Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÖLUDEILD
símar, 461 3014
og 848 2727
Ahorn Camp
Gott verð
LOKSINS NÝIR HÚSBÍLARNÝR HÚSBÍLL TIL SÖ U
ARCTIC Open-golfmótinu lauk á
Jaðarsvelli við Akureyri um
helgina. Um er að ræða miðnæt-
urgolfmót og er spilað fram á nótt.
Veðrið lék við kylfingana að þessu
sinni svo sem oft áður en mótið var
haldið í 16. sinn. Sífellt fleiri útlend-
ir kylfingar sækjast eftir að vera
með enda þykir þeim mikið varið í
að leika golf um bjartar nætur.
Sigurpáll Geir Sveinsson varð í
fyrsta sæti á mótinu í flokki án for-
gjafar, Ingvar Karl Hermannsson
varð í öðru sæti, Ólafur A. Gylfason
í því þriðja, David Barnwell í fjórða
sæti og Ómar Halldórsson í því
fimmta.
Í flokki án forgjafar varð John
Smit frá Suður-Afríku í fyrsta sæti,
Hal Corbin frá Bandaríkjunum ann-
ar og Sveinn Viðarsson í því þriðja.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þegar miðnætursólin sýndi sig upp úr miðnætti gáfu golfararnir sér góðan tíma og nutu útsýnisins.
Í logum miðnætursólar
PÉTUR Bjarnason,
Akureyri, hefur verið
ráðinn framkvæmda-
stjóri Frumkvöðlaset-
urs Norðurlands og
hefur hann störf á
næstu dögum. Pétur
útskrifaðist sem sjáv-
arútvegsfræðingur frá
Háskólanum í Tromsö
1980 og hefur að mestu
starfað innan sjávarút-
vegsins síðan þá. Pétur
hefur síðustu árin verið
formaður og fram-
kvæmdastjóri Fiski-
félags Íslands og mun
áfram sinna stjórnun-
arstörfum í hlutastarfi hjá því félagi.
Frumkvöðlasetur Norðurlands
mun hafa starfsstöðvar á Dalvík, Ak-
ureyri og Húsavík. Markmið með
stofnun setursins er að aðstoða frum-
kvöðla til þess að koma atvinnuskap-
andi hugmyndum í framkvæmd og að
taka þátt í stofnun og starfsemi
félaga, sem fela í sér ný-
mæli í atvinnulífinu og
eru mikilvægur þáttur í
uppbyggingu atvinnulífs
á Norðurlandi.
Þeir sem standa að
setrinu eru: Fjárfesting-
arfélagið Urðir hf.,
Tækifæri hf., Iðntækni-
stofnun Íslands, Ný-
sköpunarsjóður at-
vinnulífsins, Iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytið, At-
vinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar, At-
vinnuþróunarfélag
Þingeyinga hf. og Há-
skólinn á Akureyri.
Stjórn Frumkvöðlaseturs Norður-
lands skipa: Rúnar Þór Sigursteins-
son, formaður; Andrés Magnússon,
Arne Vagn Olsen, Björgvin Njáll
Ingólfsson, Hólmar Svansson, Ingi
Rúnar Eðvarðsson, Jóhann Antons-
son, Sveinn Þorgrímsson og Tryggvi
Finnsson.
Frumkvöðlasetur Norðurlands
Pétur Bjarnason
ráðinn fram-
kvæmdastjóri
Pétur Bjarnason
BÆJARRÁÐ Akureyri hefur sam-
þykkt að hækka þjónustugjaldskrár
Akureyrarbæjar um 10%. Hækkun-
in tekur gildi 1. júlí næstkomandi.
Þetta er gert að því er fram kom í
bæjarráði, til að unnt sé að mæta
hluta af þeim kostnaðarhækkunum
sem orðið hafa í rekstri bæjarsjóðs.
Nefndum bæjarins hefur verið falið
að útfæra gjaldskrárnar.
Bæjarráð Akureyrar
Þjónustugjaldskrár
hækka um 10%
GAUI litli og félagar gróðursettu
24 stór tré í svonefndum Feitalundi
í Átvaglaskógi, nú um helgina, en
hann er í landi Hamra við Akureyri.
Í lundinum hefur verið reist tré-
stytta, „Vambarpúkinn“ sem Aðal-
steinn Svanur Sigfússon gerði, en
hann er eins konar grátmúr feita
mannsins. Stefnt er að því að Át-
vaglaskógur verði í framtíðinni
stærri en Vaglaskógur!
Fjögur ár eru nú liðin frá því
Gaui litli fór af stað með aðhalds-
námskeið í World Class í Reykjavík
og Akureyri og hefur fólk sem sótt
hefur þessi námskeið á tímabilinu
misst samtals 19 tonn af fitu.
Fyrsta árið var Landgræðslu rík-
isins gefin rúm 3 tonn af áburði til
dreifingar á hálendinu, en síðustu
tvö ár hafa trjáplöntur verið gróð-
ursettar fyrir hvert fallið kíló. Nú í
ár hafa fallið 6 tonn af fitu, hjá
börnum, unglingum og fullorðnu
fólki sem sótt hefur námskeiðin.
Nemur fitumissirinn alls um 10
brettum af fitu en þau rúmast í 20
feta gámi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Gaui litli við gróðursetningu í Feitalundi ásamt fjölskyldu og fleirum.
Gaui litli og félagar
24 tré gróðursett
í Feitalundi
AÐALHEIÐUR S. Eysteins-
dóttir og Jón Laxdal bjóða
upp á daglega dagskrá í
vinnustofum sínum að Kaup-
vangsstræti 24, allt fram til
19. júlí næstkomandi. Þessi
dagskrá nefnist „Á slaginu
sex“ og eins og nafnið ber
með sér hefst hún kl. sex eða
18 daglega. Vinir og vanda-
menn þeirra hjóna, Aðalheið-
ar og Jóns, munu sjá um
listauka á þessum „Listsýn-
ingum í vinnustofum“.
Í dag, þriðjudaginn 26.
júní, verður það Þórey Óm-
arsdóttir sem sér um dag-
skrána, Aðalheiður verður
með dagskrá á morgun, mið-
vikudag, Steinunn Sigurðar-
dóttir á fimmtudag, Heimir
Hlöðversson á föstudag, Jón
Erlendsson á laugardag,
óvænt uppákoma verður á
sunnudag, en næsta mánu-
dag, 2. júlí, mæta þær Arn-
finna Björnsdóttir og Hólm-
fríður Steinþórsdóttir „á
slaginu sex“.
Á slag-
inu sex
Listsýningar á
vinnustofum
Aðalheiðar og Jóns