Morgunblaðið - 30.06.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 30.06.2001, Síða 27
VIKULOK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 27 Hvers vegna eru orðin „mamma“ og „pabbi“ svona svipuð í ólíkum tungumálum, til dæmis íslensku og kín- versku? Svar: Orðin mamma og pabbi teljast til hjalorða, það er orða sem myndast snemma í munni barna þegar þau hjala. Rótin í orðinu mamma þekkist í flestum indóevrópskum málum. Í fornindversku var til orðið m sem merkti ‘móðir’. Í sama máli merkti mm ‘móðursystir’. Í fornpersnesku voru til orðin mm, mma og mam í merkingunni ‘móðir’. Bæði gríska og latína áttu til orð af þessu tagi, grísk- an mammí og latínan mamma sem eins konar gæluorð fyrir ‘móðir’. Í írsku er mam notað yfir móður og í þýskum mállýskum er til orðið mamme í sömu merkingu. Mamà og momà eru notuð í litháísku og mama í lettnesku. Af nágrannamálum eiga færeyska og norska til orðin mamma, hjaltneska mamm og enskar mál- lýskur mam, svo dæmi séu tekin. Orðið pabbi á ekki jafnmarga ætt- ingja í öðrum málum og mamma. Í grísku er þó að finna páppa í merk- ingunni ‘faðir’ og í latínu bæði ppa og pappa. Orðið er talið komið í íslensku sem tökuorð úr latínu. Í nágranna- málum má finna pápi í færeysku, pape í norsku, Papa í þýsku og papa í frönsku. Þessi hjalorð eiga það sam- eiginlegt í indóevrópskum málum, en einnig í orðum af ýmsum öðrum málaættum, svo sem kínversku, að samstöfurnar ma-, am-, pa-, ba- eru með fyrstu hljóðum sem börn reyna að gefa frá sér þegar þau byrja að hjala og reyna að apa eftir hljóðum sem þau heyra. Foreldrar hafa senni- lega frá örófi alda haldið að barnið væri að tala til þeirra og þannig hafa orðið til hjalorðin yfir föður og móð- ur. Guðrún Kvaran prófessor, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna? Svar: Ritheimildir segja frá veru papa hér á landi áður en norrænir menn komu en að þeir hafi síðan horfið á braut. Gallinn við ritheimildir er sá að þær geta logið eða farið með fleip- ur, einkum og sér í lagi þegar þær verða til löngu eftir að atburðirnir gerðust sem þær segja frá. „Áþreif- anlegar heimildir – og hér á ég við fornleifar – ljúga aftur á móti ekki nema þær séu hreinlega falsaðar en nokkur brögð eru að því. Á hinn bóg- inn eru upplýsingarnar sem þær veita okkur oftast miklu takmarkaðri en þær sem við lesum úr ritheim- ildum og mikill vandi er að túlka þær. Fornleifar geta þó tekið af allan vafa um einstök atriði þar sem ritheim- ildir eru litlar eða ótraustar. Þetta gæti einmitt gerst með spurninguna um veru papa á Íslandi. Elsta heimildin um veru papa á Ís- landi er Íslendingabók Ara fróða frá um 1122–1133. Þá eru liðin um það bil 250 ár frá því að landnám nor- rænna manna hófst (samkvæmt hefðbundnu en ekki alveg öruggu tímatali) og því er ekki hægt að treysta heimildinni fyllilega. Inn- lendar ritheimildir taka því ekki af allan vafa um veru papa á Íslandi. Rit keltneska klerksins Dicuils frá byrjun 9. aldar fjallar meðal annars um flakk guðsmanna um lönd í norðri og setu þeirra þar. Frásögn hans hef- ur oft verið túlkuð sem heimild um veru papa á Íslandi en engar sann- anir eru fyrir því að Ísland sé meðal þeirra landa sem þar er minnst á. Keltneskir einsetumenn voru hins vegar áreiðanlega á Orkneyjum og Hjaltlandi enda hafa þar fundist fornleifar sem tengja má við þá. Nokkur örnefni á Íslandi minna á papa og þeirra vegna hafa menn oft talið víst að til dæmis Papey hafi ver- ið bústaður þeirra. Engar ritheim- ildir eru þó um veru papa í Papey og vel má vera að örnefnið sé aðflutt frá Bretlandseyjum en í byggðum nor- rænna manna þar voru papaörnefni nokkuð algeng. Örnefni sanna því ekkert um veru papa á Íslandi. Talsvert hefur verið leitað að minj- um um dvöl papa í landinu. Kristján Eldjárn rannsakaði til dæmis bú- setuleifar í Papey en þar fannst þó ekkert sem benti til veru papa þar. Ýmsar fornleifar eru þess eðlis að þær gætu verið frá pöpum komnar. Það gildir til dæmis um nokkrar krossristur í manngerðum hellum á Suðurlandi og eins um rústir nokk- urra einfaldra mannvirkja frá land- námstímanum en allt á þetta sér þó aðrar og sennilegri skýringar. Fornleifarannsóknir geta aldrei afsannað veru papa á Íslandi en það mætti hugsa sér að það fyndust leifar sem bæru svo sterk einkenni að þær sönnuðu dvöl papa hér. Engar slíkar leifar hafa enn fundist. Þrátt fyrir það hafa menn yfirleitt ekki séð ástæðu til að efa að papar hafi verið hér og treyst Íslendingabók um þetta atriði. Nýlega hefur þó Helgi Guðmunds- son (í bókinni Um haf innan, Reykja- vík 1997) sett fram þá skoðun að Ís- lendingabók byggi frásögn sína af pöpum á áðurnefndu riti Dicuils og hafi túlkað það svo að þar hafi verið rætt um Ísland þótt það sé í raun al- veg óvíst. Ef Helgi hefur rétt fyrir sér eru frásagnir Dicuils og Ara ekki óháðar hvor annarri og fullyrðingar þess síðarnefnda um papa einskis virði. Þá höfum við engar heimildir lengur sem tengja papa við Ísland. Niðurstaðan er því þessi: Engar áþreifanlegar sannanir eru fyrir veru papa á Íslandi og full ástæða til að efast um að þeir hafi verið hér. Á hinn bóginn er heldur engin ástæða til að útiloka það. Axel Kristinsson. Er hægt að vita hvort mann er að dreyma? Svar: Í Hugleiðingum um frumspeki varpar heimspekingurinn René Descartes (1596–1650) fram þeirri hugmynd að hugsanlega sé hann bara að dreyma eða að illur andi sé að beita hann blekkingum og að hlut- irnir í kringum hann séu ekki til í raun og veru. Á seinni árum hefur Hilary Putnam gert frásögnina af heila í fati á tilraunastofu fræga en Putnam hugsar sér að heilinn sé lifandi og tengdur við tæki og haldi að hann sé maður sem hreyfir sig. Annað nýlegt dæmi er svo kvikmyndin Matrix. Sú kenning að við getum ekki vitað hvort hlutirnir í kringum okkur eru til í raun og veru, eða hvort þeir eru í líkingu við það sem okkur sýnist þeir vera, er kölluð efahyggja („skeptic- ism). Efahyggja getur verið mis- víðtæk, allt frá því að efa um afmörk- uð þekkingarsvið, til dæmis þekkingu á efnisheiminum, þekkingu á guði eða þekkingu á öðrum vits- munaverum en manni sjálfum, til þess að telja að þekking sé yfirleitt ekki möguleg. Efahyggju má rekja aftur til Forn- Grikkja og heimspekingurinn Pyrr- on (um 365–270 f. Kr.) er gjarnan kallaður faðir hennar. Á seinni tím- um hefur efahyggjan haft mikil áhrif á það svið heimspeki sem kallast þekkingarfræði og segja má að mik- ilvægur þáttur í þekkingarfræði síð- ari helmings 20. aldar hafi snúist um möguleikann á svörum við efa- hyggju. Descartes var sjálfur enginn efa- hyggjumaður þótt efahyggja sé oft kennd við hann og jafnvel talað um „kartesískan efa“. Eftir að hafa lýst víðtækum efa sínum kemst hann að þeirri niðurstöðu að honum sé óhætt að treysta skilningarvitum sínum þar sem algóð, alfullkomin guðleg vera hljóti að vera til og sú leyfi ekki að hann sé blekktur jafngjörsamlega og upprunalegi efinn gerði ráð fyrir. Ekki hafa allir sannfærst af rökum Descartes og enn í dag má finna heimspekinga sem telja að við getum ekki vitað hvort okkur er að dreyma. Efahyggjumaðurinn efast ekki um það hvernig hann upplifir hlutina. Sá sem aðhyllist efahyggju um efn- isheiminn samsinnir því að upplifanir hans séu eins og stólar og borð séu til. Hann bendir hins vegar á að ef til dæmis illur andi væri að blekkja hann eða hann væri alltaf að dreyma væru upplifanir hans nákvæmlega eins og þær væru af alvöru stólum og borðum. Og þar sem hann kemst aldrei út fyrir sínar eigin upplifanir sé engin leið fyrir hann að komast að því hvort upplifanir hans endurspegli raunveruleikann. Ýmsir hafa sett fram rök gegn efa- hyggju og þar ber ef til vill hæst svo- kölluð forskilvitleg rök (e. „trans- cendental arguments“). Slík rök ganga út á að sýna fram á að það sem efast er um sé nauðsynleg forsenda einhvers sem enginn efast um. Forskilvitleg rök eru gjarnan kennd við heimspekinginn Immanuel Kant (1724–1804). Kant sagði til dæmis í Gagnrýni hreinnar skyn- semi, að vitund okkar um eigin til- veru í tímaröð (sem enginn ætti að geta efast um) sé ekki möguleg nema til komi vitund um hluti sem stað- settir eru utan okkar í rúmi. Með öðrum orðum hljótum við að hafa vit- und um efnislega hluti því að annars gætum við ekki vitað af okkur sjálf- um sem við þó augljóslega gerum. Forskilvitleg rök virðast því sett fram sem beint andsvar við efa- hyggju. Efahyggjusinninn getur ekki efast um eigin tilvist og upplifanir og hann samþykkir að hann hafi vitund um sjálfan sig í ákveðinni tímaröð (hvort sem tímaröðin er svo rétt eða ekki). Ef það er rétt að vitund manns um eigin tilvist feli í sér vitund um efnislega hluti hefur efahyggja um efnisheiminn verið hrakin þar sem efahyggjusinninn neyðist til að við- urkenna að hann viti af tilvist efn- islegra hluta sem er í mótsögn við efahyggjuna. Margir telja þó að yfirskilvitleg rök dugi ekki til að hrekja efahyggju. Þeir myndu til dæmis svara rökum Kants þannig að rétt geti verið að vit- und um eigin tilvist í tímaröð feli í sér að við upplifum heiminn eins og efn- islegir hlutir séu í kringum okkur. Það geti sagt okkur ýmislegt um hugsun okkar en það dugi ekki til að sýna fram á að veruleikinn sé í raun og veru á þann veg sem við upplifum hann. Eitt af því sem huga þarf að þegar efahyggju ber á góma er hvað átt er við með því að vita. Hvaða skilyrði þarf hugarástand mitt að uppfylla til að hægt sé að segja að ég viti hvort mig er að dreyma? Er eitthvað fleira en hugarástand mitt sem þarf að uppfylla einhver skilyrði; er um ein- hver „ytri“ skilyrði að ræða líka? Ef svo er, hvernig get ég vitað hvort þessi ytri skilyrði hafa verið uppfyllt? Ef sú krafa er til dæmis gerð að ég geti sannað fullyrðingu með ótvíræð- um hætti til að ég geti leyft mér að segja að ég viti að hún sé sönn verður niðurstaðan sú að við getum aldrei vitað neitt utan rökfræði og stærð- fræði. Það fyndist sumum efahygg- jusinnum sjálfsagt rétt og eðlileg nið- urstaða en öðrum fyndist slík skilgreining á að vita óþarflega þröng. Ef þessi þrönga skilgreining ætti að standa þyrftum við til dæmis að gjörbreyta notkun okkar á orðinu. Við gætum ekki sagst vita hvar við ættum heima (hvernig gætum við sannað að okkur misminni ekki?), hvað tærnar á okkur séu margar (gætum við sannað að við höfum ekki talið vitlaust?) eða jafnvel hvað við heitum. Niðurstaðan hér verður því sú að við getum líklega aldrei sannað að okkur sé ekki að dreyma þannig að bókstaflega óhugsandi sé að það gæti reynst rangt. Hins vegar má vel vera að við getum vitað að okkur sé ekki að dreyma. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, stundakenn- ari í heimspeki við Háskóla Íslands. Er hægt að vita hvort mann er að dreyma? Í liðinni viku fjallaði Vísindavefurinn um hvort hvítt og svart séu litir, hversu miklu þyngri rafhlaða er þegar hún er fullhlaðin heldur en þegar hún er tóm, hvert sé upphaf algebru, hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumum og hvers vegna hægt sé að létta átak með blökkum. Einnig var sagt frá því hvað sefítar eru, hvort maður sé léttari í flugvél eða við sjávarmál og hver frummerking nafnorðsins ‘synd’ sé, svo fátt eitt sé nefnt. VÍSINDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.