Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.2001, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Ísberg skrifar mér svo: „Heill og sæll, Gísli. Ég þakka þér fyrir útskýring- ar þínar og vonandi verða menn fróðari eftir. Það sem angrar mig núna og hefir oft áður gert, er þegar menn hafa „ollað“ ein- hverju. Tvisvar hefi ég nú heyrt menn segja þetta í sjónvarpinu með fárra daga millibili og alltaf finnst mér þetta vitlaust. En viti menn. Ég var að lesa í Fornrit- unum, XIV. bindi, Kjalnesinga- sögu, á bls. 115: „... en nú hefir bróðir þinn því ollað, að þú hef- ir“ o.s.frv., og nú spyr ég: er þetta virkilega rétt? Er öll mín gremja og ergelsi einskis verð? Er rétt að segja: „ég hefi ollað þessu“ í stað þess að segja: „ég hefi valdið þessu“? Spyr sá sem ekki veit. Með bestu kveðju.“ Nei, nei. Ergelsi Jóns er ekki einskis vert. Kennari okkar, Halldór Halldórsson, segir í kennslubók sinni (Halldóru): „Beyging sagnarinnar valda er þannig: Fornmál: valda olla(flt. ollum) valdit (hvk.) Nútíðarmál:valda olli (flt. ollum) valdið (hvk.)“ Þó að „ollað“ hafi komið fyrir í Kjalnesinga sögu, hefur sú orð- mynd ekki náð festu og er ekki „viðurkennd rétt“ mál. Um rétt og rangt í máli hef ég skrifað rækilega áður oftar en einu sinni og læt þær málalengingar vera að sinni. Ég vil ekki kveða svo fast að orði, að „ollað“ sé „vitlaust“ mál, en með háttvísi má mæla með „valdið“ með þeim rökum, að títt sé að lýsingarháttur þátíðar af sögnum hljómi eins og nafn- háttur, sbr. fara, hef farið, heita, hef heitið, gráta, hef grátið. Og svo finnst mér valdið bara svo miklu fallegra en „oll- að“. Við bekkjarbræðurnir munum því eftir sem áður segja að eitthvað hafi valdið okkur ánægju. Salómon sunnan sendir: Mælti Bergþóra: Ég á í basli, þeir biðja að völl ég mér hasli Þjórsár í verum, en þar ef ég fer um, verð ég þrautpínd að ríða á drasli. Drasill er hestur, bætir hann við til skýringar, sbr. drösull.  Þá er hér skemmtilegt inn- legg í „Púllamálið“. Ingimar Halldórsson í Reykjavík sendi mér þetta góða bréf: „Sæll, Gísli. Í þáttum þínum hefur nokkuð verið fjallað um orðtakið „Ætli ekki það, kvað Púlli“. Illgresi Arnar Arnarsonar hefur að geyma ljóðaþýðingu þar sem orðtakið kemur fyrir og er end- urtekið. Hver leynir sér við hurðir hér? O, hér er bara hann Púlli. Farðu sem bráðast burt frá mér. Ég bíð um stund, kvað Púlli. Er þjófur sá, sem úti er? Aðgættu sjálf, kvað Púlli. Þú gerir eitthvað illt af þér. Ætli ekki það, kvað Púlli. En ef ég vildi opna fljótt? Þú opnar, sagði Púlli. Þá fengi ég engan frið í nótt? Nei, fráleitt, sagði Púlli. Þú ferð víst ekki brátt á burt? Ég bíð um stund, kvað Púlli. Til morguns eflaust ertu um kjurt? Ætli ekki það, kvað Púlli. Ef ég þér loksins leyfði inn? Ó, leyf mér inn, kvað Púlli. Þá kemurðu eflaust annað sinn? Ætli ekki það, kvað Púlli. Ef eitthvað skeður heima hér. Það hefur það, kvað Púlli. Þú segir engum eftir mér. Þegi eins og steinn, kvað Púlli. Ég vil aðeins benda á þetta skemmtilega ljóð. Hvort það hefur þýðingu fyrir umfjöll- unina um Púlla veit ég þó ekki. Með bestu kveðju.“  Hlymrekur handan kvað: Stóð munkur hjá Miðjarðarhafi í mussu með hálsgyrtu trafi en var þó svo feiminn og hræddur við heiminn, að hann synti alltaf í kafi.  Jón Kristjánsson í Hjarðar- dal í Önundarfirði hringdi til mín og vildi ræða um orðið al- ræmdur. Við vorum sammála um að al væri herðandi for- skeyti og ræmdur merkti um- talaður, dregið af rómur eða sögninni að róma. Þá var spurn- ingin hvort alræmdur væri allt- af haft í niðrandi merkingu, og svo virðist vera í nútímamáli. En orðabækur kunna frá því að greina að á árum áður hefði það getað verið hlutlaust, alræmdur merkti þá bara altalaður. Um það má finna dæmi úr Njálu og Heilagra manna sögum. En nú myndum við ekki segja um góð- an predikara að hann væri al- ræmdur kennimaður. Öll dæm- in í Orðastað Jóns Hilmars gefa til kynna mjög neikvæða merk- ingu, svo sem alræmdur glæpa- maður, en í Blöndal og Orða- bók Menningarsjóðs er fram tekið að alræmdur gæti verið hlutlaust áður fyrr, og hvorug- kynið alræmt merkti ekkert annað en altalað.  „Raunar eru fáar syndir læ- vísari en sú ábyrgðarlausa værð, sem hreiðrar um sig bak við frjálslyndi. Því frjálslyndi er í tygjum við þann andlega ræf- ildóm, sem kann ekki greinar- mun á frelsi og lausungu. Eðli frjálslyndis er bilbugur, heilla- ráð þess í hverjum vanda er uppgjöf; en sönn menning sæk- ir á brattann.“ (Helgi Hálfdan- arson í Mbl. 1974.) Auk þess segir mér Bernharð Haraldsson, fyrrv. skólameist- ari, að Akureyringar hafi lag- fært dönskuna „butterdej“ í bútudeig. Þetta er ekki í Ás- geiri Blöndal. Og blaðið AK fær plús fyrir brautskráning í stað „útskrift- ar“. Svo og Þorsteinn Gunnars- son rektor. Þá þykir mér rangt mál að segja „herra“ Davíð Oddsson. Hann er forsætisráð- herra. Og enn: Að kvöldi þjóðhátíðardags var tölustafur- inn 1 lesinn „vonn“ í Sjónvarp- inu. Er þetta hægt? ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.116. þáttur SUNNUDAGINN 1. júlí nk. mun nýtt fyrir- tæki, Strætó bs., sem er í eigu allra sjö sveitar- félaganna á höfuðborg- arsvæðinu, taka yfir nú- verandi rekstur AV og SVR. Frá sama tíma mun taka gildi nýtt sameiginlegt leiðakerfi að hluta til og ný sam- eiginleg gjaldskrá. Nýtt og heildstætt leiðakerfi á svæðinu öllu mun svo taka við af núverandi kerfum að tveimur ár- um liðnum. Stefnt er að upptöku rafræns greiðslukerfis á sama tíma. Áherslu- breyting í þessum efnum er löngu tímabær og eðlilegt að stefna að því að hlutfall almenningssamgangna í heildarferðafjölda á svæðinu þokist eitthvað í áttina að því sem þekkist erlendis, enda er skynsamleg efling almenningssamgangna allra hagur. Nokkurs misskilnings hefur gætt vegna gildistöku nýrrar gjaldskrár og því jafnvel verið haldið fram að um verulegar hækkanir sé að ræða. Óhjákvæmilegt er því að leiðrétta þennan misskilning til að hann skaði ekki hið nýja fyrirtæki meira en orðið er. Áður en ég fer í einstök atriði er þó rétt að geta þess að almennt má segja að fargjöld með almennings- vögnum hér á landi séu tiltölulega lág, þótt auðvitað sé ljóst að oft og tíð- um er um tekjulitla ein- staklinga að ræða sem nýta sér þjónustuna. Þegar jafnframt eru hafðir í huga stórauknir ferðamöguleikar á svæðinu öllu með einu fargjaldi eftir breyt- inguna, þar sem skipti- miðar koma nú til með að gilda alls staðar, hlýtur þjónusta Strætó að teljast afar hag- kvæmur ferðamáti, a.m.k. ef farþegar eru vakandi fyrir því að velja jafnan ódýrustu fargjöldin. Markmiðið að fjölga farþegum Við setningu nýrrar gjaldskrár fyrir hið nýstofnaða fyrirtæki hafði stjórnin tvennt að höfuðmarkmiði; annars vegar að miða við að gjald- skrárbreytingar myndu færa fyrir- tækinu u.þ.b. 10% tekjuauka m.v. nú- gildandi gjaldskrá og hins vegar þótti rétt að leggja alveg nýjar áherslur að þessu sinni til þess að gjaldskráin væri betra tæki til að þjóna okkar tryggustu viðskiptamönnum annars vegar og svo hins vegar að hún gæti orðið hvati til að óreglulegir farþegar myndu nýta sér þjónustuna í auknum mæli, eða m.ö.o. fjölga farþegum, en um það snýst auðvitað málið fyrst og fremst. Alger samstaða var í stjórn um þessar áherslur og gjaldskrána í heild. Það er því meðvitað um alger- lega nýja gjaldskrá að ræða en ekki einhvers konar einfaldan framreikn- ing á núgildandi gjaldskrám. Þegar um er að ræða jafn samsetta gjald- skrá og raun ber vitni er auðvitað um vissan vanda að ræða þegar meta á áhrif gjaldabreytinga. Samanburður á einstökum fargjöldum hefur auðvit- að enga þýðingu í þessum efnum þar sem auðvitað þarf einnig að skoða hvað er á bak við hvern einstakan gjaldskrárlið, eða m.ö.o. hversu margir munu nýta sér hvern einstak- an kost. Með því að vega þessa tvo þætti saman, þ.e. einstakar fargjalda- breytingar annars vegar og svo sam- setningu farþega hins vegar, fæst út svokallað vegið meðaltal. Vegið með- altal þeirra breytinga sem nú hafa verið gerðar þýðir u.þ.b. 10% tekju- auka frá því sem nú er ef engin gjald- skrárbreyting hefði verið gerð. Gjaldskrá SVR var síðast breytt í júlí 1999, en hjá AV um síðustu áramót. Því var innbyggð meiri hækkunar- þörf hjá SVR en AV við þessa sam- eingu en verið hefði ef SVR hefði einnig hækkað um áramótin. Al- mennar verðlagshækkanir frá júlí 1999 til dagsins í dag nema rúmlega 12,5 prósentum, en hækkanir á rekstrarvörum strætisvagnaþjón- ustu hafa auðvitað hækkað miklu meira á tímabilinu, einkum launaliðir, tryggingar og hráolía, en hún hefur hækkað meira en 100% á tímabilinu, úr 23 kr. í 49 krónur. Þrátt fyrir þess- ar staðreyndir ákvað stjórnin að freista þess að láta fyrrnefnda 10% meðaltalshækkun nægja. Skiptimiðar gilda alls staðar Með upptöku nýju gjaldskrárinnar verða verulegar áherslubreytingar eins og fyrr er rakið og má að sumu leyti líkja því við hliðstæða fram- kvæmd, t.d. hjá sundlaugunum, en þar er um að ræða verulegan mun á verði eftir því hvort keyptur er að- gangur í eitt einstakt skipti eða hvort viðkomandi er fastur viðskiptavinur. En hverjar eru þá lækkanirnar og hagræðið sem kemur á móti hækk- unum einstakra gjaldskrárliða? Full þörf er að gera sérstaklega grein fyr- ir þeim þar sem þeim hefur lítt verið haldið á lofti í umræðunni. Í fyrsta lagi koma skiptimiðar nú til með að gilda á svæðinu öllu, en það eitt og sér er metið sem 10% tekjulækkun hjá fyrirtækinu, en auðvitað samsvarandi kjarabót hjá notendum þjónustunn- ar. Í öðru lagi lækka nú mánaðarkort- in, Grænu kortin úr kr. 3.900 í 3.700, en þau hefðu að sjálfsögðu átt að hækka um a.m.k 500 kr. ef hefðu þau sætt verðlagshækkunum. Í þriðja lagi er tekinn upp nýr valkostur, gula kortið, sem ætlað er að gilda í 2 vikur, og verður það selt á kr. 2.200 krónur. Í fjórða lagi er stefnt að upptöku 3 mánaða afsláttarkorts sem sérstak- lega verður sniðið að þörfum fram- haldsskólanema, þótt aðrir muni að sjálfsögðu einng geta nýtt sér það. Í fimmta lagi munu fargjöld hjá ung- mennum á aldrinum 15-18 ára lækka úr 125 í 100 kr. ef keypt eru farmiða- spjöld, þar sem aldursmarkið hefur verið hækkað um þrjú ár. Síðast en ekki síst er boðið upp á stóraukna ferðamöguleika á svæðinu í heild sem hljóta að vera nokkurs virði þótt erf- itt sé að verðleggja það sérstaklega. Upptaka nýs kerfis þýðir marg- háttaðar breytingar. Ein af þeim er sú að hún gerir ríkari kröfur til neyt- enda um að vera á varðbergi og nýta sér ávallt hagkvæmasta kostinn. Við hjá Strætó bs. berum fyllsta traust til farþega og að þeir bregðist við með skynsamlegum hætti og nýti sér stór- aukna möguleika og hagkvæmari far- gjöld þar sem það á við. Öflugar almenningssam- göngur – allra hagur Skúli Bjarnason Strætó Fargjöld með almenn- ingsvögnum hér á landi, segir Skúli Bjarnason, eru tiltölulega lág. Höfundur er stjórnarformaður Strætó bs. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar íþróttaskór á dömur og herra Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin Brunaslöngur Eigum á lager 25 og 30 m á hjóli og í skáp Ármúla 21, sími 533 2020 HEILSALA - SMÁSALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.