Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 19
Ný vaxtalög
- helstu breytingar
Á vorþingi voru samþykkt ný lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, sem koma í
stað eldri vaxtalaga nr. 25/1987. Lögin öðlast gildi 1. júlí næstkomandi. Af því tilefni
boðar viðskiptaráðuneytið til fundar til að kynna helstu þætti nýrra vaxtalaga.
Á fundinum verður boðið upp á morgunverð.
Ávarp
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Breytingar með nýjum vaxtalögum
Benedikt Árnason, skrifstofustjóri fjármagnsmarkaðar,
iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
Gildissvið vaxtalaga, tilgreining í stefnu, vextir af
skaðabótakröfum og viðurlög
Andri Árnason hrl.
Breytingar á ákvörðun dráttarvaxta
og birtingu vaxta
Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands.
Fundarstjóri er Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri í
iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 560-9070
eða í tölvupósti, postur@ivr.stjr.is. Verð 1.000 kr.
Dagskrá:
Morgunverðarfundur Sunnusal Hótel Sögu,
miðvikudaginn 27. júní frá kl. 8:00-9:30
FRAMKVÆMDASTJÓRI BTGSM
telur að forsvarsmenn Tals og
Landssíma Íslands hafi hlaupið á sig
í umræðu um verðlagningu á GSM-
þjónustu og ítrekar að BTGSM bjóði
notendum sínum lægsta verðið á
markaðnum.
Guðmundur Magnason fram-
kvæmdastjóri BTGSM vitnar þar til
viðtals við Þórólf Árnason forstjóra
Tals og Heiðrúnar Jónsdóttur for-
stöðumanns upplýsinga- og kynn-
ingamála Landssíma Íslands síðast-
liðinn þriðjudag. Hann kveðst
mótmæla orðum forstjóra Tals um
að þjónusta eins og BTGSM geti
ekki borið arð um leið og hún skili
sér í lægra verði til neytenda og tel-
ur að Tal hafi ekki sýnt vilja til þess
að gera samskonar samning við
BTGSM og Íslandssími gerði og sé
því andsnúið hag neytenda. „Mér
hefur sýnst símafyrirtækin hafa
hagnast ágætlega og það er klárlega
enn eitthvað til skiptana.“
Talnaleikur hjá Tali
Guðmundur segir að forstjóri Tals
hafi sagt í viðtali við Morgunblaðið
að farsímaþjónusta BTGSM væri
dýrari en annarra á markaðnum,
annars vegar millilandasímtöl og
hins vegar milli tveggja áskrifenda.
Þá væri einnig nefnt að BTGSM
væri dýrari þegar notandi væri utan
heimasvæðis. Þetta er ekki rétt, að
sögn Guðmundar.
„Það sem gleymdist að nefna var
að þarna er um að ræða 3% af far-
símanotkuninni. Þar af leiðandi er
um að ræða hverfandi hlutfall í
heildarsímreikningi neytanda. Per-
sónulega finnst mér að með því að
tefla slíkum rökum fram sem afger-
andi kosti ákveðinnar GSM-áskrift-
ar sé verið að gera lítið úr neytand-
anum, með öðrum orðum er ekki
áætlað að hann sjái í gegnum svona
talnaleik.“ Guðmundur segir að
hvergi komi fram í umræddu viðtali
að BTGSM sé með langlægsta verð-
ið á símtölum úr GSM-síma í fast-
línusíma (heima/vinnusíma). „Þetta
á við bæði á kvöldin og um helgar og
hvort sem hringt er í fastlínunúmer
Landssíma eða Íslandssíma. Símtöl
úr GSM-síma í fastlínusíma telja um
20% af heildarnotkun farsímanot-
andans, samkvæmt upplýsingum
fengnum úr símkerfi Íslandssíma
sem þjónustar m.a. BTGSM. Tal
kemur ekki jafn vel út og ég skora á
neytendur að fara á heimasíðu Tals
en þar munu þeir sjá að fyrirtækið
er með hæsta verðið.“
BTGSM sé með lægsta SMS-verðið
Guðmundur segir að Landssími
og Tal minnist heldur ekki á SMS-
notkun. „BT er einfaldlega með
lægsta verðið á SMS-sendingum
allra á markaðnum, eða 7,99 krónur
hvort sem það er innan kerfis eða ut-
an. Notkun SMS-skilaboða er gríð-
arlega mikil og sérstaklega hjá
yngra fólki. Þess má til gamans geta
að um það bil 200.000 SMS-skilaboð
eru send að meðaltali hér á landi dag
hvern.“
Það er álit Guðmundar að Lands-
síminn sé hógværari í yfirlýsingum
sínum, en þó sé eitt atriði sem hann
vilji minnast á. „Fulltrúi Símans
nefnir fjórar krónur fyrir mínútuna,
sem lægsta verð milli tveggja GSM
síma innan kerfis. Þarna gleymdist
að minnast á mánaðargjaldið, sem er
2.300 krónur á mánuði, sem þarf að
greiða til þess að eiga möguleika á
símtölum á fjórar krónur. Talna-
glöggir sjá að um er að ræða upp-
hæð sem nemur 27.600 kr. á ári. Auk
þess gildir þetta verð aðeins í GSM-
Pari. Nota þarf símann mikið til þess
að svona áskrift borgi sig.“
Athygliverðar tímamælingar
Guðmundur segir að aðferðir Tals
á mælingum taltímans séu einnig at-
hygliverðar. „Í fyrsta lagi kosta inn-
ankerfissímtöl hjá Tali að lágmarki
tíu krónur. Með öðrum orðum borg-
ar notandi að minnsta kosti 60 sek-
úndur. Slíkt skiptir gríðarlegu máli
fyrir neytendur þar sem svo stór
hluti símtala er undir einni mínútu.
Sem dæmi má nefna að tíu sekúndna
símtal kostar 1,50 krónur milli
tveggja síma hjá BTGSM á móti tíu
krónum hjá Tali. Í öðru lagi mælast
engin önnur símtöl styttri en 30 sek-
úndur. Það þýðir að tíu sekúndna
símtalið yfir í önnur kerfi er einnig
margfalt dýrara hjá Tali en BTGSM.
En það er gengið enn lengra í að ná
krónum af neytendum. Tal mælir til
dæmis tímann í tíu sekúndna skref-
um eftir fyrstu 30 sekúndurnar.
Þetta þýðir að neytendur eru að
jafnaði að greiða fimm sekúndur
aukalega í hverju símtali. Allt þetta
hefur augljóslega mjög mikla hækk-
un símreiknings í för með sér og
vissara að lesa smáa letrið þegar
kemur að því að velja GSM-áskrift.“
Guðmundur segir einnig að hið lítt
auglýsta „svarskrefs-gjald“ sé 2,90
krónur og leggist á öll símtöl þegar
hringt er í önnur kerfi. Þannig sé
Tal með langhæsta dagtaxtann þar
sem FríTal er annarsvegar og lang-
hæsta kvöld og helgartaxtann í til-
felli EinTals hins vegar. „Þarna
hefðu menn mátt kynna sér eigin
skilmála áður en rætt er við fjöl-
miðla.“
Guðmundur segir að það sé ekki
ólíklegt að farið sé að hitna verulega
undir samkeppnisaðilum sínum þar
sem að þjónustan BeTri-vinir verður
virk 1. júlí næstkomandi. „Þar
hyggst BTGSM bjóða áskrifendum
að hringja sín á milli símtöl til fjög-
urra vina sem þeir hringja mest í á
ótrúlegu verði. Þetta verð er 6,99
krónur á daginn og 4,99 krónur á
kvöldin. Staðreyndin er sú að mjög
stór hluti GSM-notkunarinnar er við
tiltölulega fáa einstaklinga. Þannig
standa fjögur vinsælustu númerin
fyrir u.þ.b. 40% af heildarnotkuninni
í sekúndum talið. Við sjáum strax
mikla innankerfisnotkun hjá okkur.
Ástæðan er einföld: Vinir gera hlut-
ina gjarnan saman og þar með talið
að kaupa sér GSM-síma og áskrift.
Ég hvet jafnframt neytendur til
þess að kynna sér nánar verðskrá
farsímafyrirtækjanna og ekki
gleyma að lesa smáa letrið.“
Framkvæmdastjóri BTGSM um verð á farsímaþjónustu
Notendur lesi smáa letrið
Morgunblaðið/Kristinn
Um 200.000 SMS-skilaboð eru send að meðaltali hér á landi dag hvern.
AÐALFUNDUR Íslenska járn-
blendifélagsins hf. var haldinn ný-
verið. Í tilkynningu frá félaginu í
framhaldi af fundinum kemur fram
að rekstrartekjur á fyrsta fjórðungi
þessa árs hafi numið 1.260 milljón-
um króna sem sé hækkun um 34%
miðað við sama tímabil í fyrra.
Hækkun rekstrartekna sé til komin
vegna hærra verðs á afurðum
félagsins og meiri framleiðslu en á
fyrsta fjórðungi síðasta árs, þegar
erfiðleikar hafi verið í rekstrinum.
Fram kemur að félaginu hafi tekist
að draga úr rekstrarkostnaði á
fyrsta fjórðungi þessa árs en vegna
gengislækkunar íslensku krónunnar
hafi það þó orðið fyrir gengistapi að
upphæð 191 milljón króna saman-
borið við 14 milljóna króna geng-
istap á sama tímabili í fyrra.
Samkvæmt sömu heimildum nam
tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs 94 milljónum króna sam-
anborið við 118 milljóna króna tap á
fyrsta fjórðungi síðasta árs. Afkoma
félagsins það sem eftir er ársins sé
mjög háð framvindu á kísiljárn-
mörkuðum, ofnrekstri og að frekari
lækkun rekstrarkostnaðar náist.
Þess sé vænst að afköst verksmiðj-
unnar muni aukast jafnt og þétt á
árinu og að félagið muni halda
áfram að auka framleiðslu á verð-
meiri afurðum, sem muni draga úr
áhrifum staðalkísiljárns á afkomu
þess.
Tap varð af starfsemi Járnblendi-
félagsins á síðastliðnu ári að fjárhæð
615 milljónir króna og er það annað
árið í röð sem tap er af rekstrinum í
kjölfar 6 ára hagnaðartímabils.
Aðalfundur samþykkti tillögu
stjórnar þess efnis að arður verði
ekki greiddur til hluthafa vegna árs-
ins 2000.
Járnblendifélagið
með 94 milljóna tap
HEILDARSTYRKING krónunnar í
gær var 1,25% samkvæmt upplýs-
ingum frá gjaldeyrisborði Lands-
banka Íslands. Vísitalan var í 141,97
stigum í byrjun dags og fór lægst í
139,45. Vísitalan var 140,20 í lok við-
skiptadags. Samkvæmt upplýsing-
um bankans var velta á millibanka-
markaði 9,7 milljarðar króna. Gengi
Bandaríkjadals var skráð 104,74 við
opnun markaða en lokagildi er
103,48. Dalurinn veiktist því um
1,20% sem er nokkurn veginn í réttu
hlutfalli við styrkingu krónunnar.
Krónan styrkist