Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Norska hagstofan bar saman mat- vöruverð á Norðurlöndunum og í Þýskalandi á árunum 1994–2000 og hefur komist að þeirri niðurstöðu að matvöruverð sé langhæst á Íslandi. Samkvæmt norsku fréttastofunni NTB er matvara á Íslandi 69% dýr- ari að meðaltali en í löndum Evrópu- sambandsins á meðan sá munur nemur 62% í Noregi, 25% í Svíþjóð, 29% í Danmörku og 10% í Finnlandi. Í skýrslu norsku hagstofunnar er sérstök athygli vakin á verðhækkun- um á matvöru á þessum tíma bæði í Noregi og á Íslandi og á hinn bóginn á verðlækkunum í Finnlandi. Skýringin á verðlækkun á mat- vælum í Finnlandi telja skýrslu- höfundar að felist í breytingu á landbúnaðarstefnu stjórnvalda á miðjum tíunda áratugnum. Þá var opnað fyrir innflutning frá löndum ESB, verð lækkaði í kjölfarið og framleiðendur fengu minna í sinn hlut. Verðhækkanir í Noregi eru aðal- lega skýrðar með tvennum hætti, sterkri stöðu norsku krónunnar gagnvart gjaldmiðlum ESB landa og að verðbólgan í Noregi hafi verið meiri en í löndum ESB. Aðrar ástæð- ur eru taldar til eins og veðurfar, virðisaukaskattur, viðskiptasamn- ingar og lítil framleiðni í landbúnaði. Í skýrslunni er bent á að norskur landbúnaður sé varinn gegn inn- flutningi í meira mæli en tíðkast í öðrum löndum innan OECD en einn- ig sé ástæðan loftslag og lega lands- ins og manneldisstefna stjórnvalda. Þá hafi framleiðsla á landbúnaðar- vörum ekki þurft að laga sig að fram- leiðslureglum Evrópusambandsins eins og í Finnlandi og miklir opinber- ir styrkir kunni að draga úr hagræð- ingu í framleiðslu. Könnun norsku hagstofunnar á matvöruverði Matvara dýr- ust á Íslandi Um síðustu helgi var opnuð versl- unin Tiger í Kringlunni en allar vörur þar eru seldar á 200 krónur. Að sögn Finns Magnússonar fram- kvæmdastjóra Tiger er þetta fyrsta verslun sinnar tegundar hér á landi en þessi verslanakeðja er dönsk að uppruna og um 50 slíkar verslanir eru nú reknar í Dan- mörku og Svíþjóð. Að sögn Finns eru vörurnar margvíslegar sem eru á boðstól- um, gjafapappír, naglalökk, hár- skraut, sokkar, leikföng, kerti, verkfæri, myndarammar og glös svo dæmi séu tekin. Alla jafna verða á bilinu 400-600 vörutegund- ir fáanlegar í versluninni og síðan er vöruvalið aukið í kringum jólin. Hann segir að Tiger verslanakeðj- an sérhæfi sig í að kaupa vörur í miklu magni og hafa upp á vörum sem unnt er að selja á 200 krónur. Til að halda vöruverði niðri eru vörurnar ekki verðmerktar eða strikamerktar því þær kosta allar 200 krónur, þær eru ekki settar í sérstakar pakkningar og ekki er lagt í auglýsingaherferðir. Viku- lega koma nýjar vörur í verslunina Þegar Finnur er spurður hvort til standi að opna fleiri slíkar verslanir hér á landi segir hann að stefnt sé í rólegheitunum að því að opna fjórar til sex slíkar verslanir. Morgunblaðið/Arnaldur Finnur Magnússon, framkvæmdastjóri Tiger í Kringlunni. Allar vörur seld- ar á 200 krónur Eftirfarandi atriði ætti að hafa í huga þegar vatn er hitað í ör- bylgjuofni, að sögn Ara Ólafsson- ar og Þorsteins Vilhjálmssonar:  Gætið varúðar ef hreint og óblandað vatn er hitað í litlu magni í örbylgjuofni. Hins vegar ætti að vera hættulaust að hita te- vatn með tepokanum í eða kaffi sem búið er að laga.  Stillið ofninn ekki á svo lang- an tíma að vatnið nái suðumarki; það er hvort sem er óþarfi við kaffigerð og eingöngu til óþurftar ef verið er að hita kaffi sem búið er að laga.  Takið bollann úr ofninum með gætni og án asa. Til dæmis er ágætt að láta bollann standa í ofn- inum í hálfa mínútu eftir að slokknar á ofninum. Þetta á raun- ar við um allt sem hitað er í þess- um ofnum af því að þeir dreifa hit- anum ekki jafnt og hann þarf því að fá að jafnast á eftir.  Stillið ofninn ekki á mestu af- köst eða straum þegar verið er að hita lítið efnismagn. Hitunin tekur þá lengri tíma og líkur á höggsuðu verða minni. Auk þess er þá auð- veldara að stilla tímann þannig að hitinn verði hæfilegur.  Hafið málmskeið í bollanum til að leiða varmann til yfirborðs, auka iðustrauma og greiða fyrir bólumyndun. Um málmhluti í ör- bylgjuofni má lesa nánar í svari eftir Ara Ólafsson á Vísindavef Háskóla Íslands, www.visinda- vefur.hi.is.  Ef líkur eru á höggsuðu má banka í bollann með skeið til að koma henni af stað þar sem ekki stafar hætta af henni. Þegar vatn er hitað snögglega, sérstaklega í örbylgjuofni, er viss hætta á svokallaðri högg- suðu. Þá myndast ekki gufuból- ur og vatnið hitnar yfir suðu- mark án þess að sjóða. Þegar hristingur kemst svo á vatnið gýs það upp úr ílátinu sem það var soðið í og getur brennt þann sem heldur á því. Í sjálfu sér er ekkert að því að hita vatn á þennan hátt en þó ber að hafa í huga að ef vatn er hitað eitt og sér í ofninum er alltaf hætta á höggsuðu. Högg- suða verður líklegri ef vatnið er soðið í nýju íláti. Þegar vatn sýður á þennan hátt er hætta á að sjóðandi heitt vatnið gjósi yf- ir hendur og jafnvel andlit þess sem tekur bollann út úr ör- bylgjuofninum. Guðbjörg Pálsdóttir deild- arstjóri slysa- og bráðamóttöku Landspítala háskólasjúkrahúss segist ekki vita til þess að fólk hafi komið á bráðamóttökuna eftir að hafa brennst á heitu vatni með þessum hætti. Guð- björg segir þó sjálfsagt að vara sig á þessu. „Við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að þetta geti gerst hér á landi fyrst þetta er möguleiki, ég held að við hljótum að geta lært af reynslu annarra án þess að brenna okkur alltaf sjálf.“ Haft var samband við fjöl- mörg umboð og viðgerðarþjón- ustur fyrir örbylgjuofna og at- hugað hvað kemur fram um þessa hættu í leiðbeiningunum sem fylgja með ofnunum. Ekki koma fram neinar viðvaranir í þeim um hættuna á höggsuðu. Rétt er að taka fram að það er ekkert að því að hita vatn í ör- bylgjuofni ef ákveðnar var- úðarráðstafanir eru hafðar í huga. Snúningsdiskur getur komið í veg fyrir höggsuðu Það sem gerir vatn hitað í litlu magni í örbylgjuofni lík- legra til að springa upp í hvells- uðu en vatn soðið í potti er einkum þrennt að sögn Ara Ólafssonar og Þorsteins Vil- hjálmssonar á Raunvísindastofn- un Háskóla Íslands. „Vatnið í bollanum er tiltölulega lítið mið- að við afköst ofnsins, þannig að hitun vatnsins verður mjög snögg, oft um ein mínúta. Einn- ig hitnar vatn í potti neðan frá og miklir iðustraumar greiða fyrir bólumyndun. Vatn í ör- bylgjuofni hitnar hins vegar jafnar og iðustraumar verða því minni. Að lokum eru það örður á botni pottsins sem greiða mjög fyrir suðunni, en það gerist ekki í sama mæli í örbylgjuofninum. Þar er hitunin jafnvel mest í miðjum bollanum. Líkurnar á yfirhitun og höggsuðu eru þó vafalaust mestar ef bollinn er mjög sléttur að innan.“ Þeir félagar taka fram að snúnings- diskur sem er í mörgum nýrri örbylgjuofna ætti að geta komið í veg fyrir yfirhitun, og þar með höggsuðu. Varhugavert að hita vatn í örbylgjuofni Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.