Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÖRG slys urðu á þjóðvegum landsins um helgina, þar af eitt banaslys við Breiðdalsvík. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF sinnti alls fjórum útköllum á sunnu- dag og flutti í þeim sex slasaða eða veika og kom þeim undir læknis- hendur. Fyrsta útkallið var klukkan fjög- ur aðfaranótt sunnudags, þegar kona var sótt í Þórsmörk en hún kenndi eymsla í hálsi eftir að hafa rekist upp í þak á bifreið sem hún var farþegi í er bifreiðinni var ekið ofan í djúpa holu. Að sögn læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi reyndist konan ekki mikið slösuð. Þá flutti þyrlan feðga til Reykja- víkur, sem lentu í bifhjólaslysi við Borgarnes um hádegisbilið. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi lenti hjól- ið á vegriði í beygju við nyrðri enda Borgarfjarðarbrúar og köstuðust þeir af hjólinu og lentu á malarbletti handan vegriðsins. Meiðsl föðurins voru talin nokkuð alvarleg, en son- urinn, sem er níu ára, er minna slas- aður. Þegar þyrlan var kölluð út vegna slyssins við Borgarnes var hún á leið út á Reykjaneshrygg eftir veikum sjómanni á rússnesku skipi, en var snúið við útaf Garðskaga til að ná í mennina í Borgarnes. Eftir að hafa flutt mennina á Landspítalann í Fossvogi hélt TF-LÍF út að togar- anum og kom með sjómanninn á Fossvogsspítala um klukkan 17. Þá sótti þyrlan tvær stúlkur á þrettánda ári á Egilsstaði, sem lent höfðu í hörðum árekstri á vegamót- um við afleggjarann að Breiðdals- vík. Bílveltur á Gjábakkavegi og í Engidal Þrennt var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvoginum eftir bílveltu á Gjábakkavegi, veginum milli Gjábakka og Laugarvatns um hádegi á sunndag. Er ökumaður bílsins grunaður um ölvun við akst- ur, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Að sögn læknis á vakt á slysadeild hlaut annar farþeginn alvarlega innvortis áverka og þurfti að fara í aðgerð en hinir; ökumaður og farþegi, sluppu minna slasaðir. Þá varð bílvelta í Engidal innan við Ísafjarðarbæ á sunnudagskvöld. Tveir ungir menn, sem nýlega voru komnir með bílpróf, voru í bílnum og að sögn lögreglunnar á Ísafirði sluppu þeir án teljandi meiðsla. Bíll- inn er mikið skemmdur og varð að fjarlægja hann með kranabíl. Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti fjórum útköllum á sunnudag Sex slasaðir eða veik- ir fluttir á sjúkrahús Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Bifhjólaslys varð rétt fyrir utan Borgarnes á sunnudag. SONIA Gandhi, formaður Kon- gressflokksins á Indlandi, kom í stutta einkaheimsókn til Íslands á laugardag í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og stóð hún fram á sunnudag en þá hélt Gandhi áleiðis til Bandaríkjanna. Ýmsir frammámenn í indversk- um stjórnmálum voru með í för, þ.á m. dr. Manomar Singh, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Natwar Singh, fyrrverandi utanrík- isráðherra. Tengsl Ólafs Ragnars við Gandhi-fjölskylduna hafa staðið yf- ir í um 20 ár síðan hann starfaði með Rajiv Gandhi, eiginmanni Soniu, og móður hans, Indiru, að afvopnunarmálum og öðrum al- þjóðamálum. „Sú vinna skapaði traust vin- áttubönd við fjölskylduna og þær eru margar góðar stundirnar sem við höfum átt saman á Indlandi,“ sagði Ólafur Ragnar m.a. er hann bauð Soniu Gandhi velkomna til landsins. Við komuna á Bessastaði minnt- ist Sonia Gandhi á heimsókn Ólafs Ragnars til Indlands á síðasta ári og sagði hún m.a. að hann væri vel þekktur á Indlandi, ekki eingöngu þar sem hann væri þekktur stjórn- málamaður heldur einnig að hann væri vinur Indlands. Ákvörðun í höndum fólksins Kongressflokkurinn hefur verið að auka fylgi sitt á meðal kjósenda og ýmsir spá því að Sonia verði næsti forsætisráðherra Indlands. Hún segir að það sé þó ekki tíma- bært að hugsa um slíkt. „Kongressflokknum hefur geng- ið mjög vel í síðustu kosningum. En það er enn þá langt þangað til við förum að hugsa um forsætisráð- herraembættið.“ Sonia Gandhi er ítölsk að upp- runa og er ekkja Rajiv Gandhi sem féll fyrir morðingja hendi árið 1991. Í upphafi var leitað til hennar til að taka að sér formennsku í flokknum en þó voru ekki allir á eitt sáttir við það vegna reynslu- leysis hennar og enn fremur vegna þess að hún er útlendingur. Hún hefur þó litlar áhyggjur af því. „Svarið við því hver verður næsti forsætisráðherra er í höndum fólksins.“ Eftir stuttan fund á Bessastöðum með forseta Íslands og eftir að hafa svarað spurningum blaðamanna heimsótti Sonia Gandhi Stofnun Árna Magnússonar og skoðaði þar handrit. Því næst hitti hún Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra og sat loks kvöldverð á Bessastöðum í boði forsetans. Á síðari degi heimsóknar sinnar fór Sonia Gandhi til Þingvalla og hitti þar Ástríði Thorarensen, eig- inkonu Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Þá hélt hún til Nesjavalla og skoðaði framkvæmdir þar. Að því loknu var haldið í Svartsengi þar sem jarðfræðisýningin í Eld- borg var skoðuð en heimsókninni lauk svo með hádegisverði í Bláa lóninu. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ragnar Grímsson og Sonia Gandhi, ásamt fylgdarliði, ræða við blaðamenn á Bessastöðum á laugardag. Sonia Gandhi í einkaheimsókn á Íslandi Segir ekki tímabært að hugsa um embætti forsætisráðherra MENNIRNIR tveir sem slösuðust í sprengingunni í kerskála 3 í álverinu í Straumsvík á föstudagsmorgun liggja enn á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sá þeirra sem slasaðist meira og hlaut brunasár á 80% líkamans, fór í aðgerð um hádegið í gær og átti henni að ljúka seint í gærkvöld. Þegar aflað var frétta af líðan mannanna í gær- kvöld, stóð aðgerðin yfir og hafði hún þá gengið samkvæmt áætlun. Líðan hins mannsins, sem brennd- ist minna eða á 35% líkamans, er eftir atvikum góð. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknardeildar lögreglunnar í Hafnar- firði liggur ekki ljóst fyrir hvað olli slysinu. Rannsóknin er í gangi og beð- ið er skýrslu frá Vinnueftirliti ríkis- ins, Löggildingarstofu og Íslenska ál- félaginu. Straumsvíkurslysið Í aðgerð fram á kvöld FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H. Haarde, og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, eru nú í opinberri heimsókn í Færeyjum. Dvelja þau þar til morguns. Heimsóknin er í boði fjármálaráðherra Færeyja, Karsten Hansen. Ráðherrahjónin ferðast um eyj- arnar og hitta lögmann Færeyja og forsvarsmenn bæði lands- og bæjar- mála. Eftir Færeyjaheimsóknina heldur ráðherra til Ósló í opinbera heim- sókn í boði fjármálaráðherra Nor- egs, Karl Eirik Schjött-Pedersen. Fjármála- ráðherra til Færeyja og Noregs ÞRETTÁN ára stúlka lést í bílslysi við afleggjarann af þjóðvegi 1 að Breiðdalsvík á sunnudagskvöld. Hin látna hét Elísabet Arnarsdóttir, til heimilis að Einholti 10 b, Akureyri. Hún var fædd 8. mars 1988, dóttir Guðnýjar Svanhvítar Sigurjónsdótt- ur og Arnars Freys Ingimundarson- ar. Hin látna var farþegi í fólksbifreið sem lenti í hörðum árekstri við jeppa- bifreið. Önnur stúlka á þrettánda ári, sem einnig var farþegi í fólksbifreið- inni, slasaðist og liggur á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðs- firði voru tildrög slyssins þau að jeppa var ekið í veg fyrir fólksbifreið- ina sem var á austurleið. Auk stúlkn- anna tveggja var annar farþegi í bif- reiðinni ásamt ökumanni en þeir slösuðust ekki, né heldur ökumaður jeppans. Stúlkurnar voru fluttar með sjúkrabifreið til Egilsstaða en þar tók þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF við þeim og flaug með þær á Land- spítalann í Fossvogi. Lést í bílslysi við Breið- dalsvík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.