Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÖRG slys urðu á þjóðvegum landsins um helgina, þar af eitt banaslys við Breiðdalsvík. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF sinnti alls fjórum útköllum á sunnu- dag og flutti í þeim sex slasaða eða veika og kom þeim undir læknis- hendur. Fyrsta útkallið var klukkan fjög- ur aðfaranótt sunnudags, þegar kona var sótt í Þórsmörk en hún kenndi eymsla í hálsi eftir að hafa rekist upp í þak á bifreið sem hún var farþegi í er bifreiðinni var ekið ofan í djúpa holu. Að sögn læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi reyndist konan ekki mikið slösuð. Þá flutti þyrlan feðga til Reykja- víkur, sem lentu í bifhjólaslysi við Borgarnes um hádegisbilið. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi lenti hjól- ið á vegriði í beygju við nyrðri enda Borgarfjarðarbrúar og köstuðust þeir af hjólinu og lentu á malarbletti handan vegriðsins. Meiðsl föðurins voru talin nokkuð alvarleg, en son- urinn, sem er níu ára, er minna slas- aður. Þegar þyrlan var kölluð út vegna slyssins við Borgarnes var hún á leið út á Reykjaneshrygg eftir veikum sjómanni á rússnesku skipi, en var snúið við útaf Garðskaga til að ná í mennina í Borgarnes. Eftir að hafa flutt mennina á Landspítalann í Fossvogi hélt TF-LÍF út að togar- anum og kom með sjómanninn á Fossvogsspítala um klukkan 17. Þá sótti þyrlan tvær stúlkur á þrettánda ári á Egilsstaði, sem lent höfðu í hörðum árekstri á vegamót- um við afleggjarann að Breiðdals- vík. Bílveltur á Gjábakkavegi og í Engidal Þrennt var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvoginum eftir bílveltu á Gjábakkavegi, veginum milli Gjábakka og Laugarvatns um hádegi á sunndag. Er ökumaður bílsins grunaður um ölvun við akst- ur, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Að sögn læknis á vakt á slysadeild hlaut annar farþeginn alvarlega innvortis áverka og þurfti að fara í aðgerð en hinir; ökumaður og farþegi, sluppu minna slasaðir. Þá varð bílvelta í Engidal innan við Ísafjarðarbæ á sunnudagskvöld. Tveir ungir menn, sem nýlega voru komnir með bílpróf, voru í bílnum og að sögn lögreglunnar á Ísafirði sluppu þeir án teljandi meiðsla. Bíll- inn er mikið skemmdur og varð að fjarlægja hann með kranabíl. Þyrla Landhelgisgæslunnar sinnti fjórum útköllum á sunnudag Sex slasaðir eða veik- ir fluttir á sjúkrahús Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Bifhjólaslys varð rétt fyrir utan Borgarnes á sunnudag. SONIA Gandhi, formaður Kon- gressflokksins á Indlandi, kom í stutta einkaheimsókn til Íslands á laugardag í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og stóð hún fram á sunnudag en þá hélt Gandhi áleiðis til Bandaríkjanna. Ýmsir frammámenn í indversk- um stjórnmálum voru með í för, þ.á m. dr. Manomar Singh, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Natwar Singh, fyrrverandi utanrík- isráðherra. Tengsl Ólafs Ragnars við Gandhi-fjölskylduna hafa staðið yf- ir í um 20 ár síðan hann starfaði með Rajiv Gandhi, eiginmanni Soniu, og móður hans, Indiru, að afvopnunarmálum og öðrum al- þjóðamálum. „Sú vinna skapaði traust vin- áttubönd við fjölskylduna og þær eru margar góðar stundirnar sem við höfum átt saman á Indlandi,“ sagði Ólafur Ragnar m.a. er hann bauð Soniu Gandhi velkomna til landsins. Við komuna á Bessastaði minnt- ist Sonia Gandhi á heimsókn Ólafs Ragnars til Indlands á síðasta ári og sagði hún m.a. að hann væri vel þekktur á Indlandi, ekki eingöngu þar sem hann væri þekktur stjórn- málamaður heldur einnig að hann væri vinur Indlands. Ákvörðun í höndum fólksins Kongressflokkurinn hefur verið að auka fylgi sitt á meðal kjósenda og ýmsir spá því að Sonia verði næsti forsætisráðherra Indlands. Hún segir að það sé þó ekki tíma- bært að hugsa um slíkt. „Kongressflokknum hefur geng- ið mjög vel í síðustu kosningum. En það er enn þá langt þangað til við förum að hugsa um forsætisráð- herraembættið.“ Sonia Gandhi er ítölsk að upp- runa og er ekkja Rajiv Gandhi sem féll fyrir morðingja hendi árið 1991. Í upphafi var leitað til hennar til að taka að sér formennsku í flokknum en þó voru ekki allir á eitt sáttir við það vegna reynslu- leysis hennar og enn fremur vegna þess að hún er útlendingur. Hún hefur þó litlar áhyggjur af því. „Svarið við því hver verður næsti forsætisráðherra er í höndum fólksins.“ Eftir stuttan fund á Bessastöðum með forseta Íslands og eftir að hafa svarað spurningum blaðamanna heimsótti Sonia Gandhi Stofnun Árna Magnússonar og skoðaði þar handrit. Því næst hitti hún Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra og sat loks kvöldverð á Bessastöðum í boði forsetans. Á síðari degi heimsóknar sinnar fór Sonia Gandhi til Þingvalla og hitti þar Ástríði Thorarensen, eig- inkonu Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Þá hélt hún til Nesjavalla og skoðaði framkvæmdir þar. Að því loknu var haldið í Svartsengi þar sem jarðfræðisýningin í Eld- borg var skoðuð en heimsókninni lauk svo með hádegisverði í Bláa lóninu. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ragnar Grímsson og Sonia Gandhi, ásamt fylgdarliði, ræða við blaðamenn á Bessastöðum á laugardag. Sonia Gandhi í einkaheimsókn á Íslandi Segir ekki tímabært að hugsa um embætti forsætisráðherra MENNIRNIR tveir sem slösuðust í sprengingunni í kerskála 3 í álverinu í Straumsvík á föstudagsmorgun liggja enn á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sá þeirra sem slasaðist meira og hlaut brunasár á 80% líkamans, fór í aðgerð um hádegið í gær og átti henni að ljúka seint í gærkvöld. Þegar aflað var frétta af líðan mannanna í gær- kvöld, stóð aðgerðin yfir og hafði hún þá gengið samkvæmt áætlun. Líðan hins mannsins, sem brennd- ist minna eða á 35% líkamans, er eftir atvikum góð. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknardeildar lögreglunnar í Hafnar- firði liggur ekki ljóst fyrir hvað olli slysinu. Rannsóknin er í gangi og beð- ið er skýrslu frá Vinnueftirliti ríkis- ins, Löggildingarstofu og Íslenska ál- félaginu. Straumsvíkurslysið Í aðgerð fram á kvöld FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H. Haarde, og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, eru nú í opinberri heimsókn í Færeyjum. Dvelja þau þar til morguns. Heimsóknin er í boði fjármálaráðherra Færeyja, Karsten Hansen. Ráðherrahjónin ferðast um eyj- arnar og hitta lögmann Færeyja og forsvarsmenn bæði lands- og bæjar- mála. Eftir Færeyjaheimsóknina heldur ráðherra til Ósló í opinbera heim- sókn í boði fjármálaráðherra Nor- egs, Karl Eirik Schjött-Pedersen. Fjármála- ráðherra til Færeyja og Noregs ÞRETTÁN ára stúlka lést í bílslysi við afleggjarann af þjóðvegi 1 að Breiðdalsvík á sunnudagskvöld. Hin látna hét Elísabet Arnarsdóttir, til heimilis að Einholti 10 b, Akureyri. Hún var fædd 8. mars 1988, dóttir Guðnýjar Svanhvítar Sigurjónsdótt- ur og Arnars Freys Ingimundarson- ar. Hin látna var farþegi í fólksbifreið sem lenti í hörðum árekstri við jeppa- bifreið. Önnur stúlka á þrettánda ári, sem einnig var farþegi í fólksbifreið- inni, slasaðist og liggur á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðs- firði voru tildrög slyssins þau að jeppa var ekið í veg fyrir fólksbifreið- ina sem var á austurleið. Auk stúlkn- anna tveggja var annar farþegi í bif- reiðinni ásamt ökumanni en þeir slösuðust ekki, né heldur ökumaður jeppans. Stúlkurnar voru fluttar með sjúkrabifreið til Egilsstaða en þar tók þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF við þeim og flaug með þær á Land- spítalann í Fossvogi. Lést í bílslysi við Breið- dalsvík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.