Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ASKA frá Kötlugosi gætihaft þau áhrif að beinayrði flugumferð út úr ís-lenska flugstjórnar- svæðinu, en um það fljúga 400 til 500 flugvélar á sólarhring og 25% líkur eru á því að flugvellirnir við Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði lokist tímabundið vegna gosösku. Ástæða þessa er sú að goskaska getur truflað og jafnvel stöðvað gang þotuhreyfla. Matthías Sveinbjörnsson, verk- fræðingur hjá Flugkerfum hf., sem sérhæfir sig í hugbúnaðargerð fyr- ir flugumferð, lauk nýverið meist- araprófsverkefni við Háskóla Ís- lands sem fólst í könnun á hugsanlegum áhrifum Kötlugoss á flugumferð við Ísland. Alþjóðasam- tök flugmannafélaga, IFALPA, óskuðu eftir því að gerð yrði úttekt á áhrifum Kötlugoss á flugumferð og var fyrirtækið Flugkerfi fengið til verksins af Flugmálastjórn og Matthíasi falið að annast það. Flug- kerfi og Flugmálastjórn hafa um árabil átt margháttað samstarf um hönnun hugbúnaðar fyrir flugum- ferðina. Verkefni sem þetta hefur hvergi í heiminum verið unnið áður og segir Matthías ekki mjög mörg ár síðan farið var að koma upp ákveðnum viðvörunarkerfum til flugstjórnarsvæða og flugfélaga vegna eldgosa. Sett hefur verið á laggirnar sérstök miðstöð sem fær allar upplýsingar um eldgos og sendir út viðvaranir vegna flugum- ferðarinnar. Er þá gripið til viðeig- andi viðbúnaðar og flugleiðum breytt ef þurfa þykir. Áhrifin könnuð fyrstu 12 tímana eftir gos En hvernig var verkefnið unnið? „Ég kannaði áhrifin á fyrstu 12 tímunum sem Kötlugos myndi standa, kannaði útbreiðslu gos- makkarins út frá veðurfari og setti upp í líkan flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið á tilteknum tímum á hverjum sólarhring allt síðasta ár. Einnig kannaði ég hversu líklegt væri að alþjóðaflug- vellirnir fjórir á landinu myndu lokast vegna gosösku. Ég kannaði hæð og útbreiðslu gosmakkarins miðað við Kötlugos- ið 1918 en þá fór hann í um 14 km hæð,“ segir Matthías í samtali við Morgunblaðið og við það verkefni studdist hann við veðurlíkön frá Bandaríkjunum. „Ég líkti eftir fimm Kötlugosum á dag alla daga síðasta árs, kl. 10, 11, 12, 13 og 14 og þannig má segja að ég hafi kannað áhrif 1.500 gosa.“ Út frá þessum forsendum líkti Matthías eftir flugumferð á þess- um tímum dagsins til að komast að því hversu margar flugvélar voru á lofti á þessum tíma alla daga ársins og hversu margar þeirra yrðu fyrir beinum og óbeinum áhrifum vegna útbreiðslu gosmakkarins. Matthías segir að gosaskan sé hættuleg þotuhreyflum vegna þess að heit askan geti farið í hreyflana, hiti hennar sé lægri en hitinn í bruna- hólfum þeirra og festist hún við túrbínublöð þeirra og veldur stíflu í loftflæðinu. Við það geta þeir drep- ið á sér. Er talið að um 80 flugvélar hafi orðið fyrir truflunum vegna gosösku á um 15 ára tímabili fyrir árið 1994 og segir Matthías að upp úr því hafi menn verið farnir að líta á þetta sem alvarlegt vandamál í fluginu. En hversu mikil áhrif get- ur gosaska frá Kötlu haft á flug- umferð hér við land? Beina þarf 70–80% flugvéla úr leið „Ef gos verður til dæmis um kl. 10 að morgni þegar umferðin er að verða einna mest og gosmökkinn leggur í suðurátt og fer í þessar venjulegu flughæðir getur hún orð- ið til þess að beina þurfi um 70% flugvéla suður fyrir íslenska flug- stjórnarsvæðið. Þar geta verið aðr- ar vélar fyrir og þær yrðu því einn- ig fyrir óbeinum áhrifum ef breyta yrði flugleiðum þeirra líka og því má segja að um 80% vélanna á þessari leið yrðu fyrir beinum og óbeinum áhrifum. Þarna erum við að tala kannski um 270 flugvélar og hugsanlegt er að nokkrar vélar sem ekki væru farnar af stað myndu hætta við,“ segir Matthías og telur að krókurinn sem þær þurfa að leggja á sig geti stundum verið lítill eða kringum 30 mílur en hugsanlega allt upp í um 300 mílur og jafnvel meira. Þá segir hann gosöskuna geta verið lengi í þess- um þotuflugshæðum og hún geti líka dreifst mjög hratt og því farið mjög víða og í ritgerð sinni sýnir hann hvernig gosmökkurinn getur á fáum klukkustundum farið út yfir Atlantshafið og því truflað flugleið- ir nánast yfir öllu Norður-Atlants- hafi. Niðurstöður kynntar erlendis Flugvellir á Íslandi gætu einnig hugsanlega lokast vegna gosmakk- ar frá Kötlu sem trufla myndi flug við vellina og hugsanlegt er einnig að aska legðist yfir flugbrautir sem þyrfti þá að hreinsa. Flugvélar á leið til Íslands frá útlöndum hafa einnig varaflugvöll hérlendis og sé Keflavík áfangastaðurinn er unnt að skrá Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði sem varaflugvelli fyrir flestar þotur sem hingað fljúga reglulega. Samkvæmt útreikning- um Matthíasar eru mestar líkur á að Egilsstaðaflugvöllur lo 12 tímum eftir Kötlugos og urnar 26,5%, 25,1% líkur Akureyrarflugvöllur lok 18,9% og 19,9% líkur eru flugvallanna við Keflaví Reykjavík. Þá skoðaði h staklega hversu oft flug fjórir myndu lokast á sam Kemur í ljós að eftir að g staðið í 12 tíma myndu a irnir lokast í 13 skipti af 36 Kannar áhrif Kötlugoss á flugumfer Beina yrði um 70 umferðar frá go Gosaska sem stígur hátt í andrúmsloftinu getur orðið skeinuhætt þotum. Vara þarf flugumferð við hugsanlegum áhrifum eldgosa og hefur verið hannað kerfi á Íslandi sem líkir eftir áhrifum Kötlugoss á flugumferð. Jóhannes Tómasson kynnti sér málið með samtali við höfund þess, Matthías Sveinbjörnsson. Dreifing umferðarinnar svæð Hér sést hvernig gosmö því s Morgunblaðið/Billi Matthías Sveinbjörnsson, verk- fræðingur hjá Flugkerfum, hefur hannað kerfi sem líkir eftir áhrifum Kötlugoss á flug- umferð við Ísland. Dreifing flugumferðarin su SAMDRÁTTUR Í EVRÓPU ÁBYRGÐ Í EFNAHAGSMÁLUM DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-herra færði í viðtali við Morg-unblaðið á sunnudag ýtarleg rök fyrir þeirri bjartsýnu afstöðu, sem hann hefur haft í efnahagsmálum að undanförnu þrátt fyrir ýmis hættu- merki í þjóðarbúskapnum. Forsætis- ráðherra telur að spá Þjóðhagsstofn- unar frá því í síðustu viku um efnahagshorfurnar hafi að mörgu leyti verið túlkuð of neikvætt og að ekki sé nein hætta á efnahagslegri kollsteypu, enda standi efnahagslífið traustum fótum. Um það verður auð- vitað ekki deilt að fleiri stoðum hefur verið skotið undir hagkerfið á síðustu árum og við erum mun betur í stakk búin að bregðast við sveiflum í þjóð- arbúskapnum en áður var. Davíð segir í viðtalinu að ljóst sé að sú mikla verðbólga, sem spáð sé á þessu ári, sé fyrst og fremst „verð- bólguskot“ en verði ekki til lang- frama. Fyrir því eru efnahagsleg rök, en jafnframt má halda því fram að þegar verðbólga eykst, sé mikilvægt að allir séu sammála um að það sé tímabundið ástand, því að væntingar um verðbólgu stuðla gjarnan að því að viðhalda henni. Afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar á fyrri hluta næsta árs mun skipta miklu máli; verði gerð krafa um að laun hækki vegna verð- lagsþróunarinnar, er um leið hætta á að fyrirtæki velti launahækkununum út í verðlagið og þannig lendum við í hinum gamalkunnuga vítahring launa- og verðhækkana. Við verðum að koma í veg fyrir slíkt með öllum ráðum. Í öðru lagi telur forsætisráðherra að gengi krónunnar muni styrkjast á næstunni, m.a. vegna minnkandi við- skiptahalla og um leið muni þrýsting- ur á verðlagið minnka. Gengislækkun- in að undanförnu hafi m.a. verið vegna þess að aðilar markaðarins hafi verið að læra að fóta sig við nýjar aðstæður eftir að Seðlabankinn tók upp verð- bólgumarkmið í stað gengismark- miðs. Davíð höfðar augljóslega til ábyrgðar fyrirtækja á fjármagns- markaðnum þegar hann talar um „taugaveiklun“ eða „klaufaskap“ sem valdið hafi gengislækkunum. Það er ólíklegt að forsvarsmenn þeirra fyr- irtækja, sem í hlut eiga, séu ánægðir með þessi ummæli, en svo mikið er víst að svipaðar sveiflur hafa sézt í öðrum löndum, þar sem peningamála- stefnunni hefur verið breytt með sama hætti. Það hefur tekið markað- inn tíma að átta sig á nýjum aðstæð- um, en aukinn stöðugleiki hefur fylgt í kjölfarið. Sú vinna, sem nú fer fram í starfshópi Seðlabankans og viðskipta- bankanna, sem á að móta umgengn- isreglur í gjaldeyrisviðskiptum, skilar vonandi árangri á þessu sviði. Loks er forsætisráðherra bjarg- fastur í trú sinni á að stórar erlendar fjárfestingar í áliðnaði séu skammt undan, sem muni auka hagvöxt og styrkja gengið. Vísar hann þar m.a. til eigin þátttöku í viðræðum við fjár- festa. Bjartsýni Davíðs Oddssonar í þessu efni vekur athygli og má segja að með yfirlýsingum sínum leggi for- sætisráðherra talsvert undir, því að enn eru samningar ekki í höfn um þessar fjárfestingar. Undirtónninn í málflutningi Davíðs Oddssonar er að ekki verði brugðizt við sveiflum í þjóðarbúskapnum með sértækum aðgerðum eða „pataðgerð- um“ eins og hann kallar þær. Þess í stað leggur forsætisráðherra áherzlu á almennar aðgerðir ríkisins, sem muni hjálpa hagkerfinu, auka erlenda fjárfestingu og styrkja stöðu gjald- miðilsins; einkavæðingu ríkisfyrir- tækja, stuðning við sjálfstæðan seðla- banka, lækkun skatta á fyrirtæki og einstaklinga og nýjar reglur um að fyrirtæki geti gert upp reikninga sína í erlendri mynt. Dagar „efnahagsaðgerða“, sem oft skiluðu takmörkuðum árangri, eru liðnir. Efnahagslífið hefur tekið mikl- um breytingum á undanförnum árum, sem hafa í för með sér að hvorki fyr- irtæki né almenningur geta horft í sama mæli og áður til stjórnmála- manna þegar ágjöf eykst í efnahagslíf- inu eins og nú. Nú liggja vaxtaákvarð- anir t.d. alfarið hjá Seðlabankanum og það er augljóst merki um nýfengið sjálfstæði bankans að hann hefur nú aðra skoðun á forsendum til vaxta- lækkunar en forsætisráðherrann. Bankinn telur ekki ástæðu til að lækka vextina, en ráðherrann telur að hann ætti að skoða slíkt fyrr en síðar. Þótt stjórnmálamennirnir geti auð- vitað ekki firrt sig ábyrgð á efnahags- málunum – eins og Davíð Oddsson bendir á, verða þeir að axla hana eða eiga á hættu að vera látnir fjúka í kosningum – liggur stór hluti ábyrgð- arinnar á því að við komumst heil í höfn líka hjá fyrirtækjum og einstak- lingum. Aðgerðir fyrirtækja á fjár- málamarkaði hafa t.d. mikil áhrif á gengið. Verðhækkanir fyrirtækja auka tekjur þeirra, en ala um leið á verðbólgunni og auka líkur á að krafa verði gerð til fyrirtækjanna um að hækka laun. Ákvarðanir einstaklinga og fjölskyldna um útgjöld og fjárfest- ingar halda uppi viðskiptahalla. Verð- skyn og viðbrögð neytenda við verð- hækkunum skipta miklu máli. Við erum eigin gæfu smiðir í ríkari mæli en áður, því að ákvarðanir í efnahags- málum hafa góðu heilli verið fluttar í auknum mæli frá ríkisvaldinu til markaðarins og við, fólkið í landinu, erum markaðurinn. Fleiri þjóðir en við Íslendingareiga við vanda að etja í efnahags- málum um þessar mundir. Aðalfrétt á forsíðu brezka dagblaðsins Financial Times sl. laugardag, fjallaði um sam- drátt í efnahagslífi Þjóðverja. Talið er að enginn hagvöxtur hafi verið á öðrum ársfjórðungi í Þýzkalandi og jafnvel útlit fyrir að hann verði nei- kvæður á þriðja ársfjórðungi. Blaðið fullyrðir, að Schröder, kanslari Þýzkalands muni ekki geta staðið við fyrirheit um 2% hagvöxt á þessu ári. Aðalfrétt á forsíðu Evrópuútgáfu bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal fjallaði um sama efni og vísbendingar um að Evrópuríkin yrðu fyrir meira efnahagslegu áfalli en áður hafði verið talið. Bandaríski Seðlabankinn hefur í marga mánuði reynt að snúa nei- kvæðri þróun í bandarískum efna- hagsmálum við án árangurs. Jafnvel Greenspan getur ekki gert krafta- verk. Í umræðum um stöðu efnahags- mála hér er rétt að hafa þessar stað- reyndir í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.