Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FRUMVARPI viðskiptaráðherra var óskað heimildar til sölu á öllu hlutafé ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka og varð það að lög- um á lokadögum þingsins í vor. Í frumvarpinu var m.a. lögð á það áhersla að stefna ríkisstjórnarinnar væri að ríkið eigi almennt ekki að sinna atvinnustarfsemi sem einka- aðilar geti stundað með eðlilegum hætti og þegar virk samkeppni er fyrir hendi. „Er þetta í samræmi við viðtekin sjónarmið í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Rík- isviðskiptabankarnir áttu rætur sín- ar að rekja til þess tíma þegar tak- markað framboð var á fjármagni og því talið nauðsynlegt að ríkið hlut- aðist til um þessa starfsemi og tæki jafnframt áhættuna af henni. Nú er þessi staða ekki lengur fyrir hendi,“ sagði í frumvarpinu. Í athugasemdum með frumvarp- inu kom ennfremur fram, að einka- rekstur væri meginreglan í hinum vestræna heimi. „Í flestum löndum Evrópu er löng saga ríkisrekinna banka en nú er helst um slíkt að ræða í Þýskalandi og Austurríki. Umfangsmiklar einkavæðingar hafa verið á Ítalíu og Frakklandi á liðn- um árum. Annars staðar á Norð- urlöndunum heyrði ríkisrekstur banka til undantekninga þar til fjármálakreppa dundi yfir fyrir um áratug síðan. Þar hafa flestir bank- ar sem ríkið tók yfir verið seldir aftur. Norska ríkið á þó enn meiri hluta í Den norske Bank en stefnt er að sölu hlutabréfa á þessu ári til að koma eigninni niður í 33%.“ Viðskiptabankar komnir inn á víðari völl í starfsemi sinni Þar sagði einnig að bankaþjón- usta breyttist hraðstiga og þar ættu margir samvirkandi þætti hlut að máli. „Í auknum mæli eru við- skiptabankar komnir inn á víðari völl í starfsemi sinni, svo sem með þátttöku í eignastýringu, einka- bankaþjónustu, tryggingum, ráð- gjöf og fjárfestingarbankaþjónustu. Grundvallarbreytingar eru að verða í bankaþjónustu sem verða ekki umflúnar þar sem sömu áhrifa- þættir eru að baki um heim allan. Bankar hafa verið að stækka og eru rökin fyrir þeirri þróun allajafnan byggð á arðsem- issjónarmiðum. Í því samhengi er gjarnan vísað til hagkvæmni stærð- ar, möguleika á aukinni þjónustu og nýrra lausna í tækni. Hagkvæmni stærðarinnar er ætlað að skila lækkun kostnaðar sem mótvægi við lækkun tekna vegna aukinnar sam- keppni. Með stækkun efnahags er jafnframt talið að frekar sé unnt að veita viðskiptamönnum heildar- lausnir í fjármálum og taka að sér stór verkefni, oft í samkeppni við erlenda stórbanka. Á síðustu árum tölvu- og upplýs- ingabyltingar hefur bæst við sú röksemd að sameining banka sé nauðsynleg vegna þess að þróun nýrra tæknilausna í fjármálaþjón- ustu sé fjármagnsfrek og nýtist best ef viðskiptamannahópurinn er stór. Ýmsar aðrar ástæður geta einnig verið fyrir sameiningum, svo sem þegar verið er að leysa rekstarerf- iðleika einstakra banka eða byggja upp öflugan innlendan banka sem getur keppt við erlenda stórbanka.“ Sameiningum stærstu fjármálafyrirtækja fjölgar Þar er aukinheldur bent á að sameiningum meðal stærstu fjár- málafyrirtæki fari fjölgandi. „Meira en helmingur þrjátíu stærstu banka evrusvæðisins hefur gengið í gegn- um sameiningar nýlega og með- alstærð fimm stærstu bankanna hefur tvöfaldast frá 1995. Stækkun banka er sérstaklega áberandi í minni evrulöndunum en þar eru nú fáir bankar ráðandi. Þegar sam- ræmdar tölur í árslok 1998 eru skoðaðar kemur fram að í Belgíu, Finnlandi, Hollandi, Írlandi og Spáni hafa tvær stærstu bankasam- steypurnar meira en helming eigna banka. Ísland er mun minni markaður þar sem eðlilega eru færri fjármála- fyrirtæki. Engu að síður eru töl- urnar fyrir Ísland svipaðar og í þessum löndum. Einkarekstur banka er meginreglan. Sögulegar skýringar eru jafnan að baki eignar ríkisins og sveitarfélaga á bönkum og sparisjóðum. Skortur á einka- fjármagni til slíks rekstrar getur valdið því að bankar eru stofnaðir á samfélagslegum grunni eins og upphaf Landsbanka Íslands er dæmi um. Einnig getur yfirtaka ríkisins í fjármálakreppu verið ástæðan eins og á við um stofnun Útvegs- banka Íslands á grunni Íslandsbanka hins eldra. Sparisjóðirnir eru dæmi um annað eignarhald en einkarekstur.“ Löng hefð fyrir ríkisrekstri í löndum Evrópu Þá er þess getið að í flestum löndum Evrópu sé löng hefð fyrir rekstri ríkisrekinna banka, en nú sé helst um slíkt að ræða í Austurríki og Þýskalandi. „Svonefndir Landesbanken og Sparkassen eru með meira en þriðj- ung eigna banka í Þýskalandi og um sjöunda hluta eigna í Austur- ríki. Breytingar hafa verið hægar í Þýskalandi en fyrir þrýsting ESB er líklegt að fyrrnefndir Landes- banken verði innan tíðar að borga markaðsvexti fyrir lánsfé sitt frá viðkomandi sveitarfélögum (þ. Länder). Þar með munu forréttindi þeirra minnka, lánshæfismat lækka og markaðshlutdeild í útlánum einnig. Umfangsmiklar einkavæðingar hafa verið á Ítalíu og Frakklandi á liðnum árum. Sem dæmi má nefna að árið 1993 voru bankar sem ríkið átti hlut í með 72% eigna ítalskra banka en árið 1999 var þetta hlut- fall orðið 16%. Það ár nam hlutur ríkissjóðs af eigin fé bankanna inn- an við 1%. Annars staðar á Norðurlöndun- um heyrði ríkisrekstur banka til undantekninga þar til fjármála- kreppa dundi yfir fyrir um áratug. Fyrstu merkin voru 1988 í Noregi þegar ábyrgðarsjóðir viðskipta- banka og sparisjóða þurftu að að- stoða nokkra banka og sparisjóði og hjálpa þeim til að sameinast sterk- ari bönkum. Þegar þessir ábyrgð- arsjóðir voru að tæmast í árslok 1990 var stofnaður sérstakur ábyrgðarsjóður ríkisins sem veitti fé til fyrrnefndu sjóðanna og lagði fram hlutafé í viðskiptabanka og sparisjóði. Þegar eiginfjárhlutföll þriggja stærstu bankanna fóru und- ir lögbundin lágmörk og séð varð að ekki myndi takast að afla nýs hlutafjár á mörkuðum gripu stjórn- völd inn í og voru í árslok 1991 orð- in meirihlutaeigendur í þeim öllum, Den norske Bank, Christiania og Focus. Fyrst seldi ríkissjóður Focus til Den Danske og á liðnu hausti Christiania til Nordea. Ríkið er enn meirihlutaeigandi í Den norske Bank en stefnt er að sölu hluta- bréfa á þessu ári til að koma eign- inni niður í 33%. Í Svíþjóð var Nordbanken fyrst- ur til að lenda í vanda síðla árs 1991. Hann var þá þriðji stærsti bankinn og í meirihlutaeigu ríkis- ins. Ríkissjóður lagði inn aukið hlutafé og skipti um stjórnendur. Um mitt ár 1992 var orðið ljóst að vandinn var almennur og koma yrði í veg fyrir uppsögn erlendra lána- lína og hrun bankakerfisins. Um haustið lýsti ríkisstjórnin því yfir með stuðningi þingsins að hún myndi ábyrgjast að staðið yrði við allar skuldbindingar bankanna. Að- eins hlutafé var undanskilið. Allir bankarnir nutu góðs af ábyrgðaryf- irlýsingunni en nánast öll bein fjár- hagsaðstoð fór í að bjarga ríkis- bankanum Nordbanken, yfirtaka Gota Banken og síðan sameina þá tvo. Ríkissjóður hóf einkavæðingu bankans 1995 og hefur nú selt hann allan. Í Finnlandi hófust björgunarað- gerðir stjórnvalda síðla árs 1991 með aðstoð við sparisjóðabankann Skopbank. Fasteignir og eignar- hlutir í fyrirtækjum voru færðar yf- ir í sérstaka sjóði. Stofnaður var ábyrgðarsjóður ríkisins í apríl 1992 og í febrúar 1993 var sjóðurinn endurskipulagður og þingið sam- þykkti að stjórnvöld myndu ábyrgj- ast greiðslur finnskra banka. Áður höfðu stjórnvöld lofað víkjandi lán- um til innlánsstofnana í hlutfalli við áhættu vegnar eignar þeirra en lán- unum var breytt í hlutafé ef vextir voru ekki greiddir í þrjú ár eða eig- infjárhlutfallið fór niður fyrir lög- bundið lágmark. Allir bankar og sparisjóðir nýttu sér þetta boð. Um þetta leyti var tekið á vandamálum fjölmargra sparisjóða. Helmingur allra spari- sjóða var sameinaður í einn spari- sjóðabanka sem var gerður að hlutafélagi og ábyrgðarsjóðurinn yfirtók. Hálfu ári síðar var þessi sparisjóðabanki bútaður í fernt og seldur fjórum helstu bankasam- steypum landsins. Að lokum var tekið á vandamálum STS-bankans með því að sameina hann við KOP í apríl 1993. Áður en yfir lauk jafngilti fjár- hagsaðstoð til banka 2,6% af VLF í Noregi, 5,2% í Svíþjóð og 10% í Finnlandi en á móti hafa komið inn- heimtar skuldir og sölutekjur eigna. Bankar í Noregi skiluðu aftur hagnaði 1993 og í Svíþjóð 1994 en í Finnlandi hélt tapreksturinn áfram allt til 1996. Þess ber að geta að efnahagssamdrátturinn var mestur í Finnlandi.“ Margar skýringar á því hvers vegna Ísland slapp Þá kemur fram að Danmörk hafi sloppið við fjármálakreppu á þess- um árum m.a. vegna lengri reynslu af óheftri samkeppni og strangri afstöðu stjórn- valda um að aðstoða ekki banka sem kom- ast í vanda. Bankar á Íslandi hafi einnig sloppið við þessar hremmingar þrátt fyrir að hafa þurft að afskrifa verulegar upphæðir af töpuðum út- lánum og vera reknir með tapi árin 1992 og 1993. „Margar samvirkandi skýringar eru á því hvers vegna ekki varð fjármála- og gjaldeyriskreppa á Ís- landi eins og í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Má í því sambandi nefna að fjármagnsflutningar milli landa voru ekki frjálsir á Íslandi og út- lendingar áttu ekki íslensk verðbréf til að selja, fasteignaverð sveiflaðist ekki með sambærilegum hætti og veðsetningar íslenskra banka námu ekki eins háu hlutfalli af fasteigna- verði eins og var í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Eiginfjárhlutföll íslenskra banka voru há áður en samdráttarskeiðið hófst og bankarnir voru með eignir og skuldir á breytilegum vöxtum. Samt urðu stjórnvöld að grípa til aðgerða í árslok 1992 og á fyrri hluta árs 1993 vegna Landsbankans en um var að ræða 4,2 milljarða kr. styrkingu á eigin fé bankans í formi eiginfjárframlags og víkjandi lána,“ segir um þetta í athugasemdum við frumvarpi viðskiptaráðherra. Róttækar breytingartillögur þingmanna Samfylkingarinnar Í meðförum efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis tók frum- varpið ekki miklum breytingum og lagði meirihluti nefndarinnar til að það yrði samþykkt óbreytt. Annar minnihluti nefndarinnar, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, lýsti sig algjörlega mótfallinn efni þess og sölu við- skiptabankanna, en fyrsti minni- hluti, skipaður Össuri Skarphéðins- syni og Margréti Frímannsdóttur, þingmönnum Samfylkingarinnar, lagði til róttækar breytingar á frumvarpinu. Meginbreytingar þingmanna Samfylkingarinnar voru þær að lagt var til að ríkisstjórnin fengi einungis heimild til að selja hlutafé sitt í Búnaðarbankanum. Dreifð eignaraðild yrði m.a. tryggð með því að 10% af hlutafé bankans yrði skipt jafnt meðal íslenskra ríkis- borgara með tilteknum kvöðum. Starfsöryggi starfsmanna yrði tryggt með því að eðlileg velta starfsmanna yrði höfð í fyrirrúmi við hagræðingu innan bankans og starfsfólki boðið upp á endurmenntun og starfsþjálfun. Sömuleið- is var lagt til að starfs- menn fengju fulltrúa í stjórn með fullum rétt- indum í anda stefnu jafnaðarmanna um atvinnulýðræði. Sala á hlutafé í bankanum yrði heldur ekki hafin fyrr en fyrir lægi staðfesting Seðlabanka og Þjóð- hagsstofnunar á því að aðstæður á fjármálamarkaði væru með þeim hætti að verjanlegt væri að ráðast í söluna. Athugasemdir með frumvarpi um sölu ríkisviðskiptabankanna frá í vor Einkarekstur meginreglan í hinum vest- ræna heimi Í frumvarpi viðskiptaráðherra um heimild til sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkunum, sem samþykkt var sem lög frá Alþingi sl. vor, var m.a. fjallað um ástæður þess að rík- isvaldið vildi draga sig út úr rekstri banka og fjármálastofnana. Í ljósi ákvörðunar rík- isstjórnar um sölu á ráðandi hlut í Lands- banka Íslands hf. er athyglisvert að rifja upp þinglega meðferð málsins. Danmörk og Ís- land sluppu við fjármálakreppu Sögulegar skýringar að baki ríkiseignar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.