Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 1
146. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 30. JÚNÍ 2001 JAPANIR, 65 ára og eldri, eru nú í fyrsta sinn orðnir fleiri en unga fólkið en þá er átt við þá, sem eru 14 ára eða yngri. Í Japan búa nú rétt tæplega 127 milljónir manna, þar af 22,3 milljónir 65 ára eða eldri eða 17,5% þjóðarinnar. Þeir, sem eru 14 ára eða yngri, eru 18,45 milljónir eða 14,5%. Í tilkynn- ingu frá stjórnvöldum segir, að gamla fólkinu hafi fjölgað um 4,01 milljón frá 1995 eða um 22%. Fjöldi aldraðra Japana hefur fimmfaldast á síðustu 50 árum og ber öllum saman um, að þessi þróun sé eins og tifandi tímasprengja í japönsku sam- félagi. Ástæðan er sú, að það er unga fólkið, sem verður að bera uppi kostnaðinn, til dæmis við tryggingakerfið, með vinnu sinni en því fækkar hlutfalls- lega með ári hverju. Meðalbarnafjöldi japanskra kvenna fór í fyrsta sinn niður fyrir tvö börn 1975 og 1999 var talan komin niður í 1,34 börn. Aldraðir fleiri en ungir í Japan Tókýó. AFP. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins tilkynnti í gær að alþjóðlegir styrktaraðilar hefðu alls heitið ríflega 130 milljörðum króna til uppbyggingar í Júgóslavíu. Ráð- stefna um fjárstuðning við landið hófst í Brussel í gær í kjölfar þess að Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseti, var framseldur til Stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í fyrradag. Það eru Evr- ópusambandið (ESB) og Alþjóða- bankinn sem standa fyrir ráðstefn- unni. Haft er eftir talsmönnum ESB á fréttavef BBC að framsal forsetans fyrrverandi marki þáttaskil í sam- skiptum Júgóslavíu og alþjóðasam- félagsins. Í sama streng tók Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem sagði að þessi ákvörð- un yfirvalda í Belgrad myndi ýta undir viðbrögð alþjóðlegra styrktar- aðila. Milosevic hefur verið ákærður fyr- ir glæpi gegn mannkyninu í tengslum við átökin í Kosovo-héraði 1999. Málið á hendur Milosevic verð- ur þingfest næst- komandi þriðju- dag. Hefur forsetinn fyrrver- andi farið fram á að júgóslavneski lögmaðurinn Zdenko Tomano- vic verði mála- flutningsmaður sinn. Tomanovic er einn tíu lög- manna sem vörðu Milosevic þegar hann var ákærður af júgóslavnesk- um dómstólum fyrir spillingu og valdníðslu. Viðbrögð ríkjanna sem sitja ráð- stefnuna í Brussel létu ekki á sér standa þegar yfirvöld í Júgóslavíu létu undan þrýstingi alþjóðasam- félagsins um að framselja Milosevic. Framkvæmdastjórn ESB hefur lof- að tæplega 46 milljörðum króna og Alþjóðabankinn 15,5 milljörðum í fjárframlög til Júgóslavíu á næstu árum. Þá hafa Bandaríkin, sem ásamt fleiri löndum ákváðu ekki að koma á fundinn fyrr en eftir að fréttir bárust af framsali Milosevic, heitið 18,7 milljarða fjárstyrk. Einnig hafa yf- irvöld í Þýskalandi sagst ætla að veita 5,6 milljarða króna fjárstyrk. Yfirvöld í Júgóslavíu hafa gert áætlun til næstu fjögurra ára um hvernig megi rétta við efnahag landsins eftir 13 ára efnahagslega óstjórn fyrrverandi forseta og al- þjóðlegar refsiaðgerðir. Mikillar uppbyggingar er einnig þörf í land- inu eftir 78 daga sprengjuárás Atl- antshafsbandalagsins (NATO) árið 1999. Í áætluninni er gert ráð fyrir að þörf sé á 400 milljörðum króna. Jákvæð viðbrögð alþjóðasamfélagsins Viðbrögð alþjóðasamfélagsins við framsali Milosevic hafa almennt ver- ið mjög jákvæð. Leiðtogar vest- rænna ríkja hafa nánast allir sem einn fagnað framsalinu. Þannig lýstu Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ánægju sinni með at- burðina í Belgrad í fyrradag. Enn fremur er haft eftir Gerhard Schröd- er, kanslara Þýskalands: „Þær hindranir sem hingað til hafa staðið í vegi fyrir því að hægt væri að veita landinu fjárhagsaðstoð eru nú úr veginum.“ George Bush Bandaríkjaforseti kvað framsalið vera merki um þá ætlun nýrra leiðtoga í Belgrad að snúa baki við hinni hræðilegu fortíð landsins og taka stefnuna í átt til bjartari framtíðar. Greint var frá því í gærkvöldi að Bush myndi fara í heimsókn til Kosovo 24. júlí nk. Forsætisráðherra Júgóslavíu, Zoran Zizic, sagði af sér í gær í mót- mælaskyni við að Milosevic skyldi vera framseldur. Sagði Zizic fram- salið brot á grundvallarréttindum sem stjórnarskrá landsins tryggði. Vekur afsögnin spurningar um stöð- ugleika stjórnarinnar í miðju því uppnámi sem framsalið hefur valdið. Samkvæmt stjórnarskránni verður stjórnin að fara frá ef forsætisráð- herrann segir af sér. Forsætisráðherra Júgóslavíu segir af sér vegna framsals Milosevic 130 milljarða króna styrk heitið til uppbyggingar Brussel. Reuters, AP, AFP. Reuters Hollenskir lögreglumenn fylgja Slobodan Milosevic úr þyrlunni sem flutti hann til Scheveningen. Mun Milosevic hafa verið handjárnaður.  Sagður eiga yfir/21 Zoran Zizic „TAKTU þig til, þú ert á förum,“ var sagt við Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, þeg- ar fangaverðir birtust óvænt í klefa hans í fangelsinu í Belgrad sl. fimmtudag. Milosevic virtist brugð- ið og sagði: „Hvert er ég að fara?“ Fangavörður svaraði: „Til Haag.“ Fjölmiðlar í Júgóslavíu hafa birt nákvæmar lýsingar á því hvernig flutningi forsetans fyrrverandi til Haag var háttað. Þegar honum hafði verið sagt að hann væri á för- um mun hann hafa beðið um að fá að pakka niður. Þá hafi hann enn- fremur falast eftir að fá að hringja í fjölskyldu sína. Mun honum hafa verið neitað um það, að sögn dag- blaðsins Glas Javnosti. Í um fimm mínútur hafi Milosevic veitt mót- spyrnu, en svo reynst samvinnu- þýður. Ekki var ljóst hvort átt var við að hann hefði veitt líkamlega mótspyrnu. Hann var fluttur til flugvallar friðargæsluliðs Atlantshafsbanda- lagsins í Tuzla í Bosníu. Þar mun hann hafa spurt gæslumenn sína: „Vitið þið að í dag er Vidovdan?“ Í Serbíu er það helgidagur, kenndur við heilagan Vitus. Frá Tuzla var haldið flugleiðis til fangelsis í Schev- eningen, skammt frá Haag. Sagði forsætisráðherra Hollands að flutn- ingurinn hefði gengið snurðulaust. „Taktu þig til“ SENDIHERRAR Atlantshafs- bandalagsins (NATO) samþykktu formlega í gær áætlanir um að senda 3.000 manna lið til Makedóníu til að aðstoða við afvopnun albanskra upp- reisnarmanna ef viðvarandi pólitískt samkomulag og vopnahlé næst. Áætluninni verður einungis fram- fylgt ef stjórnvöld í Makedóníu og stjórnmálaleiðtogar albanska minni- hlutans í landinu leysa deilumál sín, sagði Yves Brodeur, talsmaður NATO í Brussel í gær. „Uppreisn- armenn verða líka að heita því að leggja niður vopn og hætta að berj- ast,“ sagði hann. NATO væri nú reiðubúið til að framfylgja áætlun- inni „ef réttar aðstæður eru fyrir hendi“. Ekki valdbeiting Liðið myndi hafa eftirlit með af- vopnun hermanna Frelsishersins sem láta eiga vopn sín af hendi sjálf- viljugir. Brodeur bætti við að NATO-liðið myndi ekki beita valdi til að afvopna skæruliðana. Fimmtán aðildarríki NATO, þar á meðal Bandaríkin, munu leggja til mann- skap, en búist er við að Bandaríkin veiti einungis liðsinni við skipulagn- ingu. NATO samþykkir lið til Makedóníu Brussel. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.