Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.06.2001, Qupperneq 21
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 21 Skeifunni 17 sími 550-4100 Furuvöllum 5 sími 461-5000 Sumartilboð Intel Celeron 450MHz örgjörvi • 6.0GB harður diskur • 64MB vinnsluminni • Geisladrif • 10.4” TFT snertiskjár • Hljóðkort • 56Kb mótald • 10/100 netkort Win 98 SE stýrikerfi • MS Word 2000 700MHz Celeron • 64 MB vinnsluminni • 6.0 GB harður diskur • 12,1” TFT skjár • Geisladrif • 56K mótald • Win 98 SE • MS Word 2000 • MS Works 2000 500Mhz Pentium III • 64MB • 11,3” TFT skjár • 6GB diskur • 56K mótald / 10/100 netkort • Win 98 stýrikerfi 700Mhz Intel celeron • 64 MB vinnsluminni • 5.0 GB harður diskur • Geisladrif • 56K mótald • 12,1” HPA skjár • Win 98 ME stýrikerfi • MS Works 2000 • MS Word 2000 Office1 03/06-2001 Toshiba Portege 3440CT Intel Celeron 700 • 128MB vinnsluminni • 10GB harður diskur • TFT 13.3" skjár • 8xDVD • 56K mótald • Hátalarar • Win 98 ME stýrikerfi Fujitsu Siemens Lifebook 2154 Fujitsu Siemens Lifebook 4355 kr: 139.900,- kr: 199.900,- kr: 169.900,- kr: 149.900,- kr: 129.900,- Fujitsu Siemens Liteline 700 Toshiba Satellite 1700-500 RITT Bjerregård, sjávarútvegs- og matvælaráðherra Danmerkur, seg- ir að í endurskoðaðri sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins verði áfram byggt á sögulegum rétti við úthlutun aflaheimilda úr sameig- inlegum fiskistofnum. Þetta kom fram í máli Bjerregård á síðdeg- isfundi Dansk-íslenska verslunar- ráðsins í gær. Bjerregård sagðist ekki geta sagt til um hvort Íslendingum myndi farnast betur innan Evrópu- sambandsins en utan þess. Danir kjósi hinsvegar að vera innan þess og taka þannig þátt í og hafa áhrif á ákvarðanatöku varðandi fiskveið- ar sambandsins. Hún sagði vissu- lega skiptar skoðanir um aðild Dana að ESB en að sínu mati væri hún dönskum sjávarútvegi til góðs. Hún sagði að við úthlutun afla- heimilda úr sameiginlegum fiski- stofnum til einstakra ríkja væri fyrst og fremst byggt á sögulegum grunni og Íslendingar þyrftu ekki að óttast að út frá þeirri meg- inreglu yrði brugðið. Bjerregård sagði fiskveiðar og sjávarútveg skipta Dani verulegu máli, þótt vægi greinarinnar væri ekki jafnmikið og á Íslandi. Hún sagði að fiskstofnarnir væru takmörkuð auðlind og sjávarútveg- urinn stæði frammi fyrir þeirri miklu áskorun á komandi árum að tryggja sjálfbæra nýtingu stofn- anna. Hún sagðist þeirrar skoð- unar að í framtíðinni myndu sífellt fleiri láta sig nýtingu fiskistofna varða og krefjast skynsamlegrar nýtingar þeirra. Hún sagði þrýst- ing frá alþjóðlegum stofnunum þegar sýna slíkan áhuga. Hinsveg- ar væri engin ein rétt aðferð við að framfylgja kröfunni um sjálfbærar veiðar. Þess vegna væri alþjóðleg samvinna nauðsynleg á þessu sviði. Hún sagði Dani til dæmis háða góðri samvinnu við aðrar þjóðir um nýtingu helstu fiskimiða, svo sem í Norðursjó, Kattegat, Skagerrak og Eystrasalti. Veiðunum væri hins- vegar stjórnað samkvæmt reglum Evrópusambandsins, meðal annars með úthlutun kvóta. Hún sagði að eflaust mætti gagnrýna sjávarút- vegsstefnu ESB á margan hátt en stefnan hefði hinsvegar skapað dönskum fiskimönnum traustan grunn að byggja á. Þeir fengju nú úthlutað kvóta bæði í danskri og norskri lögsögu, auk þess sem Danir fá veiðiheimildir í samning- um við aðrar þjóðir. Fiskveiðistefnunni ekki tekist að tryggja sjálfbæra nýtingu Bjerregård minnti á að sjávarút- vegsstefna ESB væri nú í endur- skoðun. Hún sagði ljóst að núverandi sjávarútvegsstefnu sam- bandsins hefði ekki tekist að tryggja sjálfbæra nýtingu fiski- stofnanna. Margir stofnar væru í hættu og afkastageta fiskveiðiflota sambandsins væri allt of mikil í samanburði við stærð fiskistofn- anna. Hún sagði mikilvægt að koma nú þegar í veg fyrir ofveiði og að stöðva þyrfti brottkast á fiski. Bjerregård sagði að þar fyrir ut- an væru ýmis önnur atriði sem hefðu áhrif á mótun nýrrar sjáv- arútvegsstefnu ESB. Nefndi hún til dæmis afleiðingar stækkunar sambandsins og neytendamál. Hún sagðist þannig sannfærð um að sjávarútvegsstefnan yrði mun víð- tækari en núverandi stefna. Bjerregård sagði að eitt mikil- vægasta verkefni innan sjávarút- vegs ESB væri að byggja upp þorskstofninn í Norðursjó. Þegar hefði verið gripið til harkalegra að- gerða til að byggja upp stofninn. Hún sagði að í einu og öllu hefði verið farið að ráðleggingum vís- indamanna varðandi þorskveiðar í Norðursjó og nú væri verið að rannsaka hvað fór úrskeiðis í þeim efnum. Aðspurð sagðist Bjerregård ekki geta tjáð sig um afstöðu danskra stjórnvalda til hvalveiða, enda væru slík mál á sviði utanríkisráðu- neytis landsins. Hún sagði hins- vegar að ef hvalveiðar hæfust að nýju yrði að tryggja vandlega að þær yrðu sjálfbærar. Hvalveiðar væru mikið tilfinningamál og því yrði áfram að ræða þær ítarlega á alþjóðlegum vettvangi. Ritt Bjerregård sjávarútvegs- og matvælaráðherra Danmerkur Úthlutun kvóta byggð á sögu- legum rétti Ritt Bjerregård, sjávarútvegs- og matvælaráðherra Danmerkur. Morgunblaðið/Billi KLOFNINGUR ehf. á Suðureyri í Ísafjarðarbæ áætlar að þurrka 3300 tonn af þorskhausum á þessu ári, á móti 2800 tonnum árið 2000. Fyr- irtækið hefur starfað frá árinu 1997, en það ár voru þurrkuð 1240 tonn af hausum. Hausarnir eru að heita má frá öllum fiskverkunum í Skut- ulsfirði, Suðureyri og Flateyri í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík, en engir hausar koma frá Þing- eyri. Að sögn Guðna Einarssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, gengur framleiðslan mjög vel og er hann ánægður með verðið sem fæst fyrir afurðirnar, en framleiðslan fer öll til Níg- eríu. Hann segir að engin vandamál fylgi við- skiptunum við Nígeríumenn og taldi að hluti af neikvæðri umræðu um nígeríska kaupsýslumenn kæmi frá lélegum íslenskum fyrirtækjum og er- lendum milliliðum, sem vildu fela eigin van- efndir. Hjá fyrirtækinu vinna nú 15 manns, en voru 6-7 í upphafi. Á þeim rúmum fjórum árum sem fyrirtækið hefur starfað hefur aðeins komið til vinnustöðvunar í tvo daga vegna hráefnisskorts. Þurrkgjafinn er vatn frá hitaveitu staðarins, en verksmiðjan notar um 15 tonn af 60 gráða heitu vatni, en skipt var úr olíu á síðasta ári, sem varð til verulegs sparnaðar. Guðni segir að gengisfellingar krónunnar gæti ekki mikið í rekstrinum, því ýmsar kostnaðar- hækkanir komi strax á móti, enda kannast hann ekki við að fyrri tíma gengisfellingar hafi komið að miklum notum þegar til lengri tíma er litið. Þorskhausar fyrir 115 milljónir króna Guðni Einarsson framkvæmdastjóri fyrir ut- an verksmiðjuna á Suðureyri. Hjá honum vinna nú fimmtán manns við hráefni sem áður fór í fiskimjöl. Morgunblaðið/ Úlfar Ágústsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.