Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 21
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 21 Skeifunni 17 sími 550-4100 Furuvöllum 5 sími 461-5000 Sumartilboð Intel Celeron 450MHz örgjörvi • 6.0GB harður diskur • 64MB vinnsluminni • Geisladrif • 10.4” TFT snertiskjár • Hljóðkort • 56Kb mótald • 10/100 netkort Win 98 SE stýrikerfi • MS Word 2000 700MHz Celeron • 64 MB vinnsluminni • 6.0 GB harður diskur • 12,1” TFT skjár • Geisladrif • 56K mótald • Win 98 SE • MS Word 2000 • MS Works 2000 500Mhz Pentium III • 64MB • 11,3” TFT skjár • 6GB diskur • 56K mótald / 10/100 netkort • Win 98 stýrikerfi 700Mhz Intel celeron • 64 MB vinnsluminni • 5.0 GB harður diskur • Geisladrif • 56K mótald • 12,1” HPA skjár • Win 98 ME stýrikerfi • MS Works 2000 • MS Word 2000 Office1 03/06-2001 Toshiba Portege 3440CT Intel Celeron 700 • 128MB vinnsluminni • 10GB harður diskur • TFT 13.3" skjár • 8xDVD • 56K mótald • Hátalarar • Win 98 ME stýrikerfi Fujitsu Siemens Lifebook 2154 Fujitsu Siemens Lifebook 4355 kr: 139.900,- kr: 199.900,- kr: 169.900,- kr: 149.900,- kr: 129.900,- Fujitsu Siemens Liteline 700 Toshiba Satellite 1700-500 RITT Bjerregård, sjávarútvegs- og matvælaráðherra Danmerkur, seg- ir að í endurskoðaðri sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins verði áfram byggt á sögulegum rétti við úthlutun aflaheimilda úr sameig- inlegum fiskistofnum. Þetta kom fram í máli Bjerregård á síðdeg- isfundi Dansk-íslenska verslunar- ráðsins í gær. Bjerregård sagðist ekki geta sagt til um hvort Íslendingum myndi farnast betur innan Evrópu- sambandsins en utan þess. Danir kjósi hinsvegar að vera innan þess og taka þannig þátt í og hafa áhrif á ákvarðanatöku varðandi fiskveið- ar sambandsins. Hún sagði vissu- lega skiptar skoðanir um aðild Dana að ESB en að sínu mati væri hún dönskum sjávarútvegi til góðs. Hún sagði að við úthlutun afla- heimilda úr sameiginlegum fiski- stofnum til einstakra ríkja væri fyrst og fremst byggt á sögulegum grunni og Íslendingar þyrftu ekki að óttast að út frá þeirri meg- inreglu yrði brugðið. Bjerregård sagði fiskveiðar og sjávarútveg skipta Dani verulegu máli, þótt vægi greinarinnar væri ekki jafnmikið og á Íslandi. Hún sagði að fiskstofnarnir væru takmörkuð auðlind og sjávarútveg- urinn stæði frammi fyrir þeirri miklu áskorun á komandi árum að tryggja sjálfbæra nýtingu stofn- anna. Hún sagðist þeirrar skoð- unar að í framtíðinni myndu sífellt fleiri láta sig nýtingu fiskistofna varða og krefjast skynsamlegrar nýtingar þeirra. Hún sagði þrýst- ing frá alþjóðlegum stofnunum þegar sýna slíkan áhuga. Hinsveg- ar væri engin ein rétt aðferð við að framfylgja kröfunni um sjálfbærar veiðar. Þess vegna væri alþjóðleg samvinna nauðsynleg á þessu sviði. Hún sagði Dani til dæmis háða góðri samvinnu við aðrar þjóðir um nýtingu helstu fiskimiða, svo sem í Norðursjó, Kattegat, Skagerrak og Eystrasalti. Veiðunum væri hins- vegar stjórnað samkvæmt reglum Evrópusambandsins, meðal annars með úthlutun kvóta. Hún sagði að eflaust mætti gagnrýna sjávarút- vegsstefnu ESB á margan hátt en stefnan hefði hinsvegar skapað dönskum fiskimönnum traustan grunn að byggja á. Þeir fengju nú úthlutað kvóta bæði í danskri og norskri lögsögu, auk þess sem Danir fá veiðiheimildir í samning- um við aðrar þjóðir. Fiskveiðistefnunni ekki tekist að tryggja sjálfbæra nýtingu Bjerregård minnti á að sjávarút- vegsstefna ESB væri nú í endur- skoðun. Hún sagði ljóst að núverandi sjávarútvegsstefnu sam- bandsins hefði ekki tekist að tryggja sjálfbæra nýtingu fiski- stofnanna. Margir stofnar væru í hættu og afkastageta fiskveiðiflota sambandsins væri allt of mikil í samanburði við stærð fiskistofn- anna. Hún sagði mikilvægt að koma nú þegar í veg fyrir ofveiði og að stöðva þyrfti brottkast á fiski. Bjerregård sagði að þar fyrir ut- an væru ýmis önnur atriði sem hefðu áhrif á mótun nýrrar sjáv- arútvegsstefnu ESB. Nefndi hún til dæmis afleiðingar stækkunar sambandsins og neytendamál. Hún sagðist þannig sannfærð um að sjávarútvegsstefnan yrði mun víð- tækari en núverandi stefna. Bjerregård sagði að eitt mikil- vægasta verkefni innan sjávarút- vegs ESB væri að byggja upp þorskstofninn í Norðursjó. Þegar hefði verið gripið til harkalegra að- gerða til að byggja upp stofninn. Hún sagði að í einu og öllu hefði verið farið að ráðleggingum vís- indamanna varðandi þorskveiðar í Norðursjó og nú væri verið að rannsaka hvað fór úrskeiðis í þeim efnum. Aðspurð sagðist Bjerregård ekki geta tjáð sig um afstöðu danskra stjórnvalda til hvalveiða, enda væru slík mál á sviði utanríkisráðu- neytis landsins. Hún sagði hins- vegar að ef hvalveiðar hæfust að nýju yrði að tryggja vandlega að þær yrðu sjálfbærar. Hvalveiðar væru mikið tilfinningamál og því yrði áfram að ræða þær ítarlega á alþjóðlegum vettvangi. Ritt Bjerregård sjávarútvegs- og matvælaráðherra Danmerkur Úthlutun kvóta byggð á sögu- legum rétti Ritt Bjerregård, sjávarútvegs- og matvælaráðherra Danmerkur. Morgunblaðið/Billi KLOFNINGUR ehf. á Suðureyri í Ísafjarðarbæ áætlar að þurrka 3300 tonn af þorskhausum á þessu ári, á móti 2800 tonnum árið 2000. Fyr- irtækið hefur starfað frá árinu 1997, en það ár voru þurrkuð 1240 tonn af hausum. Hausarnir eru að heita má frá öllum fiskverkunum í Skut- ulsfirði, Suðureyri og Flateyri í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík, en engir hausar koma frá Þing- eyri. Að sögn Guðna Einarssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, gengur framleiðslan mjög vel og er hann ánægður með verðið sem fæst fyrir afurðirnar, en framleiðslan fer öll til Níg- eríu. Hann segir að engin vandamál fylgi við- skiptunum við Nígeríumenn og taldi að hluti af neikvæðri umræðu um nígeríska kaupsýslumenn kæmi frá lélegum íslenskum fyrirtækjum og er- lendum milliliðum, sem vildu fela eigin van- efndir. Hjá fyrirtækinu vinna nú 15 manns, en voru 6-7 í upphafi. Á þeim rúmum fjórum árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur aðeins komið til vinnustöðvunar í tvo daga vegna hráefnisskorts. Þurrkgjafinn er vatn frá hitaveitu staðarins, en verksmiðjan notar um 15 tonn af 60 gráða heitu vatni, en skipt var úr olíu á síðasta ári, sem varð til verulegs sparnaðar. Guðni segir að gengisfellingar krónunnar gæti ekki mikið í rekstrinum, því ýmsar kostnaðar- hækkanir komi strax á móti, enda kannast hann ekki við að fyrri tíma gengisfellingar hafi komið að miklum notum þegar til lengri tíma er litið. Þorskhausar fyrir 115 milljónir króna Guðni Einarsson framkvæmdastjóri fyrir ut- an verksmiðjuna á Suðureyri. Hjá honum vinna nú fimmtán manns við hráefni sem áður fór í fiskimjöl. Morgunblaðið/ Úlfar Ágústsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.