Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss kemur í dag Ludvig Andersen fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sal- leq og Veerseborg komu í gær. Markús J kemur í dag. Hvítanes og Ernir fóru í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi og Hraun- bær. Miðvikudaginn 27. júní verður farin sum- arferð til Sandgerðis lagt af stað frá Afla- granda kl. 12:30 og frá Hraunbæ kl. 13. Ekið verður til Sandgerðis að Hvalneskirkju og hún skoðuð, síðan farið um höfnina að Fræðasetr- inu, leiðsögumaður Reynir Sveinsson for- stöðumaður Fræðaset- ursins, ekið um Garð til Keflavíkur kaffiveit- ingar hjá öldruðum í Keflavík. Nánari upplýs- ingar og skráning í Afla- granda s. 562-2571 og Hraunbæ s. 587-2888. Árskógar 4. Kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 13–16:30 opin smíða- stofa, kl. 10-16 pútt- völlur opinn. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8:30 böð- un, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9:30 morg- unkaffi/dagblöð, kl. 11:15 matur, kl. 15 kaffi. Farið verður upp á Akranes fimmtudaginn 28. júní kl. 13. Byggða- safnið skoðað og kaffi drukkið á Dvalarheim- ilinu Höfða. Ekið verður heim um Hvalfjörð. Upplýsingar og skrán- ing í síma 568-5052 fyrir miðvikudaginn 27. júní. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 11:30 matur, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 kaffiveitingar, Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag er pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14 til 16. Haustferðin 1. okt. n.k. til Prag, Bratislava, Búdapest og Vínar. Kynningarfundur verð- ur á morgun miðviku- daginn 27. júní n.k. kl. 14 nokkrir miðar til. Orlofið að Hótel Reykholti Borgarfirði 26. ágúst n.k. Skráning og allar upplýsingar í Hraunseli sími 555- 0142 Athugið ! Morgungangan færist aftur yfir á laugardag 30. júní, og verður rúta frá Firðinum kl. 9:50 og 10 frá Hraunseli. Félagsheimilið Hraun- seli verður lokað vegna sumarleyfa starfsmanna frá 2. júlí til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í hádeginu. Miðvikudaginn 27. júní fara Göngu-Hrólfar út í Viðey með Viðeyjarferj- unni. Mæting í Klettavör Vatnagörðum kl. 12:50 og hafa með sér nesti. Umsjón Ingvar Björns- son. Dagsferð 10. júlí Þórsmörk-Langidalur. Leiðsögn Þórunn Lár- usdóttir og Pálína Jóns- dóttir. Dagsferð 14. júlí Gullfoss-Geysir- Haukadalur. Leiðsögn Sigurður Kristinsson og Pálína Jónsdóttir. Eyja- fjörður-Skagafjörður – Þingeyjarsýslur 6 dagar. 26.-31. júlí. Ekið norður Sprengisand til Ak- ureyrar. Farið um Eyja- fjarðardali, Svarf- aðardal, Hrísey, Svalbarðsströnd, og fl. Ekið suður Kjalveg um Hveravelli til Reykjavík- ur. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Eigum nokkur sæti laus. Ath: Vegna mikillar aðsóknar í hringferð um Norð- austurland viljum við biðja þá sem eiga pantað að koma og greiða inn á ferðina sem fyrst. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10-12 f.h. í síma 588- 2111. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10–16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16:30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 9- 17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12:45 Bón- usferð. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16:30 vinnustofur opnar kl. 13. Boccia. Allar veitingar í kaffi- húsi Gerðubergs. Vinna í vinnustofum fellur nið- ur, spilasalur opinn. Miðvikudaginn 27. júní, ferðalag í Húnaþing vestra, hádegishressing í Víðigerði, Vatns- neshringurinn ekinn, m.a. staldrað við í Klömbrum, Tjörn, Illugastöðum og á fleiri stöðum. Kaffiveitingar á Hvammstanga með eldri borgurum. Allir velkomnir. Skráning hafin. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 9:30-12, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Gullsmári Gullsmára 13. handavinnustofan opin kl. 13-16, leiðbeinandi á staðnum. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9:45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraunbær 105. Kl. 9- 16:30 postulínsmálun, kl. 9-17 fótaaðgerðir, kl. 9:45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12:15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13- 17 hárgreiðsla Norðurbrún 1. Kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 10-11 ganga, kl. 9-16:45 opin handavinnustofan, tré- skurður. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, dagblöð og kaffi, kl. 9:15-15:30 almenn handavinna, kl. 11 leik- fimi, kl. 11:45 matur, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9:30 morgunstund og almenn handmennt, kl. 10 fóta- aðgerðir og almenn leik- fimi, kl. 11 boccia, kl. 11:45 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 14:30 kaffi. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundartíma. Eineltissamtökin halda fundi að Túngötu 7, á þriðjudögum kl. 20. Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir til umsóknar styrki úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna fyrir skólaárið 2001-2002. Umsækjendur hafi samband við Bertu s. 695-2018, Hrönn, s. 554- 5111 eða Hildi, s. 551- 9264. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma, Breið- holtskirkju við Þang- bakka. Skálholtsskóli, Elli- málanefnd Þjóðkirkj- unnar og Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma efna til sum- ardvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boð- ið er til fimm daga dval- ar í senn og raðast þeir þannig: 25. til 29. júní, 2. til 6. júlí og 9. til 13. júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma f.h. virka daga í síma 557- 1666. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Brúðubíllinn Brúðubíllinn, verður í dag kl. 14 við Kambsveg. Brúðubíllinn verður næst á ferðinni 9. júlí. Minningarkort Minningarkort, Félags eldri borgara Selfossi. eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5, mið- vikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geir í Grænumörk 5, sími 482-1134, og versl- uninni Íris í Miðgarði Í dag er þriðjudagur 26. júní, 177. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Eins og faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar og sonurinn þá, sem hann vill. (Jóh. 5, 21.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 bóls, 4 gangfletir, 7 beinpípu, 8 pappírsblað- ið, 9 al, 11 hugur, 13 skaði, 14 dugnaðurinn, 15 ómj- úk, 17 guðs, 20 heiður, 22 hrósað, 23 skip, 24 ham- ingjusamir, 25 sleifin. LÓÐRÉTT: 1 lýðs, 2 skaprauna, 3 sæti, 4 verkfæri, 5 segl, 6 stal, 10 skrök, 12 dverg- ur, 13 snjó, 15 athvarfs, 16 vesling, 18 grotta, 19 sorp, 20 sjófugl, 21 kven- fugl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 galgopana, 8 jöfur, 9 kerti, 10 nær, 11 narra, 13 asann, 15 flokk, 18 skóla, 21 æft, 22 sætin, 23 ótrúr, 24 gagnstæða. Lóðrétt: 2 arfur, 3 garna, 4 pukra, 5 narta, 6 sjón, 7 kinn, 12 ryk, 14 sek, 15 foss, 16 ostra, 17 kænan, 18 stórt, 19 ófrið, 20 aðra. K r o s s g á t a Í VELVAKANDA sl. þriðjudag kvartar Stella undan því að hún komi ávallt að dyrum Dómkirkj- unnar læstum. Reynt er að hafa kirkjuna (aðaldyr) opna frá kl. 10 til kl. 17 mánudaga til föstudaga. Þá er kirkjuvörður viðlátinn og getur sagt gestum frá og sýnt kirkjuna ef þess er óskað. Mjög margir gestir koma í kirkjuna allan árs- ins hring. Það er aðeins ef um er að ræða undirbúning athafna að við getum þurft að loka um stund og verð ég að álíta að Stella hafi komið þegar þannig hefur staðið á. Við í Dómkirkjunni vilj- um fá sem flesta til að koma í kirkjuna, hvort heldur er til kirkjulegra athafna eða til að skoða þessa fallegu kirkju, og fögnum hverjum góðum gesti. F.h. Dómkirkjunnar, Ástbjörn Egilsson, kirkjuhaldari. Afkomendur Helga og Guðmundar Gestssona frá Patreksfirði UM helgina 29. júní - 1. júlí 2001 ætlum við afkomend- ur Helga og Guðmundar að hittast að Fagrahvammi í Ölfushöfn við Patreksfjörð og halda ættarmót. Gaman væri að sem flestir sæju sér fært um að koma og vera í faðmi vestfirskra fjalla. Ættarnefndin. Opnunartími veit- ingastaða í Reykjavík ÉG legg til að veitingastað- ir í íbúðabyggð verði opnir til klukkan tvö á næturnar en aðrir staðir til klukkan fjögur. Að veitingastaðir beri allan kostnað af lög- gæslu til klukkan sex á morgnana, en þá taki lög- reglan við. Að lögreglan sjái um að reka lýðinn úr miðborginni fyrir klukkan sjö á morgnana því það er fullt af hangandi lýð um allt í borginni árla morguns. Í Kaupmannahöfn getur maður gengið um á Strik- inu alla nóttina og þarf ekk- ert að óttast. Einnig langar mig að spyrja dómsmálaráðherra, hvort ekki sé athugandi að birta myndir af þeim sem eru að ráðast á saklaust fólk, þannig að hægt sé að stöðva þetta. Vilhjálmur Sigurðsson. Hvar fæst Leifheit-sápa? Í SÍÐUMÚLA var lítil búð, sem var með til sölu áhöld til hreingerninga og sápu sem heitir Leifheit, svoköll- uð glanssápa notuð á glugga, gler o.s.frv. Ég fór þarna nýlega til að kaupa þessa sápu en sá að búðin var flutt og hef ekki fundið út hvort hún sé hætt. Er einhver sem veit hvar ég get fengið þessa sápu? Anna. Hvar fæst soyaþurrmjólk? KONA hafði samband við Velvakanda og segist hún eiga barn sem þjáist af mjólkuróþoli. Segir hún að stóru verslanirnar hafi ekki staðið sig nógu vel að hafa á boðstólum vörur fyrir fólk með mjólkuróþol, eins og t.d. soyaþurrmjólk. Það sé helst hægt að fá þessar vörur í Nóatúni. Spyr hún hvort verslanir gætu ekki bætt úr þessu og haft þess- ar vörur í sínum hillum svo fólk þurfi ekki að leita að þessum vörum um allan bæ. Þakkir JÓNA Vilhjálmsdóttir, Sæ- borg, Skagaströnd hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á fram- færi þakklæti sínu til þeirra sem sendu henni kvæðið sem hún auglýsti eftir í Vel- vakanda. Tapað/fundið Nikon-myndavél tapaðist NIKON-myndavél, lítil silf- urlituð, tapaðist í Reiðhöll- inni Sörla laugardaginn 16. júní sl. Upplýsingar í síma 557-6059. Fundarlaun. Gleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust í miðbæ Reykjavíkur. Þau eru með lituðum glerjum og í brúnu plasthulstri. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 562-2626. Lyklakippa týndist LYKLAKIPPA á lítilli keðju með bangsamynd í N-i, með tveimur lyklum, annar er lítill, týndist 18. júní líklega við Blómaval, í kirkjugarðinum í Fossvogi eða Gufuneskirkjugarði. Þeir sem gætu hafa fundið lyklana eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 581-3792. Dýrahald Kettlingur fæst gefins 8 VIKNA kettlingur fæst gefins. Kassavanur. Upp- lýsingar hjá Rósu í síma 551-7202 eða 690-8326. Erpur er týndur ERPUR Eyvindarson, sem er fress, hvítt og grátt með bleikt nef, týndist frá hest- húsunum við Sörlaskeið í Hafnarfirði fyrir 3-4 vikum. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband við Maríu í síma 698-2610 eða 565-7643. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frá Dóm- kirkjunni Víkverji skrifar... Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg-arstjóri, hefur svarað bréfi áhugamannsins/föðurins sem greint var frá í Víkverja á sunnudag, og hefur beðið Víkverja fyrir að birta svarbréf sitt. Til upprifjunar fyrir lesendur snýst málið um óánægju áhuga- mannsins/föðurins vegna þess að ekkert varð af spjótkastskeppni kvenna á Miðnæturmóti ÍR á Laug- ardalsvelli 19. júní. Bréf borgarstjóra er svohljóð- andi: „Ágæti Hjálmur. Í tölvupósti, sem mér barst í gær, lýsir þú aðstæðum á Laugardalsvelli þegar þar fór fram miðnæturmót ÍR hinn 19. júní sl. Jafnframt því spyrð þú hvort ég sé sátt við að ungar frjálsíþróttakonur séu móðgaðar freklega á hátíðisdegi kvenna og hvort ég geti bætt aðstöðu þeirra. Ég svara því hreinskilnislega að ég er afar ósátt við að ungt íþrótta- fólk geti upplifað aðstæður með þeim hætti sem lýst er í tölvupósti þínum. Ég vil þó benda á að þar gætir þess misskilnings að KSÍ hafi fengið Laugardalsvöllinn „til frjálsra afnota fyrir nokkrum árum og virðist geta komið fram við aðrar íþróttagreinar eins og þeim sýnist.“ Hið rétta er að 29. nóvember 1996 gerðu Reykjavíkurborg og KSÍ samning um að KSÍ tæki að sér all- an rekstur Laugardalsvallar frá 1. janúar 1997. Fimm manna vallar- stjórn skyldi hafa daglega umsjón með rekstri Laugardalsvallar og framgangi samningsins. Í þeirri stjórn eiga sæti fulltrúar bæði frá ÍTR og ÍBR. Vallarstjórn annast samskipti við ÓÍ, ÍSÍ, ÍBR, íþrótta- sambönd og íþróttafélög auk ann- arra sem óska eftir afnotum af Laugardalsvelli. Í 8. gr. samningsins segir að Laugardalsvöllur verði áfram aðal- leikvangur Reykjavíkur og þjóðar- leikvangur í knattspyrnu og frjáls- um íþróttum, og að þar.... fari fram frjálsíþróttaæfingar og frjáls- íþróttamót. Þá segir í 10. gr. að vall- arstjórn annist alla þjónustu við æf- ingar og mót á vegum Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur, frjálsíþróttadeilda í Reykjavík og Frjálsíþróttasambands Íslands á Laugardalsvelli og íþróttasölum undir stúku á sambærilegan hátt og Reykjavíkurborg hefur gert fram að þessu. Þá segir: ,, ......Þegar fyrir liggja óskir um afnot af Laugardals- velli skal sérstök nefnd skipuð fulltrúum KSÍ og FRÍ samkvæmt samkomulagi þessara aðila, gera til- lögur til vallarstjórnar um endan- legt fyrirkomulag móta, æfinga og leikja á Laugardalsvelli.“ Þessar tilvitnanir í samninginn sýna að KSÍ fékk Laugardalsvöllinn ekki til frjálsra afnota og á ekki að geta komið fram við aðrar íþrótta- greinar að geðþótta. Ég hef komið erindi þínu á framfæri við ÍTR og fulltrúa ÍTR í vallarstjórn með ósk um að farið verði yfir umkvörtunar- efni og þess gætt að samningurinn verði framkvæmdur samkvæmt efni sínu. Ég þakka ábendingar þínar, sem farið verður ofan í saumana á. Treysti ég því að það leiði til bættr- ar framkvæmdar. Bestu kveðjur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.