Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 39 ✝ Hinrik Péturs-son fæddist í Hafnarfirði þann 6. desember 1950, hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 19. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Pétur Auðuns- son f. 16. mars 1924 og Petra Þóra Jóns- dóttir f. 24. desemb- er 1923, d. 21. nóv- ember 1996. Systkini hans eru Guðrún Óla Pétursdóttir, f. 10. maí 1947, börn Pétur og Elín. Þor- steinn Auðunn Pétursson f. 18. maí 1949, kvæntur Ragnheiði Pálsdótt- 1993 giftist Hinrik Erlu Margr- éti Margeirsdóttur, börn hennar eru Rut og Rakel Ragnarsdætur, þau slitu samvistir. Hinrik byrjaði ungur að kafa með Þorsteini bróður sínum og stundaði nám í vélvirkjun við Iðn- skólann í Hafnarfirði. 1969 fór hann til Sviss, stundaði þar verk- nám í Brown Boveri training scho- ol í Baden. Lauk svo sveinsprófi ári seinna frá Iðnskólanum í Hafn- arfirði í vélvirkjun með 1. einkunn. Hann starfaði við vélvirkjun m.a. fyrir Vélsmiðju Péturs Auðunsson- ar, Vélsmiðjuna Klett, Glerborg, Slippstöðina á Akureyri og Íslensk matvæli, ásamt köfuninni sem hann svo sneri sér alfarið að 1987. Hinrik var kafari af lífi og sál frá 13 ára aldri. Hann var félagi í Lionsklúbbnum Ásbirni og félagi í Frímúrarareglunni. Útför Hinriks fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði þriðju- daginn 26. júní kl. 13.30. ur, börn þeirra Em- ilía, Örvar, Aron og Auðunn Þór. Pétur Pétursson f. 2. mars 1959, d. 21. febrúar 1960. Hinrik kvæntist Sigrúnu Gísladóttur árið 1970, þau slitu samvistir 1987. Börn þeirra eru Hildur f. 21. febrúar 1971, unnusti hennar Ingólfur Níels Árna- son, Helgi f. 12. júní 1972, unnusta hans Bryndís Fanney Guð- mundsdóttir, sonur þeirra Breki Þór Helgason, f 1. desember 1998. Gísli Pétur f. 29. maí 1979. Ég stend á kæjanum og býð eftir því að sjá kollinn á þér stingast upp úr sjónum og að þú sýnir mér þum- alinn (merki um að allt sé í góðu lagi). En djúpt í hjarta mér veit ég að það er ekki von á þér, ekki núna eða nokkurn tímann aftur. Þú hefur kvatt þennan heim og ert farinn á vit nýrra ævintýra. Manstu þegar ég var 6 ára og þú hélst lífi í handleggnum á mér með því að nudda hann alla nóttina, eftir að ég hafði fest höndina í skíða- lyftuslysinu á Akureyri? Þú notaðir þá tækifærið og fórst í nauðsynlega hnéaðgerð svo þú gætir legið með mér og verið hjá mér í nokkra daga. Manstu þegar ég var 13 ára og þú fórst með mig í kaf í fyrsta skiptið? Ég var í fyrsta blautbún- ingnum sem þú hafðir eignast. Gallinn var rifinn í klofinu og undir höndunum, ég fraus úr kulda og varð skíthræddur þegar ég sá hvítan plastpoka á botninum við smábátahöfnina í Hafnarfirði (es. Það er varla að ég hafi sagt nokkr- um manni frá þessu). Manstu þegar ég fékk að keyra númerslausa vinnubílinn sem þú áttir? Þú þóttist draga mig í spotta um bæinn, svo enduðum við í vélsmiðjunni hans afa og fórum eitthvað að laga hann. Manstu þegar ég var 15 ára og lenti í skellinöðruslysinu? Ég fór alveg í klessu, ég var í 6 vikur á Landspítalanum. Manstu þegar ég var 16 ára og ég kafaði með þér í fyrsta skiptið undir togara? Þú hélst í höndina á mér svo að við myndum ekki týna hvor öðrum því það var svo lélegt skyggni. Mér leið eins og litlum selskóp sem synti hjá mömmu sinni. Það eru margar minningarnar sem ég á um okkur, elsku pabbi minn. Þú ert eflaust farinn að muna þetta allt núna en það var þarna smá tímabil sem það reyndist þér erfitt að muna svona sjálfsagða hluti. Nokkrir mánuðir, eða frá 7. febrúar sl. þar til 19. júní. Það vita það allir sem þekktu þig, pabbi, að þú varst enginn maður í að vera sjúklingur. Það varst ekki þú. Þannig að ég einbeiti mér að því að þér líður betur núna. Ég veit að þér líður betur, þú ert kominn til ömmu. Í 6 ár unnum við saman við köf- un. „Feðgarnir“, það var gott teymi enda lærði ég hjá þeim besta, þó svo ég segi sjálfur frá. „Hinni redd- ar þessu,“ heyrði maður ósjaldan sagt, enda var sú raunin. Pabbi leysti þau mál sem upp komu enda var orðið uppgjöf ekki til í hans orðabók. Það fór af honum gott orð í þessum sérhæfða geira sem at- vinnuköfunin er. Við ferðuðumst saman um landið og unnum hin ýmsu verkefni, þjón- ustuðum m.a. skipaflotann og fyr- irtæki sem gera út á skipaviðgerð- ir. Á þessum tíma náðum við feðgar mjög vel saman bæði í blíðu og stríðu. Á þessum tíma eignaðist ég góðan vin. Þú gerðir mér það kleift að halda áfram í námi, sem með tímanum gerði það að verkum að ég fann mér annan starfsvettvang. En þá stundum kom það fyrir að þú hagræddir vinnutímanum þínum svolítið þannig að hann hentaði mér, þá gátum við unnið verkin saman. Elsku pabbi minn, með söknuði og trega kveð ég þig, minningarnar um þig eru það sem eftir lifa og ljósmyndir sem hafa að geyma nokkur augnablik úr lífi okkar sam- an. Þetta er eitthvað sem ég ætla að varðveita vel. Þinn sonur og vinur, Helgi. Elsku Pabbi minn. Þú komst til mín til Ítalíu fyrir réttu ári síðan. Ég var svo glöð að þú skyldir koma í útskriftina mína og var það upp- hafið að síðasta ári okkar saman þar sem við kynntumst upp á nýtt. Þú varst svo ungur og fallegur og svo mikill töffari, sprangaðir um ströndina ber að ofan og fljótt varð skinn þitt kaffibrúnt og þá varstu nú glaður! Svo flutti ég heim í des- ember og áttum við svo margar stundir saman þar sem þú bauðst okkur Ingó í mat, vildir allt fyrir okkur gera. Þegar við svo fluttum í litlu íbúðina okkar vildirðu endilega lána okkur húsgögn, hjálpa okkur að flytja og vera alltaf til staðar. Þegar þú fékkst svo sykurfallið stóra í febrúar varð ég svo hrædd, þú varst meðvitundarlaus í 4 daga og ég hélt að ég myndi missa þig, en þú vaknaði og braggaðist ótrú- lega vel. En áfallið var alvarlegt og þú gerðir þér grein fyrir því að þú gast ekki kafað lengur og hefðir þurft að komast í endurhæfingu, þú kunnir ekki að vera sjúklingur. Með sykursýki á alvarlegu stigi léstu eins og ekkert væri, þú varðst svolítið pirraður þegar þú gast ekki lyft þungum hlutum eða mundir ekki smáatriði og sagðist ekki vilja verða „krumpudýr“. Árið 2001 átti að verða stórt ár, Helgi bróðir mun gifta sig í ágúst og svo ég í sept- ember og þú ætlaðir að skipa stórt hlutverk sem svaramaður. Ég veit að þú verður með mér er ég geng inn kirkjugólfið. Ég sakna þín, sím- talanna okkar fimm sinnum á dag og núna þegar ég var á Ítalíu að kaupa efnið í brúðarkjólinn og gift- ingarhringana hringdirðu í mig einu sinni á dag, þig langaði svo með og hefðir komið ef það hefði verið laust í vélinni, ég heyrði í þér 6 tímum áður en þú lést og þá varstu með flensuskít og lofaðir mér að fara vel með þig. Pabbi, takk fyrir allar góðu minningarnar og allar samverustundirnar. Góða ferð. Þín dóttir, Hildur. 20. júní. Pabbi er dáinn, dó í gær eða fyrradag, man ekki hvorn eða hvenær. Sit á flugvelli Vestmanna- eyja og bíð eftir því að það verði fært. Man svo lítið. Sjóveikan dreymdi um pylsur í landi en gat ekki ímyndað mér að borða um borð. Varð bara að sofa og bíða. Og nú er ég loksins kominn í land, loksins. En ekki heim þó. Mig dreymdi að ég væri að drepa tígrisdýr á frívöktum mínum um borð, skar það með vasahníf í háls- inn en man ekki hvort það var að ráðast á mig eða knúsa mig. Ég man bara að ég var hræddur, svo var ég ræstur klukkan 2 um nótt vegna þess að mér var að berast símtal. Ég fer upp í brú nývakn- aður og Bjössi stýrimaður mundar símann. Hann leggur hann frá sér eftir smástund af hlustun og segir svo: Ég veit ekki hvernig ég á að segja þér þetta, Gísli minn, en pabbi þinn er látinn og ...ég sam- hryggist þér en bróðir þinn er á lín- unni og ætlar að tilkynna þér það. „Æjæj!“ Var mitt svar, „kall- greyið.“ Svo tók ég við símanum og heyrði þar í bróður mínum skæl- andi í símanum, nýkominn frá sjúkrahúsinu. Og nú sit ég hérna veðurtepptur á flugvelli um hásumar og fatta það. Núna. Og það er þögn. Pabbi skutlaði mér á flugvöllinn fyrir viku og ég faðmaði hann svo fast þegar við kvöddumst. Því ég var viss um að ég myndi deyja í flugvélinni eða um borð í bátnum. Ég kvaddi hann og svo gekk ég af stað, hallærislega vegna þess að það var svolítið langt í útganginn og hann gekk á eftir mér. Einum metra fyrir aftan mig. Svo hvarf ég út um hliðið, bað Guð um að varð- veita mig í minni ferð. En á meðan hefur pabbi farið út í bíl. Ég sá hann í Econoline-bílnum sínum þegar ég var að fara í loftið. Rétt áður en ég hélt út í flugtak. Ég leit út um gluggann, sá hann og veifaði eins og asni. Hugsaði „æjæj hann sér mig örugglega ekki.“ Pabbi er svo mikill plebbi að bíða eftir því að fluginu verði ekki seinkað og að ég komist nú um borð í Vestmannaey í tæka tíð. „Æjæj, hann sér mig ekki,“ bergmálar í höfði mér um leið og glugginn mín megin snýst í hina áttina. Flugvélin var nefnilega að snúa við. Og pabbi er dáinn. Farinn um aldur og ævi. En ég skal geyma hann inni í mér. Aumingja kallinn, aumingja kallgreyið. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa getað kvatt þig. Þinn sonur, Gísli Pétur Hinriksson. Elsku afi. Mér finnst skrýtið að sjá þig ekki keyra um Hafnarfjörð á stóra bíln- um. Ég er alltaf að leita af þér en ég sé þig ekki. Mamma og pabbi hafa sagt mér að þú sért farinn að lúlla á himnum, en mig langar það ekki, mig langar að hafa þig hjá mér. Vonandi sefur þú vel. Þinn litli kútur, Breki Þór. HINRIK PÉTURSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.  Fleiri minningargreinar um Hin- rik Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986   0  ( 0  #   #  ( (                >AD2(  > " !/$# % $ !%NG   0  -$$ "$ ! )%$ # ))%  5  :) ! )%$ # ))%  )" $ ! )%$ &$ !# 0 ! )%$ &$ .:) $$ &$ )$#'/ $ ' $'/ $&' $' $' $0 /   0   (   0   #   #  ( (         2   8  $ ' )4L "$ "% +%0 0 (     ))3 ))2% &     1 4 1    !  ,$ !# ))%  B  %$ &$  -$$$$! # ))%   #  %$ # ))%  2+! )%$$!!  &$ !!# 0 %$ &$ $ 0( % )%$ # ))%  ! %$ # ))%  % + 0 %$ # ))%   $  )%$  &$ 5  :) 0 %$ # ))%   ,$ %$ # ))%  .:) !/$#! &' $'/ $0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.