Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ var hátíðisdagur hjá félögum í
Golfklúbbnum Flúðir þegar 18 holu
golfvöllur var tekin formlega tekin í
notkun síðastliðinn laugardag. Það
er stækkun úr níu holu vellinum sem
fyrir var.
Golfáhugamenn, sem voru fjöl-
mennir, gengu í skrúðgöngu klukk-
an 9 um morgunin frá eldri golfskál-
anum að þeim nýja sem tekinn var í
notkun snemma í vor. Þar var sest
að morgunverðarborði, formenn
golfklúbba á Suðurlandi fluttu árn-
aðaróskir og færðu golfklúbbnum
gjafir.
Í ávarpi Gunnars Bragasonar, for-
seta Golfsambands Íslands, kom
fram að þetta er þriðji 18 holu golf-
völlurinn á Suðurlandi, hinir eru í
Vestmannaeyjum og að Strönd á
Rangárvöllum. Alls eru nú á landinu
53 golfvellir, þar af eru 11 þeirra 18
holu vellir. Félagar í Golfsamband-
inu eru nú yfir níu þúsund en það er
næststærsta sambandið innan ÍSÍ.
Karl Gunnlaugsson, formaður Golf-
klúbbsins Flúðir, sagði í þakkar-
ávarpi sínu að Halldór bóndi Guðna-
son á Efra-Seli hefði nánast fyrir
tilviljun kynnst golfíþróttinni sem
leiddi síðan til gerð golfvallar og
stofnunar Golfklúbbsins árið 1985
en stofnfélagar voru 12. Nú eru
félagar yfir 70 talsins, margt af því
fólki er sumarbústaðareigendur í
nágrenni Flúða. Reistur var í fyrstu
50 fermetra skáli sem var síðan
stækkaður.
Nú hefur verið innréttuð bygging,
mjög smekklega, sem áður var fjós
og tekur um 160 manns í sæti, þar er
öll aðstaða mjög góð. Um 120 manns
tóku þátt í golfkeppni á Selsvelli
þennan dag sem lauk með veglegri
veislu í nýja golfskálanum um kvöld-
ið, veislustjóri var Sigmundur Ernir
Rúnarsson. Þau Halldór Guðnason
og eiginkona hans Ástríður Daníels-
dóttir, eigendur staðarins, voru
sæmd silfurmerki Golfsambands Ís-
lands sem og Karl Gunnlaugsson,
formaður Golfklúbbsins.
Morgunblaðið/Sig. Sigmunds
Félagsmenn í Golfklúbbnum Flúðir ganga í skrúðgöngu frá eldri golf-
skálanum til þess nýja.
Nýr 18 holu
golfvöllur
Hrunamannahreppur
MÝVATNSMARAÞON fór fram á föstudagskvöld í
fegursta veðri, alls luku 39 keppni þar af tvær konur.
Á laugardaginn var síðan keppt í hálfmaraþoni, tíu
km hlaupi og 3ja km hlaupi. Samtals voru um 350
þátttakendur í mótinu sem tókst vel í alla staði og
nutu bæði keppendur og áhorfendur veðurblíðunnar í
ríkum mæli. Á laugardagskvöld var svo stiginn dans í
Skjólbrekku.
Eftir keppni á laugardaginn fór fram verðlaunaaf-
hending. Sigurvegari í maraþonhlaupinu varð Ing-
ólfur Geir Gissurarson og er þetta í sjötta sinn sem
hann sigrar í þessari keppni, en mótið var nú haldið í
sjöunda sinn.
Ingólfi Geir Gissurarsyni, sigurvegara í maraþon-
inu,var fagnað með kransi úr birkigreinum að mý-
vetnskum hætti, eftir að hann kom í mark.
Morgunblaðið/BFH
Mývatnsmara-
þon í blíð-
skaparveðri
Mývatnssveit
FJÖLBRAUTASKÓLI Suðurlands
brautskráði á dögunum 92 nem-
endur, þar af 58 stúdenta, en at-
höfnin fór fram í skólanum.
Alls brautskráðust 15 nemendur
af tveimur brautum og einn af
þremur brautum.
Bestum heildarárangri braut-
skráðra náði Eyjólfur Þorkelsson,
stúdent af náttúrufræðibraut, og
fékk hann sérstaka viðurkenningu
skólanefndar af því tilefni auk
fernra verðlauna fyrir námsárangur
í einstökum greinum og framlag til
félagslífs í skólanum, en Eyjólfur
var formaður nemendaráðs síðast-
liðinn vetur auk þess sem hann var
í liði skólans í Gettu betur. Í dag-
skóla voru skráðir 645 nemendur
sem eru heldur færri en á vorönn
síðasta árs en þá voru nemendur
686.
Í kvöldskóla var innritaður 31
nemandi, 11 í öldungadeild og 20 í
meistaraskóla. Í skólanum á Litla-
Hrauni innrituðust alls 26 nemend-
ur og 12 tóku próf.
Í annarannál Örlygs Karlssonar
aðstoðarskólameistara kom meðal
annars fram að árangur nemenda
er mun betri en undanfarin ár og
þarf að leita allt aftur til haust-
annar 1988 til að finna jafngóðan
árangur.
Talið er að um 700 manns hafi
verið viðstaddir athöfnina og að á
fimmta hundrað manns hafi þegið
kaffiveitingar að henni lokinni.
Skólaslit
Fjölbrautaskóla
Suðurlands
Selfoss
Mynd/Margrét Halldórsdóttir
Frá brautskráningu Fjölbrautaskóla Suðurlands.
ALHVÍTUR æðarungi fannst í síð-
ustu viku við Mjósund ofan Æð-
arfossa og er það sjaldgæf sjón í
vörpum. Að sögn Ævars Petersen,
fuglafræðings hjá Náttúru-
fræðistofnun Íslands, eru albínóar
ekki algengir meðal fugla en alltaf
er eitthvað um þá. Hann segir að til
hafi verið æðarkollur sem alltaf
hafi eignast hvíta unga, m.a. ein
sem verpti um árabil á Melrakka-
sléttu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Alhvítur
æðarungi
Aðaldalur