Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 37
bekknum. Þetta var upphafið að langri samveru okkar Elínar í skóla en eftir skyldunám í Kópavogsskóla lá leið okkar beggja í Gagnfræða- skóla Austurbæjar, þaðan í Mennta- skólann í Reykjavík og loks í Kenn- araskólann sem var þá í fallegu, gömlu húsi við Hringbraut. Fyrstu ár Barnaskóla Kópavogs eða Kópavogsskóla eins og hann heitir núna voru litrík svo vægt sé til orða tekið. Krakkarnir komu víða að, sumir úr stóru skólunum í Reykjavík, Miðbæjarskóla og Aust- urbæjarskóla, þar á meðal flestir okkar Kópavogskrakkanna, aðrir úr litlum sveitaskólum og enn aðrir höfðu alls ekki gengið í skóla þó að þeir væru orðnir 10-12 ára gamlir. Það reyndi því talsvert á aðlögunar- hæfni bæði nemenda og kennara við þessar aðstæður. Þar á ofan var húsnæði skólans ekki upp á marga fiska og teldist ekki boðlegt börnum nú til dags. En þetta kom ekki að sök fyrir börnin. Þau gerðu gott úr öllu og þá var ekki ónýtt að hafa í hópnum skemmtilegar telpur eins og hana Ellu. Knáar stúlkur, hæfileikaríkar, fyndnar og fjörugar; stúlkur sem létu ekki hlut sinn fyrir neinum enda varð strax mikið kvennaveldi í bekknum. Þegar Breiðablik var stofnað létu Elín og fleiri kvenkyns hlaupagikkir sig ekki vanta heldur hófu að æfa frjálsar íþróttir með félaginu þó að aðstaða til þess væri stundum næstum því minni en eng- in. Hefði Elín haldið áfram íþrótta- iðkun er næsta víst að hún hefði orð- ið margfaldur Íslandsmeistari í spretthlaupum en þau voru sérgrein hennar. Þó að Kópavogur sé nú mynd- arlegur kaupstaður var hann það ekki á bernskudögum okkar Elínar. Hann var sveit og þar áttum við börnin heima á bæjum en ekki í hús- um við götur. Elín átti heima á Mar- bakka við Kársnesbraut og þar var rekinn hefðbundinn búskapur með kúm, svínum, hestum og hænsnum í mörg ár. Í óbirtri ritgerð eftir Elínu segir hún frá búskapnum á Mar- bakka, meðal annars kúasmölun hennar og Gunnars, bróður hennar. Þau þurftu að reka kýrnar á beit á tún sem var innarlega við Fossvogs- veginn og var það drjúgur spölur fyrir litla fætur. Oftast gekk allt eins og í sögu en fyrir kom að kýrn- ar létu ekki að stjórn. Elín skrifar: „Eitt sinn sem oftar voru kýrnar stungnar af þegar ég kom að sækja þær. Ég komst að því í hvaða átt þær höfðu farið. Það var inn eftir Fossvogsvegi, fram hjá Bjössa rauða sem rak þar garðyrkjustöð eða skógrækt. Ég elti og fann þær loks inni í garði hjá fallegasta hús- inu við Bústaðaveg á kafi í blóm- unum en þá steinleið yfir mig og vissi ég ekki af mér fyrr en pabbi kom að sækja mig á jeppanum. Ég var þá með bullandi hita og einhvern barnasjúkdóm en aldrei vissi ég hvernig kýrnar komust heim.“ Elín lýsir fyrstu búskaparárum fjölskyldu sinnar á Marbakka en þangað fluttist fjölskyldan á sjálfan hernámsdaginn, 10. maí 1940. Þetta er afar góð ritgerð; skemmtilega skrifuð, fræðandi og launfyndin. Mesta athygli vekur þó takmarka- laus hlýja hennar í garð foreldra sinna og systkina. Henni andar bók- staflega af hverri síðu. Skaði að Elín skyldi ekki skrifa meira. Aðalstarf Elínar var kennsla. Hún var kennari af lífi og sál og fór sínar eigin leiðir í kennslunni eins og ævinlega í lífinu. Ég veit ekki hvað Elínu fannst um þá hörðu gagnrýni sem við kennarar fengum á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Hins vegar er mér fullkunnugt um það að Elín átti þá gagnrýni ekki skilið. Kennsla hennar var aldrei dauð bókstafs- kennsla, hún var lifandi og árang- ursrík frá fyrstu byrjun. Til marks um það er frásögn ungs manns sem var sessunautur minn í brúðkaups- veislu fyrir allmörgum árum. Ég þekkti manninn ekkert en þegar hann komst að því að ég væri kenn- ari tókst hann allur á loft. Hann hafði nefnilega haft þann albesta kennara í Kársnesskóla sem hugsast gat. Og svo fór hann fór að segja frá. Jú, þetta var enginn venjulegur kennari. Hann var alltaf að koma krökkunum á óvart, fann upp á svo mörgu. Hann fór til að mynda með krakkana í hjólreiðaferðir, niður í fjöru og upp á fjöll. „Bara nefndu það,“ sagði hann. „Þetta var allt svo gaman“. Löngu áður en ungi mað- urinn hafði lokið máli sínu þóttist ég vita hver kennarinn var. Jú, ég átti kollgátuna. Þetta var hún Elín. En nú er hún öll, bekkjarsystirin mín hæfileikaríka. Ég votta fjöl- skyldu hennar djúpa samúð. Helga Sigurjónsdóttir. Við andlát Elínar Finnbogadótt- ur, fyrrverandi kennara við Kárs- nesskóla, leitar hugurinn til liðinna ára. Fyrir rúmlega 40 árum tók nýr skóli til starfa í Kópavogi. Kenn- ararnir sem ráðnir voru að skólan- um þekktust flestir ekkert. Einn þessara kennara var Elín. Það sem fyrst vakti athygli við Elínu var hve glæsileg hún var, en að sjálfsögðu var margt annað sem einkenndi hana, m.a. hve hún var rösk og ósér- hlífin og gekk að hverju verkefni með áhuga og krafti. Hún var hrein- skilin og ráðagóð og vildi gera gott úr öllum hlutum. Á þessum árum fjölgaði nemendum mjög í Kársnes- skóla og þá þekktist ekki að leysa húsnæðisvandann með lausum kennslustofum. Skólinn varð að taka við börnunum sem fluttu í skóla- hverfið, sem hafði þær afleiðingar að á miðjum vetri voru þrír bekkir um hverja kennslustofu. Kannski áttu þrengslin og léleg vinnuaðstaða nokkurn þátt í að þjappa kennurun- um saman. Meðal kennaranna sem þekktust ekkert í byrjun skólaárs tókst góð samvinna og vinátta sem ætíð hefur haldist. Og við vorum ung og lífsglöð. Á góðra vina fundi var Elín hrókur alls fagnaðar og í vorferðalögum kennara máttu hraustustu karlmenn hafa sig alla við að fylgja henni á göngu. Elín var vel greind og góður kennari sem þótti vænt um nemendur sína og þeim um hana. Hún tók að sér að koma á fót bókasafni við skólann og varð það á sínum tíma eitt besta skólasafn landsins. Elín kenndi alla tíð við Kársnesskólann. Því miður varð hún vegna veikinda að hætta kennslu. Við vonuðum að hún kæm- ist til betri heilsu þegar hún fékk hvíld frá kennslustarfinu sem er krefjandi, erfitt og stundum van- þakklátt. Svo var því miður ekki og er hún nú látin eftir langvarandi vanheilsu. Við syrgjum Elínu og sendum Sveini Hauki, Rúti og systr- um hennar og öllu venslafólki sam- úðarkveðjur. Sigríður Hjördís Indriðadóttir, Þórir Hallgrímsson. Elínu Finnbogadóttur, mágkonu mína, sá ég fyrst í Menntaskólanum í Reykjavík á sjötta áratugnum. Hún tilheyrði kvennahópi, sem setti svip á skólann. Við sem yngri vorum horfðum á þær úr fjarlægð. Þær hafa haldið hópinn síðan og eru sennilega einn lífseigasti sauma- klúbbur á landinu. Við kynntumst ekki í mennta- skóla. En áhugamenn um stjórnmál í skólanum vissu, að dóttir Finnboga Rúts Valdemarssonar, alþingis- manns Sósíalistaflokks og síðar Al- þýðubandalags, hafði gifst formanni Æskulýðsfylkingarinnar, Erni Er- lendssyni. Það kom okkur, sem sáum pólitískt samhengi í öllum mannlegum samskiptum á tímum kalda stríðsins, ekki á óvart. Nokkrum árum seinna, þegar ég kynntist henni, voru þau Örn skilin, en höfðu eignast saman son, Finn- boga Rút, sem var augasteinn afa síns, sem las fyrir hann löngum stundum. Hann starfar nú í utanrík- isþjónustunni. Ella hefur minnzt æskuára sinna m.a. með þessum orðum: „Ein fyrsta bernskuminning mín er þegar pabbi minn bar mig á há- hesti eftir fjörunni við Fossvoginn í átt að Marbakka, sem var erfða- festuland, sem hann hafði fengið fyrir klíkuskap. Sólin skein í heiði og garg fuglanna og sjávarhljóðið hverfur mér seint úr minni. Pabbi minn var Finnbogi Rútur Valdi- marsson, d. 1989, þá ritstjóri Al- þýðublaðsins, ættaður af Ströndum og Djúpinu og móðir mín Hulda Jakobsdóttir, ættuð úr Djúpinu og undan Jökli og úr Dölunum, þá cor- respondent hjá S. Thor. hf. Þau höfðu flutt skúr á landið, nið- ur undir sjó, komið fyrir eldavél og kojum og hófu svo jarðabætur. Grófu fyrst mógröf ofarlega í land- inu, því lítið var um kolin. Ég minn- ist móhrauka á víð og dreif til þurrk- unar og síðan fór þetta í eldavélina til hita og matargerðar. Þá var graf- inn brunnur, sem gaf alltaf nóg vatn, svo lengi, sem hann var notaður, vandinn var bara að bera vatnið þennan spöl að húsinu. Þá var komið að grænmetisrækt- inni og gerður grunnur, stór hvammur og hlaðinn skjólgarður norðan megin úr grjóti; nóg var af því, bæði úr fjörunni og því, sem hreinsað var úr landinu í næsta ná- grenni við húsið. Það var upphafið að túnræktinni... Fljótlega var hafin bygging gripahúsa, aðallega úr kassafjölum, veggir einangraðir með heyi og spónum, fyrir kýr, hænsni og svín. Mikið hefur pabbi þekkt góða bankastjóra og átt góða vini til að hjálpa sér, því innan skamms bættust í búið ýmsar vélar, traktor, sláttuvél, rakstrarvél ásamt fleiru.“ Slík var æska mágkonu minnar á miðju höfuðborgarsvæðinu um miðja síðustu öld. Ella var elzt alsystkina sinna og gegndi sem slík ákveðnu hlutverki. Það var sviptingasamt á æsku- heimili hennar. Harkaleg pólitísk átök þeirra ára náðu inn á heimilið og báðir foreldrar hennar virkir þátttakendur í þeim. Hulda móðir hennar var sterk kona og almanna- rómur sagði að faðir hennar hugsaði dýpra en flestir aðrir. Margir mestu andans menn þjóðarinnar um mið- bik 20. aldarinnar voru heimilisvinir en fóru ekki alltaf með friði. Stund- um var meiri ábyrgð lögð á elzta barnið en hægt var að ætlast til að hún axlaði. Á fullorðinsárum virtist mér hún halda meiri fjarlægð frá æskuheim- ili sínu en yngri systur hennar og velti því fyrir mér, hvort rætur þess mætti finna í ábyrgð æskuáranna. Þó var samband hennar við for- eldra sína mjög náið. Raunar er mér til efs, að Finnbogi Rútur hafi átt nánara sálufélag með nokkurri ann- arri manneskju utan eiginkonu sinn- ar. Ekki gat ég fundið að hún hefði mikinn áhuga á stjórnmálum. Hún varði stjórnmálaafskipti foreldra sinna í einu og öllu, starfaði eitthvað fyrir Framsóknarflokkinn í Kópa- vogi en hefur sennilega fengið of- næmi fyrir pólitík eins og oft er um börn stjórnmálamanna. Árið 1966 urðu þáttaskil í lífi Elínar mágkonu minnar. Þá kom í sumarleyfi til Íslands Guðmundur Sveinn Jónsson verkfræðingur, ætt- aður frá Skarði í Grýtubakkahreppi. Hann hafði starfað í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið, m.a. við teikningar og útreikninga á gastúr- bínum, þrýstiloftshreyflum, vökva- hreyflum o.fl. að hluta til með Einari bróður sínum, sem þar bjó. Guðmundur Sveinn sneri ekki til baka til Bandaríkjanna. Þau Ella gengu í hjónaband. Það voru ham- ingjurík ár fyrir þau bæði og ekki síður Finnboga Rút yngri, sem hændist mjög að Guðmundi Sveini. Lífið er miskunnarlaust. Í maí- mánuði 1969 var Guðmundur Sveinn fluttur á spítala, alvarlega veikur en ekki svo alvarlega að ástæða væri til að ætla, að hætta væri á ferðum. Það fór á annan veg. Þessi öðlingur og ljúfmenni dó á Landspítalanum 17. maí 1969. Ella var 32 ára gömul og sonur hennar 11 ára. Andlát Guðmundar Sveins var þungt áfall fyrir þau bæði. Hún hafði lokið kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands ári eftir stúd- entspróf og hóf störf við Kársnes- skóla í Kópavogi við stofnun hans 1957. Ég kynntist þeim skóla um skeið og fannst andrúmið þar líkjast mjög því, sem ég hafði kynnzt í þeim merka skóla Laugarnesskólanum aldarfjórðungi áður. Þar var sam- heldinn hópur hæfra kennara og Ella naut sín vel í þeim hópi. Haustið 1970 var komið að nýjum vegamótum í lífi hennar. Þá giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Sveini Hauki Valdimarssyni hæsta- réttarlögmanni. Eftir átakamikil æskuár og sársaukafullan missi við lát Guðmundar Sveins var það mik- ils virði fyrir hana að eignast skiln- ingsríkan eiginmann. Sveinn Hauk- ur varð slíkur maður í lífi hennar. Hjónaband þeirra stóð í þrjá ára- tugi. Einkasonur hennar, Finnbogi Rútur, og eiginkona hans, Þórunn Hreggviðsdóttir, hafa eignast tvo syni, Finnboga Rút og Grímúlf, sem skiptu sköpum í lífi ömmu sinnar seinni árin. Börn, barnabörn og tengdabörn Sveins Hauks voru ríkur þáttur í lífi þeirra. Þessi heillandi, lífsglaða og skemmtilega kona átti erfiða daga síðari hluta ævinnar vegna heilsu- brests af margvíslegum toga. Sveinn Haukur var alltaf og til loka við hlið hennar sem sá lífsförunautur, sem aldrei brást. Styrmir Gunnarsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 37 $          > 2K 8 :! ) % ,3"!!%L    (    .   (    ;! !)'!'-! <  (     4 !  $$+$# # ))%  M%  %+"/ + % % &$ % + $$! # ))%  )"$ % % # ))%  +$# 9  % % &$ % + 5  :) % % # ))%   $2  &$ () $ $ % % # ))%  +'   % 3 ! &$ &' $'/ $0 $             1*82   !' )44 ( 3&% (       4 &(      0    =! !)8!--! .     (   0 0  (     (  ! %$$  <!#% &$ *%$$'&%,) 2 $ &$ 9 $$ %+ # ))%  *%$$'&%,) *%$$'& &$  ,!" *%$$'& &$ %$$2$# % %$ &$ ! $# ))%  <!#%  %$ &$ $ &$ # ))%   #  %$ # ))%   $ %$ &$0 /   0    (   0  #    # (                      2 >  $ +%  "% +%0 5$, 0 -$$ &$ $$  -$$ 5$, &$ $%'/  &$ # ))%  )"$%  %$ 5$, &$  :)  $ &$ / 5$, # ))%  9 +  % % &$ * #  /"$5$, # ))%  ! $!# ! &$  / 5$, # ))%  !" / $ %$ &$ ' $'/ $&' $' $'/ $0 $                52(0 (I 2 8 -"$ ) % 1 "% +% (       >       +! !),!--! .   (  0 <  (     4  > ! !% !# ))%  !. ! # ))%  !%"/  # ))%  !! + 2 3!$# ,!% $$ &$ % + (0$ # ))%   !%0 $$ &$ !50 %  $ # ))%  ( % )%$$ $$ &$ "#  $$ $$ # ))% &' $'/ $0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.