Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Landsaðgangur að rafrænum upplýsingum
Upplýsingavef-
urinn hvar. is
UNDANFARNAmánuði hefurÞóra Gylfadóttir
bókasafnsfræðingur unnið
við að koma upp vefnum
hvar.is, þar sem á einum
stað er að finna upplýsing-
ar og aðgang að öllum þeim
rafrænu gagnasöfnum sem
landsaðgangur er að. Þóra
var spurð hvernig þessu
starfi miðaði.
„Því miðar vel. Það er
búið að gera samninga við
fjóra seljendur gagnasafna
og í þessum fjórum samn-
ingum er aðgangur að 22
gagnasöfnum, 3.100 altext-
uðum tímaritum, 290 þús-
und rafritum engilsax-
neskra bókmennta, einu
alfræðisafni og einni vef-
gátt. Þannig að þarna er
um að ræða feikilega mikið magn
upplýsinga – bæði almennar og
sérhæfðar.“
– Hvers vegna fórstu að gera
þetta?
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á tölvuaðgengi og rafmiðlun upp-
lýsinga og hafði fylgst með þessu
starfi verkefnisstjórnar um að-
gang að gagnasöfnun. Þegar
Landsbókasafn Íslands auglýsti
starf í nóvember við þessi rafrænu
gagnasöfn og að starfa með verk-
efnisstjórninni þá smellti ég mér á
það.“
– Hefur þú þurft að fara utan til
þess að kynna þér svona starf?
„Ég sit námskeið um þessar
mundir sem heitir Det Digitale
Bibliotek sem stendur í Kaup-
mannahöfn. Hér er verið að fjalla
um fagvefgáttir, rafræna upplýs-
ingaþjónustu og bókasöfnin í hinu
rafræna umhverfi.“
– Hvaða ljón eru á veginum í
samningagerð við eigendur
gagnasafna?
„Það sem gerir þetta starf
svona mikið er að þetta eru feiki-
lega dýrar upplýsingar og verk-
efnisstjórn hefur haft að leiðar-
ljósi að hafa landsaðgang að
þessum upplýsingum öllum.“
– Hvað áttu við með landsað-
gangi?
„Það þýðir að allir á Íslandi sem
skipta við íslensk net-fyrirtæki
hafa aðgang að þessum upplýsing-
um hvar sem þeir eru staddir á
landinu og hvenær sem er sólar-
hringsins.“
– Hvaða upplýsingar sækist
fólk mest eftir að fá?
„Við sjáum það af tölum um
notkun þessara gagnasafna að þau
eru mikið notuð af skólafólki og í
verkefna- og ritgerðarvinnu.
Þetta koma fram í febrúar og
mars, þá ruku notkunartölur upp.“
– Miðið þið þetta starf að ein-
hverju leyti við námsfólk?
„Þarna kemur fjölbreytileik-
innn inn í. Þarna eru gagnasöfn
sem við ætlum að gagn-
ist skólafólki sérstak-
lega vel en svo eru
þarna önnur sem fyrst
og fremst eru vísinda-
samfélaginu til gagns
og viðskiptalífinu.“
– Er markmiðið að
taka upp frekara sam-
starf við erlenda gagnagrunna?
„Já, það er verið að semja við
eigendur fleiri gagnasafna og
einnig eru að nást samningar við
eigendur 3.100 rafrænna tímarita.
Þetta eru fyrst og fremst vísinda-
tímarit, þarna er um að ræða
hvers konar vísindi á sviði lækn-
isfræði, verkfræði, eðlis- og efna-
fræði og svo framvegis.“
– En hvers konar bókmenntir
er boðið uppá?
„Einkum enskar bókmenntir
fyrri alda eða fram að 1900.“
– Hafið þið ekki lent í neinu
verulegu samningamakki vegna
höfundarréttarmála?
„Höfundarréttarmálin eru einn
stærsti þátturinn í samningum um
erlendu gagnasöfnin. Seljendur
eru eigendur upplýsinga, Íslend-
ingar geta notað upplýsingarnar í
vísinda- og rannsóknarskyni en
hafa ekki leyfi til að endurselja
upplýsingarnar eða nota í ágóða-
skyni að öðru leyti.“
– Hvað með íslenskt efni?
„Það hafa verið upp samninga-
viðræður við t.d. gagnasafn Morg-
unblaðsins en ekki er komin nið-
urstaða ennþá í það mál.“
– Hvenær áætlar þú að megin-
starfinu við þennan upplýsingavef
ljúki?
„Því lýkur í raun og veru aldrei
vegna þess að á hvar.is höfum við
safnað saman öllum upplýsingum
um þessi gagnasöfn. Eitthvað eiga
gagnasöfnin eftir að breytast þó
vissulega sé ekki langt í að mestu
þörfinni sé fullnægt þarna. En það
er mikið starf eftir við kynningu á
þessum gagnasöfnum og einnig að
kenna fólki að notfæra þau sér í
starfi.“
– Hvernig á að kom þeim upp-
lýsingum til almennings?
„Fyrst og fremst
með því að mennta
bókaverðina sem kenna
svo safngestum á
gagnasöfnin og einnig
með því að heimsækja
staði, bæði skóla, stofn-
anir og fyrirtæki, úti á
landi og í Reykjavík og
kenna þar með hvernig nota á
svona gagnasöfn.“
– Er auðvelt að finna upplýsing-
ar þegar komið er inn á hvar.is?
„Ef farið er inn á hvar.is þá finn-
ur fólk upplýsingar um þau gagna-
söfn sem búið er að semja um að-
gang að. Fólk kemst beint inn í
gagnasöfnin þaðan og það fær líka
upplýsingar um hvernig á að leita í
þeim og hvað má gera við upplýs-
ingarnar sem það finnur.
Slóðin er www.hvar.is
Þóra Gylfadóttir
Þóra Gylfadóttir fæddist í
Reykjavík 1957. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1976 og BA-prófi í
bóksasafns- og upplýsingarfræði
og dönsku frá Háskóla Íslands
1982. Hún hefur starfað við sitt
fag síðan og lengst af hjá Hag-
stofu Íslands. Frá sl. áramótum
hefur hún starfað hjá Lands-
bókasafni-Háskólabókasafni.
Þóra er gift Hallgrími Snorra-
syni hagstofustjóra og samtals
eiga þau sex börn og eitt barna-
barn.
Aðgangur
hvar sem fólk
er á landinu
og hvenær
sem er
Gálugangur krónunnar í fjármálasukki markaðarins virðist hafa
komið seðlabankamönnum í opna skjöldu.
ÍSLENSKA unglingalandsliðið í
brids kom heim sl. laugardags-
kvöld eftir sigurför til Trelle-
borgar í Svíþjóð þar sem það
hampaði Norðurlandameist-
aratitli í síðustu viku.
Sigursveitin er skipuð fjórum
spilurum, Heiðari Sigurjóns-
syni, Birki Jónssyni, Bjarna
Einarssyni og Sigurbirni Har-
aldssyni, og vekur það nokkra
athygli að enginn þeirra er af
höfuðborgarsvæðinu.
Piltarnir léku á als oddi í
Leifsstöð og ekki sízt þjálfarinn
og fyrirliðinn, Sigurbjörn Har-
aldsson. Guðmundur Ágústs-
son, forseti Bridssambands Ís-
lands, tók á móti þeim með
hlýjum kveðjum og blómum og
gladdi það piltana auðsjáanlega
mjög.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Norðurlandameistararnir við heimkomuna. Talið frá vinstri: Bjarni Ein-
arsson, Heiðar Sigurjónsson, Sigurbjörn Haraldsson, Birkir Jónsson og
Anton Haraldsson þjálfari og fyrirliði.
Norður-
landa-
meistarar
í brids