Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ JARÐVATNSBARKAR Stærðir 50—100 mm Lengd rúllu 50 m Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. Ármúla 21, sími 533 2020 Stærðir 50—80 og 100 mm. Lengd rúllu 50 mtr. Tilvalið þar sem ræsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. FORSETI Kúbu, Fídel Kastró, hneig niður á útifundi í Havana á laugardag meðan hann var að flytja eina af sínum löngu ræð- um. Nokkrum klukkustundum seinna sagði forsetinn í sjón- varpsávarpi að atburðurinn hefði verið settur á svið „til að sjá hvernig fólk myndi bregð- ast við dauða hans“. Um 60.000 manns hlýddu á Kastró þegar þetta átti sér stað og voru áhorfendur sýnilega slegnir. Rúmlega 500 manns hnigu nið- ur meðan á ræðu Kastrós stóð, en mjög heitt var í veðri. Handklæða- hneyksli VICENTE Fox, forseti Mexíkó, hét því í gær að reka þá sem báru ábyrgð á því að keypt voru handklæði í forseta- höllina fyrir um 45.000 krónur stykkið. Í Mexíkó lifir mikill fjöldi í sárri fátækt og hafa fréttir um kostnað við forseta- höllina valdið mikilli reiði meðal almennings. Sængurföt fyrir forsetann kostuðu sem svarar um 400.000 íslenskum krónum og keypt voru fjarstýrð glugga- tjöld fyrir tæpar tvær milljónir króna. Málið er afar vandræða- legt fyrir Fox, sem lofaði vel rekinni og heiðarlegri ríkis- stjórn þegar hann var kosinn í fyrra. Suður-Kórea vill semja um frið Í TILEFNI af því að 51 ár er liðið síðan Kóreustríðið braust út sagði Kim Dae-Jung, forseti Suður-Kóreu, að þjóðirnar tvær, Norður- og Suður-Kórea, ættu að semja formlega um frið. Stríðinu, sem kostaði millj- ónir manna lífið, var aldrei formlega aflýst en vopnahlé hefur verið í gildi síðan árið 1953. Stjórnvöld í Norður-Kór- eu hafa ekki svarað tillögunni. Rannsaka Askenasí- gyðinga ÍSRAELSKT fyrirtæki, ID- gene, er að byrja rannsóknir á erfðabyggingu Askenasí-gyð- inga í Ísrael í því skyni að finna erfðafræðilegar orsakir ýmissa sjúkdóma og kvilla. Askenasí- gyðingar eru komnir af litlum hópi evrópskra gyðinga og þess vegna er auðvelt að einangra einstök gen. The Financial Times segir rannsóknir IDgene mjög svipaðar þeim sem Ís- lensk erfðagreining er að vinna að á Íslandi. Fundu fjóra Mars-steina FRANSKA parið Bruno Fectay og Carine Bidaut hefur fundið fjóra af þeim tuttugu loftsteinum frá Mars sem fund- ist hafa á Jörðinni. Þau fundu steinana í Sahara- eyðimörkinni og er talið að þeir hafi losnað frá Mars fyrir um 10 milljón árum en hafi svo lent á Jörðinni fyrir nokkur hundruð árum. STUTT Yfirlið Kastrós „sviðsett“ AÐ minnsta kosti 72 fórust og þúsundir slösuðust í öflugum jarð- skjálfta sem skók Suður-Ameríku- ríkið Perú á laugardag. Jarðskjálft- inn, sem mældist 7,9 stig á Richter-kvarða, olli miklu eignatjóni og eru um 10.000 manns heimilis- laus. Vetur ríkir í Perú núna og er því afar kalt í þessu fjalllenda ríki. Auk þess að koma brýnustu nauð- synjum til þeirra svæða sem verst urðu úti þurfa hjálparstarfsmenn að gera við rafmagns- og vatnsleiðslur sem hrukku í sundur í skjálftanum. Fátækrahverfi illa leikin Skriða féll á brú sem tengir borg- irnar Arequipa og Moquegue og hamlar það mjög hjálparstarfi í þeirri síðarnefndu, en Moquegue varð afar illa úti í skjálftanum. Um 80% bygginga í borginni hrundu eða skemmdust alvarlega og létust 17 manns í henni einni. Tala látinna get- ur þó hækkað enn því ekki er vitað hve margir liggja grafnir í rústum San Francisco-fátækrahverfisins sem nánast var jafnað við jörðu. Alejandro Toledo, nýkjörinn forseti Perú, hætti við ferð sína til Banda- ríkjanna og ferðaðist hann á laug- ardaginn um þau svæði sem verst urðu úti. Þetta er í annað skiptið á örfáum árum sem jarðskjálftar af þessari stærðargráðu skekja Perú, en árið 1996 létust 17 manns í skjálfta sem mældist 7,7 stig á Richt- er og árið 1970 létust 70.000 manns í skjálfta af sömu stærð. Jarðskjálftinn í Perú Tíu þúsund heimilislaus AP Íbúi í borginni Arequipa horfir hér á rústir heimilis síns. Arequipa og Moquegua, Perú. AP, AFP. SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, á yfir höfði sér framsal til stríðsglæpadómstóls Sam- einuðu þjóðanna, en á laugardag gaf ríkisstjórn Júgóslavíu út tilskipun þess efnis. Hefur ríkisstjórnin afhent héraðsdómi í Belgrad beiðni stríðs- glæpadómstólsins um framsal Milo- sevic og mun júgóslavneski dómur- inn ákveða hvort af því verður. Serbneskur embættismaður sagði að Milosevic gæti verið kominn í hendur stríðsglæpadómstólsins innan 23ja daga. Lögfræðingar Milosevic lýstu til- skipuninni sem „lögfræðilegri sjó- ræningjastarfsemi“ og sögðu hana stríða gegn stjórnarskrá sam- bandslýðveldisins. Stefndu þeir rík- isstjórninni í gær fyrir hæstarétt Júgóslavíu í því skyni að fá tilskip- unina ógilta. Fjárhagslegur þrýstingur Júgóslavnesk stjórnvöld hafa verið undir miklum alþjóðlegum þrýstingi vegna þess að þau hafa ekki viljað framselja Milosevic hingað til. Al- þjóðleg fjárhagsaðstoð er hins vegar bundin því skilyrði að hann og aðrir menn sem ákærðir hafa verið fyrir stríðsglæpi verði framseldir til stríðsglæpadómstólsins. Þessi aðstoð er landinu lífsnauðsynleg til að end- urbyggja þau fjölmörgu mannvirki sem eyðilögðust í loftárásum Atlants- hafsbandalagsins (NATO) árið 1999. Bandarísk og frönsk stjórnvöld hafa fagnað tilskipuninni og segja nú ekk- ert standa í vegi fyrir því að stríðs- glæpamennirnir verði framseldir. Margir Júgóslavar eru því mótfallnir og telja eðlilegra að réttað verði yfir þeim í heimalandinu, enda telja þeir stríðsglæpadómstólinn andsnúinn Serbum. Ráðherrar Svartfjallalands gengu af ríkisstjórnarfundi til að mótmæla samþykkt tilskipunarinn- ar. Buðust þeir til að segja af sér, en ef það gerist þarf líklega að ganga að nýju til þingkosninga í Júgóslavíu. Lagaleg óvissa Vojislav Kostunica, Júgóslavíufor- seti, hefur sagt að hann sé því fylgj- andi að Milosevic verði framseldur, en að það verði að gerast innan ramma laganna. Hann verði ekki numinn á brott í skjóli nætur. Hafði Kostunica vonast til að Júgóslavíu- þing samþykkti lög sem heimiluðu framsalið en hann fékk ekki stuðning nógu margra þingmanna til þess. Var því gripið til þess ráðs að gefa út um- rædda tilskipun. Óvíst er hvort til- skipunin sé í samræmi við stjórnar- skrá Júgóslavíu, en þar segir að óheimilt sé að framselja júgóslav- neskan ríkisborgara til annars lands. Lögmenn Kostunica segja þetta ákvæði ekki eiga við í þetta skipti þar sem Milosevic verði ekki framseldur til annars lands heldur til Sameinuðu þjóðanna. Ef til framsalsins kemur verður Milosevic fyrsti þjóðhöfðing- inn sem réttað verður yfir fyrir þess- um stríðsglæpadómstóli. Júgóslavíustjórn gefur út umdeilda tilskipun Lögfræðingar Milosevics berjast gegn framsali Reuters Stuðningskona Milosevics ásamt syni sínum, en drengurinn er í knattspyrnutreyju með nafni Milosevics á bakinu. Belgrad. AP, AFP. EFNAHAGSKERFI Kaliforníu er stærra en í flestum vestrænum ríkjum og snemma á árinu sló það Frakklandi við. Ef breska pundið heldur áfram að falla gagnvart dollaranum, er ekki ólíklegt, að Kalifornía verði orðin stærri en Bretland að þessu leyti á næsta ári. Nýja tölur benda til, að væri Kalifornía sjálfstætt ríki, væri það jafnframt fimmta mesta efnahags- veldið í heiminum með þjóðarfram- leiðslu, sem svarar til um 142.000 milljarða ísl.kr. Þjóðarframleiðsla Frakka er rúmlega 137.000 millj- arðar en í Bretlandi um 150.000 milljarðar kr. Hvergi í Bandaríkj- unum hefur hagvöxtur verið meiri en í Kaliforníu, um 10% á síðasta ári, og það þrátt fyrir erfiðleika vegna orkuskorts. Hann og sam- drátturinn í bandarísku efnahags- lífi eru hins vegar taldir valda því, að hagvöxtur í Kaliforníu verði inn- an við 3% á þessu ári. Alvarlegar afleiðingar af samdrætti í Kaliforníu Talið er, að orkuskorturinn kunni að kosta Kaliforníu meira en 2.000 milljarða kr. á þessu ári en að auki er efnahagslífið þar við- kvæmt fyrir samdrætti sökum þess, að þar eru miðstöðvar tækni- iðnaðarins. Yfir honum hefur veru- lega dofnað á síðustu mánuðum og sumir hagfræðingar óttast raunar, að komi til raunverulegs samdrátt- ar í Kaliforníu, kunni Bandaríkin að öðru leyti að fylgja á eftir og jafnvel allt efnahagslífið í heim- inum. Kalifornía var raunar sjálfstætt ríki að nafninu til um stund eftir að hafa verið hluti af Mexíkó. Mexí- kóski herinn var rekinn burt 1846 og þá lýstu nokkrir landnemar í norðurhluta ríkisins yfir stofnun „Bjarnarfánalýðveldis“. Kalifornía var formlega innlimuð í Bandaríkin 1850. Sem dæmi um auðinn í Kali- forníu má nefna, að sveitarfélagið Los Angeles væri 10. mesta efna- hagsveldið væri það sjálfstætt og ríkara en Spánn. Kalifornía fimmta stærsta efnahagskerfið New York. The Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.