Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÁTINN er í Reykja- vík Þorsteinn Guð- mundsson fv. prentari, 78 ára gamall. Hann var fæddur 13. maí 1923, sonur Guðmundar Matthíassonar verk- stjóra og konu hans Sigurrósar Þorsteins- dóttur, Lindargötu 23 í Reykjavík, og andaðist eftir nokkurra daga meðferð á Landsspítal- anum 19. júní sl. Hann kvæntist Margréti Jón- asdóttur árið 1945 og lifir hún mann sinn. Þorsteinn hóf prent- nám hjá Ísafoldar- prentsmiðju árið 1942 og starfaði við hana sem setjari fram til 1954, m.a. að Morgunblaðinu. Það ár fluttist hann til Winnipeg þar sem falast var eftir honum til prentverks við ís- lensku blöðin, en starf hans varð þó aðallega við Winnipeg Tribune til 1956. Ætluð heimför fjölskyldunnar lá um Bandaríkin í kynnis- för, en þá bauðst hon- um starf á Los Ange- les-svæðinu, sem var lengst af eða í rúma þrjá áratugi hjá South Bay Daily Breeze fram til 1988. Vann hann sig þar í gegnum allar tæknibreytingar til tölvusetningar og filmuskeytingar og endaði sem verkstjóri í stórum vinnusal. Þau hjónin leituðu uppruna síns og fluttu heim árið 1995, og hafa síðan búið á Þorragötu 9 í Reykjavík. Börn þeirra hafa hins vegar öll fest rætur í heimkynnum sínum vestra, en þau eru: Haraldur, f. 1946; Sigurrós, f. 1948; Hilmar Páll, f. 1954 og Erick Þorsteinn, f. 1964. Andlát ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Þorsteinn Guðmundsson ÞANN 1. júlí næstkomandi mun Blóðbankinn taka upp breytt rekstr- arform. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að aðalbreytingin á rekstrar- formi Blóðbankans sé falin í því að Blóðbankinn muni starfa samkvæmt gjaldskrá. „Blóðbankinn mun afla tekna með útseldri vinnu og þjón- ustu. Þá mun hann halda ársfundi,“ segir Magnús og bætir við að um- ræddar breytingar muni engin áhrif hafa á blóðgjafa. Aðspurður hvers vegna ákveðið hafi verið að breyta rekstrarforminu segir hann að Blóðbankinn hafi verið talinn heppileg tilraun til mynda af- markaða einingu en gat þess þó að hann væri engu að síður hluti af spít- alanum. Kostnaður um 2% af rekstri Landspítala – háskólasjúkrahúss Að sögn Sveins Guðmundssonar, yfirlæknis Blóðbankans, hefur verið samhljómur bæði hjá stjórnendum Blóðbankans og Landspítala – há- skólasjúkrahúss að Blóðbankinn starfi áfram undir regnhlíf spítalans og er talið að stofnanirnar fái styrk af því samstarfi. „Þjónusta Blóðbank- ans er borguð af almannafé og sam- kvæmt þeim greiningum sem við höf- um verið að gera á kostnaði starfseminnar má segja að hún kosti milli 300 og 400 milljónir á ári og sé þannig um 2% af rekstri spítalans. Ekki er reyndar búið að kostnaðar- greina þá þjónustu sem við kaupum innanhúss eins og það að við leigjum húsnæði af sjúkrahúsinu, kaupum þjónustu fjármála- og starfsmanna- deildar auk tölvuþjónustu en kostn- aðargreining þessara þátta hlýtur að vera á næsta leiti. Að öðru leyti er bú- ið að kostnaðargreina alla þætti hjá okkur og okkur finnst þetta vera skref í þá átt að við getum séð hver raunkostnaður starfseminnar er en það skiptir miklu máli í dag. Kostn- aðurinn verður þannig mjög opinn og gegnsær fyrir okkur sem erum ábyrg fyrir starfseminni, fyrir stjórnendur spítalans og almenning. Það mun því myndast aukin innsýn í raunkostnað,“ segir Sveinn. Þá mun þetta rekstrarform líka að sögn hans sýna fram á það hvort Blóðbankinn nær árangri í starfi í sinni þjónustu. Fjarri því að vera skref í átt að einkavæðingu starfseminnar Með breyttu rekstarformi verður einnig sú nýbreytni að sett verður fram ráðgjafastjórn en markmið hennar verður að gera Blóðbankann eins og áður segir opnari og gegn- særri. „Við setjum okkur alþjóðleg viðmið og hlustum eftir því hvað heil- brigðisyfirvöld og almenningur vilja að við veitum góða þjónustu. Góð þjónusta kostar sitt og við viljum gera það opinbert hvernig við náum okkar góða árangri. Nauðsynleg for- senda þessa er alþjóðleg gæðavottun sem Blóðbankinn fékk í mars árið 2000 og er gæðakerfið mikilvægur hornsteinn þess að geta farið út í svona tilraun af einhverju viti. Með því er tryggt að gæði og öryggi þjón- ustunnar verði höfð í öndvegi eftir þessa breytingu, líkt og áður hefur verið. Við teljum að þetta sé líka til- raun á nýbreytni sem getur haft þýð- ingu sem fyrirmynd annars staðar í ríkisrekstri.“ Aðspurður segir Sveinn það fyr- irsjáanlegt að þjónusta Blóðbankans verði dýrari með árunum þar sem margt í umhverfinu krefjist aukinnar vinnslu og varúðarráðstafana. „Þá skiptir máli fyrir fjárveitingarvald og almenning að það sé gegnsætt kerfi sem hægt sé að fylgjast vel með þannig að ef blóðbankaþjónustan er farin að krefjast meiri skattpeninga við reksturinn þá sé þeim vel varið. Eitt mikilvægasta mál Blóðbankans á næstu misserum verður að leysa mikinn húsnæðisvanda okkar og með þessari breytingu getum við sýnt fólki fram á hvað það kostar að reka þjónustu Blóðbankans í viðunandi húsnæði en það vantar mikið upp á í dag. Þetta mun því hjálpa okkur finna úræði.“ Að sögn Sveins er rekstrarformið fjarri því að vera nokkurt skref í átt að einkavæðingu starfseminnar enda óumdeilt að blóðbankaþjónustan verði áfram ríkisrekin og ekki rekin sem fyrirtæki í hagnaðarskyni held- ur skilvirk ávöxtun á dýrmætri gjöf blóðgjafanna í þágu sjúklinga og al- mennings. „Hins vegar mun verða leitað eftir stuðningi einkafyrirtækja um sameiginleg áhugamál, t.d. við kynningu starfseminnar, fræðslu um nauðsyn blóðgjafa og tilteknar nýj- ungar í þjónustu, s.s. nýjan blóðsöfn- unarbíl sem brátt verður tekinn í notkun. Um þessa þætti getur skap- ast sameiginlegur hagur Blóðbank- ans og einkafyrirtækja til að styrkja starfsemina í þágu almennings.“ Breytt rekstrarform Blóðbankans Gefur aukna inn- sýn í raunkostnað SÍÐASTLIÐIN tvö ár hefur sann- kallað golfæði staðið yfir í Eyjum. Golfskóli fyrir krakka hefur verið starfræktur þarna í ein ellefu ár. Skólinn fór að vísu rólega af stað en það hefur heldur betur ræst úr því og nýtur golfið aukinna vinsælda. Til að mynda voru 65 krakkar í skól- anum í fyrra en 95 í ár. Krakkarnir í skólanum eru frá 7 til 14 ára aldurs og er skólinn alla daga vikunnar allt sumarið. Leiðbeinendur eru fjórir en svo hjálpa eldri krakkar til sem eru orðnir sleipir í íþróttinni. Golfævintýrið er síðan fyrstu vik- una í júlí en þá koma krakkar ofan af landi til Eyja. Krakkarnir spila golf, keppa í þrautum og fara í ýms- ar ævintýraferðir. Morgunblaðið/Sigurgeir Krakkarnir í golfskólanum raða sér upp fyrir framan golfskálann. Golfæði í Eyjum FRAMKVÆMDIR við Norður-suð- ur braut á Reykjavíkurflugvelli ganga samkvæmt áætlun, en gert er ráð fyrir að brautin verði tekin í notkun í heild sinni þann 1. októ- ber. Malbikun á suðurhluta brautar- innar er langt komin, að sögn Auð- ar Eyvinds, verkefnastjóra fram- kvæmdanna, en vinna þar hófst í febrúar. Búið er að malbika neðra lagið og er nú verið að vinna í efra laginu, en flugbrautir eru í tveimur lögum. Gert er ráð fyrir að malbikun á suðurhluta brautarinnar verði lokið þann 7. júlí og verður suðurhlutinn, sem er 1.000 metra langur, þá tek- inn í notkun fyrir minni flugvélar. Brautin verður alls 1.750 metra löng. Framkvæmdir við norðurendann hófust stuttu eftir páska og verður hafist handa við malbikun þar þeg- ar suðurhlutinn er tilbúinn. Samhliða malbikun er unnið að lagnakerfum. Undir flugbrautinni er tvöfalt rafmagnskerfi, bæði aðal- og varakerfi, fyrir ljós meðfram brautinni. Einnig er regnvatnskerfi við brautina til að koma í veg fyrir að pollar myndist. Brautin hallar út frá miðju til beggja átta, þar eru lagnir sem taka við rigningarvatni og beina vatninu síðan í farveg neð- anjarðar. Kostnaður rúmir 1,5 milljarðar Ístak hefur umsjón með verkinu og er heildarkostnaður verkefnisins áætlaður um 1.520 milljónir króna. Í samningnum eru verðlagsákvæði, þannig að heildarkostnaður verður meiri þegar búið er að reikna út áhrif verðbólgu á framkvæmdatím- anum. Aðeins austur-vestur braut flug- vallarins er nú opin, en hún var lag- færð árið 2000. Heimir Már Pét- ursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir að vel hafi gengið að hafa bara eina braut opna og að litlar truflanir hafi orðið á áætlunarflugi. Æskilegt er að flugvélar lendi á móti vindi og þarf hliðarvindur að fara upp í 15 hnúta til að flugi sé aflýst. Framkvæmdir við Norður-suður braut á Reykjavíkurflugvelli á áætlun Malbikun langt komin BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra hefur skipað Hörð Ó. Helgason í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi til fimm ára og tók hann við embættinu 15. júní sl. Tvær umsóknir bárust um stöð- una og mælti skólanefnd skólans einróma með því í umsögn sinni til menntamálaráðherra að Herði yrði veitt embættið. Hann tekur við embættinu af Þóri Ólafssyni, sem hefur verið ráðinn til menntamála- ráðuneytisins. Þórir hefur verið skólamneistari frá árinu 1984 og þar áður kennari við skólann frá stofnun hans 1977. Þórir braut- skráði 1590 nemendur. Í hans tíð sem skólameistari óx og dafnaði skólinn mjög. Hörður Ó. Helgason hefur verið kennari við Fjölbrautaskóla Vest- urlands frá árinu 1980 og aðstoð- arskólameistari þar frá árinu 1996. Hann lauk kennaraprófi frá Kenn- araháskóla Íslands, BA-prófi í dönsku og ensku frá Háskóla Ís- lands og uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Þá hefur Hörður starfað mikið að íþróttamálum á Akranesi. Hann var leikmaður ÍA í knattspyrnu og síðar þjálfari meistaraflokks. Hann er nú formaður Knattspyrnufélags ÍA. Kona Harðar er Sigrún Sig- urðardóttir og eiga þau tvo syni. Nýr skólameist- ari Fjölbrauta- skóla Vesturlands Akranes Þórir Ólafsson, fráfarandi skólameistari til vinstri, óskar Herði Ó. Helgasyni til hamingju með nýja starfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.