Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 49
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 49 Grecian 2000 hárfroða Er hárið að grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin. Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Einfaldara getur það ekki verið. Haraldur Sigurðsson ehf., heildverslun Símar: 567 7030 og 894 0952 Fax: 567 9130 E-mail: landbrot@simnet.is Fæst í apótekum, hársnyrtistofum og „Þín verslun“ Séra Sigurbjörn Ein- arsson, biskup, dr. theol. er níræður í dag, 30. júní. Það er óum- deilt að séra Sigurbjörn stendur í fylkingar- brjósti þeirra manna sem mest áhrif hafa haft á kristni og kirkju á Íslandi á tuttugustu öld, og stendur hann þar við hlið manna eins og æskulýðsleiðtogans sr. Friðriks Friðriks- sonar. Séra Sigurbjörn aflaði sér haldgóðrar menntunar í guðfræði og hefur haldið sér vel við í þeim fræðum allt til þessa, eins og þeir þekkja er við hann ræða um nýjar stefnur og strauma í guðfræði. Séra Sigurbjörn stundaði framhaldsnám í almennum trúarbragðafræðum, nýja testamentisfræðum og trúfræði við erlenda háskóla. Kom hann með ferska vinda inn í trúmálaumræðu hér á landi, en ekki síst hafði hann mikil áhrif á stúdenta sína í guð- fræðideild Háskóla Íslands, þar sem hann kenndi frá árinu 1943; prófess- or frá árinu 1949. Séra Sigurbjörn varð sóknarprestur við Breiðaból- staðaprestakall á Skógarströnd árið 1938 og fékk síðan veitingu fyrir Hallgrímsprestakalli í Reykjavík ár- ið 1941. Prédikanir hans vöktu fljótt athygli eins og sjá má af því að fyrsta prédikunarsafnið hans kom út árið 1944. Síðan hafa nokkrar bækur með prédikunum hans og ritgerðum verið gefnar út. Vafalaust eru það prédik- anir séra Sigurbjörns og útlegging hans á textum Biblíunnar sem koma fyrst í hug íslenskrar þjóðar þegar nafn hans er nefnt. Sem biskup Ís- lands frá árinu 1959 til 1981 vísiteraði hann söfnuði um land allt og eins pré- dikaði hann á stærstu stundum í lífi þjóðarinnar. Ógleymanlegur er okk- ur sem á hlýddum aftansöngurinn í sjónvarpinu á aðfangadagskvöld, þar sem hann náði að fanga huga okkar og flytja okkur tíðindi hátíðarinnar sem birtist í orðinu: Immanúel; Guð er með oss. Sálmar séra Sigurbjörns, hvort heldur frumortir eða þýddir, eru margir hverjir mikið notaðir við almennar guðsþjónustur sem og við ákveðin tækifæri.Alls á séra Sigur- björn 54 sálma í nýjustu útgáfu sálmabókarinnar, og hefur ort eða þýtt langtum fleiri sálma á tuttug- ustu öld en nokkur annar. Auk þeirra miklu áhrifa sem séra Sigurbjörn hefur haft á íslenska kirkju og kenni- lýð með predikunum sínum og grein- um í guðfræði, hefur hann setið í fjöl- mörgum nefndum og ráðum, gjarnan í forsvari, þar sem hann hefur ýtt áfram þeim málum sem hann hefur viljað sjá ná fram að ganga. Þar má nefna Skálholtsfélagið, Hið íslenska biblíufélag, Prestafélag Íslands, sálmabókarnefnd, þýðingarnefnd nýjatestamentisins, helgisiðanefnd og nefnd til að endurskoða kirkjulög- gjöf. Í tímaritinu Víðförla, sem séra Sig- urbjörn gaf út og ritstýrði á árunum 1948 til 1954, birti hann fjölmargar greinar um guðfræði og kirkju. Auk fræðilegrar umfjöllunar um mörg hin stærstu viðfangsefni guðfræðinnar fyrr og síðar, má þar, ásamt og í hirð- isbréfi séra Sigurbjörns, Ljós yfir land frá árinu 1960, finna glöggt þann hugsjónareld sem með séra Sigur- birni hefur búið allt til þessa og sér- hver sá skynjar glöggt sem við hann talar um kristni og þjóðlíf. Þó að séra Sigurbjörn hafi nú níu áratugi að baki er hann enn töluvert kallaður til að prédika og halda erindi um kirkju- leg málefni. Það gerir hann nú sem fyrr með þeim hætti að eftirminni- legt er. Þegar séra Sigurbjörn lét af þjón- ustu árið 1981, sjötugur að aldri, hafði Prestafélag Íslands frumkvæði að útgáfu bókarinnar Coram Deo, þar sem að birtar eru nokkrar grein- ar um guðfræði og kirkju eftir séra Sigurbjörn ásamt umfjöllun um guð- fræði hans. Til að heiðra séra Sig- urbjörn í tilefni af níræðisafmæli hans og til að mega sýna honum örlít- SIGURBJÖRN EINARSSON inn þakklætisvott fyrir allt hans gríðarlega mikla starf fyrir fram- gang kristni og kirkju á Íslandi í áratugi, hefur Prestafélag Íslands haft forgöngu um að á hausti komanda mun koma út bók sem hefur að geyma áður óbirtar greinar og prédikanir eftir séra Sigurbjörn og hann hefur flutt á síð- ustu árum. Að þeirri út- gáfu standa einnig nokkrar þær stofnanir sem hann hefur helgað krafta sína. Til viðbótar þeirri útgáfu væri mikils vert að gefa út bók sem geymdi safn greina eftir séra Sigur- björn sem birst hafa á prenti en er ekki lengur hægt að nálgast. Í tæpa sjö áratugi hefur séra Sig- urbjörn notið styrks og ástúðar konu sinnar frú Magneu Þorkelsdóttur. Frú Magnea varð níræð 1. mars síð- ast liðinn. Þjónusta hennar fyrir ís- lenska kirkju og kristni er meiri en mælt verður. Heim á prestsheimilið áttu margir erindi á sínum tíma, sem prestskonan tók á móti og sinnti, og í biskupsgarði tók frú Magnea á móti fjölda gesta í meira en tvo áratugi. Með manni sínum hefur hún farið víða hvar hann hefur prédikað eða haldið erindi, og er óhætt að segja að alls staðar hefur hún borið Drottni vitni með einstakri hlýju sinni og elskulegri framkomu. Sú mynd býr i hjörtum fjölda fólks um allt land, og fyrir þann vitnisburð hennar er þakkað. Kæru biskupshjón, séra Sigur- björn og frú Magnea. Hamingjuóskir eru ykkur fluttar í tilefni níutíu ára afmælis ykkar. Íslensk kirkja lofar Guð fyrir þá miklu og fórnfúsu þjón- ustu sem þið hafið innt af hendi í ára- tugi, þakkar allt er þið hafið gefið kirkju og þjóð með lífi ykkar og starfi. Gefi Guð ykkur gleði og styrk er þið hefjið göngu mót tíunda áratug lífs ykkar. Verið þið og fjölskylda ykkar Guði falin. Jón Helgi Þórarinsson, formaður Prestafélags Íslands. Ungur að árum eignaðist ég hlut- deild í Sigurbirni Einarssyni, ef svo undarlega mætti að orði kveða. Eða var því alveg öfugt farið, að hann hafi allt frá æskuárum mínum átt stóra hlutdeild í mér. Ég hlýddi á hann, ungan prest í Hallgrímssöfnuði í Reykjavík, í útvarpi og blæbrigðarík- ur og mildur málrómur hans hreif þann sem lagði við hlustir. Og tón prestsins lét á sama hátt vel í eyrum, orðin höfðu sérstakan hljóm, voru sem mild hljómkviða. Nokkrum árum síðar var Sigur- björn enn á ný áhrifavaldur í lífi æskumanns en með öðrum hætti. Nú birtist presturinn sem fullhugi í orra- hríð, þar sem tekist var á um við- kvæm en veigamikil málefni, málefni sem skiptu mönnum í fylkingar. Og nú hreif hinn ungi prestur, sem beitti fyrir sig mælskulist og rökfimi. Í hönd fóru svo tímar þar sem glýja æskuáranna var strokin af augum. Hughrif æskunnar eru þó mótuð í sálardjúpin og láta á sér kræla þegar minnst varir, ljúf eða angurvær eftir atvikum. Allt frá þeim tíma, þegar Sigur- björn Einarsson hófst handa í kirkju- legu starfi í landinu, hafa áhrif hans verið margvísleg og mótandi. Kemur í einn stað niður hvað nefnt er, hvar- vetna er Sigurbjörn hinn farsæli kraftur og forsjá. Tvær höfuðkirkjur í landinu hafa verið reistar með hans fulltingi, Hallgrímskirkja í Reykja- vík og Skálholtskirkja, jafnhliða því að hið forna biskupssetur í Skálholti reis úr öskustó. Ævistarf dr. Sigurbjörns Einars- sonar biskups er mikið og með ein- dæmum farsælt. Í erindi um Matth- ías Jochumsson skáld, sem dr. Sigurbjörn flutti á Akureyri í nóvem- ber 1985 segir hann m.a. „Matthías var ekki einhamur. Hann var margir menn í einum. Réttara sagt: Hann var einn maður í mörgum.“ Þessi orð Sigurbjörns um skáldbróður hans eiga eflaust að margra mati vel við um hann sjálfan. Margþættar yfir- burða gáfur hans og meðfæddir og áunnir hæfileikar skipa honum þann sess að hann er sem einn maður í mörgum. Hvern meta menn mest, skáldið, kennimanninn, kirkjuleið- togann og svo mætti áfram telja. Hver um sig í þessum hópum er fyr- irferðarmikill og gnæfir hátt. Starfsdagur Sigurbjörns Einars- sonar hefur staðið lengi og mikil er gifta þjóðarinnar að eignast slíkan son. Og mikil er hamingja þeirra sem eiga hann að með einum eða öðrum hætti. Frá honum stafar kærleikur og mildi en jafnframt viljastyrkur og hvatning til góðra verka. Einn á ferð hefur Sigurbjörn ekki verið, verndarenglar gæta hans við hvert fótmál, allt frá þeim degi þegar hann bjargaðist kornabarn úr elds- voða þegar æskuheimili hans brann. Lífsgæfa Sigurbjarnar er eiginkona hans, Magnea Þorkelsdóttir, sem hefur fullnað hvert gengið spor þeirra og barnalán biskupshjónanna er mikið og fjölskyldan stór. Á tímamótum leitar hugurinn til Magneu og Sigurbjörns með hjart- ans þökk fyrir kærleika og uppörvun, ekki síst þegar veikindi knúðu dyra í ranni undirritaðs. Við Þorgerður samgleðjumst biskupshjónunum í áfangastað og öllum sem eru þeirra. Sigurður E. Haraldsson. FRÉTTIR Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18. M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga Kanarí- veisla í haust frá kr. 58.185 Heimsferðir kynna nú aftur haustferðir sínar til Kanaríeyja þann 20. október og 20. nóvember, en Kanaríeyjar eru tví- mælalaust vinsælasti vetraráfangastaður Íslendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr í hjarta ensku strandarinnar og að sjálf- sögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður að vanda með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöld- vökur, til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Þökkum frábærar undirtektir. Helmingur sæta seldur í ferðina 20. október. Brottför · 20. okt. - 31 nótt · 20. nóv. - 25 nætur Gististaðir Heimsferða · Roque Nublo · Los Volcanes · Paraiso Maspalomas · Tanife 25 nætur Verð frá 58.185 20. nóvember, m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 25 nætur. Verð kr. 77.030 21. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 25 nætur. 5. vikur (31 nótt) Vinsælasta ferðin – tæpar 5 vikur á frábæru verði. Verð frá 66.084 20. okt., m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 31 nótt. Verð kr. 89.830 20. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 31 nótt. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is LAUGARDAGINN 7. júlí verður efnt til samkomu í Skrúði í Dýra- firði. Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til kl. 18. Meðal efnis er tónlist á vegum Guðna Franzsonar, minningar Þrastar Sigtryggsonar um Skrúð og kynntur verður bæklingur um Skrúð. Þá verða leikir fyrir börn og unglinga, m.a. reiptog, söngur og óvæntar uppákomur. Einnig fræðsla um garðyrkju, matjurtarækt og sýnt handverk í tré. Í lok dagskrár verða gróð- ursettar trjáplöntur og afhent viðurkenningarskjöl. Boðið verður upp á ketilkaffi á staðnum en einnig skal bent á að Hótel Edda á Núpi býður upp á kaffihlaðborð fyrir fullorðna og límonaði fyrir krakka og rennur hluti af andvirði í söfnun Skrúðs- sjóðs. Samkoma í Skrúði í Dýrafirði VEITINGAHÚSIÐ Tapas-barinn hefur nú opið í hádeginu, en áður var hann eingöngu opinn á kvöldin. Af því tilefni hefur verið settur saman sérstakur hádegismatseðill. Tapas barinn hefur einnig tekið í notkun nýjan og bættan kvöldmat- seðil, með auknu úrvali af réttum. Til viðbótar þessu hefur verið kom- ið fyrir borðum og stólum í porti framan við húsið sem nýverið var hellulagt. Á efri hæð Tapas barsins er veislusalur sem tekur allt að 100 manns. Þar er boðið upp á veislu- þjónustu með spænskum blæ, svo sem Flamenco-dansi, spænskri tón- list og að sjálfsögðu spænskum mat. Tapas barinn er að Vesturgötu 3b í Reykjavík. Tapas-barinn opinn í hádeginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.