Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 20
ÚR VERINU 20 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HUGINN VE, nýtt nóta- og tog- veiðiskip útgerðarfélagsins Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, kom til heimahafnar í Eyjum í fyrsta sinn í gær eftir nærri mánaðarsiglingu frá Talcahuano í Chile þar sem skipið var smíðað. Fjöldi manns fagnaði komu skipsins í Eyjum, enda 8 ár frá því að nýsmíði kom síðast til hafnar í Vestmannaeyjum, þegar Herjólfur lagðist að bryggju í fyrsta sinn. Almenningi var boðið að skoða skipið eftir að séra Krist- ján Bjarnason hafði blessað það. Samningur um smíði skipsins var undirritaður milli Hugins ehf. og Asmar skipasmíðastöðvarinnar í Chile þann 18. desember árið 1998 og hófst vinna við smíðina í ágúst árið 1999. Skipið var sjósett þann 6. maí á síðasta ári og afhent eig- endum þann 31. maí sl. Fjórða skip útgerðarinnar Huginn VE er fjórða skipið í eigu Guðmundar Inga Guðmundssonar, útgerðarmanns og eiganda Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, og þriðja skipið sem smíðað er fyrir útgerð- ina. Guðmundur stofnaði útgerðar- félagið fyrir 42 árum, eða árið 1959, í félagi við Óskar Sigurðsson þegar þeir festu kaup á 41 tonns trébáti sem gefið var nafnið Huginn VE. Árið 1964 lét útgerðin smíða stál- skip í Noregi sem hlaut nafnið Huginn II en fjórum árum seinna keypti Guðmundur Ingi og kona hans, Kristín Pálsdóttir, hlut Ósk- ars í fyrirtækinu og hefur útgerðin síðan þá verið í eigu þeirra hjóna og fjölskyldu þeirra. Hinn 18. desember árið 1973 undirritaði Guðmundur Ingi samn- ing um smíði á nýjum Hugin, stál- skipi sem smíðað var í Noregi og afhent útgerðinni árið 1974 og hef- ur skipið verið í eigu hennar síðan. Vonandi sem fyrst á miðin Guðmundur Huginn Guðmunds- son, skipstjóri, var að vonum ánægður með að vera kominn heim til Vestmannaeyja eftir tæpra 26 sólarhringa siglingu frá Chile. Hann var ekki síður ánægður með nýja skipið. „Það fór vel um okkur á leiðinni, þrátt fyrir hitann, enda aðstaðan um borð eins og best verður á kosið. Skipið reyndist í alla staði mjög vel á leiðinni. Við fengum á okkur haugasjó í Kar- íbahafinu og skipið fór mjög vel í sjó. Það var ekki laust við að maður fyndi fyrir viðbrigðum þegar komið var upp í brú á skipinu og byrjaði að sigla, því brúin er svo há í sam- anburði við gamla Hugin. En það vandist fljótt og skipið lætur prýði- lega að stjórn. Siglingin heim gekk að óskum, utan tæplega þriggja sól- arhringa seinkun við Panama vegna viðgerðar á Panamaskurðinum.“ Guðmundur Huginn segir að næsta skref sé að koma skipinu á veiðar. „Það liggur ekki ennþá fyrir hvort við förum á loðnu eða kol- munna. Skipið er enda hannað til allra veiða og við þurfum í raun ekki að ákveða það fyrr en á út- stíminu á hvaða veiðar skal haldið. Það þarf að huga að einu og öðru áður en haldið er til veiða en von- andi komumst við sem fyrst á mið- in. Það á til dæmis enn eftir að setja vinnslubúnaðinn um borð en það stóð alltaf til að það yrði gert hér heima.“ Guðmundur Huginn segist ekki geta sagt til um það með vissu hver kostnaðurinn við smíði skipsins sé, annað en að hann sé sanngjarn. Hins vegar sé ljóst að gengislækk- un krónunnar hafi töluverð áhrif á endanlegt verð skipsins. Tafir á smíðinni komi hinsvegar á móti heildarkostnaðinum en skipasmíða- stöðin taki þann kostnað á sig. „Þrátt fyrir tafirnar er ég mjög sáttur við skipið, það hefur verið vandað mjög til verksins. Þó að skipið hafi verið smíðað í Chile þá er allur búnaður í það keyptur í gegnum íslenska aðila eða er fram- leiddur í Chile. Segja má að fyrir utan stálið sé skipið rammíslenskt en það hafi hinsvegar verið sett saman í Chile.“ Guðmundur Huginn segir að þrátt fyrir nýja skipið sé einnig fyr- irhugað að útbúa gamla Hugin VE á veiðar en hluti af áhöfn gamla skipsins verði á því nýja. Áttuðu sig ekki á kröfum Íslendinga Samkvæmt samningi átti smíði skipsins að vera lokið þann 31. júlí á síðasta ári en afhendingu þess var ítrekað seinkað. Huginn VE er þriðja skipið sem Asmar skipa- smíðastöðin smíðar fyrir Íslendinga og hafa orðið umtalsverðar tafir á smíði allra skipanna. Þá hafa einnig orðið tafir á afhendingu Hákons ÞH sem nú er í smíðum í stöðinni en vonast er til að skipið leggi af stað til Íslands eftir u.þ.b. mánuð. Grímur Gíslason, sem hafði eft- irlit með smíði Hugins VE í Chile, segir ástæðu seinkunarinnar á smíði skipsins sennilega vera að Chilemennirnir hafi einfaldlega ekki áttað sig á þeim kröfum sem Íslendingar gera til skipasmíði. „Það urðu nokkrar tafir á smíði Árna Friðrikssonar RE og kannski hafa þær sett áætlanir þeirra um smíði skipanna sem á eftir komu, úr skorðum. Vonandi hafa þeir lært af þessu og þegar upp er staðið er ég ánægður með skipið almennt. Smíð- in kostaði hinsvegar óhemju vinnu og eftirlit og ég held að það hafi enginn orðið eins feginn og starfs- menn skipasmíðastöðvarinnar þeg- ar ég fór,“ sagði Grímur. Huginn VE er 68,3 metra langur og 14 metra breiður. Skipið mælist alls 2.392 brúttótonn en burðarget- an er um 2.000 tonn í 8 kælitönkum en tveir af þeim eru útbúnir sem frystilestar. Lestarnar eru þar að auki búnar RSW kælibúnaði. Í skipinu er 5.840 hestafla MAK að- alvél og ganghraði þess er um 16,5 mílur. Skipið er auk þess búið tveimur Caterpillar ljósavélum, samtals 1.300 kílóvött. Í skipinu eru öll nýjustu siglingar- og fiskleitar- tæki og íbúðir fyrir 22 manna áhöfn. Séra Kristján Bjarnason blessaði skipið og áhöfn þess. „Skipið er rammíslenskt“ Nýr Huginn VE kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær Vel á annað hundrað manns fagnaði komu Hugins til Vestmannaeyja. Huginn VE siglir inn til heimahafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn. Morgunblaðið/Sigurgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.