Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 35
!!
"
# !"# $ %$ &$
!$# !"# $ &$ !$'& ( ! # ))%
( )$ !"# $ &$ "$* %+% # ))%
!$ % # ))%
+ ,$ !"# $ # ))% % $&-$ &$
%$ !"# $ &$ $. ! # ))%
' $'/ $&' $' $'/ $0
$
(1 2*
3 - !4
" ' $#% 5 !#
! 6 !
% &
'!!
!" ! &$ %!( ! # ))%
$!%
&$ %$'/ * !. !# ))%
*!#
%!
# ))% 5$, $$ &$
% + 2$#
!" # ))% () $/
!" # ))%
2 $ 5 $ &$
( % )$
5$, # ))% * %+ $5$, &$0
$
7
528
$ %
(
)! ! *
+!!),!--!
" ( .
!
(&!'%$ # ))%
% ,$$% # ))% 9 %$$5$, &$
(&!'%$$$% &$ + ,$ $$
+$# ( 0.:) &$ !%;%
$% <%+ .:) &$
%!9 %$ # ))%
5$, 9 %$ &$
)%$$$ !(&!'%$ # ))%
%(&!'%$ &$
%(&!'%$ &$
$-)% )+$# # ))% 0
/
0
1
(
(
1
52=2
> "$% )
+ ))% /)?@'
0
21
( <! + $ # ))%
5 $ # ))% 0
3
2A2
9
28
) : +% ) %
!!$#%?
'!(
4 &(
5!
!)'!'-!
$6$B'/ $ # ))%
$-)2+! )%$ # ))%
$BC 2+! )%$ &$ B# % $# # ))%
/ 2+! )%$ &$ !$'& $ # ))%
2 $ # ))%
%+ ,$2+! )%$ # ))% 5$, $# &$
' $'/ $&' $' $'/ $0
6
1
>AD2A2
.=>
" 8## )/+
2
7 1
8!!
$% '/ $
!" &$&"/! !#
) %$%-%$$ ! )$
&+ % + )$#$# 0
✝ Jón Börkur Jóns-son fæddist í
Reykjavík 24. janúar
1983. Hann andaðist
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
16. júní sl. eftir rúm-
lega 10 mánaða bar-
áttu við afleiðingar
flugslyssins í Skerja-
firði. Foreldrar hans
eru Hólmfríður Jóns-
dóttir kennari, f. 4.8.
1959, og Jón Ólafur
Skarphéðinsson pró-
fessor, f. 15.9. 1956.
Systur Jóns Barkar
eru Una Björk, f. 20.5. 1991, og
Ása Karen, f. 16.5. 1994.
Móðuramma Jóns Barkar er
Margrét P. Jónsson gjaldkeri, f.
30.5. 1928. Hennar foreldrar voru
Pétur Á. Jónsson óperusöngvari
og Karen Louise Köhler húsmóðir.
Móðurafi Jóns Barkar var Jón
Gestsson rafveitustjóri f. 30.4.
1924, d. 29.10. 1961. Hans foreldr-
ar voru Gestur Jóhannsson versl-
unarfulltrúi og Hólmfríður Jóns-
dóttir húsmóðir.
Föðuramma Jóns Barkar er
Halla Jónsdóttir fulltrúi, f. 14.6.
1935. Hennar foreldrar voru Jón
Kjartansson sýslumaður og Ása
Briem húsmóðir.
Föðurafi Jóns Barkar er Skarp-
héðinn Bjarnason flugumferðar-
stjóri, f. 21.2. 1927. Hans foreldrar
voru Bjarni Bjarnason, bóndi og
verkamaður, og Friðgerður
Skarphéðinsdóttir
húsmóðir. Seinni
kona Skarphéðins er
Sigríður Karlsdóttir
vaktstjóri, f. 17.9.
1944.
Jón Börkur lauk
grunnskólaprófi í
Hagaskóla og hafði
stundað framhalds-
skólanám við
Kvennaskólann í
Reykjavík í einn vet-
ur. Hann var mikill
áhugamaður um
íþróttir og æfði
handbolta með KR-
Gróttu. Undanfarin sumur starf-
aði hann hjá verktakafyrirtækinu
Heimi og Þorgeiri ehf. Áður var
hann í sveit í Varmahlíð undir
Eyjafjöllum hjá sómafólkinu Sig-
urði Jónssyni bónda og Önnu
Birnu Þráinsdóttur, bónda og
sýslumannsfulltrúa.
Um síðustu verslunarmanna-
helgi fór Jón Börkur ásamt Sturlu
Þór heitnum, vini sínum, á þjóðhá-
tíð í Eyjum. Heim komust þeir
ekki heilir því flugvélin sem þeir
voru farþegar í fórst í Skerjafirði
hinn 7. ágúst sl. Háðu þeir erfiða
baráttu við afleiðingar flugslyss-
ins mánuðum saman. Baráttu
Sturlu Þórs lauk að kveldi nýárs-
dags en Jóns Barkar hinn 16. júní
sl.
Útför Jóns Barkar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
Elsku besti bróðir
Ég vil þakka þér fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum saman,
þú og ég.
Þegar ég hugsa um leikskólann
minn gamla, þá man ég eftir því
þegar þú sóttir mig þangað og við
fórum stundum til Hilmars. Svo
man ég eftir leyndarmálinu okkar.
Kær kveðja,
Ása Karen
Elsku Jón Börkur minn, besti
brósi í heimi.
Þegar ég kom á líknardeildina í
Kópavogi á laugardag, 16. júní, fékk
ég að vita að þú gætir dáið hvenær
sen er. Þetta voru hörmulegar frétt-
ir. Ég fór í göngutúr en var ekki ró-
leg. Ég settist hjá þér og hlustaði á
andardráttinn þinn. Mér fannst
hann skrýtinn en læknirinn sagði að
þú fyndir ekki til. Þegar þú fórst þá
létti mér af því að ég vissi að þú
varst kominn til Guðs þar sem eng-
inn sársauki er til. Þegar ég hugsa
um þig á lífi þá man ég greinilega
eftir því þegar þú læstir mig og vin-
konu mína inni í herberginu mínu.
Við lágum á gólfinu og öskruðum á
þig. Þetta var rosalega skemmtilegt
þótt ég yrði pirruð á þér þegar þú
ætlaðir aldrei að koma og opna. Ég
þakka þér fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman og mig langar
að þakka björgunarmönnum, hjúkr-
unarfólki og læknum fyrir það sem
þau gerðu því þótt þessir rúmlega
10 mánuðir hafi verið þér erfiðir þá
fannst mér gott að fá þennan tíma til
að kveðja þig.
Vektu ekki fiðrildið
sem sefur á veggnum því var aðeins
gefinn þessi dagur –
þessi eini dagur –
til að dreyma.
(Ingibjörg Haraldsdóttir.)
Þín systir að eilífu.
Una Björk.
Ég minnist Jóns Barkar, dóttur-
sonar míns, sem loks er laus við
tæps árs þrotlausa baráttu. Vinirnir
tveir, Jón Börkur og Sturla, fóru á
þjóðhátíð í Eyjum verslunarmanna-
helgina. Þeir áttu þar yndislegar
stundir, skemmtu sér hið besta en
komu stórslasaðir úr þeirri ferð.
Spurningunni er ósvarað. Hvað fór
úr böndunum í þeirri flugferð? Jón
Börkur og Sturla voru íþróttaþjálf-
aðir, sterkir strákar, léku handbolta
í KR. Þeir voru stæltir, miklir vinir,
vinsælir og vinamargir.
Jón Börkur var einstakur dreng-
ur, ljúfur, yndislegur við yngri syst-
ur sínar, góður sonur, bróðir,
ömmu- og afadrengur og vinamarg-
ur. Við söknum hans sárt. En örlög-
in eru miskunnarlaus. Gott er að
vita að hann hvílir hjá afa sínum og
nafna, sem fórst einnig í slysi fyrir
40 árum.
Margrét, (amma Magga).
Sonarsonur okkar varð fyrir
hrottalegu slysi fyrir nokkrum árum
og var vart hugað líf. Í langvarandi
baráttu hins unga sveins teljum við
að skipt hafi afgerandi máli fyrir-
bænir ættingja og vina, enda engin
læknisfræðileg skýring á afturbata
hans. Auk þess kom til ævarandi
virkur stuðningur æskufélaga hans,
sem yfirgáfu ekki sjúkrabeðinn og
studdu hann á allan hátt síðar í
hjólastól og á hækjum. Þeir synjuðu
að fara í sveit og sumarbúðir og
sýndu vini sínum einstaka tryggð í
hörmungum hans.
Tveir þessara einstöku hollvina
hlutu ömurleg örlög í flugslysi við
Reykjavíkurflugvöll 7. ágúst sl.
Þessi hraustu ungmenni börðust
síðan við dauðans dyr stórslasaðir
mánuðum saman. Sturla Þór Frið-
riksson andaðist að kvöldi nýárs-
dags og Jón Börkur Jónsson 16.
þ.m. Nánir vinir hafa fylgst með
hörmungum piltanna og ættingja
þeirra í vonlausri baráttu. Hafa ör-
lög þessara þrautseigu ungmenna
og viðbrögð foreldra þeirra og ætt-
ingja haft mikil áhrif á alla, sem
nærri komu. Þetta voru glæsilegir
ungir menn, sem sýndu hina mestu
hugprýði.
Það er huggun harmi gegn að nú
hefur góður Guð tekið þá til sín og
að þrautum þeirra er loks lokið.
Aðdáun okkar á þrautseigju og
ástúð aðstandenda hinna ungu
glæsimenna á sér engin takmörk.
Þessu góða fólki er þakkað fyrir
stuðninginn við Hilmar Pétur og
færðar innilegar samúðarkveðjur.
Guðrún og Hilmar Foss.
Þann 16. júní, daginn sem Jón
Börkur skildi við, var fallegur dag-
ur. Sólin sendi geisla sína um bláan
himininn og mjúkir skýjahnoðrar
sáust við sjóndeildarhringinn. Gras-
ið var svo grænt og sóleyjarnar
sneru blómum sínum mót sólu. Það
var sem náttúran hvíslaði „nú er
tíminn kominn, Jón Börkur“. Hann
var umvafinn kærleika bæði frá
starfsfólki spítalanna, vinum og ekki
síst foreldrum eða eins og ónefnd
kona sagði við mig í sólinni fyrir ut-
an líknardeildina í Kópavogi „það er
ótrúlegt að öll þessi ást hafi ekki
getað læknað hann.“
Sem brjóstmilkingur iðaði Jón
Börkur af lífi og fjöri. Andlit hans
var eins og brosandi tungl í fyllingu
og líkami hans sem um tröllabarn
væri að ræða. Drengurinn stækkaði
og dróst saman á þverveginn. Hann
var um 5–8 ára og hló ýktum galsa-
fengnum hlátri.
Árin milli níu og ellefu ára birtist í
honum viðkvæmni sem hafði ekki
sést áður. Hann gat grátið og fund-
ist hann órétti beittur og eitt skipti
þegar eitt barna minna átti afmæli
hvarf hann öllum að óvörum og gekk
þungum skrefum frá Nóatúni vestur
á Víðimel.
Á unglingsárunum var hann
hljóður og dró sig eilítið í hlé. Þetta
var mín upplifun af Jóni Berki en
gaman hefði verið að vera fluga á
vegg þegar hann var í hópi vina
sinna. Eitthvað hefur það verið
öðruvísi!
Ein skemmtilegasta minning frá
síðasta ári var þegar hann þolin-
móður og dagfarsprúður eyddi heil-
um eftirmiðdegi með mömmu sinni í
flottustu búðunum í bænum til þess
að finna réttu jakkafötin. Hann
hafði nefnilega „sans“ fyrir stæl og
gæðasúkkulaði.
Stór vinahópur Jóns Barkar og
Sturlu var hreint út sagt frábær og
ég óska þeim af öllu mínu hjarta
góðs gengis í framtíðinni.
Hildur Karen
(Hidda móðursystir).
Elsku Jón Börkur.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja
eða hvar ég á að enda. Undanfarna
daga hef ég reynt að skrapa saman
minningunum af öllum okkar sam-
verustundum því núna eru þær dýr-
mætari en allt og skipta svo miklu
máli. Ég vil muna allt og hafa ljós-
myndir af öllu í huganum sem munu
alltaf vera jafn skýrar.
Dagurinn sem þú yfirgafst veikan
líkamann þinn var yndislega falleg-
ur og bjartur. Sólin lék við hvern
sinn fingur og allt ljómaði af frið-
semd. Ég upplifði það eins og nátt-
úran og umhverfið hefðu gert allt
þetta bara til heiðurs þér. En hvar
ertu núna, elsku stóri litli frændi
minn með djúpu indíánaaugun og
feimnislega brosið. Ég hugsa til þín
og vona að þú svífir einhvers staðar
um glaður og brosandi í Nemo-nátt-
fötum á leið inn í nýjan heim til að
hitta þar prinsessur og annað
ævintýrafólk.
Takk fyrir allar þær stundir sem
ég fékk að eiga með þér.
Hneta Rós.
JÓN BÖRKUR
JÓNSSON
Fleiri minningargreinar um Jón
Börk Jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.