Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 3
Alþjóðaþing samtakanna The International Save the Children Alliance var haldið í Reykjavík í maí sl. og var það í fyrsta sinn sem það fer fram hér á landi. Á þinginu var fjallað um það hvernig efla megi Save the Children samtökin, en markmið þeirra er að hjálpa börnum um allan heim sem búa við ofbeldi. Um 80 manns frá 30 löndum sóttu þingið, sem þótti takast með miklum ágætum. „Það var mjög þýðingarmikið fyrir okkur að fá erlenda fulltrúa Save the Children hingað heim,” segir Kristín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla-Save the Children Iceland. „Við erum lítil þjóð norður í hafi og af þeim sökum fjarlæg í hugum margra. Með því að halda alþjóðaþingið hér fengu hinir erlendu fulltrúar skýrari mynd af Íslandi og starfi Save the Children samtakanna hér á landi. Þingið tókst ákaflega vel í alla staði og var ánægja með útkomuna. Mikill hugur var í þátttakendum og nú verður þinginu fylgt eftir og unnið að því að efla samtökin Save the Children um allan heim.” Ánægja með nýafstaðið alþjóðaþing í Reykjavík F R É T T I R A F S T A R F S E M I N N I 1. TBL. 2. ÁRG. JÚNÍ 2001 Barnaheill-Save the Children Iceland Laugavegi 7, 101 Reykjavík Sími: 561 0545 Fax: 552 2721 Ábyrgðarmaður: Krístín Jónasdóttir barnaheill@barnaheill.is www.barnaheill.is • Samstarfsverkefni Barnaheilla og Félags íslenskra leikskóla- kennara um forvarna- starf gegn kynferðis- legu ofbeldi á börn- um er nú lokið í bili. Verkefnið er samstarfs- verkefni Save the Children samtaka í Evrópu og er markmið þess að þróa forvarnastarf inn- an menntakerfisins gegn slíku ofbeldi. Barnaheill þakka Félagi íslenskra leikskólakennara sam- starfið, sem hefur verið bæði gagnlegt og ánægjulegt. • Bókin „Þetta er líkaminn minn”, sem gefin er út af Barnaheillum, hefur hlotið afar góðar viðtökur, en markmiðið með útgáfunni er að aðstoða full- orðna og börn á leik- skólaaldri við að ræða saman um of- beldi á opinn og óþvingaðan hátt. Bókinni er dreift á heilsugæslu- stöðvum landsins við svonefnda þriggja og hálfs árs skoðun barna, auk þess sem henni hefur verið dreift til allra leikskóla á land- inu. Bókina er hægt að nálgast endur- gjaldslaust á skrif- stofu Barnaheilla. • Fimmta ritröð Barnaheilla er að koma út um þessar mundir. Í rit- röðinni er að finna erindi sem flutt voru á ráðstefnu um stöðu barna af erlendum uppruna, er haldin var hér á landi í árslok 1999. Ritröðin er seld bæði í áskrift og lausasölu. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Barnaheilla. P R [pje err] Frá alþjóðaþingi The International Save the Children Alliance í Reykjavík í maí. Barnaheill-Save the Children Iceland vinna nú að því að setja upp vef með upplýsingum um barnaklám og afleiðingar þess. Vefurinn er hluti af fræðsluverk- efni Barnaheilla gegn barnaklámi á Netinu, en markmið þess er að afla upplýsinga um umfang vandans og koma þeim á fram- færi við almenning. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við barnaverndar- og lögregluyfir- völd hér á landi. Það er styrkt af Evrópusambandinu. Með verkefninu vilja Barnaheill fyrst og fremst vekja athygli tölvunotenda sem og Netþjón- ustuaðila á því að barnaklám sé framleitt og því dreift á markviss- an hátt um Netið. Á nýja vefnum verður m.a. að finna form til út- fyllingar í þeim tilgangi að til- kynna til samtakanna slóðir með barnaklámi á Netinu, sem not- endur hugsanlega rekast á á vafri sínu um Veraldarvefinn. Upplýs- ingum sem þannig berast verður síðan komið áfram til lögregluyfir- valda. Reiknað er með að vefur- inn komist í gagnið síðsumars. Barnaheill munu óska eftir að gerast meðlimir í INHOPE Associ- ation (www.inhope.org), sam- tökum neyðarlína í Evrópu, sem berjast gegn barnaklámi á Net- inu. Haldinn verður kynningar- fundur hér á landi með fulltrúum INHOPE nk. fimmtudag, 28. júní. Á fundinn er boðið fulltrúum ýmissa stofnana og félagasam- taka sem málið varðar s.s. lög- reglu, barnaverndaryfirvalda, ráðuneyta, Alþingis og netþjón- ustufyrirtækja. Vefur í smíðum gegn barnaklámi Börn meðal þátt- takenda á þingi SÞ í New York Aukaallsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna verður haldið í New York 19.–21. september nk. Save the Children samtökin hafa komið að undir- búningi þingsins, ásamt öðrum frjálsum félagasamtökum svo og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Save the Children samtökin leggja áherslu á þátttöku barna í alls- herjarþinginu, í því skyni að fá gleggri mynd af því hvaða skoð- anir unga fólkið hefur á eigin málefnum. Um 150 börn víða úr heiminum tóku þátt í undirbúningsfundi fyrir þingið sem haldinn var í New York 11.–15. júní sl. og er reiknað með góðri þátttöku barna á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust. Barnaheill-Save the Children Iceland eru meðal þátttakenda í samstarfsverkefni aðildarsam- taka Save the Children í Evrópu, um ofbeldi gagnvart börnum og réttarstöðu þeirra. Markmið verkefnisins er að kanna stöðu barna sem beitt eru ofbeldi, í réttarkerfinu í löndum Evrópu, og leita úrræða þeim til verndar. Í tengslum við verkefnið hafa Barnaheill nú hafist handa við gerð samanburðarrannsóknar á því hvernig þessum málum er háttað hér á landi. Könnuð verð- ur réttarstaða íslenskra barna sem beitt eru ofbeldi og hvað betur megi fara í því sambandi. Hefur Margrét Vala Kristjáns- dóttir lögmaður verið fengin til að annast framkvæmd rannsókn- arinnar og úrvinnslu hennar hér á landi. Haldin verður námstefna í Madrid á Spáni á næsta ári, þar sem niðurstöður úr rannsóknum aðildarlandanna verða kynntar. Þangað verður boðið löglærðum sérfræðingum og munu þeir miðla af reynslu sinni og þekk- ingu á þessu sviði og vinna að hugmyndum um hvernig megi vernda rétt barna enn betur. Samstarfsverkefni aðildarsam- taka Save the Children í Evrópu er styrkt af Daphne-áætlun Evrópu- sambandsins. Verkefninu lýkur í desember 2002. Samstarfsverkefni um réttarstöðu barna sem beitt eru ofbeldi SMÆLKI Barnaheill þakka stuðninginn: Afltækni ehf. Akureyrarbær Austurbæjarskóli Austur-Hérað Ábendi ehf. Álit ehf. Ás fasteignasala Bárðdælahreppur Bifreiðaverkstæði Kópavogs Bifreiðaverkstæðið Pardus Bílamálun Halldórs Nikulás. Breiðagerðisskóli BSÍ pakkaafgreiðsla BYKO Bændasamtökin Davíð S. Jónsson & Co. Delta hf. Eignamiðlunin ehf. Endursk. Jóns H. Runólfssonar Fagus hf. Fellaskóli Flugleiðir Foldaskóli Framtak ehf. Garðabær Gámaþjónustan Akureyri Grindavíkurbær Gler og speglar ehf. Grandi hf. Gúmmíbátaþjónustan Hafnarfjarðarbær Hagaskóli Haraldur Böðvarsson hf. Háteigsskóli Hátækni ehf. Hexa ehf. Hitaveita Egilsstaða Hitaveita Suðurnesja Hlíðaskóli Húsavíkurbær Hveragerðisbær Hyrna ehf. Höldur ehf. Ísafjarðarbær Íslandsmarkaður Íslensk tækni ehf. Ísstöðin hf. J.Á. verktakar Kemis ehf. Kjarnafæði Kjarnavörur Kópavogsbær Lýsi hf. Mjólkurbú Flóamanna Morgunblaðið Mosfellsbær Möl og sandur hf. Nóatún Olíufélagið hf. Omega Farma ehf. Ora ehf. Orkuveita Reykjavíkur PricewaterhouseCoopers ehf. Rafberg ehf. Raflagnir Íslands ehf. Raftæknistofan hf. Reykjagarður hf. Rimaskóli Rolf Johansen & Co. ehf. Seltjarnarnesbær Sementsverksmiðjan hf. Siglufjarðarkaupstaður Skaftárhreppur Skipa- og vélatækni ehf. Skipstj.- og stýrimannaf. Ísl. Skráningarstofan hf. Skútustaðahreppur Sólbaðsstofa Grafarvogs Spennubreytar Starfsmannafél. Reykjavíkurb. Stilling ehf. Stjarnan ehf. Straumnes ehf. Sveitarfélagið Hornafjörður Sæhamar ehf. Tangi Texti ehf. Trésm. Þráins E.Gíslasonar sf. Útgerðarfélagið Bára ehf. Varmárskóli Veiðarfærasalan Dímon ehf. Veiðafæraversl. Verbúðin ehf. Veitingaþj. Lárusar Loftssonar Verðlagsstofa skiptaverðs Verkfræðist. Suðurnesja ehf. Vestmannaeyjabær Vesturbyggð Vélabær ehf. Vélsmiðja Akraness ehf. Vídd ehf. Vífilfell ehf. Vogaskóli Verzlunarmannaf. Reykjavíkur Þorbjörn Fiskanes hf. Ölfushreppur Ölgerðin Egill Skallagrímss. Öryggisvarslan ehf. AUGLÝSING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.