Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 11
REFSIFANGI á Litla-Hrauni sem ákærður var
fyrir umfangsmikil fjársvik hefur verið sýknaður
af flestum ákæruatriðum fyrir Héraðsdómi Suð-
urlands. Sýslumaðurinn á Selfossi ákærði mann-
inn fyrir að hafa með blekkingum fengið banka-
starfsmenn til að millifæra rúmlega 2,3 milljónir
króna af bankareikningum annarra yfir á eigin
reikning eða vitorðsmanna sinna. Í tveimur til-
vikum tókst bankastarfsmönnum að stöðva
færslur að upphæð 1,2 milljónir.
Hin meintu svik framdi maðurinn í fangelsinu
á Litla-Hrauni með því að hringja í bankana og
fá starfsmenn til að taka út fé af reikningum ým-
issa aðila, m.a. bryta á Litla-Hrauni, lögfræðings
og samfanga síns. Maðurinn, sem samkvæmt
ákæru er greinilegur höfuðpaur málsins, neitaði
eindregið sök. Meðal sönnunargagna sem ákæru-
valdið lagði fram var skrá yfir símanotkun
mannsins. Föngum á Litla-Hrauni er úthlutað
leyninúmeri sem þeir þurfa að slá inn til að geta
hringt. Fyrir dómnum var hins vegar leitt í ljós
að fangar skiptast gjarnan á leyninúmerum og
því ekki hægt að slá því föstu að maðurinn hefði
hringt úr símanum þó að leyninúmer hans hefði
verið notað. Í ljós kom að klukka sem skráir nið-
ur símtöl fanga á Litla-Hrauni var alls ekki rétt
en talsvert misræmi var í gögnum frá fangelsinu
um tímasetningar símtala og frá bönkunum. Því
þótti dóminum að ekki væri hægt að draga
nokkrar ályktanir af tímasetningum símtala og
millifærslum bankanna.
Slíkur vafi léki á sekt mannsins að sýkna bæri
hann af flestum ákæruatriðunum.
Játaði eitt brot og var sakfelldur fyrir það
Eina brotið sem maðurinn var sakfelldur fyrir
var að hafa sent umsókn um Eurocard-greiðslu-
kort með fölsuðum undirskriftum en þetta brot
játaði maðurinn. Hann var dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi.
Maðurinn sem er um 35 ára gamall á að baki
langan brotaferill. Frá 1983 hefur hann hlotið 17
refsidóma, þ.m.t. allnokkra fyrir þjófnað og
skjalafals og brot á lögum um ávana- og fíkni-
efni.
Fimm voru ákærðir fyrir hylmingu í málinu.
Einn þeirra varð var við að 300.000 krónur voru
lagðar inn á bankareikning hans. Sambýliskona
hans tjáði honum að hinn umræddi refsifangi
hefði lagt inn féð vegna tölvukaupa. Maðurinn
kannaðist hins vegar ekkert við það og athugaði
málið hjá bankanum. Þar fékk hann þær upplýs-
ingar að bryti á Litla-Hrauni hefði lagt inn féð.
Hann hafði samband við manninn og sagði hon-
um málavexti og ræddi einnig við bankann um
málið. Féð millifærði hann hins vegar inn á
reikning sambýliskonu sinnar. Hann sagðist fyrir
dóminum hafa gert sér grein fyrir því að hann
hefði eytt peningum sem hann átti ekki og væri
tilbúinn til að greiða þá til baka. Maðurinn, sem
einnig á langan sakaferil að baki, var sakfelldur
en ekki gerð sérstök refsing. Aðrir sem ákærðir
voru fyrir hylmingur voru sýknaðir. Einn þeirra,
kona, var reyndar dæmd til að greiða 40.000
krónur í sekt og svipt ökurétti í sex mánuði en
hún ók bíl sínum um Selfoss undir áhrifum ýmiss
konar lyfja.
Bótakröfum var öllum vísað frá dómi enda
væri ekki ljóst á hendur hverjum þessar bóta-
kröfur væru.
Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari kvað upp
dóminn.
Refsifangi sýknaður af
ákæru um stórfelld fjársvik
Í FLUGI Flugleiða til Boston á
laugardaginn gerðist sú ný-
lunda að áhöfnin var skipuð
kvenkyns flugmönnum en karl-
kyns flugþjónum. Hjá Flug-
leiðum starfa um 240 flugmenn
og flugstjórar og eru átta
þeirra konur. Þá starfa þar 600
flugliðar og þar af eru 32 karl-
kyns.
Tákn um nýja tíma
Í tilefni af þessum sérstæða
atburði sendi Jafnréttisstofa öll-
um í áhöfninni blómvönd með
eftirfarandi kveðju: „Þau sem
brjóta múra kynjastaðals sam-
félags kunna að dansa. Þau sem
fljúga eiga ævintýraþrá. Við
óskum Flugleiðum og þér til
hamingju með þennan áfanga á
ævintýradansleik kynjanna.“
Guðrún Olsen, flugstjóri í
ferðinni, segir að þetta sé ein-
faldlega tákn um nýja tíma í
upphafi nýrrar aldar.
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Áhöfnin með blómvendina sína frá Jafnréttisstofunni fyrir flug á laugardaginn.
Fengu
blómvendi
frá Jafn-
réttisstofu UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu að úr-
skurður málskotsnefndar LÍN hafi
ekki verið í samræmi við lög í máli
finnskrar konu, sem synjað var um
námslán úr sjóðnum. Konan hafði
verið búsett hérlendis frá árinu 1993
og sótti um námslán til að stunda
dýralæknanám í Noregi. Henni var
synjað um námslán á þeim grundvelli
að réttur hennar til námslána væri
takmarkaður við að hún stundaði nám
á Íslandi auk þess sem hún hefði ekki
starfað á hinu Evrópska efnahags-
svæði í fimm ár sbr. reglur LÍN og
lög um lánasjóðinn.
Í kæru sinni til málskotsnefndar
vísaði konan m.a. í álit umboðsmanns
Alþingis í máli frá 1996 sem hún taldi
alveg hliðstætt sínu.
Umboðsmaður taldi að málskots-
nefndinni hefði borið að taka málefna-
lega og rökstudda afstöðu til þess
hvort og þá með hvaða hætti þau sjón-
armið sem rakin voru í málinu frá
1996 ættu við í máli konunnar. Bar
nefndinni þannig að taka fullnægj-
andi afstöðu til þess hvort og þá hvaða
áhrif ákvæði samstarfssamnings milli
Norðurlandanna frá 1962 með áorðn-
um breytingum hefðu á úrlausn um
rétt konunnar til námslána. Í því efni
hefði ekki verið fullnægjandi að segja
það eitt að tiltekin ákvæði úthlutunar-
reglna lánasjóðsins hefðu „að hluta til
[verið] settar vegna samkomulags
Norðurlandanna um námsaðstoð“.“
Þá hefði það komið eitt fram í úr-
skurðinum um réttarstöðu konunnar
samkvæmt reglum EES-samningsins
um farandlaunþega, sbr. 3. mgr. 13.
gr. laga nr. 21/1992, að „óumdeilt“
hefði verið að konan hefði ekki verið
starfandi á hinu Evrópska efnahags-
svæði í fimm ár. Hefði nefndin þannig
ekki tekið til rökstuddrar úrlausnar
mál konunnar er lutu að því hvernig
hún taldi að skýra ætti áðurnefnda
lagagrein með hliðsjón af fyrirmælum
EES-samningsins um farandlaun-
þega. Taldi umboðsmaður Alþingis að
þessi vinnubrögð nefndarinnar væru í
ósamræmi við lagakröfur um rök-
stuðning úrskurða á kærustigi, sbr. 4.
tölul. 31. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1.
mgr. 22. gr. sömu laga.
Úrskurður mál-
skotsnefndar
LÍN ekki í sam-
ræmi við lög
NÚ STENDUR yfir lokaáfanginn
í vegaframkvæmdum um Gemlu-
fallsheiði milli Önundarfjarðar og
Dýrafjarðar í Ísafjarðarbæ. Þeg-
ar vinnu lýkur síðsumars verða
allir byggðakjarnarnir fjórir í
Ísafjarðarbæ tengdir með vegi
með bundnu slitlagi.
Kaflinn sem nú er í vinnslu,
alls 3,2 km, er norðanvert í heið-
inni og í Bjarnardal í Önund-
arfirði. Veginum er breytt og
hann lækkaður með því að fara
utan í hól efst í brekkunni, sem
nú er farið yfir. Við breytinguna
minnkar halli vegarins úr 11% í
7,5-8% auk þess sem hann lækkar
og er vonast til að vegurinn verði
mikið lengur fær í snjóum en áð-
ur var.
Það er verktakafyrirtækið
Höttur frá Fjarðarhorni í Hrúta-
firði sem sér um verkið.
Þjóðvegurinn um vestanverðan
Ísafjarðarbæ, það er frá Þingeyri
að bæjarmörkunum við Vest-
urbyggð á Dynjandisheiði og það-
an áfram, er enn malarvegur.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Um 120 þúsund rúmmetra af efni þarf að flytja til vegna nýja vegarins.
Bundið slitlag
til Þingeyrar
Ísafjörður. Morgunblaðið.
Flug Flugleiða
til Boston
ÞJÓÐGARÐURINN Snæ-
fellsjökull verður formlega
opnaður við hátíðlega athöfn
fimmtudaginn 28. júní á Mal-
arrifi. Hann verður fjórði
þjóðgarður Íslendinga, en fyr-
ir eru Þingvallaþjóðgarður frá
árinu 1928, þjóðgarðurinn í
Skaftafelli sem stofnaður var
1967 og þjóðgarðurinn í Jök-
ulsárgljúfrum frá 1973.
Undirbúningur hefur
staðið yfir frá 1993
Samkvæmt upplýsingum
frá umhverfisráðuneytinu hef-
ur undirbúningur stofnunar
þjóðgarðsins á utanverðu
Snæfellsnesi staðið yfir frá
árinu 1993, en hugmyndin að
þjóðgarði á þessum slóðum er
mun eldri. Samningar um upp-
kaup jarða innan fyrirhugaðs
þjóðgarðs hafa tekið lengri
tíma en menn ætluðu í upp-
hafi. Allt landið innan þjóð-
garðsins verður í eigu ríkisins.
Mörk þjóðgarðsins verða í
suðri við Háahraun í landi
Dagverðarár og í norðri við
Gufuskála. Stærstur hluti jök-
ulsins verður innan þjóðgarðs.
Yst á Snæfellsnesi er að finna
einstakar náttúruminjar og af-
ar sérstakt landslag við rætur
Snæfellsjökuls. Þarna er mik-
ill fjöldi sögulegara minja,
m.a. frá verstöðvunum í Drit-
vík og Gufuskálum.
Þjóðgarð-
urinn Snæ-
fellsjökull
opnaður
„Ríkisstjórnin ákvað að styðja
ASÍ til verðlagseftirlits með fjár-
framlagi. Ég veit ekki hvort þeir eru
ennþá komnir af stað með það,“
bætti Davíð við. „Í febrúar sl. var
það niðurstaða stjórnvalda að leggja
ASÍ til nokkra fjármuni til að sinna
verðlagseftirliti, sem að okkar mati
er mjög mikilvægt starf sem ber að
sinna af kostgæfni og höfum við full-
an hug á því. Fjárveitingin nær til
þriggja ára og reikna ég með að við
sinnum reglulegu verðlagseftirliti á
þeim tíma, “ sagði Grétar. Niður-
staðna úr þessari fyrstu verðlags-
könnun ASÍ er að sögn Grétars að
vænta um næstu mánaðamót.
ASÍ sinnir verð-
lagseftirliti
„ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur fyrir allnokkru ráðið starfsmann í fullt
starf til að sinna verðlagseftirliti og er hann þessa dagana að vinna úr upplýs-
ingum úr verðkönnun sem hefur nýlega verið framkvæmd,“ sagði Grétar
Þorsteinsson, forseti ASÍ, þegar hann var inntur svara við ummælum Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra í Morgunblaðinu þar sem ráðherrann sagði m.a.
að væri ný verðkönnun DV varðandi hækkun á verði matvöru rétt, þá væru
menn að taka sér hækkanir langt umfram gengisbreytingar.