Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 41
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa í neðri safnaðarsal kl. 10-
14. Bæna- og fyrirbænastund í
kirkjunni kl. 12 í umsjá Guðrúnar
K. Þórsdóttur djákna. Léttur há-
degisverður á vægu verði eftir
stundina. Samvera foreldra
ungra barna kl. 14-16 í neðri safn-
aðarsal.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans. Bach í
Breiðholtskirkju kl. 20.30. Ath.
breyttan tíma, verður nú þriðja
þriðjudag í mánuði hverjum í sum-
ar. Þetta eru 15. tónleikarnir í tón-
leikaröðinni. Þýski organistinn
Jörg E. Sondermann leikur org-
elverk eftir J.S. Bach. Aðgangs-
eyrir rennur til Hjálparstarfs
kirkjunnar.
Fella- og Hólakirkja. Samræmd
heildarmynd, sýning á glerlista-
verkum og skrúða kirkjunnar opin
kl. 10-16. Göngustund. Á þriðju-
dögum kl. 10.30 er lagt af stað frá
Fella- og Hólakirkju í göngu í um-
sjón Lilju G. Hallgrímsdóttur
djákna. Gangan er ætluð fólki á öll-
um aldri. Á eftir er boðið upp á
djús eða kaffi í safnaðarheimilinu.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorg-
unn í dag kl. 10-12 í safnaðarheim-
ilinu Borgum.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr-
ir 10-12 ára börn í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13-16 í safnaðarheimili
Vídalínskirkju. Farið verður í
Grafarvogskirkju í dag. Kirkjan
skoðuð og kaffi drukkið. Lagt verð-
ur af stað frá Kirkjuhvoli kl. 13.30
og komið til baka um kl. 16.
Kirkjulundur, Keflavík: Ný spora-
deild AA-samtakanna heldur
reglulega fundi hvert þriðjudags-
kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir!
Nefndin.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. TTT tíu - tólf
ára starf alla þriðjudaga kl. 17 - 18.
Helgistund í kirkjunni sömu daga
kl. 18.15- 19.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar
þriðjudögum kl. 10-12.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðarsmára 5. Allir vel-
komnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu-
skóli í kvöld kl. 20.
KIRKJUSTARF
✝ SvanhildurÓlafsdóttir
fæddist í Reykjavík
5. 11. 1930. Hún lést
á Ríkissjúkrahúsinu
í Kaupmannahöfn
15. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingunn Eiríks-
dóttir frá Eyrar-
bakka, f. 26. 11.
1908, d. 6. 1. 1995,
og Ólafur Jóhanns-
son húsasmíðameist-
ari frá Kirkjubóli í
Múlasveit í A-Barða-
strandarsýslu, f. 15.
9. 1897, d. 23. 7. 1983. Þau bjuggu
allan sinn búskap í Reykjavík.
Systkini Svanhildar eru Guðrún,
eiga þau fjögur börn. Hulda Sól-
borg leikskólastarfsmaður, f. 9.
11. 1953, gift Einari Erni Ein-
arssyni og eiga þau þrjú börn og
eitt barnabarn. Oddný Halla
myndmenntakennari, f. 9. 11.
1955, gift Finni Loga Jóhannssyni
og eiga þau þrjú börn. Haraldur
skólastjóri, f. 9. 2. 1957, kvæntur
Bergljótu Vilhjálmsdóttur og
eiga þau fjögur börn.
Svanhildur stundaði nám við
undirbúningsdeild Menntaskólans
í Reykjavík og fór síðan í Hús-
mæðraskólann í Reykjavík.
Hún starfaði við fjölskyldufyr-
irtæki þeirra hjóna, raftækja-
verslunina og -verkstæðið Raf-
röst og síðar í sælgætisgerðinni
Víkingi en síðustu ár og til starfs-
loka hjá Ríkisendurskoðun þar
sem hún annaðist símavörslu og
fleiri störf.
Svanhildur verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13:30.
starfsmaður Bænda-
samtakanna, f. 21. 1.
1932, og Guðmundur
Jóhann flugstjóri, f.
19. 6. 1941.
Svanhildur giftist
Haraldi Jónassyni
rafvirkjameistara 9.9.
1950. Hann fæddist 4.
8. 1926. Foreldrar
hans voru Hulda Sól-
borg Haraldsdóttir
frá Álftanesi á Mýr-
um og Jónas Böðvars-
son skipstjóri. Börn
Svanhildar og Har-
aldar eru Ólafur sölu-
maður, f. 9. 7. 1951, Jónas, að-
stoðarritstjóri DV, f. 18. 8. 1952,
kvæntur Halldóru Teitsdóttur og
Við viljum gjarnan gátu lífsins ráða
og geta snúið við og takti breytt.
Óglöggt finnst oft mennskum markið
þráða,
en maður getur huga að því leitt
að líkn er svefninn fyrir þreytta og þjáða
og þessa líkn fær drottinn aðeins veitt.
(Har.Har.)
Nú er skarð fyrir skildi.
Nú er svanurinn nár á tjörn.
Sú bjarta hetja hvarf ekki til feðra
sinna baráttulaust. Mikill er máttur
þess hreinlynda. Það tekur til hjart-
ans. Frá innstu rót út í fingurgóma
finnum við til. En sorg og gleði eiga
sér sömu rót. Þess vegna fylgir fögn-
uður í kjölfar okkar djúpu sorgar.
Hann er byggður á þeirri vissu að
mamma sitji við hlið Guðs almáttugs.
Ef ekki hún, þá hver? Sælla er að
gefa en að þiggja. Sá var hennar veg-
ur. Hún færði fórnir. Hún bar byrð-
ar. Hún gaf hjarta og hún eignaðist
hjörtu, elsku og ást. Hún valdi ekki
beina og greiðfæra braut, heldur
þrönga og torsótta slóð sem hlýtur að
liggja að stað hinna heilögu. Hversu
máttugur er ekki Drottinn að hann
skuli við sviplegt fráfall hennar gefa
mér líkn, fegurð og frið, svo undur-
samlega huggun í öllu. Verði hans
vilji. Við sem börðumst með henni og
fyrir lífi hennar í litla herberginu á
Birmevej 50 A í Kaupmannahöfn
geymum í hjörtum okkar hennar síð-
ustu orð og viljum svo gjarnan deila
þeim með ykkur, elsku ástvinir okk-
ar. „Mamma, mamma ertu með okk-
ur?“ „Já, ég er með ykkur.“
Elsku pabbi, Óli, aðrir ættingjar
og vinir. Guð mun fyrir sjá.
Blessuð sé minning elsku bestu
mömmu minnar.
Haraldur Haraldsson.
Eins og hendi væri veifað breyttist
allt. Ferðin sem hafði verið svo
skemmtileg og gengið svo vel endaði
í skelfingarhræðslu og ótta um hvað
væri að gerast. Ömmu Svönu skyndi-
lega ekki hugað líf. Við tók nokkurra
dag bið og óvissa uns öllum var ljóst
að ekki yrði við neitt ráðið. Konan
sem alltaf hafði verið svo sterk, aldrei
hafði kvartað og aldrei mátti hjálpa
var farin.
Við kynntumst er við Hari vorum
ung og enn hálfgerð börn sjálfsagt þó
okkur fyndist annað. Ég man það vel
er við hittumst fyrst, á sunnudags-
morgni í Langagerðinu. Mér var
heilsað varfærnislega en hlýlega og
ég að sjálfsögðu hálffeimin við þessa
konu sem ég skynjaði að var vini mín-
um kærari en allt annað. Er árin liðu
skildi ég og fékk að reyna sjálf það
sem gerði hana svo dýrmæta í huga
vinar míns og síðar eiginmanns. Ég
satt að segja man ekki til þess að
okkur hafi nokkurn tímann orðið
sundurorða. Og börn okkar lærðu
líka að meta ömmu og elska því ekk-
ert var henni kærara en fjölskylda,
vinir og vandafólk. Hún var listakona
í öllu sem hún tók sér fyrir hendur,
snillingur í að gera fallegt í kringum
sig og blása lífi í og breyta jafnvel lít-
ilfjörlegustu og ómerkilegustu hlut-
um í hrein listaverk. Börn og full-
orðnir löðuðust að henni því hún
hafði létta lund, var traust, skilnings-
rík og góð. Á einstakan hátt var hún
alltaf til staðar í lífi okkar allra bæði á
gleðistundum sem á þeim erfiðu án
þess þó að trana sér fram eða vera á
nokkurn hátt með stjórnsemi eða af-
skiptasemi. Hún lagði alltaf gott orð
til allra, mildaði og gerði gott úr öll-
um aðstæðum. Hún var sjálfstæð
kona og ákveðin en hugsaði alltaf um
aðra fremur en sig. Það þekkja allir í
fjölskyldunni og fleiri sjálfsagt hvað
það var erfitt að fá að gera eitthvað
fyrir hana. Hún undi hag sínum vel
og það er gott til þess að hugsa hve
margar dýrmætar minningar við eig-
um öll um ömmu Svönu í Langagerði,
Hraunhólum, Margili, Birkibóli og á
ferðalagi um sveitina hennar. Á þess-
um dögum sem við áttum saman í
Kaupmannahöfn skynjuðum við líka
nýjar víddir í hennar lífi. Þar var hún
hinn besti leiðsögumaður, þekkti og
vissi allt því þar hafði hún verið oft
með ástvinum sínum, fyrst foreldrum
sínum, systkinum og Siggu frænku,
en síðar Halla, Oddnýju og Huldu.
Hún sýndi okkur marga staði sem
voru henni afar kærir. Í gríni sagði
hún margoft: „Hér ætla ég að eyða
ellinni og hér ætla ég að deyja. Hún
ætlaði að hafa hund og svo sá hún þrí-
hjól með vagni sem hún gat vel hugs-
að sér að nota til að ferðast á og við
hlógum að þessu og gerðum að gamni
okkar. Þetta fannst okkur þá vera
eitthvað sem ekki gæti orðið fyrr en í
fyrsta lagi eftir svona 20 ár eða svo
en raunin varð önnur. Við söknum
hennar sárt og biðjum Guð að varð-
veita og blessa Halla afa og Óla, Jóa
og Dúnnu og allt hennar fólk.
Jesús sagði: „Ég er upprisan og líf-
ið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt
hann deyi. Og hver, sem lifir og trúir
á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“
(Jóh. 11.25.-26)
Blessuð sé minning minnar kæru
Svanhildar Ólafsdóttur.
Þín tengdadóttir
Bergljót Vilhjálmsdóttir.
Elsku amma. Enginn fær sínum
örlögum ráðið. Á einum degi getur
allt breyst.
Ég vil þakka þér fyrir allt. Alla
dreymir um að verða eins góð,
skemmtileg, hógvær, dugleg, ákveð-
in, hjálpsöm, gjafmild og yndisleg og
þú varst. Það hefur alltaf verið svo
gaman að vera með þér. Ég vil sér-
staklega þakka þér fyrir ferðina okk-
ar til Kaupmannahafnar. Þú varst
svo frábær og kenndir okkur svo
margt í ferðinni. Amma mín, ég elska
þig svo mikið en enginn getur elskað
betur en þú. Mig langar til að kveðja
þig með litlu vísunni sem hann Halli
afi samdi fyrir pabba minn einu sinni
og vona að ég geti lifað lífi mínu í
anda hennar:
Gæfunnar er gatan bein,
glöggt er markið þráða.
Saklaus meðan ástin ein
öllu fær að ráða.
(H.J.)
Elsku Svana amma. Undursamleg
varst þú. Við, ég og litlu systkini mín,
Svanhildur Halla og Haraldur Óli,
munum geyma minninguna um þig.
Við kveðjum þig nú með miklum
söknuði og virðingu í hjarta.
Guð blessi þig.
Þín
Herdís Sólborg.
Í dag er til moldar borin tengda-
móðir mín sem ég kynntist fyrir hart-
nær þrjátíu árum.
Mig langar að pára á blað nokkur
minningabrot.
Það voru ekki gleðifréttir sem við
hjónin fengum þegar við komum til
landsins mánudagskvöldið 11. júní.
Svana hafði fengið heilablóðfall þar
sem hún var að leggja af stað heim
frá Kaupmannahöfn eftir skemmti-
lega dvöl með yngsta syni sínum og
fjölskyldu hans. Þar naut hún sín vel
því Köben var „hennar borg“ sem
hún þekkti út og inn frá því í gamla
daga, þá hún fór stundum um
skemmri eða lengri tíma að heim-
sækja Siggu frænku sína, ýmist ein
eða með öðrum.
Það var því eiginlega táknrænt að
hún skyldi kveðja einmitt þar, því
hún sagði við mig í haust að þar gæti
hún hugsað sér að vera og eyða ell-
inni.
Þegar ég hitti Svönu og Halla fyrst
var það á Landakoti þar sem kærast-
inn þurfti aðgerð á botnlanga. Ég var
skjálfandi á beinunum þegar þau
birtust því ég hafði ekki reiknað með
að hitta þau þarna en þessi fyrstu
kynni gengu vel og í þessari fjöl-
skyldu er ég enn.
Þegar ég kom fyrst hafði hún í
mörg horn að líta því systkinin voru
öll á svipuðum aldri frá táningsárum
til tvítugs. Svana var að vinna í Raf-
röst, fyrirtæki þeirra hjóna til
margra ára, og þar var hægt að
ganga að henni vísri þar sem hún hélt
hlutunum gangandi. Móttökurnar
voru góðar þegar maður rak inn nefið
í bæjarferð.
Hestastúss fylgdi Halla og tók hún
fullan þátt í því, ýmist á hestbaki eða
fylgdi með fullan bíl af vistum og
aukabúnaði, þar sem hún var mætt í
áningu og tók á móti reiðfólkinu með
kaffi og meðlæti. Þannig er henni
rétt lýst, alltaf til staðar fyrir sitt
fólk. Einu sinni þegar átti að fara í
hestaferð fékk ég að fara með fyrsta
legginn. Þetta var mikil upplifun fyr-
ir mig því ég hafði aldrei farið í reið-
túr. Samferðafólkið leið áfram eins
og það sæti í stofusófa meðan ég
hossaðist eins og heypoki upp og nið-
ur. Ég heyrði þó aldrei hvað ásetan
hefði verið léleg.
Sumarbústaðurinn fyrir austan
Laugarvatn var hennar líf og yndi.
Þar undu þau sér vel á þessum fall-
ega stað. Það var sama hvort það var
sólskin eða rigning, þetta var þeirra
reitur sem þau höfðu byggt upp og
nutu að vera á og fegra umhverfið
eða bara að vera. Hún viðraði og kom
þeim vel fyrir á vorin og tók saman á
haustin með tilhlökkun í brjósti eftir
næsta sumri.
Þangað var gott að heimsækja
þau, svo frjálst. Hún skildi því son
sinn vel þegar hann fór í sumarbú-
staðarbrölt, þar sem hann unir sér
hvergi betur, enda á hann ekki langt
að sækja það.
Sveitin hennar fyrir vestan átti í
henni sterkar taugar og aldrei
skemmtilegra en þegar stórfjöl-
skyldan lagði land undir fót og fór
vestur í Múlasveit. Ferðin í fyrra í
Fjarðarhorn bar af öðrum þar sem
allir nutu sín hið besta. Hápunktur
ferðarinnar var svo þegar við keyrð-
um að Kirkjubóli, ættaróðalinu þar
sem Svana þekkti hverja þúfu og
gömul örnefni. Hún naut þess að
segja okkur frá hvernig allt hefði ver-
ið þegar hún var þar í sveit hjá afa
sínum. Innst inni held ég svo að
henni hafi þótt best þegar Jói bróðir
hringdi og sagðist ætla að koma
snöggvast vestur á flugvél og hitta
hana.
Þau gengu um og hann sýndi henni
draumastaðinn sinn og henni þótti
vænt um það, þótt hún hefði haft
áhyggjur af honum á þessari litlu
rellu. Enda var kært með þeim.
Hún tengdamóðir mín var stór-
brotin og mikill skörungur, gekk
hreint til verks og hlífði sér hvergi.
Ég hef margt lært af henni. Hún var
alltaf til staðar fyrir sína.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina.
Guð geymi þig um alla eilífð.
Halldóra Teitsdóttir.
Elsku Svana mín. Ég þakka þér
fyrir að fá sem ungur drengur að
alast upp í skjóli þínu, ást og um-
hyggju. Það var mér ljúft að fá að
fylgjast með þér og Halla þegar þið
fóruð að byggja upp eigið heimili og
eignast börnin ykkar. Ekki stóð á
hjálpsemi þinni þegar ég varð full-
orðinn og gekk í gegnum það sama.
Það má með sanni segja, Svana
mín, að þú gladdist meira yfir því að
gefa en þiggja. Allt var svo sjálfsagt
frá þinni hendi. Þú varst alltaf til
reiðu þegar ég þurfti á hjálp að halda
þó oft liðu stundir milli endurfunda.
Þegar við áttum okkar góðu stund-
ir saman, í gegnum tíðina, fann ég
hversu lánsamur ég var að eiga þig
að, alltaf sama góða stóra systir.
Það er gott að rifja upp góða tíma
eins og skemmtilegu dagana úti í
Kaupmannahöfn þegar við hittumst
á gullbrúðkaupsafmælinu ykkar
Halla í fyrra og glöddumst saman.
Mikið var gott að hafa þig mér við
hlið í brúðkaupinu okkar Sigrúnar
minnar um áramótin. Það var mikil
gleðistund. Þú varst ávallt reiðubúin
að standa við hlið mér þegar þörf var,
staðföst og ákveðin og hvikaðir aldrei
frá þínum skoðunum.
Það var gott að fá að sitja hjá þér
um stund síðustu dagana þína í
Kaupmannahöfn og finna hversu
sterk þú varst, elsku Svana mín. Þú
verður alltaf geymd í hjarta mínu og
það er gott að finna návist þína hjá
Halla og í börnunum þínum og
barnabörnum. Þú átt trygga og ást-
ríka fjölskyldu, Svana mín, þau bera
merki þitt.
Þakka þér fyrir allt, elsku systir
mín.
Þinn bróðir,
Guðmundur Jóhann.
SVANHILDUR
ÓLAFSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Svanhildi Ólafsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
. 0
1
# #(
2
>52=2>A8 52 0
A 21
9 +&-$ $0
7 0
(
0
#
#(
>A22>A5>82
/!$$
+ )%!-%%!% 1 ' G0
0
. 1
(
!
+$# +' $# &$ %C ,+ * %+ % # ))%
% + +' $# # ))% (&$ +(&$ + &$
/ +' $# # ))% %$$50%$ &$
<%# ##+' $# # ))% +$# %", &$
2+! )%$$ !+' $# &$% %))$#% ) # ))%
9 + !+' $# # ))% )%$ . ! &$
&' $'/ $0