Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 1 542 6789 3 0Samræmd Vef mæling ÖFLUGT menntakerfi og aðild Ír- lands að Evrópusambandinu eru tveir lykilþættir í velgengni Íra í efnahagsmálum síðastliðinn áratug. Þetta kom fram í máli Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, á fundi sem haldinn var á vegum Verslunar- ráðs í gær. Á Írlandi ríkir, sem kunnugt er, nokkurs konar þjóðarsátt á milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðar og samtaka ýmissa þjóðfélagshópa um stefnu og stjórn efnahags- og at- vinnumála. Þetta samkomulag hefur, að sögn írska forsætisráðherrans, lagt mikið af mörkum til samkeppn- ishæfni írska hagkerfisins enda byggt á breiðum grundvelli í þjóð- félaginu. Hann segir það t.a.m. hafa átt stóran þátt í að draga úr atvinnu- leysi, sem hafi verið komið í um 18% fyrir áratug en sé nú 3,5%. Í þessu samhengi segir hann að jafnframt verði að hafa í huga að þátttakendum á vinnumarkaði hafi á sama tíma fjölgað um 50%. 28% til menntamála Gleggsta dæmið um velgengni síð- astliðins áratugar segir forsætisráð- herrann mega sjá í aukningu vergrar landsframleiðslu Írlands en síðan ár- ið 1980 hefur verg landsframleiðsla á hvern íbúa Írlands aukist úr 66% af meðaltali landa í ESB í rúm 100% af núverandi meðaltali landa í ESB. Ahern sagði írsk stjórnvöld hafa unnið ötullega og markvisst að því að bæta efnahagskerfi Írlands, s.s. með eflingu atvinnumála, stöðugleika og hagstæðu skattafyrirkomulagi fyrir fyrirtæki. Menntamálin skipuðu þó stærstan sess meðal þessara þátta, 28% heildarútgjalda ríkisins færu til þess málaflokks og væri það nokkuð hátt í alþjóðlegum samanburði. Þá væri hlutfall 25–34 ára Íra með fram- haldsmenntun það annað mesta í Evrópu. Útflutningur hugbúnaðar í öndvegi Milliríkjaviðskipti segir ráð- herrann hafa verið hvatann að fram- úrskarandi frammistöðu í útflutningi á síðustu árum. Í máli hans kom fram að Írland er nú í 21. sæti yfir stærstu útflutningsþjóðir heims. Sé hins veg- ar miðað við höfðatölu er Írland í u.þ.b. þriðja efsta sæti, með ríflega sex sinnum meiri útflutning á mann en Bandaríkjamenn, þrisvar meiri en Bretar og tvöfalt meiri en Þjóðverj- ar. Stærstur hluti útflutnings Írlands er hugbúnaður. Að sögn Ahern kem- ur fram í nýlegri OECD-skýrslu að Írland hafi tekið Bandaríkjunum fram í útflutningi á hugbúnaði en ríf- lega 60% allra hugbúnaðarpakka fyr- ir PC-tölvur sem seldir eru í Evrópu eru framleiddir í Írlandi. Aðildin að ESB hagstæð Góðan árangur í útflutningi þakk- ar forsætisráðherrann að mestu aðild Íra að ESB. Hagur þeirra af aðild- inni, bæði beinn og óbeinn, hafi verið mikill í gegnum tíðina og haft mikil áhrif á alla þætti þjóðfélagsins. Hann sagði að margar nýjar fjárfestingar, erlendar og innlendar, hefðu ekki átt sér stað nema vegna aðildarinnar auk þess sem fjöldi starfa hefði ekki orðið til án aðildar að þessum stóra markaði með sama gjaldmiðil. Aðildin hafi einnig aukið aðdrátt- arafl Írlands á fjárfesta og ýtt undir vöxt innlendra fyrirtækja vegna tækifæra þeirra til samstarfs með fyrirtækjum víðs vegar um Evrópu. Hann sagði að þrátt fyrir að Írar hafi nýlega fellt hinn svokallaða Nice-sáttmála ESB, þá væru írsk stjórnvöld spennt fyrir stækkun ESB enda hefði Írland af henni mik- inn hag. Stækkunin muni auka tæki- færi til hagvaxtar og stöðugleika, bæði þeirra sem fyrir eru og nýrra aðildarríkja. Forsætisráðherra Írlands á fundi Verslunarráðs Aðild að ESB lykilþáttur í velgengni Írlands TAP Hlutabréfasjóðs Búnaðarbank- ans, sem er í umsjá Búnaðarbanka Íslands hf., reikningsárið 2000 til 2001 var 305,6 milljónir króna. Í til- kynningu til Verðbréfaþingsins segir að lækkun hafi verið á óinnleystum gengishagnaði um 593,9 milljónir. Afkoma á hverja krónu nafnverðs hlutafjár var neikvæð um 0,13 en var jákvæð um 0,24 árið áður. Hlutafé félagsins var 2.273 milljónir króna í lok apríl 2001 en var 2.129 milljónir árið áður. Eigið fé var samtals 3.077 milljónir samanborið við 3.760 millj- ónir í lok apríl árið á undan. Verð- mæti innlendra hlutabréfa í eigu félagsins nam um 1.262 milljónum í lok apríl 2001 eða 39% af heildar- eignum. Verðmæti erlendra hluta- bréfa í eigu félagsins nam um 99,6 milljónum eða 3% af heildareignum. Verðmæti skuldabréfa og hlutdeild- arskírteina í eigu félagsins nam um 1.571 milljón eða 48,9% og handbært fé var um 278 milljónir eða 8,7%. Sjóðurinn á hlutabréf í 80 hlutafélög- um, þar af 38 skráðum á Verðbréfa- þingi Íslands. Morgunblaðið/ Ásdís Tap Hlutabréfa- sjóðs Búnaðarbank- ans 306 milljónir SYNJUN Sýslumannsins í Reykja- vík á annarri beiðni þriggja hluthafa í Lyfjaverslun Íslands hf. um lög- bann í tengslum við kaup félagsins á Frumafli ehf., var vísað til úrlausnar Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Synjun á fyrri lögbannsbeiðninni 20. júní síðastliðinn var þegar vísað til Héraðsdóms. Sýslumaður synjaði seinni lögbannsbeiðninni síðastliðinn föstudag. Með fyrri lögbannsbeiðninni kröfðust hluthafarnir þrír þess að lagt yrði lögbann á að Lyfjaverslun Íslands gerði kaupsamning við Jó- hann Óla Guðmundsson fyrir hönd eigenda Frumafls um kaup á hluta- fénu og á að Lyfjaverslun ráðstafi til Jóhanns Óla hlutafé í Lyfjaverslun sem endurgjald samkvæmt slíkum samningi. Í seinna erindi hluthaf- anna til Sýslumanns var þess krafist að lagt yrði bann á að Jóhann Óli hagnýti sér það sem fylgir hlutafjár- eign hans í Lyfjaverslun, sem honum var afhent 20. júní, samtals að nafn- virði 170 milljónir króna. Jafnframt var krafist lögbanns á að Jóhann Óli ráðstafi umræddri hlutafjáreign sinni til þriðja aðila. Meirihluti stjórnar Lyfjaverslun- ar Íslands gekk frá kaupum á Frum- afli 20. júní síðastliðinn þegar Sýslu- maðurinn í Reykjavík hafði synjað fyrri lögbannsbeiðni hluthafanna þriggja. Annarri lögbannsbeiðni vísað til héraðsdóms Deilur innan Lyfjaverslunar Íslands hf. HAGNAÐUR eftir skatta af rekstri Ryanair, stærsta lágfar- gjaldaflugfélags í Evrópu, á síð- asta rekstrarári, sem lauk 31. mars, var um 9,3 milljarðar ís- lenskra króna og farþegum sem félagið flutti fjölgaði um 35% í 7,4 milljónir. Michael O’Leary, framkvæmda- stjóri Ryanair, sagði að þetta væri tíunda árið í röð sem hagnaður félagsins hefði vaxið og farþegum fjölgað. „Við erum þess fullvissir að við getum haldið áfram á þess- ari braut. Við stefnum að því að fjölga farþegum um fjórðung á ári næstu fimm árin.“ Rekstrarskilyrði erfið O’Leary segir að þrátt fyrir mikinn vöxt og methagnað hafi al- menn rekstrarskilyrði verið frekar slæm síðustu tólf mánuðina, meðal annars vegna hás olíuverðs og ótta manna við efnahagslægð. Á móti hefði vegið að félaginu tókst að ná niður sölu- og markaðskostnaði og auka söluna á Netinu en um 92% af bókunum félagsins fara nú fram á Netinu. Methagnaður hjá Ryanair SÉRFRÆÐINGAR Zenith Media telja að auglýsingatekjur ITV-sjón- varpsstöðvarinnar muni dragast verulega saman á þessu ári. Þeir spá því að að veltan á auglýsingamark- aðinum í Bretlandi í heild muni minnka um 0,8% í ár en það væri þá í fyrsta sinn frá því í upphafi tíunda áratugarins að veltan drægist sam- an. Veður skipast skjótt í lofti því fyrir tæpum þremur mánuðum spáðu sömu sérfræðingar að veltan á auglýsingamarkaðinum myndi aukast um 3,6%. Þeir segja að staðan á blaðamark- aðinum hafi versnað á skömmun tíma og að sjónvarpsmarkaðurinn hafi raunar orðið fyrir enn harðari skelli. Þeir spá því nú að tekjur ITV muni lækka um tæp 9%. Fyrr í þessum mánuði greindu talsmenn Granada, sem er einn aðal- eigenda ITV, frá því að auglýsinga- tekjur félagsins hafi dregist saman um 10% á síðustu níu mánuðum. Ein helsta ástæðan sé að bandarísk fjöl- þjóðafyrirtæki hafi ákveðið að draga úr auglýsingabirtingum vegna erfið- ara efnahagsumhverfis. Flestir höfðu spáð að hægja myndi á auglýs- ingamarkaðinum vegna kreppunnar í upplýsinga- og tæknigeiranum en niðursveiflan nú er heldur meiri og hraðari en menn áttu von á. Verulegum sam- drætti spáð hjá ITVTILKYNNT hefur verið að Wash-ington Mutual Inc., stærsta lánafyr-irtækið í Bandaríkjunum, hafi keypt Dime Bankcorp Inc. fyrir um 5,2 milljarða dala í reiðufé og með eigin bréfum. Þessi kaup eru hluti af áætl- unum stjórnenda Washington Mutual um að ná fótfestu á austurströnd Bandaríkjanna. Verð á bréfum Dime í samningunum er 40,84 dalir hvert bréf en það er um 11% hærra en skráð gengi bréfanna. Stjórnir beggja félaganna hafa þegar samþykkt samninginn en ekki er gert ráð fyrir að kaupin gangi formlega í gegn fyrr en á næsta ári þar sem bæði yfirvöld og hluthafafundur Dime eiga eftir að leggja blessun sína yfir hann. Washington Mutual kaupir Dime
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.