Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 31 okist um g eru lík- eru á að kist, en u á lokun ík og í ann sér- gvellirnir ma tíma. gos hefur allir vell- 66 dögum sem skoðaðir voru eða í 3,6% til- vika. Matthías hefur kynnt niðurstöð- ur sínar fyrir íslenskum flugmála- yfirvöldum og til stendur að hann kynni þær einnig á næstunni fyrir Bretum þar sem ljóst er að íslensk og bresk flugmálayfirvöld þurfa að eiga náið samstarf vegna hugsan- legra áhrifa Kötlugoss. rð við Ísland 0% flug- smekki sem fór inn í íslenska úthafsflugstjórnar- ðið þann 20. ágúst 2000. ökkurinn hefur dreifst suður fyrir land eftir sem tíminn líður frá gosi. nnar þegar búið er að beina henni norður eða uður fyrir gosmökkinn. joto@mbl.is SAMSKIPTI Írlands og Ís-lands eru prýðileg, deilu-mál eru engin og við von-um að hægt verði að auka viðskiptin á ákveðnum sviðum,“ sagði Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands á blaðamannafundi með Davíð Oddssyni forsætisráð- herra í Reykjavík í gær. Leiðtog- arnir tveir ræddu meðal annars um stöðuna í málum Evrópusam- bandsins og evruna á fundi í gær- morgun, einnig stöðu mála á Norð- ur-Írlandi, Kyoto-samninginn og fleiri mál. Davíð Oddsson fagnaði því að forsætisráðherra Írlands sækti Íslendinga heim í fyrsta sinn, þjóðirnar væru tengdar tilfinninga- legum böndum vegna sögu og upp- runa. Hann sagði Íslendinga hlynnta stækkun sambandsins til austurs, fyrir ESB væri það væri hið besta mál að tekinn yrði upp sameiginlegur gjaldmiðill og væri það einnig gott fyrir hagsmuni Ís- lendinga að sambandið færi þá leið. Bertie Ahern sagði efnahags- ástandið á Írlandi með ágætum, hann þakkaði það einkum aðildinni að ESB en einnig langtímastefnu sem hefði verið mörkuð fyrir nokkrum áratugum. Sagði hann að Írum hefði á síðari árum tekist að laða til landsins mikið af erlendri fjárfestingu. Ahern kom til landsins á sunnu- dagskvöld í stutta opinbera heim- sókn ásamt fylgdarliði og hélt heim á leið síðdegis í gær. Ráðherrann ræddi um þjóðarat- kvæðagreiðsluna í Írlandi um Nice- sáttmálann fyrir skemmstu en sem kunnugt er höfnuðu Írar sáttmál- anum. Hann sagði úslitin vissulega vonbrigði og einnig hve kjörsóknin, um 33%, hefði verið lítil. „Næstu mánuði þurfum við mjög að íhuga okkar gang. Við getum ekki hunsað lýðræðislega ákvörðun írsku þjóð- arinnar. En engin merki eru um að þjóðin sé á móti stækkun Evrópu- sambandsins,“ sagði Ahern og benti á að önnur mál en stækkun- aráformin hefðu verið nefnd sem ástæður til að segja nei. Hann var spurður hvaða breyt- ingar þyrfti að gera á Nice-sátt- málanum til að fá meirihluta- stuðning við hann í nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu sem margir telja að verði efnt til strax á næsta á ári. „Ég tel að það hafi verið gert ljóst að ekki er hægt að breyta sjálfum sáttmálanum og við biðjum ekki um breytingar. En í kosninga- baráttunni var mikið fjallað um Atlantshafsbandalagið og hlutleysi, einnig um valdið sem færst hefði til ráðamanna ESB í Brussel. Þetta voru grundvallaratriði í baráttunni. En enginn leiðtogi í kosningabar- áttunni sagðist vera á móti stækk- un sambandsins. Við þurfum nú að líta á þessi málefni og kanna hvers vegna almenningur hafði áhyggjur. Ég tel að félagar okkar í röðum annarra ráðamanna aðildarríkj- anna og ráðherraráðið viðurkenni hver vandinn sé hjá okkur. Við er- um nú að rannsaka hvað olli því að niðurstaðan varð með þessum hætti og ætlum að finna leið til að leysa málið. Við Írar getum ekki frestað öllu stækkunarferli Evr- ópusambandsins og ætlum ekki að gera það.“ Ahern var spurður hvers vegna svo mikið fát hefði komið á ráða- menn í jafnt Brussel sem Dublin. Hafði enginn búið sig undir að svarið gæti orðið nei? „Ég hygg að þetta sé í fimmta sinn sem við greiðum atkvæði um málefni ESB og tillögurnar hafa ávallt verið samþykktar með mikl- um meirihluta. Síðast var hlutfallið 62 gegn 38. Skoðanakannanir sem gerðar voru viku fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna sýndu traustan meirihluta fyrir sáttmálanum. Meirihlutinn hvarf á viku og enginn gat verið viðbúinn þessu. Og þegar svona gerist hneigjast menn til að ræða málin af miklum ákafa eftir á sem hefði verið gagnlegt að gera fyrir atkvæðagreiðsluna en ekki nokkrum dögum eftir hana. Okkur fannst einnig sem mun auðveldara hefði verið að fá fjölmiðla til að sýna málinu áhuga eftir atkvæða- greiðsluna en fyrir hana.“ ESB-aðildin mikilvæg Ráðherrann var spurður hvaða áhrif aðildin að ESB hefði haft á efnahag Írlands. „Aðildin hefur verið geysilega mikilvæg fyrir okk- ur,“ sagði hann. „Við gengum í ESB 1973, þá voru þjóðartekjur á mann rúmlega 60% af meðaltalinu í sambandinu en þær eru nú komnar upp í meðallag. Þátttaka okkar í Evrópusamstarfinu hefur valdið þessu. Margt af því sem við náðum fram með aðildinni eru að sjálf- sögðu hlutir sem þið náðuð fram í samningunum sem þið gerðuð 1993. Okkur hefur tekist að laða til okkar miklar, beinar fjárfestingar. En ég legg áherslu á að þetta gerð- ist ekki á einni nóttu, þetta voru af- leiðingar árangursríkrar stefnu sem lagður var grunnur að fyrir allt að 40 árum. Við lögðum okkur meðal annars fram um að bæta menntun, starfsþjálfun og ýmiss konar færni.“ Með Ahern í för var kona hans, Celia Larkin, og fleira fólk. Ahern var gestur á morgunverðarfundi Verslunarráðs Íslands á Grand hóteli en eftir fundinn með Davíð Oddssyni var farið í heimsókn til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, á Bessastöðum. Síðan var farið í þyrlu á Þingvelli, litið á Gullfoss og Geysi og endað í Bláa lóninu. Ráðherrann og fylgdarlið hans hélt af landi brott um sexleyt- ið frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra Írlands um höfnun á Nice-sáttmálanum Morgunblaðið/Golli Bertie Ahern forsætisráðherra Írlands og Davíð Oddsson ræddu við fjölmiðla eftir viðræður sínar í gærmorgun. Morgunblaðið/Golli Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands og kona hans, Celia Larkin, hlýða á frásögn leiðsögumanns í Almannagjá í gær. Lengst til vinstri er Þorsteinn Pálsson, sendiherra á Írlandi með aðsetur í London. Getum ekki hunsað ákvörðun kjósenda Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, segir að enginn af leiðtogum andstöð- unnar við Nice-sáttmálann hafi andmælt stækkunaráformum Evrópusambandsins. Hins vegar hafi varnar- og öryggismál valdið andstöðu við stefnu sambandsins og því hafi kjósendur sagt nei. kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.