Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 28
MENNTUN
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
F
ORELDRAHANDBÓKIN er upp-
lýsingarit ætlað foreldrum barna í
grunnskólum Reykjavíkur. Það er
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur sem
hefur gefið ritið út en Áslaug
Brynjólfsdóttir, umboðsmaður foreldra og skóla
hjá Reykjavíkurborg vann verkefnið í samvinnu
við fulltrúa frá SAMFOK. Ritinu hefur þegar
verið dreift til foreldra grunnskólabarna í 2., 5.
og 8. bekk í Reykjavík.
Í Foreldrahandbókinni er að finna nauðsyn-
legar upplýsingar um grunnskólann og starf-
semi hans. Megintilgangur útgáfunnar segir Ás-
laug vera að veita upplýsingar og styrkja
foreldra og gefa þeim á einfaldan hátt aðgengi
að nauðsynlegum upplýsingum um skólastarf
barna sinna, réttindi og skyldur. Gera þeim
þannig betur grein fyrir hlutverki sínu sem for-
eldrar auk þess að hvetja þá í því ábyrgðarmikla
starfi sem fylgir því að vera uppalandi.
Hún bendir á að foreldrar geti verið miklir
stuðningsaðilar fyrir nemendur og fyrir skól-
ann. Þeir beri frumábyrgð á menntun barna
sinna með umönnun og uppeldi en skólunum
beri að sjá um að veita fræðslu og félagslega
menntun.
Uppeldisþáttur skólans
Áslaug segir að skólinn sé ekki bara bein
fræðslustofnun, þar hljóti uppeldi að fara fram
samhliða. „Hins vegar hefur uppeldi færst í
auknum mæli inn í skólana með breyttum
áherslum og lifnaðarháttum í nútíma samfélagi.
„Áður fyrr var skóladagurinn styttri og meira
heimanám. Við heimanámið gátu börnin stýrt
því meira á hvaða hraða þau fóru í gegnum nám-
ið. En þegar námið fer að mestu leyti fram innan
veggja skólans vill oft brenna við að ætlast sé til
að allir nemendur eigi að fara á svipuðum hraða
yfir verkefnin,“ segir Áslaug.
Í Foreldrahandbókinni er m.a. vitnað í grunn-
skólalög, hvað þetta varðar, en þar segir í 2.
mgr. 2. gr.: „Grunnskólinn skal leitast við að
haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við
eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða
þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins.“
Ef litið er í kafla í ritinu sem fjallar um sér-
kennslu, stendur: „Nemendur geta verið mis-
fljótir til náms og því þurfa sumir nemendur á
sérstöku námstilboði að halda, m.a. með sér-
stökum stuðningi inni í bekk eða sérkennslu inn-
an eða utan skólans. Vissulega þarf einnig að
gaumgæfa að duglegir nemendur fái námsefni
við sitt hæfi.“
Eru foreldrar of þreyttir?
Áslaug bendir á að heimili nútímafólks séu
breytt frá því sem áður var þegar ávallt var ein-
hver til staðar til þess að taka á móti barninu
þegar það kom heim úr skólanum og segja því til
með heimalærdóm. Nú sé öldin önnur og börn
séu gjarnan ein heima að loknum skóla og for-
eldrar oft þreyttir eftir langan vinnudag, of
þreyttir til þess að setjast niður með barni sínu
eða börnum og fara yfir verkefni dagsins.
„Það er mikilvægt að foreldrar sýni áhuga á
því sem barnið er að gera, jafnvel þó þeir hafi
ekki mikið svigrúm til þess að hjálpa barninu við
heimalærdóminn. Áhugi og hvatning heima fyr-
ir og jákvætt viðhorf gagnvart skólanum er hins
vegar mikilvægt og þann stuðning ættu allir for-
eldrar að geta veitt barni sínu,“ segir Áslaug.
Hún bendir á að niðurstöður rannsókna hafi
sýnt að ef barnið finnur þessa hvatningu heima
fyrir þá stundi það skólann sinn betur og nái
betri árangri í námi og félagslegri færni.
Duglegir og seinfærir nemendur
Áslaug segir að skólinn megi ekki vera of ein-
hliða. Það sama henti ekki öllum. „Duglegir
krakkar eiga ekki endilega að vera að fást við
svipuð verkefni heima fyrir og þau eru að fast við
í skólanum. Eðlilegra er að þau fái skapandi
verkefni með sér heim, þannig að þau hafi eitt-
hvað til að glíma við. Aftur á móti geta seinfærir
nemendur þurft á þjálfun að halda og gera því
svipuð verkefni aftur og aftur,“ segir Áslaug.
Hún telur að að sama skapi þurfi samstarf við
foreldra einnig að vera fjölbreytt. „Það þarf
bæði vera samstarf á einstaklingsgrundvelli og
svo þarf skólinn einnig að eiga samskipti við for-
eldra með allan bekkinn í huga, en bekkjarand-
inn hefur mikið að segja. Foreldrar eru einnig
hluti af skólanum í heild og þar geta þeir komið
að ýmsum verkefnum, bæði stjórnunarstörfum í
foreldraráði eða foreldrafélagi, en jafnframt að
ýmsu sjálfboðastarfi,“ segir Áslaug.
Samskiptaleiðir í skólum
Útgáfa Foreldrahandbókarinnar er stuðning-
ur við foreldra og hún á sér fyrirmynd á Norð-
urlöndunum en þar eru alls staðar til handbæk-
ur sem innihalda svipaðar upplýsingar.
Áslaug segir að með tilkomu handbókarinnar
þá þurfi foreldrar ekki að velkjast í vafa um við
hvern þeir eigi að hafa samband við ef eitthvað
kemur upp hjá barninu sem ástæða þykir til að
ræða við skólayfirvöld. „Í bókinni er skýrt tekið
á hverjar samskiptaleiðir foreldra við skólann
skulu vera þannig að foreldrar geta strax lesið
sig til um við hverja á að hafa samband þannig að
þeir lendi ekki í því að fresta máli vegna þess
eins að þeir vita ekki við hvern þeir eiga að tala,“
segir Áslaug.
Foreldrar/ Hvert er hlutverk foreldra í skólum? Nýlega gaf Fræðslumiðstöð Reykjavíkur
út foreldrahandbók en þar er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir foreldra skóla-
barna. T.d. um hvert þeir eigi að snúa sér með mál sín, og um hlutverk þeirra.
Morgunblaðið/ÁsdísEf barnið finnur hvatningu heima fyrir, þá stundar það skólann sinn betur, segir Áslaug.
Foreldrar eru
sjálfsagður hluti
af skólasam-
félaginu.
Áhugi og jákvætt
viðhorf foreldra
til skólans hefur
áhrif.
Stuðningur
við foreldra
skólabarna
NÝR gagnabanki á sviði vinnumiðlunar, EU-
RES CV-Search var opnaður 8. júní sl. Hér geta
atvinnuleitendur á eftirtöldum sviðum skráð fer-
ilsskrá (CV): Upplýsinga- og samskiptatækni,
hótel, veitingahús og ferðaþjónusta, flugsam-
göngur, heilbrigðisþjónusta.
Atvinnurekendur á EES svæðinu (að Íslandi
meðtöldu) geta leitað að starfsfólki með „viðeig-
andi hæfni.“
Slóðin er: http://europa.eu.int/jobs/eures
Samdráttur í upplýsingatækni
Undanfarið hefur gætt samdráttar hjá upp-
lýsingatæknifyritækjum í Svíþjóð og hafa sum
fyrirtækin s.s. Ericsson sagt upp þúsundum
starfsmanna. Önnur fyrir-
tæki í greininni hafa getað
fjölgað starfsmönnum, en
hjá allmörgum starfsmönn-
um tekur við leit að nýju
starfi. Menntun í upplýs-
ingatækni í Svíþjóð hefur
verið efld undanfarin ár en
jafnframt hafa komið fram
skýrari línur um eftirspurnina. Styttra nám á
háskólastigi gefur minni möguleika en áður, en
háskólamenntun í þrjú ár eða lengur er eftirsótt.
Fyrirtækin vilja helst unga starfsmenn með
fimm ára reynslu, en miðað við unga grein er það
oft óraunhæft.
Meira er að finna á: http://www.ams.se
515 m evrur til jafnaðar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
veitir 515 milljón evrum til þess að stuðla að
jöfnuði á þýskum vinnumarkaði. 42% af upp-
hæðinni fara í stuðningsaðgerðir til handa þeim
hópum sem standa höllum fæti, 13% til þess að
styrkja frumkvöðla, 22% til að stuðla að sveigj-
anleika m.a. með endurmenntun og 10% til að
stuðla að jafnri stöðu kynjanna.
Meira er að finna á: http://europa.eu.int/
comm/employment_social.
Evrópsk áhættuverkefni
Sameiginleg evrópsk áhættuverkefni (SÁV) /
Joint European Venture (JEV) áætlunin:
Lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópusam-
bandinu standa enn frammi
fyrir erfiðleikum við að að-
lagast að fullu hinum sam-
einaða markaði og alþjóða-
væða starfsemi sína. Þau
hagnast ekki eins mikið og
vera ætti á viðskiptatæki-
færum yfir landamæri hins
sameinaða markaðar. Afleiðingin er að vöxtur
þeirra er takmarkaður, samkeppnishæfni þeirra
hefur ekki aukist og það sem mikilvægast er, af-
kastageta þeirra við að skapa ný störf nýtist
ekki að fullu. Af þessum ástæðum er það mik-
ilvægt að aðstoða þau á vettvangi Evrópu til að
stækka fyrirtæki sín með því að koma á fót nýrri
starfsemi sem nær yfir landamæri þjóðríkja.
Sameiginleg evrópsk áhættuverkefni er framtak
sem beinist að því að leggja umtalsvert framlag
af mörkum til að ná þessu mikilvæga markmiði.
Með því að taka þátt í kostnaði við könnun á
hagkvæmni verkefna og leggja sitt af mörkum
til sjálfrar fjárfestingarinnar ætti SÁV framtak-
ið að aðstoða fyrirtæki við að liðka fyrir nauð-
synlegri fjármögnun og gera væntingar að raun-
veruleika. SÁV er ætlað að skapa ný verkefni og
ný, raunhæf störf sem eru viðvarandi til langs
tíma. Auk þess opnar þetta framtak nýja mögu-
leika á tækniþróun með því að gefa litlum og
meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til að sam-
eina hæfni sína á sviði rannsókna og þróunar.
Allar frekari upplýsingar um áætlunina eru
veittar hjá Euro Info skrifstofunni í síma 511
400.
Kennarar í fullorðinsfræðslu
SÓKRATES/Grundtvig - endurmenntunar-
styrkir.
Veittir eru styrkir til að sækja námskeið eða
kynna sér
starfsemi
sambærilegra
stofnana í
öðrum ESB
löndum.
Enn eru nokkrir lausir styrkir til endur-
menntunar leik-, grunn- og framhaldsskóla-
kennara. Skilyrði er að námskeið séu í einhverju
ESB landi og lágmarksdvöl er ein vika. Hægt er
að skoða námskeið á www.ask.hi.is/comenius
Kennarar á leik-, grunn-, og framhaldsskóla-
stigi eru hvattir til að sækja um að komast í und-
irbúningsheimsóknir til þátttökulanda Sókrat-
esar. Þar er lagður grunnur að væntanlegum
samstarfsverkefnum skóla.
Skólar/kennarar sem hafa hug á Evrópusam-
starfi geta skráð sig á slóðinni http://part-
base.eupro.se
Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoega,
s. 525 5813 og rz@hi.is.
Upplýsingaskrifstofur
um Evrópumál
Fyrsti hópurinn með cand. psych. gráðu frá
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands brautskráðist
23. júní eftir tveggja ára framhaldsnám í sálfræði.
Tólf nemendur voru í hópnum: Anna Lind Pét-
ursdóttir, Guðrún Ásgeirsdóttir, Guðrún Odds-
dóttir, Iðunn Magnúsdóttir, Ingibjörg Sigurjóns-
dóttir, Margrét Birna Þórarinsdóttir, Marius
Peersen, Pétur Tyrfingsson, Reynir Harðarson,
Sigurður Rafn A. Levy, Sóley Dröfn Davíðsdóttir
og Ægir Már Þórisson.
Rannsóknarverkefni þeirra voru af ýmsum
toga, t.d. um kvíðanæmi, vímuefnaneyslu, ofur-
ábyrgðarkennd barna, lestur barna, meðferð
þunglyndis, kynlífsfíkn, talskynjun, próf, fanga,
sjálfsstjórn, Íslenska þroskalistann, þroskahöml-
un og öryggishegðun.
Liðna helgi var því einnig fagnað í HÍ að þrjátíu
ár eru liðin frá því að byrjað var að kenna sál-
fræði til B.A. prófs í skólanum.
Tólf með cand. psych. gráðu
Ljósmynd/Bergþór Sigurðsson
Til umhugsunar fyrir foreldra:
Hrósið börnunum ykkar og ætlið þeim tíma.
Leikið við barnið ykkar.
Veitið tilfinningum barna ykkar athygli.
Hvetjið barnið til sjálfstæðis.
Leysið vandamálið með barninu ykkar.
Foreldrar geta aðstoðað barnið við að vinna
bug á of mikilli námsstreitu.
Jafnvægi ætti að vera milli vinnu og leiks.
Stuðlið að heilbrigði barna ykkar bæði til
líkama og sálar.
Foreldrar hafi raunhæfar væntingar til
barns síns.
Foreldrar eigi stöðug samskipti við börn sín.
Úr foreldrahandbókinni