Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þóra Finnboga-dóttir fæddist í Skarfanesi í Land- sveit í Rangárvalla- sýslu 28. apríl 1910. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eir í Reykjavík 16. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Elísabet Þórðar- dóttir, f. 1.12. 1877 að Gröf í Hruna- mannahreppi, d. 16.11. 1958 í Reykja- vík, og Finnbogi Höskuldsson, f. 9.10. 1870 í Stóra-Klofa, Landmanna- hreppi, d. 20.4. 1950 í Reykjavík. Systkini Þóru voru; Magnús Víg- lundur Finnbogason menntaskóla- kennari, f. 23.10. 1902, d. 4.1. 1994; Arndís Finnbogadóttir, f. 6.8. 1904, d. 22.8. 1904; Þórður Finnbogason, rafvirkjameistari, f. 5.6. 1906, d. 5.1. 1991; Dagbjört Finnbogadótt- ir, hárgreiðslumeistari og hús- freyja, f. 21.3. 1908, d. 17.8. 1999; Anna Finnbogadóttir, kjólameist- ari, f. 11.7. 1911, býr í Reykjavík; Arndís Finnbogadóttir, húsfreyja, f. 21.8. 1912, d. 24.4. 1987; Óskar Höskuldur Finnbogason, sóknar- prestur, f. 13.9. 1913, d. 24.2. 1976; Valdimar Finnbogason, verslunar- 19.11. 1999. 2) Kolbrún Haralds- dóttir, handritafræðingur, f. 13.1. 1948. Eiginmaður hennar er dr. Hubert Seelow, prófessor við Há- skólann í Erlangen, f. 3.9. 1948. Synir þeirra: Atli Magnús Seelow, arkitekt, f. 10.9. 1975, sambýlis- kona hans er Barbara Zellner, arkitekt; Gunnar Seelow, mennta- skólanemi, f. 21.1. 1983. Sonur Haralds af fyrra hjóna- bandi og stjúpsonur Þóru er Har- aldur Valgarður Haraldsson arki- tekt, f. 3.8. 1932. Fyrri kona hans er Vigdís Ragnheiður Garðars- dóttir, f. 24.1. 1936. Dóttir þeirra er Sigríður Vala Haraldsdóttir, f. 1.8. 1958. Síðari kona Haralds er Elsa Lene Hoe Hermannsdóttir, f. 2.5. 1938. Þau skildu. Þeirra börn eru Haraldur Hoe Haraldsson, bakari, f. 14.5. 1964; Hermann V. Haraldsson, viðskiptafræðingur, f. 9.1. 1966; Hörður Valdimar Har- aldsson, umhverfisverkfræðingur, f. 29.10. 1970; Hinrik Hoe Haralds- son, leikari, f. 19.4. 1972. Þóra ólst upp í Skarfanesi þar til hún fluttist til Reykjavíkur laust fyrir 1930. Hún vann ýmis versl- unarstörf til ársins 1945 þegar hún gekk í hjónaband og sinnti hún upp frá því húsmóðurstörfum. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Flókagötu 12 en fluttust árið 1949 í Skaftahlíð 5. Frá árinu 1995 bjó Þóra á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. Útför Þóru fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. maður, f. 16.10. 1915, d. 4.9. 1985; Guðmund- ur Karl Finnbogason, málarameistari, síðar bílstjóri, f. 13.9. 1917, d. 21.1. 1997; Þóra Laufey Finnbogadótt- ir, hárgreiðslukona, f. 3.10. 1919, d. 14.7. 1957. Hinn 27. janúar 1945 giftist Þóra Har- aldi Valdimar Ólafs- syni, forstjóra Fálkans hf., f. 3.6. 1901 í Reykjavík, d. 18.9. 1984. Foreldrar hans voru hjónin Þrúður Guðrún Jóns- dóttir og Ólafur Magnússon, kaup- maður í Fálkanum. Börn Þóru og Haralds eru: 1) Ólafur Haraldsson, viðskiptafræðingur, f. 15.7. 1946. Fyrri kona hans er Lára Erlings- dóttir, f. 17.7. 1947. Þeirra börn eru Guðrún Erla Ólafsdóttir fjöl- miðlafræðingur, f. 6.5.1964, hún á eina dóttur, Láru Sól; Þóra Björk Ólafsdóttir, rannsóknarmaður í ættfræði, f. 17.6.1973, eiginmaður hennar er Baldur Stefánsson for- stjóri, f. 2.4.1971, þau eiga tvo syni, Fáfni og Stefán Loga; Haraldur Ólafsson iðnskólanemi, f. 23.4.1978. Síðari kona Ólafs var Elsa Brynjólfsdóttir, f. 8.5. 1957, d. Stjúpmóðir mín, Þóra Finnboga- dóttir, er látin, 91 árs að aldri, farin til austursins eilífa. Hafði hún dval- ið síðustu fimm og hálfa árið á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafar- vogi og notið þar góðrar umönn- unar, sem hér er þakkað. Hún var seinni kona föður míns. Þau giftu sig í janúar 1945, þegar stríðinu var að ljúka. Þau hófu bú- skap í þriggja herbergja íbúð í húsi sem faðir minn átti á Flókagötu 12 í Reykjavík. Leiðir þeirra lágu saman um Eirík Guðmundsson, sem var giftur Dagbjörtu (Dúu) systur Þóru, en Eiríkur vann í Fálkanum hjá afa mínum Ólafi og föður mínum sem gjaldkeri og bók- ari til margra ára. Var þar mikið vinfengi millum. Þegar þetta gerð- ist hafði ég ungur að árum verið í fóstri um skeið hjá afaforeldrum mínum, Ólafi Magnússyni og Þrúði Jónsdóttur, sem þá bjuggu á Flókagötu 18, spölkorn frá. Faðir minn byggir síðan hús í Skaftahlíð 5, en þá flyt ég til þeirra, enda hús- pláss fyrir hendi. Við þessi þátta- skil tók Þóra mig undir verndar- væng sinn og gekk mér í móðurstað. Þau hjónin höfðu þá þegar eignast hálfsystkini mín, Ólaf, f. 1946 , og Kolbrúnu, f. 1948. Þóra stjúpmóðir var einstök kona, gáfuð, myndarleg húsmóðir, góð móðir og umburðarlynd með af- brigðum. Ég tel að faðir minn hafi verið gæfumaður að eignast Þóru fyrir konu. Þau voru að sumu leyti ólík, en bættu það hvort öðru upp. Hann gat stundum verið óþolin- móður og flýtir á honum, þegar langur vinnudagur í fyrirtækinu kallaði. Hún hafði þá oft lag á því að fullvissa hann um að fyrirtækið gengi þótt hann tæki sér frí endr- um og eins. Enda tók hann hana oft með í viðskiptaerindi erlendis. Við ýmsar ákvarðanir sótti hann oft góð ráð til konu sinnar. Sem stjúp- móðir reyndist hún mér með af- brigðum vel. Ég hafði nánast verið móðurlaus í mörg ár, þar sem móð- ir mín, Valgerður Gísladóttir, gekk með ólæknandi sjúkdóm, lokuð inni á spítala í 13 ár. Þóra stjúpa mín bar umhyggju fyrir mér eins og væri ég hennar eigin sonur. Fyrir það mun ég ævinlega vera þakk- látur. Þóra var sannur vinur vina sinna og kát í þeirra hópi og með vanda- mönnum, en átti til að vera ómann- blendin innan um ókunnuga. Hún var mjög hjálpsöm þeim sem til hennar þurftu að leita. Hófsöm var hún í hvívetna og svo kröfulítil til eigin þarfa, að það jaðraði stundum við vandræði. Þau höfðu gaman af að taka á móti fólki, vinum, ætt- ingjum, börnum og barnabörnum. Á stærri hátíðum kom yngsta kyn- slóðin í drykki og kökur síðdegis, en eldra fókið í kvöldmat fram eftir kvöldi. Voru þá oft settar plötur á fóninn og stiginn dans fram á nótt. Það var því stundum glatt á hjalla í Skaftahlíð 5 og veitt rausnarlega. En árin liðu og þegar faðir minn var farinn að eldast og hættur störfum reyndist hún honum sú stoð og stytta, sem hann þurfti á að halda. Eftir að hann lést, árið 1984, hrakaði henni smám saman and- lega þrátt fyrir líkamlegan styrk. Sjóndepran sagði einnig til sín við lestur. Hún fékk þá til sín mikla ágætis konu, Ólafíu Guðbergsdótt- ur, sem sá um matseld og aðrar daglegar þarfir hennar í um fimm ár eða þar til hún flutti á hjúkr- unarheimilið 1995. Þessarar góðu konu, stjúpmóður minnar, sem ávallt var reiðubúin að sinna þörfum annarra, en gerði ekki kröfur, minnist ég með virð- ingu, þakklæti og elsku. Blessuð sé minning Þóru Finnbogadóttur. Haraldur Valgarður Haraldsson. Látin er á 92. aldursári Þóra Finnbogadóttir, tengdamóðir mín. Hún fæddist í Skarfanesi á Landi og var hin fimmta í aldursröð ellefu systkina. Næst elzta barnið lézt á fyrsta ári, en hin tíu komust upp. Nú lifir eftir einungis systirin Anna. Þóra ólst upp í faðmi fjölskyldu sinnar í Skarfanesi. Innan við tví- tugsaldur hélt hún til Reykjavíkur, eins og fjölmargir Íslendingar af hennar kynslóð. Hún ræddi alla tíð af hlýju og væntumþykju um bernsku- og æskuár sín í sveitinni. Á hinn bóginn var hún fegin því að hafa kvatt erfitt og tilbreytingalítið líf á afskekktum bóndabæ hátt inni í landi, þar sem vetur eru langir og snjóþungir og samgöngur torsóttar. Hún gerði sér fullljóst, að baráttan fyrir daglegu brauði var á margan hátt auðveldari í borginni og menn- ingarlíf auðugra en í heimahögun- um, enda var hún raunsæ að eðl- isfari. Í Reykjavík vann Þóra við almenn afgreiðslustörf. Hún hélt heimili með systur sinni Dagbjörtu og bjó áfram hjá henni um árabil, eftir að Dagbjört gekk í hjónaband. Fjölskylduböndin milli Skarfanes- systkinanna voru traust, einkum voru náin tengsl milli systranna. En næst Þóru stóð þó systirin Dag- björt, sem hún hafði dagleg sam- skipti við fram á elliár. Árið 1945 gekk Þóra að eiga Harald V. Ólafsson, tengdaföður minn heitinn, sem gjarna var kenndur við fyrirtæki fjölskyldu sinnar, Fálkann. Eins og tíðkaðist í þann tíð, hætti Þóra þá að starfa utan heimilis. Þau hjónin eignuðust tvö börn, Ólaf, fæddan 1946, og Kolbrúnu, fædda 1948, sem síðar varð konan mín. Haraldur átti einnig stóran systkinahóp, var næstelztur af níu systkinum, og af fyrra hjónabandi átti hann stálp- aðan son, Harald Valgarð. Ég get ímyndað mér, að ekki hafi alltaf verið auðvelt fyrir Þóru að fá við- horf sín metin í tengdafjölskyldu sinni, enda voru systkin Haralds ólík Skarfanessystkinunum að lunderni. Ég ætla, að Þóra hafi orð- ið að aðlagast tengdafólki sínu að mörgu leyti, en engu að síður hélt hún ávallt reisn sinni. Hún varð- veitti eigin sérkenni og lagði áfram rækt við hugðarefni sín. Hún var bókhneigð og las mikið í frístund- um sínum, meðan hún hafði til þess sjón. Hún hafði yndi af blómum, trjám og raunar öllum gróðri, enda bar garðurinn í Skaftahlíð rækt- unaráhuga hennar glöggt vitni; garðurinn var fyrst og fremst hennar garður. Þóra var músíkölsk, naut þess að hlusta á tónlist og var sjálf söngelsk. Í æsku lærði hún á orgel og spilaði á píanó fram á miðjan aldur. Þegar minni hennar tók að hraka í ellinni, reyndust sálmarnir, vísurnar og gömlu lögin henni sá brunnur, sem aldrei þvarr. Ég kynntist Þóru fyrir tæpum 30 árum, þegar við Kolbrún vorum að draga okkur saman. Tók Þóra mér ákaflega vel, eins og Haraldur raunar einnig, og ekki létu þau mig gjalda þess, að ég væri útlend- ingur, enda þótt þau hljóti að hafa haft af því áhyggjur, að einkadótt- irin væri í tygjum við slíkan mann. Þóra var þá liðlega sextug, ung- leg kona og vingjarnleg, að vísu fremur hlédræg, en skarpgreind og orðheppin. Hún hafði ríka kímni- gáfu, en ekki beitti hún henni á kostnað annarra. Hún var þolin- móð, skilningsrík, ósérhlífin og með eindæmum fórnfús. Engu að síður setti hún þeim ákveðin mörk, sem hún taldi ganga á lagið og vilja mis- nota hjálpsemi hennar. Hún fyr- irleit hvers kyns snobbisma og uppskafningshátt, enda var hún sjálf látlaus, heilsteypt og tilgerð- arlaus. Þegar eldri sonur okkar hjóna, Atli, var barn að aldri, dvöldumst við mikið á Íslandi vegna starfa okkar. Vorum við þá til húsa í ris- inu yfir íbúð tengdaforeldra minna. Reyndist það drengnum ómetan- legt veganesti að mega vaxa úr grasi í daglegu samneyti við ömmu sína og afa. Í bernsku naut yngri sonur okkar, Gunnar, einnig ómælt góðs af veru sinni í Skaftahlíðinni. Þóra var góð og hugulsöm amma, sem hafði sérstakt lag á börnum. Hún skildi vel hugsunarhátt barna á öllum aldri, og voru þau ávallt sem hugur manns hjá henni, enda tók hún mark á þeim sem sjálf- stæðum einstaklingum, hvatti þau og studdi. Það fylgdi starfi Haralds, að oft var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Þóra var gestrisin húsfreyja, og var Haraldur af því stoltur, hversu glæsilega kona hans tók á móti innlendum og erlendum vinum þeirra og viðskiptamönnum. En bezt naut Þóra sín í hópi fjölskyldu sinnar og tengdafjölskyldu. Raunar var sá hópur svo stór, að hún þurfti lítt að leita utan hans eftir félags- skap. Þóra helgaði sig alfarið heim- ilinu, velferð eiginmanns og barna, eins og flestar konur af hennar kynslóð. Þegar börnin voru farin að heiman og Haraldur var látinn, hægðist um í lífi hennar, – ef til vill um of. Þar við bættist, að hún gerð- ist æ sjóndaprari, og þegar hún var um sjötugt, var svo komið, að hún gat ekki lengur lesið. Þykir mér ekki ólíklegt, að skortur á ytri áreitum, hin óhjákvæmilega and- lega einangrun, sem af sjóndepr- unni leiddi, hafi átt ríkan þátt í því, að minni Þóru skertist stöðugt, unz hún gat ekki lengur hugsað um sig sjálf. Ég minnist Þóru Finnbogadótt- ur, tengdamóður minnar, með þökk og virðingu. Hún var ein merkasta kona, sem ég hef kynnzt um mína daga. Fjölskylda mín og ég eigum henni óendanlega margt að þakka. Blessuð sé minning hennar. Hubert Seelow. Elsku amma mín. Drottinn á drenginn, dálítinn piltinn, gættu að honum, Guð minn, svo grandi honum háskinn enginn. Þessa vísu söngst þú fyrir mig þegar ég var lítil, með þeim breyt- ingum þó, að þá átti drottinn stúlk- una. Man ég hve örugg ég var þá í faðmi þínum, og vissi varla um betri stað til að vera á. Síðustu daga hafa minningarnar hrannast upp, sunnudagsmaturinn hjá ykkur afa með allri fjölskyld- unni, þar sem ég sat iðulega við hlið Magga bróður þíns, fallegi garðurinn þinn með skemmtilega klifrutrénu og ilmandi bóndarósun- um. Þú að tína rabarbara í graut- inn, og ég að hjálpa en þó aðallega að éta hann. Góða súkkulaðikakan með kókos ofaná, ég fékk að búa til munstur í kremið með gaffli, og besta lambalæri í heimi. Þú sagðir mér frá uppvaxtarárum þínum, systkinum og foreldrum, þú sást svo vel frá þér, varst fjarsýn, svo að bræður þínir sendu þig upp á hól til að gá að kúnum. Þið syst- kinin voru samrýnd, sérstaklega þú og Dúa systir þín sem voruð bestu vinkonur og báruð alltaf hag hvor annarrar fyrir brjósti. Hún heyrð- ist væntumþykjan í röddinni þegar þú talaðir um hana og um æsku þína í Skarfanesi í Landsveit sem var mjög ánægjuleg og gæfurík. Hef ég tvisvar sinnum farið á æskuslóðir þínar og fegurri stað er varla hægt að hugsa sér, þar blasir Hekla við í allri sinni dýrð. Þú bjóst ykkur afa fallegt heimili í Skaftahlíð 5 og alltaf var gott að koma þangað. Ég man eftir mér sem smáskotti að leika með afa í töluleik, þú áttir box með tölum sem varð að skemmtilegasta spili í höndum okkar afa, ég held samt að reglurnar hafi ávallt verið mér í hag. Við fórum oft út á Klam- bratún, það hét aldeilis ekki Mikla- tún hjá okkur, eða sátum líka sam- an og hlustuðum á útvarpið, þú söngst fyrir mig mikið af kvæðum og vísum, og leyfðir mér að skoða alla króka og kima í húsinu, hjá ykkur las ég mig í gegnum allar þjóðsögurnar, á nokkuð mörgum árum þó. Lengi vel hélt ég að ég hefði fundið leynistaðinn þinn á háalofti, þar sem Síríus suðusúkku- laði var geymt, og að við frænd- systkinin værum að stelast í það. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég áttaði mig á því að það var alltaf til nýtt súkkulaði í skápn- um, og aldrei var minnst á hið dul- arfulla súkkulaðihvarf. Nú er komið að skilnaðarstund hjá okkur um tíma. Þegar ég var barn sagði ég oft við þig að þú mættir aldrei deyja, þú yrðir að minnsta kosti að verða hundrað ára. Þú svaraðir eitthvað á þá leið að Guð forði þér frá því að verða svo gömul. Þá fannst mér furðulegt að einhver myndi ekki vilja verða hundrað ára, dauðinn var óskil- greind eining í mínum huga, og nokkuð ógurlegur. Nú er ég á öðru máli, eftir langt og farsælt líf er hann óaðskiljanlegur lífinu, og eðli- legur framgangur þess. En ég vil fremur gleðjast yfir lífi þínu en að syrgja dauða þinn. Ég vil þakka þér fyrir allt, þína góðu handleiðslu um æsku mína, og síðast en ekki síst fyrir nafnið þitt sem ég er afar stolt af. Ég óska þess að ég verði barnabörnum mínum, ef svo lán- söm ég verð, eins góð amma og þú varst mér. Vil ég og fjölskylda mín, þá sér- staklega Lára móðir mín, senda pabba, Kollu og fjölskyldu og Önnu systur ömmu innilegar samúðar- kveðjur. Minning um yndislega konu lifir í hjörtum okkar. Og nú syng ég vögguvísuna fyrir syni mína á kvöldin, þá sömu og þú söngst fyrir mig, og þeir taka und- ir. Þín sonardóttir Þóra Björk Ólafsdóttir. ÞÓRA FINNBOGADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Þóru Finnbogadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.