Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. Vit 234
NÝTT OG BETRA
Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 4.
Íslenskt tal. Vit nr.
7 desember 1941, skyndiárás sem
breytti lífum þeirra að eilífu.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 236.
Sýnd kl. 8 og 10.
B. i. 16. Vit nr 238.
www.sambioin.is
Fjögur súpermódel og
ein venjuleg stúlka.
Strákurinn í
næsta húsi á
ekki möguleika.
…frá þeim sem áttu upphaflegu hugmyndina
að There Is Something About Mary
strik.is
KVIKMYNDIR.is
1/2
Hugleikur
Sá snjalli er
bxunalaus!
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 242.
Nýi Stíllinn
Keisarans
Sýnd kl. 3.45.
Vit nr. 213
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 235. B.i. 12 ára
HÁSKÓLABÍÓ
þar sem allir salir eru stórir
Hagatorgi sími 530 1919
Einlæg,
dramatísk og
bráðskemmti-
leg bresk
mynd sem
lætur engan
ósnortinn
strik.is1/2 Hugleikur
KVIKMYNDIR.is
Svikavefur
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
B. i. 16.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16
KEANU REEVES JAMES SPADER
Sýnd kl. 4.30 og 8. B. i. 12.
Sýnd kl. 10.
Síðustu sýningar. B. i. 14Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6 og 8.
ÓHT Rás 2
PEARL HARBOR
7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu.
31 þúsund áhorfendur
YFIR eitt þúsund manns voru við-
staddir opnun á yfirlitssýningu
Errósafnsins í Listasafni Reykja-
víkur – Hafnarhúsi sl. laugardags-
kvöld og hafa aldrei verið jafn
margir við einstaka opnun Lista-
safnsins frá opnun þess.
Borgarstjóri Reykjavíkur, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, opnaði
sýninguna en við sama tækifæri fór
í fjórða skipti fram afhending úr
Listasjóði Guðmundu S. Krist-
insdóttur, móðursystur Errós. Sjóð-
inn stofnaði Erró til minningar um
frænku sína og er honum ætlað að
efla og styrkja efnilegar listakonur.
Framlag sjóðsins féll að þessu sinni
í skaut listakonunnar Gabríelu
Friðriksdóttur og nemur upphæðin
þrjúhundruðþúsund krónum.
Gabríela hefur haldið margar
einka- og samsýningar allt frá því
hún lauk námi árið 1997.
Mikill áhugi er fyrir yfirlitssýn-
ingu þessa heimsfræga íslenska
myndlistarmanns, en daginn eftir
opnunina komu yfir 600 manns að
sjá sýninguna. Soffía Karlsdóttir,
kynningarstjóri safnsins, segir það
greinilegt að gríðarlegur áhugi ríki
meðal almennings um verk Errós.
„Það var ekki aðeins metaðsókn,
heldur rokseldust rit og bækur um
Erró sem við erum með til sölu í
safninu. Það er greinilegt að áhugi
fyrir lífi og list Errós er mikill og
einlægur meðal Íslendinga,“ segir
Soffía.
Aldrei
fleiri
gestir
Myndlistarmaðurinn Sigurður Árni og listakokkurinn Rúnar
Marvinsson áttu í hrókasamræðum við Erró.
Það var glatt á hjalla hjá Sveini Einarssyni, Erró og Birni Bjarnasyni.
Bragi Ásgeirsson og Erró hafa þekkst
í áratugi.
Myndlistarkonan Gabríela Friðriksdóttir tekur við styrknum úr hendi
Eiríks Þorlákssonar.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Djasstríóið Flís lék fyrir Erró og vini hans.
Opnun á yfirlitssýningu Errós
BANDARÍSKI
blústónlistarmað-
urinn Taj Mahal leikur á Broadway
27. júlí nk. Hann kemur hingað á ferð
sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna
og og með honum leikur stórsveitin
The Hola Bluesband frá Hawaii.
Taj Mahal er goðsögn í blúsheim-
inum, einn virtasti blústónlistamað-
ur Bandaríkjanna og lærifaðir
margra yngri tónistarmanna. Hann
er opinn fyrir alls kyns nýjungum og
hefur þar af leiðandi
starfað með fjölda
tónlistarmanna hvaðanæva úr heim-
inum, en þ.á m má nefna Miles Davis,
Bob Marley, John Lee Hooker, Jimi
Hendrix, Bob Dylan, B.B. King,
Bonnie Roatt, Eric Clapton og fleiri.
Tónlist hans er skemmtileg blanda af
karabísk-hawaiískri tónlist og
bandarískum blús, hún er hrynheit,
dansvæn og þykir sérlega hljómfög-
ur.
Taj Mahal með kassagítarinn.
Goðsögn í blúsheiminum
Taj Mahal á Íslandi
ÍRSKA söngkonan Sinead
O’Connor er löngu orðinn
sérfræðingur í að koma
fólki í opna skjöldu þegar
einkalíf hennar er annars
vegar.
Ekki alls fyrir löngu til-
kynnti hún fjölmiðlum það á
rækilegan hátt að hún væri
komin út úr skápnum, að
hún væri lesbísk og hefði í
raun ætíð verið það innst
inni. Gott og vel.
Nú hefur hún hins vegar
tilkynnt að hún hyggst
ganga í hjónaband í annað
sinn, nú með breska blaða-
manninum Nick Sommerlad
sem er, eins og flesta vænt-
anlega grunar, karlmaður.
Hin 34 ára O’Connor og 27
ára gamli Sommerlad eru
víst búin að vera í sambandi
síðan í febrúar en hann ku
vera fjarskildur ættingi
Sylvíu Svíadrottningar.
Vegir Sinead O’Connor eru órannsakanlegir
Sinead O’Connor hefur ástæðu til þess að
brosa þessa dagana.
Í hjónaband á ný