilega kostur að þessu leyti að hafa Ís- landsmótið tvískipt. Kærulaust mót Á Íslandsmótinu á síðasta ári log- aði allt í kærum og klögumálum ýmiskonar og reyndar fleiri íþrótta- mótum það árið en nú bar svo við að engin kæra var lögð fram og því með réttu hægt að kalla þetta frið- semdar mót. Mótið stóð yfir í aðeins tvo daga og keppt var á einum velli. Má segja að það hafi verið frekar létt í framkvæmd en vel var staðið að öll- um undirbúningi. Á föstudagskvöld- ið var haldinn knapafundur og að honum loknum var efnt til veislu í boði Mjólkursamsölunnar. Þar voru Sörlafélagar með heimafengin skemmtiatriði og greinilegt að þar er mönnum fleira til lista lagt en að halda góðum gæðingi til gangs. Að þessu móti loknu er seinni hluti tilraunar með tvískiptingu Ís- landsmóts eftir. Íslandsmót hinna fullorðnu og ungmenna verður haldið í Mosfellsbæ 20. til 21. júlí nk. og þá ætti að liggja ljóst fyrir hvernig til hefur tekist. Margir höfðu á orði að flytja ætti ung- mennaflokkinn yfir á yngriflokka- mótið en þetta skýrist allt. En ónefndur er enn einn kostur við þessa tvískiptingu því nú geta þeir krakkar sem náð hafa lágmarks- einkunn inn á Íslandsmót fullorð- inna tekið þátt í opnum flokki á mótinu í júlí. Unga fólkið á stólpa- gæðingum Íslandsmót barna og unglinga sem haldið var á Sörlavöllum í Hafnarfirði um helgina reyndist vel heppnuð tilraun. Prýðilega var að mótshaldinu staðið hjá Sörlamönnum og skemmti Valdimar Kristinsson sér vel við góðar sýningar ungdómsins. Íslandsmót barna og unglina í Hafnarfirði Hekla Katharina var öryggið uppmálað á Töru frá Lækj- arbotnum og sigruðu þær stöllur í tölti barna eftir að hafa verið með forystuna að lokinni forkeppni. Valur frá Ólafsvík á léttu dansspori með Lindu Rún í úrslit- um töltsins en þau sigruðu í fjórgangi barna. Á síðustu stundu fékk Kristján Magnússon Glóð frá Hömlu- holti lánaða og saman unnu þau góðan sigur í tölti unglinga. Morgunblaðið/Valdimar Verðlaunhafar í fimmgangi frá vinstri Elín og Esjar, Þórunn og Gáski, Bjarnleifur og Pjakkur, Elva Björk og Týr, Þórir og Fáfnir og Halldór og Hlátur. Með þeim á myndinni er formaður Sörla Vilhjálmur Ólafsson og fríður flokkur Sörlakvenna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.