Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 51 DAGBÓK LJÓÐABROT KVÖLDVÍSA Hnígur hlýskjöldur, heimsljósið bjarta, seint á vesturvegu, hinztum lýstur himingeisla yfir frjóvga fold. Döggvuð rís fyrir dásemd þinni rós af blómgum beð. Ljúf eru þau litaskipti hógvært heims um kvöld. Sit ég einn í ægisheimi og yfir löndin lít. Sofna taka nú sorgir mínar í eyglóar örmum. Benedikt Gröndal. Árnað heilla Þjóðunum í Evrópu hefur fjölgað mikið á síðasta ára- tug og það kemur auðvitað fram í fjölda þátttakenda á alþjóðamótum. Á Möltu 1999 var slegið met en þá tóku 37 þjóðir þátt í EM opna flokksins. Var brugðið á það ráð að fækka spilum í hverjum leik í 20. Áður hafði verið fækkað niður í 24 úr 32. Ítalir unnu þar sinn þriðja sigur í röð en Ísland endaði í 21. sæti. Liðið var skipað Magnúsi Magnús- syni, Þresti Ingimarssyni, Antoni Haraldssyni, Sigur- birni Haraldssyni, Ásmundi Pálssyni og Jakobi Kristins- syni og fyrirliði var Ragnar Hermannsson. Gullaldarlið Austurríkismanna var með- al þátttakenda en einn þeirra besti spilari fann þó ekki bestu leiðina í þessum þremur gröndum: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 102 ♥ ÁK6 ♦ D862 ♣ DG86 Vestur Austur ♠ G864 ♠ Á75 ♥ D5 ♥ G1084 ♦ G43 ♦ 105 ♣ÁK109 ♣7532 Suður ♠ KD93 ♥ 9732 ♦ ÁK97 ♣4 Ítalir voru mótherjar Austurríkismanna og Feichtinger í suður fékk út spaða frá Boccki í vestur eft- ir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Bocchi Terraneo Duboin Feicht- inger -- -- Pass 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Bláa laufið er enn vinsælt hjá eldri kynslóðinni í Aust- urríki og því vekur suður á hjarta en ekki tígli. En það er út af fyrir sig aukaatriði. Duboin tók á spaðaás og spilaði aftur spaða. Feichtin- ger stakk upp kóng og dúkk- aði hjarta. Sem var ógæti- legt því austur komst inn og gat spilað spaða og byggt upp slag gosa vesturs. Vörn- in hefur nú opnað fimm slagi og þegar hjartað féll ekki 3-3 hlaut spilið að tapast. Auðvitað er eðlilegt að reyna við níunda slaginn á hjarta. En Feichtinger átti kost á fallegri „slaufu“ sem gat gefið honum vinning í hagstæðri lauflegu. Hann átti að spila hjarta á ásinn, fara heim á tígul og spila aft- ur hjarta. Þegar drottningin kemur úr vestrinu er dúkk- að! Vestur getur auðvitað ekki spilað spaða og verður að koma sér hlutlaust út á tígli. En það gefur sagnhafa færi til að spila laufi að litlu hjónunum. Í þessu tilfelli á vestur bæði ás og kóng og því er hægt að fría níunda slaginn á lauf í rólegheitum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. 80 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 26. júní er áttræð Oddný Ólafsdótt- ir, kjólameistari, hjúkrun- arheimilinu Eir, áður að Stórholti 27, Reykjavík. Í tilefni dagsins ætlar Oddný að hafa heitt á könnunni fyr- ir ættingja og vini á heimili dóttur sinnar Jóhönnu að Þrastarlundi 1, Garðabæ, eftir kl. 19:30. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 27. júní, verður sjö- tugur Guðmundur Ó. Egg- ertsson, húsgagnasmíða- meistari, Heiðargerði 76, Reykjavík. Af því tilefni taka Guðmundur og eigin- kona hans, Vilhelmína Adolfsdóttir, á móti vinum og ættingjum milli kl. 18–21 á afmælisdaginn, í Veislusal að Skipholti 70, Reykjavík. STAÐAN kom upp á helg- arskákmótinu á Akureyri er fór fram um hvítasunnu- helgina. Hvítt hafði Björn Þorfinnsson (2265) gegn Lenku Ptácníkovu (2185). 21.Ba6+ Rb7 22.Rd5! og svartur lagði niður vopnin enda tapar hann drottning- unni eða verður mát. Skákin tefldist í heild sinni: 1.d4 Rf6 2.Bg5 Re4 3.Bh4 d5 4.e3 g5 5.Bg3 h5 6.f3 Rxg3 7.hxg3 Bg7 8.f4 g4 9.Bd3 c5 10.c3 b6 11.Re2 f5 12.c4 e6 13.Rbc3 dxc4 14.Bxc4 cxd4 15.Rxd4 De7 16.Db3 Bxd4 17.exd4 Rc6 18.O-O-O Ra5 19.Db5+ Bd7 20.De5 O-O-O o.s.frv. Þriðja helgarskákmótinu í helgarmótasyrpu SÍ lauk um síðustu helgi. Taflfélag Reykjavíkur hélt það en lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Arnar E. Gunnarsson 7½ vinning af 9 mögulegum 2. Helgi Ólafsson 7 v. 3.-4. Helgi Áss Grétarsson og Sigurður Páll Steindórsson 6 v. 5.-8. Stef- án Kristjánsson, Björn Þor- finnsson, Þorsteinn Þor- steinsson og Magnús Örn Úlfarsson 5½ v. 9.-10. Guð- mundur Kjartansson og Sig- urjón Sigurbjörnsson 5 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu Hver ykkar var á vakt í nótt? MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert hreinskilinn og átt stundum til að koma of bratt að fólki þegar þú ræðir við það umbúðalaust. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að tala skýrt og skorinort, ef þú vilt ekki eiga á hættu, að einhverjir mis- skilji þig. Taktu jákvæðri gagnrýni vel því hún er upp- byggjandi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt veraldleg gæði séu nauð- synleg, snýst lífið um fleira en þau. Vanræktu ekki þinn innri mann, heldur gefðu þér tíma til að sinna andlegum þörfum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Taktu það ekki óstinnt upp, þótt svörin láti stundum bíða eftir sér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú verður að finna sköpun- arþrá þinni farveg og sinna henni sem mest þú mátt. Börn eru einkar einlæg og samband við þau er sérstak- lega gefandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gengur með margar djarf- ar hugmyndir í maganum. Hvernig væri að slaka einni eða tveimur og sjá hvernig fólk bregzt við þeirri fram- takssemi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Eins og það er gott, þegar menn hjálpast að, getur það stundum orðið til trafala, þegar of margir koma að verki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Einhver vandræði koma upp í samskiptum þínum við aðra þannig að þú þarft að leita þér að bandamanni. En mundu að lengi má manninn reyna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er stundum nauðsynlegt að lesa milli línanna, því að- eins þannig fæst rétt mynd af því sem raunverulega er að gerast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er rétti tíminn til að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum, sem þú hefur svo lengi unnið að af kostgæfni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér er nauðsyn að finna tíma fyrir sjálfan þig. Ef vinir og ættingjar leyfa það ekki, verður þú að tala alvarlega við þá, þangað til þeir skilja þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri aðstöðu, sem þú lendir í, en þarft þó að taka á öllu, sem þú hefur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhverjir hnökrar koma upp á vinnustað og þú þarft að taka á honum stóra þínum til þess að samstarfið endi ekki með ósköpum. Haltu ró þinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r Bébécar AT barnavagnar, Reider AT kerrur og Easybob bílstólar, sem passa á vagnagrindur og kerrur. Nýir litir Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610, verslun.strik.is/allirkrakkar Gullsmiðir Nýbýlavegi 12 - sími 554 4433 Ódýrir sumarbolir frá kr. 1.200 Hnepptar peysur frá kr. 1.990 Stuttbuxur kr. 1.490 Sumarferð Dómkirkjunnar Fimmtudaginn 28. júní verður farin árleg ferð eldri borgara. Farið verður kl. 13 frá Safnaðarheimilinu í Lækjargötu 14a. Ekið verður um Þrengslaveg að Strandarkirkju, þar sem verður helgistund og staðarskoðun. Að því búnu verður ekið áfram um Suðurstrandarveg til Grindavíkur þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar. Heimkoma er áætluð kl. 19. Innritun í ferðina verður í síma 562 2755 kl. 10-12 á mánudag og þriðjudag. Gjald er kr. 1.000. Tvö frábær fyrirtæki 1.Rótgróin bílaleiga til sölu. Bílaleigan er á milli 30-40 bílar. 95% nýting allt árið. Mikil framlegð, lítill tilkostnaður. Góð viðskipta- sambönd fylgja með og hægt að auka viðskiptin stórlega. Frá- bær tækifæri fyrir þá sem vilja vera sjálfstæðir og eiga vel rekið fyrirtæki. Mikil aukning í ferðageiranum og pottþétt fjár- festing til framtíðar. 2. Stórt og glæsilegt veitingahús með veitingasölum til útleigu. Mikil aukning á hverju ári. Veisluþjónusta og matarsala. Mjög vinsælt fyrir árshátíðir, erfidrykkjur, þorrablót og í allar aðrar veislur. Tekur 250 manns í sæti. Allt nýupptekið. Sami eigandi í áratugi og vill fara að hvíla sig. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.