Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. NÓTASKIPIÐ ÖRN KE fyllti sig af loðnu í gær eftir einn og hálfan sólar- hring á miðunum norðaustur af Langanesi en um 30 til 40 skip voru þar í gær. Ekkert íslenskt skip er lengur á síldveiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum en tæplega 10 skip eru byrjuð á kolmunnaveiðum út af Austfjörðum. Lítil sem engin loðnuveiði var um helgina en veiðin glæddist á ný í gær. Sævar Þórarinsson, skipstjóri á Ern- inum, var kominn með fullfermi, um 1.100 tonn, eftir hádegið í gær og landaði á Djúpavogi fyrir miðnætti. Hann fór aðeins norðar, þar sem að- eins eitt norskt skip var fyrir, og seg- ir að meira hafi verið þar að hafa. „Við köstuðum oft. Fyrst vorum við í smáum torfum þarna suður frá en fengum sæmilegri köst, upp í 200 tonn, þarna norður frá. Þetta er fín loðna, mjög vel á sig komin, og er ver- ið að tala um 14 til 16% fitu. Ég held að það hafi aldrei gerst áður á þess- um tíma en hún er kjaftfull af átu.“ Engin loðna útaf Vestfjörðum Viðar Karlsson, skipstjóri á Vík- ingi AK, bætti skipi sínu við flotann fyrir austan land síðdegis í gær eftir að hafa leitað að loðnu út af Vest- fjörðum án árangurs í kjölfar lönd- unar á Akranesi. Hann segir að ekk- ert hafi verið að sjá fyrir vestan og hallast að því að loðnan sé ekki komin þangað. „Við fórum víða norður af Vestfjörðum, norður undir miðlínu, en sáum ekkert,“ segir hann og bætir við að sennilega hafi þeir verið of snemma á ferðinni. Fyrir austan séu hins vegar fáar torfur og mörg skip. Góð kolmunnaveiði hefur verið út af Austfjörðum norðan við Rósagarð- inn. Jón Kjartansson SU var fyrstur að fylla og landaði 1.500 tonnum á Eskifirði á sunnudag. Börkur NK var líka með fullfermi og landaði 1.700 tonnum í Neskaupstað í gær og þá fór Hólmaborg SU með 2.000 tonn til Eskifjarðar. Ingunn AK var komin með fullfermi, um 2.000 tonn, síðdeg- is í gær eftir fimm hol á einum og hálfum sólarhring. Þá voru Faxi RE og Þorsteinn EA að fylla sig en auk þess voru nokkur fleiri skip á svæð- inu, m.a. fjögur frá Færeyjum. Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, segir að nóg hafi verið af kolmunna á svæðinu en svæðið hafi verið blettótt. „Við fengum um 500 tonn eftir fjóra tíma og drógum svo í þrjá og hálfan tíma og fengum 500 til 600 tonn,“ segir hann um veiði gær- dagsins. Kolmunni og loðna gefa sig fyrir austan FORSVARSMENN Orku- veitu Reykjavíkur og Akranes- veitu hafa undirritað viljayfir- lýsingu sem felur í sér sameiningu Orkuveitunnar og Akranesveitu, Andakílsár- virkjunar og hluts Akranes- veitu í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á málið sér nokkurra mánaða aðdraganda, þótt verulegur skriður hafi ekki komist á viðræður milli aðila fyrr en allra síðustu daga. Í viljayfirlýsingunni er gert ráð fyrir að með sameining- unni verði stofnað nýtt fyrir- tæki, sem taki til starfa um áramótin, og að sama gjald- skrá gildi á svæðinu öllu frá og með þeim tíma. Mun það hafa í för með sér meira en 30% lækkun orku- veitugjalda hjá notendum Akranesveitu. Orkuveitan og Akra- nesveita sameinast FJÓRIR voru fluttir á slysadeild eft- ir fjögurra bíla árekstur við Geitháls á Suðurlandsvegi seinni hluta dags í gær. Einn hinna slösuðu fótbrotnaði en meiðsl annarra voru minniháttar. Að sögn lögreglu var aðdragandi slyssins sá að ekið var aftan á eina bifreiðina þegar henni átti að beygja frá Suðurlandsbraut að Bakkakoti á leið vestur, með þeim afleiðingum að hún kastaðist framan á aðra bifreið sem var að koma úr gagnstæðri átt. Fjórða bifreiðin lenti síðan á hinum bifreiðunum. Mörg slys urðu í umferðinni um nýliðna helgi, m.a. banaslys við Breiðdalsvík, vélhjólaslys við Borg- arnes og bílvelta á Gjábakkavegi. Var mikið álag á starfsmönnum Landhelgisgæslunnar við sjúkra- flutninga á TF-LÍF, þyrlu Land- helgisgæslunnar. Morgunblaðið/Júlíus Fjórir slasaðir eftir árekstur við Geitháls  Þyrla/6 NOKKUR bráðnun hefur átt sér stað í Grímsvötnum frá lokum goss- ins þar í desember 1998, og jarðhiti er enn að aukast að sögn Bryndísar Brandsdóttur jarðeðlisfræðings. Hún segir sigkatla hafa myndast meðfram fjallinu eftir gosið og er fylgst með svæðinu með jarð- skjálftamæli á Grímsvelli. Auk þess eru gerðar landmælingar með reglulegu millibili. „Svæðið er að rísa. Eftir gosið lá skjálftavirkni niðri um tíma en hún hefur aðeins vaxið á þessu ári. Enginn getur séð hvað framtíðin ber í skauti sér en eldstöðin er greinilega virk og það er fylgst vel með henni,“ segir Bryndís. Morgunblaðið/Friðþjófur Aukin jarðhitavirkni í Grímsvötnum ÍSLENSK erfðagreining, ÍE, og Krabbameinsfélag Íslands hafa gert með sér samning um aðgang ÍE og dótturfyrirtækja að upplýsingum í Krabbameinsskrá Krabbameins- félags Íslands vegna rannsókna á erfðaþáttum krabbameins. Þá hefur líftæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld gert samstarfssamning við Krabbameinsfélagið um krabba- meinsrannsóknir, sem felur meðal annars í sér rannsóknir á ættlægni krabbameina meðal Íslendinga og aðgang að upplýsingum úr Krabba- meinsskránni vegna rannsókna á or- sökum krabbameina. Við undirritun samnings Krabba- meinsfélagsins og ÍE, sem fór fram í gær, greiðir fyrirtækið 40 milljónir króna til Krabbameinsfélagsins fyrir aðgang að skránni og síðan 8 millj- ónir króna á ári fyrir viðbótarupplýs- ingar, en samningurinn er til sjö ára. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, seg- ir að fyrstu áfangar í rannsóknum fyrirtækisins komi í ljós strax á næstu vikum, þ.e. hvernig krabba- mein erfist. Hann segir að með því að samkeyra upplýsingar úr krabba- meinsskránni við ættfræðigrunna með hugbúnaði sem hefur verið þró- aður verði unnt að nálgast þessa þekkingu. Þekking á því hvernig krabbamein erfist geri kleift að spá fyrir um það hverjir séu líklegir til að fá krabbamein. Jafnframt séu í þessu tækifæri til að styrkja for- varnir og þróa nýjar aðferðir og lyf. Krabbameinsfélagið semur við ÍE Selur aðgang að krabba- meinsskránni  Samið við/10 SKRIFAÐ var undir kjarasamning milli Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs í gærkvöldi. Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að samningurinn gildi til hausts- ins 2004. Kjarasamningurinn verður kynnt- ur hjúkrunarfræðingum á félagsfundi sem haldinn verður fimmtudaginn 28. júní nk. og vildi Herdís ekki tjá sig um innihald hans fyrir þann fund að öðru leyti en því að samið hafi verið á svip- uðum nótum og gert hefur verið í öðr- um samningum. Kynningarfundurinn, sem haldinn verður í Rúgbrauðsgerðinni, verður fjarfundur sem tengist væntanlega 16 stöðum víðs vegar um landið og hefur félagið ekki áður notað búnað af þessu tagi til að kynna samninga. „Það er einfaldara nú til dags að kynna málið á einum fundi en að fara um allt land til þess. Við náum til langflestra hjúkrunarfræðinga með þessum hætti,“ segir Herdís. Fyrsti fundur hjúkrunarfræðinga með viðsemjendum var haldinn 14. nóvember á síðasta ári. Herdís kveðst telja að atkvæðagreiðsla, sem líklega verður um miðjan júlí, geti farið á hvorn veg sem er. Tæplega 1.800 hjúkrunarfræðingar eru á kjörskrá. Hjúkrunarfræðingar sömdu í gær Kynna samning- inn á fjarfundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.