Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM
52 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 29. júní kl. 20 -NOKKUR SÆTI
Lau 30. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fös 6. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 14. júlí kl. 20 - LAUS SÆTI
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Þri 3. júlí kl. 20 – Forsýning,
miðaverð kr. 1.200
Mið 4. júlí kl. 20 – Frumsýning
Lau 7. júlí kl. 20
Sun 8. júlí kl. 20
Söngleikur fluttur af nemendum
Verslunarskóla Íslands
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
HEDWIG KL. 20.30
Forsýning mið 4/7 UPPSELT
Frumsýning fim 5/7 UPPSELT
Lau 7/7 A,B,C,D,E,F,G,H&I kort gilda
örfá sæti laus
Fös 13/7
Lau 14/7
Hádegisleikhús KL. 12
RÚM FYRIR EINN
fim 28/6 nokkur sæti laus
Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og
frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í
síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða
530 3037.
midasala@leik.is — www.leik.is
Miðasölusími er 530 3030
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
!"#$%&''()! "
*+ +, - + +
++ . %%/0
2
! +B=''(! 5B=''()! "
000"(1" (2(1"
'3("45 !67 8 !(' 3"9:"("4;)4<7 !")"("4;9#5"
ÞRJÁR nýjar kvikmyndir koma inn
á myndbandalistann þessa vikuna.
Wonder Boys fer strax í annað sæt-
ið, en hún hlaut fínustu dóma gagn-
rýnenda og leikmanna hvarvetna.
Michael Douglas þykir þar fara á
kostum en hann má einnig sjá í
kvikmyndinni One Night at Mc-
Cools sem nú er sýnd hér á landi.
Tobey Maguire þykir einnig sýna
snilldartakta en hans er næst að
vænta í kvikmynd um Köngulóar-
manninn, sem hefur verið í und-
irbúningi í ein tíu ár. En þar segir
frá skólastrák sem breytist er hann
er bitinn af geislavirkri könguló og
fær síðan vinnu sem blaðaljósmynd-
ari því hann nær alltaf svo góðum
myndum af Köngulóarmanninum.
Í fimmta sæti lendir taívanska
myndin Krjúpandi tígur, dreki í
leynum sem sló rækilega í gegn í
hinum vestræna heimi. Hasarhetjan
Yun-Fat Chow leikur þar eitt aðal-
hlutverkið en nú er leikkonan Mich-
elle Yeoh einnig orðin eftirsótt.
Fyrsta bandaríska kvikmyndin sem
hún lék í var James Bond myndin
Tomorrow Never Dies árið 1997.
Sagt er að hún hafi hafnað hlut-
verki í Matrix 2 og 3 til að geta
sinnt eigin kvikmyndagerð á heima-
slóðum. Seinna á árinu eða á næsta
ári mun hún sem framleiðandi og
leikkona frumsýna nýja bardaga-
mynd.
Bókmenntir
og bardagar
!"!#$
!"!#$ %
!"!#$ %
&'()*
#%)
!"!#$ %
+
!
+
!
%
!"!#$ %
+
!
!"!#$ +
!
,)-
"(
&'()*
#%)
%
!"!#$ ,
!
,
!
.
,
!
.
,
!
,
!
,
!
,
!
,
!
.
,
!
.
.
.
/
!
/
!
/
!
,
!
,
!
!
""
#$%
&'&!
( *
+
, &!-)
.
/, $-0 !
/ Michelle Yeoh og Chow Yun Fat í hlutverkum sínum í Krjúpandi tígur,
dreki í leynum.
Á HVERJU þriðjudagskvöldi geta
tónlistaráhugamenn átt stefnumót við
íslenska jaðar- og grasrótartónlist á
Gauki á Stöng. Íslenskt tónlistarlíf
hefur líklegast aldrei verið fjölbreytt-
ara, ótal stefnur í gangi og allar smita
þær út frá sér og vaxa.
Raftónlistarmenn taka þessum
uppákomum opnum örmum, enda er
skortur á tónleikastöðum í höfuð-
borginni og kemst því tilraunakennd-
ari tónlist síður að.
„Þetta er mjög gott framtak,“ segir
Ólafur Agnar Breiðfjörð, sem gengur
undir listamannanafninu ILO og er
einn þeirra þriggja raftónlistarmanna
sem leika á Stefnumóti Undirtóna í
kvöld. „Ég er líka mjög sáttur að
þetta skuli vera í miðri viku en ekki í
þessum partí-bransa. Þetta er þægi-
legri vettvangur fyrir svona tónlist.“
Ólafur gaf nýverið út sína fyrstu
geislaplötu en hann hefur fram að
þessu verið iðinn við að endurhljóð-
blanda lög fyrir hljómsveitir.
„Ég hef endurhljóð-
blandað Sigur Rós, múm,
Stjörnukisa og Kanada. Ég
byrjaði að gera tónlist fyrir
svona 7 eða 8 árum. Ég var í
Listaháskólanum, útskrif-
aðist núna í vor. Hann hefur
alltaf verið forgangsatriði,
þannig að útgáfa hefur ekki
verið inn í myndinni fyrr en
bara núna.“
Sem lokaverkefni valdi
Ólafur að blanda saman
mynd- og tónlist. Afar vel heppnað
verk, þar sem listunnandinn gekk
hreinlega inn í tónheim Ólafs. Sýning
fór fram í u.þ.b. 15 fermetra herbergi
í Listaháskólanum. Á veggjunum
voru myndir þar sem hljóðbylgjur
voru málaðar, eins og þær birtast
þegar er verið að vinna með þær á
tölvuskjá, með bláleitum lit. Undir
myndunum voru svo hátalarar sem
léku svipuð hljóð og bylgjurnar á
myndunum lýstu.
„Ég gerði myndina fyrst, út frá fag-
urfræðilegu sjónarmiði. Svo tók ég upp
tónlistina eftir á og bar hljóðbylgjurn-
ar við þær sem ég hafði málað. Það tók
smátíma, en þetta gekk undir lokin.
Mér fannst það svo óspenn-
andi að gera það á hinn mát-
ann, þ.e. öfugt. Það var
miklu skemmtilegra að gera
það svona, þá vissi maður
ekki hvernig útkoman yrði
fyrr en maður var búinn að
þessu.“
Það verður nú líklegast
lítið um myndlist á Gaukn-
um í kvöld, en við hverju
mega gestir þá búast?
Verða leikin mörg lög af
nýju plötunni?
„Trúlega verða einhver lög af plöt-
unni leikin, veit samt ekki hvort þau
verða mörg. Ég ætla líka að spila ný
lög sem koma út seinna á öðru fyr-
irtæki. Það eru léttari lög, sem ég
samdi þegar ég var á Spáni fyrir síð-
ustu jól. Þessi eldri lög eru svolítið
börn síns tíma,“ upplýsir Ólafur að
lokum.
Í kvöld koma einnig fram raftón-
listarmennirnir Exos, sem gaf einnig
nýlega út plötu, og Biogen en hann
ætlar að flytja myndbandsverk.
Húsið verður opnað kl. 21, það er
18 ára aldurstakmark en aðgangseyr-
ir er 500 kr. eins og áður.
Hljóð og
mynd
ILO, Exos og Biogen leika á Stefnumóti Undirtóna
Tónlistarmaðurinn
ILO, réttu nafni Ólaf-
ur Agnar Breiðfjörð.
KAPPAKSTURSMYNDIN The
Fast and Furious brunaði í efsta sæti
bandaríska bíóaðsóknarlistans um
helgina – öllum að óvörum.
Langflestir höfðu búist við því að
önnur myndin um Doolitle lækni ætti
toppsætið víst en bandarískir bíógest-
ir reyndust mun áhugasamari um
hraðskreiða bíla en talandi dýr.
The Fast and The Furious fjallar
líkt og ein sumarmyndanna í fyrra,
Gone in 60 Seconds, um götuklíkur
sem fá kikk út úr hraðakstri og löggur
sem fara huldu höfðu í því skyni að
hafa uppá harðsvíruðum ræningjum.
Ef gengi toppmyndarinnar er skoðað
nánar kemur betur í ljós hversu mikið
afrek helgarinnar er. Aðsóknartekjur
eru nú þegar orðnar töluvert hærri en
framleiðslukostnaður. Leikstjórinn
Rob Cohen (Dragonheart, Daylight)
hefur ekkert átt sérstaklega góðu
gengi að fagna þegar aðsókn er ann-
ars vegar og því bjuggust framleið-
endurnir ekki við nándar nærri svo
mikilli aðsókn. Hún skartar t.a.m.
engum stjörnum. Aðaltromp myndar-
innar, vöðvafjallið Vin Diesel, er
kunnastur fyrir aukahlutverk í Sav-
ing Privat Ryan en sýndi fyrst hvað í
honum býr í framtíðartryllinum Point
Blank, sem fór beint á myndband hér
á landi þrátt fyrir að vera vel yfir
meðallagi góður hasar. Það má hins-
vegar bóka það að nú í kjölfar vin-
sældanna á The Fast and Furious sé
Vin Diesel orðinn stórstjarna sem
mikið mun kveða að í framtíðinni.
Spurning hvort óvænti smellur
sumarsins sé kominn? Frumsýning
Dr. Doolitle 2 féll nokkuð í skuggann
á bílahasarnum óvænta. Eins og fyrr
segir var búist við að myndin færi á
toppinn. Sérfræðingar velta nú vöng-
um yfir því hvers vegna og hafa tvær
skýringar verið áberandi; það er
óvenju mikið úrval fyrir börnin þessa
dagana, en Shrek og Atlantis m.a. eru
enn mjög heitar, og unglingarnir
virðast hafa tekið The Fast and the
Furious framyfir. Myndin tók minna
í kassann en forverinn og miklu
minna en Klikkaði prófessorinn 2
gerði í fyrra.
Tvær stórar frumsýningar þýddu
að Lara Croft: Tomb Raider varð að
sætta sig við tveggja sæta fall af
toppnum.
Hraði og
spenna
!
"
#
$%&' (
'&) (
*$& (
$$&+ (
%,&* (
,+& (
%) &% (
$+&$ (
+ &' (
,%&+ (
Sjóðheit nýstirni: Vin Diesel og
Paul Walker, aðalleikarar The
Fast and the Furious.
Mikill hamagangur á bandaríska bíólistanum
Pola X Fyrsta kvikmynd franska leikstjór-
ans Leos Carax síðan hann gerði
Elskendurna á Pont-Neuf brúnni.
Flott, frönsk og framúrstefnuleg en
dálítið hæg.
Better Than Chocolate/Betra en
súkkulaði Létt og hispurslaus rómantísk
gamanmynd um leið ungrar stúlku
út úr skápnum.
Hraðbrautin 2 /Freeway 2
Mjög hrottaleg en um leið áhuga-
verð mynd um vitfirringu handan
landamæranna. Hentar þó aðeins
þeim allra sjóuðustu í sótsvörtum
kvikmyndum.
Oh Brother, Where Art Thou?
Coen-bræður endursegja lauslega
Odysseifskviðu í gegnum þrjá
strokufanga á þriðja áratugnum.
Myndin er býsna góð á köflum, ekk-
ert meira eða dýpra en það. (H.L.)
Dónamyndir / Dirty Pictures
Virkilega áhugaverð mynd um
minnisstæð málaferli út af sýningu
á ljósmyndum Roberts Montgome-
rys sem velti upp spurningunum
um tjáningarfrelsi í listum.
Fjölskyldumaðurinn /
Family Man Cage heldur uppi amerískri jóla-
sögu um einstæðing sem fyrir töfra
fær að kynnast dásemd fjölskyldu-
lífsins. (A.I.)
Meet the Parents Oft meinfyndin, byggð á seinheppni
og afkáralegum uppákomum í við-
skiptum Stiller við tilvonandi
tendgapabba, sem De Niro leikur af
ýktum sannfæringarkrafti. (S.V.)
Stranglega bönnuð börnum /
Rated X Fullmikill Boogie Nights-þefur hér
en stórt framfaraskref hjá bræðr-
unum Sheen,og Estevez.
Wonder Boys Svört og húmorísk mynd um há-
skólaprófessor og nemanda hans
sem læra ýmislegt hvor af öðrum
um skáldskap og lífið. Einstaklega
svöl og smekkleg mynd með frá-
bærum leik. (H.L.)
Crouching Tiger, Hidden Dragon
Mögnuð ástarsaga frá Ang Lee úr
gamla Kína, sem sigrast á þyngd-
arlögmálinu í glæsilegum bardaga-
atriðum.(A.I.)
GÓÐ MYNDBÖND
Ottó Geir Borg,
Heiða Jóhannsdótt ir
Skarphéðinn Guðmundsson