Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásmundur Krist-jánsson kennari fæddist í Holti í Þist- ilfirði 23. júlí 1920. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristján Þórarinsson, bóndi í Laxárdal, og Holti, f. 14.5. 1877, d. 4.3. 1942, og Ingiríður Árnadóttir, hús- freyja í Holti, f. 23.2. 1887, d. 29.6. 1971. Systkini Ásmundar eru: Arnbjörg, f. 21.9. 1908, Þór- arinn, f. 29.7. 1910, d. 24.4. 1990, Árni, f. 4.2. 1912, Vilborg, f. 5.9. 1913, Bergþóra, f. 19.4. 1915, d. Börn þeirra eru Andri Tómas Jónsson, f. 5.6. 1988, og Gerður Sædal Jónsdóttir, f. 8.7. 1999. Stjúpdóttir Jóns Tómasar, dóttir Ingu Láru er Tinna Sædal Ragn- arsdóttir, f. 31. 3. 1985. 2) Guðrún Gestsdóttir klæðskeri, f. 5.7. 1969. Barn hennar er Sólrún Anna Guð- rúnardóttir, f. 15.1. 1990. Ásmundur stundaði nám við Al- þýðuskólann á Eiðum 1938–40 og í Kennaraskóla Íslands 1943–46. Hann var kennari í Mosvalla- hreppi í Önundarfirði 1942–43, við Laugarnesskóla 1946–69 og Laugalækjarskóla 1969–1990. Ásmundur var ritari lands- prófsnefndar 1969–73, hafði áður í mörg ár skrifað í prófbók nefnd- arinnar, fyrst árið 1947. Hann var í stjórn Kennarafélags Laugar- nesskóla og í stjórn Félags gagn- fræðaskólakennara í Reykjavík 1958–67. Útför Ásmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 10.10. 1941, Guðrún, f. 16.8. 1917, Herborg, f. 20.12. 1922, d. 19.9. 1989, Þórhalla, f. 18.8. 1925, Guðbjörg, f. 16.8. 1927, Hólmfríð- ur, f. 237. 1929. Ásmundur kvæntist Ásdísi Eysteinsdóttur kennara 31. júlí 1954. Foreldrar hennar voru hjónin Eysteinn Björnsson, bóndi á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, og Guðrún Gestsdóttir, kona hans. Fósturbörn Ás- mundar og Ásdísar eru: 1) Jón Tómas Ásmundsson sendibifr.stj., f. 5.6. 1963, kvæntur Ingu Láru Sædal Andrésdóttur, f. 30.3. 1965. Þegar góður drengur og sam- ferðamaður um langa hríð fellur frá snertir það óhjákvæmilega við- kvæma strengi í brjósti manns. Minningar hrannast upp um margar góðar stundir, en sorgin og sökn- uðurinn er sár og það er sem ský hafi dregið fyrir sólu. Með þessum fáu minngarorðum vil ég minnast frænda míns og vinar, Ásmundar Kristjánssonar kennara, sem lést að kvöldi 17. júní sl. Ásmundur ólst upp á miklu menn- ingarheimili í Holti í Þistilfirði hjá foreldrum sínum þeim Kristjáni Þórarinssyni og Ingiríði Árnadóttur í stórum glæsilegum systkinahópi, sem setti óhjákvæmilega svipmót sitt á sveitina. Ásmundur var góðum gáfum gæddur eins og þau systkinin öll. Hann var námsmaður í besta lagi og sífellt vakandi í því að fylgjast með því sem var að gerast í samfélaginu. Hann var einstaklega ljúfur í lund, glaðvær, tónelskur og hafði yndi af tónlist og söng, skapgerðin var heilsteypt og sterk, hleypi- dómalaus og með næman mann- skilning. Þess vegna var hann hvers manns hugljúfi þeim sem honum kynntust. Þeim sem þessum eigin- leikum eru búnir er gott að eiga samfylgd með. Kynni okkar Ásmundar eru orðin löng. Þau hófust í heimasýslu okkar, Norður-Þingeyjarsýslu, þegar við vorum ungir menn og segja má að þau hafi aldrei rofnað þótt í önn dagsins hafi samskiptin verið minni stundum en skyldi. Leiðir okkar lágu saman í Kennaraskóla Íslands og síðan urðum við samkennarar í Laugarnesskólanum í Reykjavík á annan tug ára eða þar til ég gekk að öðru starfi á Fræðslumálaskrifstof- unni. Þetta tímabil var ánægjulegt í hópi ungra og áhugasamra kennara sem settu svip sinn á Laugarnes- skólann á þessum árum. Þar var allt samstarf frábært og hefur vafalaust haldið áfram eftir að ég hvarf úr hópnum. Lífsstarf Ásmundar var kennsla, lengst af í Laugarnesskóla og síðar í Laugalækjarskóla. Kennslustarfið er krefjandi og kostar mikla árvekni þar sem aldrei má slaka á, ef gefa á ungmennum gott veganesti á mót- unarárunum bæði er snertir námið sjálft og mannrækt sem skólinn óhjákvæmilega verður að sinna. Í þessu efni farnaðist Ásmundi vel. Auðvitað hlóðust ýmis trúnaðar- störf á Ásmund í kennarasamtökum sem hann leysti af hendi með sömu samviskuseminni eins og annað sem hann tók að sér. Um skeið var Ásmundur ritari landsprófsnefndar. Honum var falin færsla prófbókar nefndarinnar. Í hana skyldu færð nöfn og einkunnir allra þeirra sem þreyttu landspróf ár hvert. Þetta var mikið trúnaðar- starf sem Ásmundur leysti frábær- lega vel af hendi, skriftin framúr- skarandi og nákvæmnin einstök. Það var mikið gæfuspor er Ás- mundur kvæntist Ásdísi Eysteins- dóttur kennara og þau stofnuðu saman fagurt heimili. Mikið jafnræði var með þeim hjónum því Ásdís er mikil mannkostakona. Þeim varð ekki barna auðið, en tóku að sér tvö fósturbörn og gengu þeim í foreldra stað og var mikil gæfa fyrir þau öll. Í veikindum Ásmundar stóð Ásdís með honum sem klettur og studdi hann til hinstu stundar. Mikill harm- ur er upp kveðinn fyrir fjölskylduna við fráfall heimilisföðurins. En minningin um góðan dreng og þakk- læti fyrir kynnin lifir í hug okkar hjóna og við vottum þér, Ásdís, börnum, barnabörnum svo og öllum nánum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Stefán Ólafur Jónsson. Elskulegur móðurbróðir okkar, Ásmundur Kristjánsson, er látinn eftir erfið veikindi. Eftir lifa góðar minningar um ein- staklega vandaðan mann. Mikill samgangur var á milli fjöl- skyldna systkinanna frá Holti þegar við vorum að alast upp. Heimsóknir í Stóragerði til Ásmundar og Ásdísar voru þar fastur liður og alltaf var gaman að fá þau í heimsókn á Vest- urbrún. Minningar úr Holti, Katla- gili, jólaboðum, ættarmótum og öðr- um fjölskyldusamkomum eru okkur dýrmætar. Ásmundur átti stóran þátt í að gera þær samverustundir ógleymanlegar. Hann var um- hyggjusamur og barngóður og lét sig varða velferð ættmenna sinna. Við kynntumst því snemma að Ás- mundur var fróður um marga hluti, meðal annars um náttúru Íslands og hafði hann gaman af að deila þekk- ingu sinni með yngri ættingjum. Því kynntumst við þegar fjölskyldurnar ferðuðust saman. Hann var listelskur og tilfinninga- næmur og kunni að njóta augna- bliksins til hins ýtrasta hvort heldur það var tónlist, fallegt landslag eða annað sem hreif hann. Ásmundur var gæfumaður. Hann eignaðist góða og elskulega konu, tvö kær fósturbörn og barnabörn sem voru sólargeislar í lífi hans. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur (Úr Hávamálum.) Við kveðjum kæran frænda okkar og vottum Ásdísi, Jóni Tómasi, Guð- rúnu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Ásmundar Kristjánssonar. Systkinin Vesturbrún. ÁSMUNDUR KRISTJÁNSSON EIGI minningargrein að birtast á út- farardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina  Fleiri minningargreinar um Ás- mund Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Krossar á leiði Ryðfrítt stál - varanlegt efni Krossarnir eru framleiddir úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáli. Minnisvarði sem endist um ókomna tíð. Sólkross m/geislum. Hæð 100 sm frá jörðu. Tvöfaldur kross. Hæð 110 sm frá jörðu. Hringið í síma 431-1075 og fáið litabækling. Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 1076 BLIKKVERKSF. $            2 1 >A5>   !%)%NO    (      2 (   (    ;! !)'!'-! !"  $ &$  $*%$$  !" &$ 9 $$$ !" # ))%  !"  !" &$ ( % )$+ ,$ !" # ))%  +$%% %   &$ ! !" # ))%  .:)  $ &$ ' $'/ $&' $' $'/ $0 $    &    9 2*82  -, $ -%%!%$ %  P" )%!-%%!%  ")-!+?Q        )=!   (      9    ? 1(    0    =! !)'!'-! (&!' ,$ !# # ))%  ' ) !&R !"  !# &$  !# <0 !# &$ ' $'/ $&' $' $'/ $0 /   0  1   #     #  (            52  >  8 + ' $#&!) &)% "% +% $ +G 2   %0  0                1   (   ! + ,$0. ! # ))%  % ,$$% # ))%  !%$ $$ &$ %  $$% &$ % ,$ ) # ))%  . !!0$% &$ !!#  )  +$# $% &$ 8##$65))- # ))%   $!%" $% &$ !# !" # ))% &"'/ $0 $             <2 > 2*   $- !NO  +'B (       .    0    =! !)'!'-!  !#  $ &$ !"  !# &$  $  !# &$ !!# %) # ))%  !# !'&  !# # ))%  %$  $ %$ &$ 8##$6!! !# # ))%  *%$$  &% -$$ &$  !#  !# &$  ! )<%!- ! # ))%  ' $'/ $&' $' $' $0 3              2*> 08 8 " )!%)%N4 (    9    (    ;! !)8!--! .   (  0   0  (      @   !88 ,,,-   ! + ,$0&-$ &$ * %+C "  0&-$ &$ % ! % + # ))%  $$!  0&-$ &$ !"  0&-$ &$  $# . ! # ))%  !+ ,$&-$ &$ ( % )%$$!"% $ &$ &' $'/ $0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.